Morgunblaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2013 Til stóð að írska þingið greiddi at- kvæði um frumvarp um fóstureyð- ingar á miðvikudag en umræður héldu áfram langt fram eftir kvöldi, enda frumvarpið afar umdeilt bæði meðal íhaldssamra og frjálslyndra. Verði frumvarpið, The Protection of Life During Pregnancy Bill, sam- þykkt verður læknum heimilt að framkvæma fóstreyðingar þegar líf móðurinnar er í hættu. Íhaldssamir þingmenn og trúar- leiðtogar hafa harðlega mótmælt ákvæði sem myndi jafnframt heim- ila fóstureyðingu í þeim tilfellum þegar líkur eru taldar á að móðirin fremji sjálfsvíg. Óttast þeir að ákvæðið muni opna á óheftan að- gang að fóstureyðingum, þrátt fyrir að tveir geðlæknar og fæðingalækn- ir þurfi að votta að hættan á sjálfs- vígi sé „raunveruleg og umtals- verð.“ Nokkrar þingkonur lögðu fram tillögu um viðauka við frumvarpið um að fóstureyðingar yrðu einnig leyfðar þegar þungunin væri afleið- ing nauðgunar eða sifjaspells en mættu mikilli andstöðu og drógu hana til baka. Fóstureyðingar eru alfarið bannaðar á Írlandi sam- kvæmt núgildandi lögum. holmfridur@mbl.is Breytingar á lögum um fóstureyðingar ræddar  Írar skoða að leyfa fóstureyðingar þegar móðirin er í hættu AFP Umdeilt Löggjafinn ákvað að endurskoða lögin eftir að 31 árs gömul kona lést í kjölfar sýkingar frá deyjandi fóstri sem læknar neituðu að fjarlægja. Stjórnvöld í Ástralíu sögðu á mið- vikudag að verulega hefði dregið úr losun eiturefna við Kóralrifið mikla en viðurkenndu jafnframt að ástandið á rifinu hefði farið versn- andi síðustu ár vegna hvirfilbylja og flóða. „Öfgafullir veðurviðburðir hafa haft veruleg áhrif á almennt ásig- komulag sjávarumhverfisins, sem hefur hrakað úr í meðallagi í slæmt, yfir það heila,“ segir í nýrri skýrslu um ástand rifsins. Menningarmálastofnun Samein- uðu þjóðanna, UNESCO, hefur lýst því yfir að kóralrifið verði tekið af heimsminjaskrá og fært í hættu- flokk á næsta ári ef ekki verður gripið til aðgerða. Umhverfisráðherra Ástralíu, Mark Butler, sagði að stjórnvöld stefndu m.a. að því að bæta vatns- gæði við rifið með því að draga úr losun köfnunarefna um 50% en fylgni er á milli styrks köfnunar- efna í sjónum og útbreiðslu kross- fiskategunda sem eru skaðlegar rif- inu. 150 km Coral Sea Basin Heimild: Great Barrier Reef Marine Park Authority QUEENSLAND Townsville Cairns Lockhart-á Rockhampton Cooktown Lengd: 2.300 km2 400 kóraltegundir 1.625 fisktegundir 215 fuglategundir 30 tegundir hvala, höfrunga og hnísa 2.900 rif 900 eyjar ÁSTRALÍA CANBERRA 133 tegundir skata og hákarla Kóralrifið mikla Kóralrifs- sjávargarðurinn Stjórnvöld í Ástralíu hafa viðurkennt að ástand kóralrifsins sé lélegt en þau berjast fyrir því að rifið verði ekki tekið af heimsminjaskrá UNESCO Shark- og Osprey-rif Marion-rif Diane-hringrif, Willis-eyjar, Moore-rif Kóralrifið mikla hugsan- lega fært í hættuflokk Ummæli háttsetts kínversks embætt- ismanns hafa valdið nokkru fjaðra- foki í netheimum ef marka má frétta- stofu AFP en á fundi í Washington líkti einn aðstoðarforsætisráðherra Kína, Wang Yang, sambandi sínu við Jacob Lew, fjármálaráðherra Banda- ríkjanna, við samband nýgiftra hjóna. „Ég veit að Bandaríkin leyfa hjóna- bönd samkynhneigðra en augljóslega sé ég mig og Jacob ekki sækjast eftir því,“ bætti hann við. Wang sagði enn fremur að Banda- ríkin og Kína ættu að virða hvort ann- að eins og eiginmaður og -kona og ættu að efla gagnkvæmt traust. Þá sagði hann að stjórnvöld í Wash- ington og Pekíng ættu ekki að skilja eins og fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch og kona hans Wendi Deng, þar sem það yrði þeim dýrkeypt. Mörgum þykja ummæli aðstoð- arforsætisráðherrans hvorki fyndin né viðeigandi og hafa kínverskir net- verjar lýst yfir skömm á uppátækinu. „Skammarlegt, er Kína nú orðin frilla Bandaríkjanna?“ hefur AFP eftir ein- um þeirra. „Hvað með sæmd okkar?“ Ummæli varaforsæt- isráðherra hneyksla  Líkti sambandinu við hjónaband AFP Grínari Ráðherrann Wang Yang. Alklæddur nautsleðri! Verð áður 139.000 Þú sparar 20.000 Þú sparar 40.000 Tilboðsverð 99.000 RISAÚTSALA! Okkar besti hægindastóll á verði sem hefur ekki sést á Íslandi í mörg ár! Rubelli 9332 H með svifruggu, snúning, gormasæti og frábærum bakstuðningi 3 leðurlitir 6 taulitir FÁÐU STÓLINN SENDAN HEIM HVERT Á LAND SEM ER FYRIR AÐEINS 5.000 KR. Ármúla 5 • 108 Reykjavík • Sími 544 8181www.innlit.is Þekking • ÞjónustaÍ slitsterku áklæði! Verð áður 89.000 Tilboðsverð 69.000 Innlit Húsgögn í sumarskapi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.