Morgunblaðið - 12.07.2013, Page 30

Morgunblaðið - 12.07.2013, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2013 ✝ Sigurbjörg Er-lendsdóttir fæddist á Búðum í Fáskrúðsfirði 22. júlí 1922. Hún lést á LSH 8. júlí 2013. Foreldrar henn- ar voru Jóhanna Helga Jónsdóttir, f. 1896, d. 1983 og Er- lendur Jónsson, f. 1893, d. 1967. Sig- urbjörg var elst sex systkina; Anna Erlendsdóttir, f. 1924, d. 1998. Karen Erlends- dóttir, f. 1928, d. 2001. Eftirlif- andi systkini eru Valdís Erlends- dóttir f. 1929, Elín Erlendsdóttir, f. 1932, og Bragi Erlendsson, f. 1937. Sigurbjörg giftist árið 1943 Sigurði J. Sigurðssyni, f. 15.2. 1912, d. 1990. Þau eignuðust fjóra syni. Þeir eru 1) Reynir Sigurðs- son, f. 1943. Fyrri kona Reynis er Ingibjörg E. Daníelsdóttir, f. 1943. Synir; Hilmir, f. 1961, d. 1995, sambýliskona Jóhanna Gunnarsdóttir, dóttir þeirra Ingi- björg Aldís Hilmisdóttir, stjúp- dóttir Guðrún María Magn- úsdóttir, maki Páll Þór Vilhelmsson, barn þeirra, Dag- björt Hanna Pálsdóttir. Sigurður, ursdóttir, f. 1955, synir; Baldur Vignir, sambýliskona Drífa Jón- asdóttir, sonur; Óðinn Jarl. Jó- hann Helgi Karlsson, sambýlis- kona Bettina Larsen, synir; Júlíus Karl og Emil Snær. Bene- dikt Karl Karlsson, unnusta hans er Bríet Sveinsdóttir. Sigurður Björn Karlsson. 4) Páll Sigurðs- son, f. 1962, sambýliskona Ás- gerður Ólafsdóttir, f. 1962. Fyrri kona Páls er Anna B. Björns- dóttir, f. 1963. Börn Páls og Önnu eru: Bragi Þór Pálsson, maki Hafdís Guðlaugsdóttir, son- ur Guðlaugur Björn. Stefanía Pálsdóttir. Jóhanna Pálsdóttir. Sigurbjörg ólst upp á Fá- skrúðsfirði til 15 ára aldurs en fór þá í vist til Eskifjarðar. Tví- tug flutti hún suður og hóf störf á Vífilsstöðum þar sem hún kynnt- ist verðandi eiginmanni sínum. Á Vífilsstöðum vann hún megnið af sinni starfsævi. Fyrstu búskapar- árin bjuggu þau Sigurbjörg og Sigurður á Vífilsstöðum en flutt- ust á Fífuhvammsveg í Kópavogi árið 1957 þar sem þau höfðu byggt sér myndarlegt hús. Þar bjuggu þau allan sinn búskap meðan bæði lifðu. Sigurbjörg fluttist síðan í Vogatungu 15, þar sem hún bjó sér notalegt heimili eftir að hún varð ekkja. Síðustu æviárin bjó hún á sambýli í Roða- sölum 1 Kópavogi. Útför Sigurbjargar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 12. júlí 2013, kl. 13. maki Hildur Kristín Friðriksdóttir. Börn; Rakel, Hilmir Júlíus, Ísak og Ethel. Daníel Reynisson, maki Sól- rún Rúnarsdóttir. Börn; Rúnar Ingi, Sölvi Þór og Guðrún Klara. Egill Rúnar Reynisson, maki Inga Birna Trausta- dóttir. Börn; Frankl- in og Viktoria. Seinni kona Reynis er Ingunn Sig- urðardóttir, f. 1954, þau skildu. Dóttir þeirra er Sigrún Björk. 2) Smári Sigurðsson, f. 1947, sam- býliskona Ásthildur Jónsdóttir, f. 1949. Fyrri kona Smára var Hulda Finnbogadóttir, f. 1948, d. 2005. Börn Smára og Huldu eru Gunnar Smárason, maki Christine Vinum, synir þeirra eru Oscar og Valdemar. Fyrri kona Gunnars er Kristín Ragna Gunn- arsdóttir, dóttir; Snæfríður. Elín Björg Smáradóttir, maki Hjalti Nielsen, börn; Hrafnhildur Arna, Hjalti Þór og Hilmir Örn. Hrafn- hildur Huld Smáradóttir, maki Alexander Wiik, synir; Vilji og Orri. 3) Karl Sigurður Sigurðs- son, f. 1955, maki Sigríður I. Bald- Ég er svo heppin að hafa alist upp í kringum afar sterkar konur. Ein þessara kvenna og góðu fyr- irmynda var amma mín, Sigur- björg Erlendsdóttir. Hún amma var sannarlega ekki mikið fyrir að barma sér þrátt fyrir að hennar líf hafi ekki verið neinn dans á rós- um. Ég minnist þess satt best að segja ekki að hafa nokkru sinni heyrt hana kvarta. Hún bara gerði það sem gera þurfti og var ekkert að væla yfir því. Amma flutti að heiman aðeins 15 ára gömul og fór í vist á Eski- firði. Henni bauðst ekki að sækja sér neina menntun eftir það. Þeg- ar amma flutti til Reykjavíkur um tvítugt fór hún að vinna á berkla- hælinu á Vífilsstöðum. Þar kynnt- ist hún afa Sigga og fljótlega eign- uðust þau sitt fyrsta barn. Þau bjuggu í litlu herbergi ætluðu starfsfólki Vífilsstaða og þar stækkaði fjölskyldan eftir því sem árin liðu. Þegar drengirnir þeirra afa Sigga voru orðnir þrír þótti ömmu nóg um að búa í herberginu litla og vildi komast í eigið hús- næði. Jafn hörkudugleg og amma Sissa var þá bætti hún við sig aukavinnu við netagerð til að safna fyrir húsinu sem þau afi ætl- uðu sér að byggja við Fífuhvamm í Kópavogi. Pabbi hefur oft sagt mér frá því hvernig þau afi sátu og hnýttu net hvenær sem færi gafst. Þá hefur amma örugglega oft ver- ið þreytt. Amma var líka einhver hrein- látasta kona sem ég hef kynnst um ævina. Hún lagði áherslu á að húsið væri alltaf gljáandi hreint og passaði vel upp á að svo væri. Þá tók hún allt í gegn tvisvar á ári, fyrir jól og að vori. Og þá erum við ekki að tala um neina venjulega hreingerningu heldur voru þá bæði veggir og loft skrúbbuð þannig að allt húsið glansaði af hreinlæti. Þá skipti engu hvort hún var að drepast í skrokknum, húsið varð að þrífa. Henni ömmu hefði líklega ekki þótt mikið til handtaka sonardóttur sinnar und- irritaðrar koma þegar að hrein- gerningum eða öðrum myndar- skap kemur. Enda hefur undirrituð aldrei verið sérstak- lega mikið fyrir þau verk. En þeg- ar ég ligg á hnjánum við að þrífa klósettið heima hjá mér og óska mér einskis heitar en að fá heim- ilishjálp þá hugsa ég til ömmu og veit að mér er alls engin vorkunn. Og þegar mér finnst lífið vera tómt strit þá minni ég sjálfa mig oft á hvernig amma Sissa vann baki brotnu til að koma yfir sig og strákana sína alla þaki. Það gerði hún á lágmarkslaunum og samt tókst henni líka að safna pening- um á bankabók, hafa húsið tand- urhreint, bjóða upp á 10 ólíkar kökusortir á jólum og baka bestu kleinur í heimi. Amma Sissa var skemmtileg og fyndin kona sem kom til dyranna nákvæmlega eins og hún var klædd. Hún var ekkert að skafa utan af hlutunum. Í gegnum árin duttu upp úr ömmu gullmolar sem fjölskyldan endurtekur reglulega og munu verða til þess að minning ömmu mun haldast ljóslifandi í huga okkar allra. Hún amma var sannkölluð hvunndagshetja og einstök fyrir- mynd annarra. Ég mun minnast ömmu Sissu standandi í eldhúsinu á Fífuhvammsveginum með kankvíst bros í brúnu augunum sínum. Blessuð sé hlý, góð og skemmtileg minningin um elsku ömmu Sissu. Hrafnhildur Huld Smáradóttir. Hvunndagshetja kveður. Hún amma Sissa, Sigurbjörg Erlendsdóttir, er fallin frá tæp- lega 91 árs að aldri. Amma var fædd á Fáskrúðsfirði árið 1922, elst í stórum systkinahópi og kynntist því snemma að taka ábyrgð og vinna fyrir sér. Þrátt fyrir að hafa alla tíð unnið meira en fulla vinnu utan heimilis lá metnaður hennar og stolt í því að vera húsmóðir, enda titlaði hún sig þannig, t.d. í vegabréfi. Þó vinnudagar hennar hafi verið langir og heimilið stórt sló hún aldrei af kröfum til sjálfrar sín varðandi heimilið og enga mann- eskju hef ég þekkt sem lagði meira upp úr hreingerningum, þvottum, bakstri og hannyrðum. Hún var afar myndarleg í hönd- um og sá hlutur í minni eigu, sem mér þykir vænst um, er rúmteppi sem amma heklaði af list og gaf mér fyrir mörgum árum. Eins og margir af hennar kyn- slóð náðu amma Sissa og afi Siggi með vinnusemi, ráðdeild og hag- sýni að byggja sér hús og koma sínum drengjum vel á legg á verkamannalaunum. Oft hef ég hugsað hvernig hægt var að gera allt það sem þau gerðu og leggja líka fyrir á bankabók af þeim litlu efnum sem þau höfðu. Amma nefndi oft að hún þyrfti að eiga fyrir útförinni sinni á „bláu bók- inni“, því ekki ætlaði hún að skilja aðra eftir með þann kostnað. Mörg okkar sem eftir lifum mættu temja sér viðhorf ömmu Sissu til peninga. Hert af áföllum; berklum, brjóstakrabbameini og barns- missi, talaði amma Sissa ekki um tilfinningar sínar. Utan einu sinni, svo ég muni. Það var þegar elsta barnabarnið hennar, Hilmir Reynisson, lést af slysförum ung- ur maður. Þá óskaði amma þess heitt að hún hefði fengið að fara í hans stað. Henni þótti afar vænt um alla sína afkomendur og var alltaf til staðar fyrir þá. Tryggð hennar og traust kom m.a. fram í því að þó að tengdadæturnar skil- uðu sumar sonunum hafa þær haldið tryggð við ömmu Sissu alla tíð. Amma Sissa var mikill húmor- isti, þó hún væri ekki alltaf mjög jákvæð, og sagði skoðanir sínar á mönnum og málefnum alveg um- búðalaust. Orðtökin hennar og málshættir, hæfilega „réttir“ sumir hverjir, munu lifa lengi eins og minningin um duglega, ósér- hlífna og skemmtilega konu. Við amma Sissa áttum margar góðar stundir saman og ég átti kost á því að vera mikið hjá henni og afa Sigga. Verandi fyrsta stelpan í hennar barna- og barnabarna- hópi fannst mér oft að ég ætti sér- stakan stað hjá henni og naut þess vel. „Þetta er kvenlegt,“ sagði hún stundum þegar henni fannst eina stelpan hennar ekki alveg nógu pen, en hló mikið um leið. Nú er amma Sissa farin, hratt og örugglega. Hún kvaddi eins og hún lifði; fumlaust og án allra málalenginga. Alveg eins og sú stórkostlega kona sem hún var. Elín Smáradóttir. Sigurbjörg Erlendsdóttir Ég var tveggja ára þegar mamma og pabbi fóru til útlanda og ég fór norður til Þórshafnar í pössun til ömmu og afa í fyrsta sinn. Ég átti eftir að heimsækja þau oft eftir þetta. Það var alltaf sér- stök tilfinning að koma á Aust- urveginn. Húsið var alltaf eins, lyktin var sú sama og andrúms- loftið notalegt. Við fórum einu sinni saman norður ég og Danni bróðir minn og það er mín fyrsta minning um Dóra Björk Leósdóttir ✝ Dóra BjörkLeósdóttir fæddist á Ytra- Álandi í Þistilfirði 12. desember 1938. Hún lést 21. júní 2013. Útför Dóru Bjarkar fór fram frá Þórshafn- arkirkju 6. júlí 2013. heimsókn til Þórs- hafnar. Nærvera ömmu og afa er mér svo minnisstæð og ég finn hvað það er gott að hugsa til baka. Útvarpið hans afa stendur á stofu- gólfinu, fréttirnar í gangi, afi er á inni- skónum vappandi um húsið, og eldhús- ið er alltaf fullt af kleinum eða pönnukökum. Afi gat hneykslast í hvert sinn sem amma bar á borð fyrir okkur eitt- hvert heimabakað góðgæti því hann sagði glenntur að maður ætti bara að borða „siginn fisk og lýsi“. Ég fór líka ein og var þar eitt sumar hjá ömmu eftir að afi dó og var að vinna í fiski. Hún sagði mér aldrei þetta sumar að hún ætlaði að passa upp á mig eða að henni þætti vænt um mig, en ég fann það í öllu hennar atferli. Hún var alltaf vöknuð þegar ég átti að vakna, hún var alltaf búin að gera mat þegar ég kom heim og ég man ekki eftir því að hafa sett í eina þvottavél eða hugsað mikið um þess háttar hluti. Hún hugs- aði vel um mig. Amma mín og afi áttu það sameiginlegt að hafa sér- stakan máta til að sýna væntum- þykju, ekki með orðum heldur gjörðum. Þennan eiginleika erfði pabbi minn, það eru litlu hlutirnir sem hann gerir sem sýna manni að honum þyki vænt um mann. Einmitt vegna þessa sem er svo ólíkt í fari pabba og fólksins hans og mömmu og okkar barnanna þá voru ástarjátningar knúsar og koss mjög einhliða. Ég knúsaði ömmu mína og kyssti við hvert tækifæri, kallaði hana eina ömmukynsið mitt, og ég finn ennþá í dag lyktina af Danna afa þegar ég hugsa um að knúsa hann og stingandi skeggið hans. Amma hafði orð á því við mömmu oftar en einu sinni hvað við systkinin værum „blíð“. Daginn áður en amma kvaddi kyssti ég hana á ennið og sagði henni allt sem ég vildi sagt hafa, ég kvaddi hana með tárum, og það var ekkert skrýtið, heldur eðlilegt, að hún svaraði ekki, heldur brosti til mín og horfði á mig og ég veit hvað hún vildi sagt hafa. Amma átti ekki alltaf auðvelt líf – en hennar síðustu dagar og vikur hjá okkur voru án efa eins og best verður á kosið á fallega heimilinu hennar Rósu þar sem var stjanað við hana eins og prinsessu allt fram á síðustu stundu. Elsku Alla og Steina, ykkar missir er mikill. Ég vona að þið finnið að amma er komin á góðan stað, það verður ekki hægt að heimsækja hana eða hringja í hana, en ef við lokum augunum þá getum við séð hana skælbrosandi, freknótta og sæta, baðaða í sól- skini umvafða litríkum blómum með öllum þeim sem fóru á undan henni, fremstur í flokki stendur afi Danni með krosslagðar hend- ur og bros. Pabbinn minn, í þér lifir allt það góða sem fannst í bæði ömmu og afa og af því var amma afar stolt. Ég kveð þig með söknuði, elsku amma mín. Góða ferð. Ásta Björk. Þessi minning- argrein er seint á ferðinni, von- andi fyrirgefur Hemmi frændi það en myndi sjálfsagt bæta við að miðverðir séu gjarnan sein- ir. Mér er það ljúft og skylt að minnast hans, þar sem ég varð ekki bara þess heiðurs aðnjót- andi að spila með Hermanni fótbolta í Val í allmörg ár, held- ur vorum við þremenningar að skyldleika, ættaðir úr Dýra- firði. Jarðarförin hans var fal- leg og Hallgrímskirkja skartaði sínu fegursta. Hún var áratugi í byggingu, undir þrautseigri stjórnarformennsku frænda okkar, Hermanns Þorsteinsson- ar. Í keppnisferðum í fótboltan- um var gott að nota dauða tím- ann og tefla skák. Hermann var langbestur, og helst vildi eng- inn tefla við hann. Til að fá ein- hvern í tuskið bauðst hann gjarnan til að „tefla með vinstri“. Í hópíþróttum verða upp- nefni iðulega til. Draga þau gjarnan dám af aðstæðum, starfi viðkomandi, hlutverki í liðinu, talsmáta þjálfaranna eða voru út í hött. Þarna var Hemmi algerlega á heimavelli, og var sekúndubrot að rigga upp uppnefnum, sem hafa síðan lifað með mönnum í marga ára- tugi: alé, baunsgaard, krímar, wilfred, daysscreen, aþli, bergsword, richter, dagskrá … Hermann gat verið sérlega málgefinn, svo stórhætta var af. Einu sinni hittum við hann vestur á Þingeyri. Bauð hann okkur í bíltúr upp á Sandafell. Vegurinn er troðningur upp fjallseggina og bratt niður Hermann Gunnarsson ✝ HermannGunnarsson fæddist á Bárugötu í Reykjavík 9. des- ember 1946. Hann lést á Taílandi 4. júní 2013. Útför Hermanns fór fram frá Hall- grímskirkju 28. júní 2013. beggja vegna. Þessar hræðslu- hvetjandi aðstæð- ur virtust ekki skipta Hermann neinu máli, hann sneri höfðinu aftur allan tímann, og sagði endalaust sögur. Fóstra hans, Unnur, sat í framsætinu, öllu vön, en við í aft- ursætinu vorum föl af ótta. Undirritaður fékk leyfi hjá Hermanni að ganga seinni hluta ferðarinnar upp á fjalls- toppinn. Það var svolítið sérstakt að hitta Hermann í sundlauginni á Þingeyri, eins og hann hefði aldrei annars staðar verið, en laugin er í fallegri nýlegri braggalagaðri byggingu neðar- lega á eyrinni. Má með sanni segja að hún sé nk. félagsheim- ili kjarna heimamanna. Hemmi féll inn í hópinn eins og flís við rass, og var hrókur alls fagn- aðar. Í hópi heimamanna voru æskuvinir hans frá því hann var í sveit í Dýrafirði á ung- lingsárum. Einn þeirra kallaði Hermann gjarnan Drenginn úr Dalnum, en Hemmi var einmitt í sveit í Haukadal, hjá Unni, sem hann hélt tryggð við fram á síðasta dag og heimsótti hvert ár. Hemmi var ekki hinn dæmi- gerði afreksíþróttamaður, sem leggur dag við nótt við að slípa hæfileika sína og úthald. Frek- ar má segja að hann hafi verið listamaður, sem valdi íþróttirn- ar sem vettvang til að fá útrás fyrir hæfileikana. Honum voru gefnir í vöggugjöf miklir hæfi- leikar, hvort sem það var að líkamlegu atgervi eða í mann- legum samskiptum, og í dag- legum samskiptum við okkur meðaljónana þurfti Hermann stundum að „tefla með vinstri“. Ég sendi aðstandendum og ástvinum innilegustu samúðar- kveðjur. Dýri Guðmundsson (richter). Gulla systir mín kvaddi þetta líf 24. júní sl. eftir langvarandi veikindi. Gerð var aðgerð á henni vegna krabba- meins í meltingarfærum í jan- úarlok sl. Því miður tókst ekki að komast fyrir meinið. Eftir þriggja vikna dvöl á sjúkrahús- inu var hún send heim og var all- hress í anda og fór ferða sinna sem áður næstu vikur en hrakaði uns hún var flutt aftur á Land- spítalann og var þar í líknandi meðferð í réttar fjórar vikur. All- an þennan tíma var hún með fullri meðvitund og talaði rólega og skýrt um það sem framundan var. Gekk hún frá framkvæmd útfarar sinnar og huggaði sína nánustu eftir bestu getu. Með lífi sínu síðustu vikurnar gaf hún gott fordæmi. Gulla var yngst okkar sex systkina ásamt tvíburabróður sínum Leifi. Við ólumst upp á Guðlaug Þorleifsdóttir ✝ Guðlaug Þor-leifsdóttir fæddist í Reykjavík 17. apríl 1935. Hún lést á Landspít- alanum 24. júní 2013. Útför Guðlaugar fór fram frá Bú- staðakirkju 2. júlí 2013. Hjallalandi í Kapla- skjóli og kölluðum okkur Hjallalands- systkinin. Við fyrstu kynni mín af henni líkti ég henni við kött. Þau fædd- ust heima. Þá var ég næstum sjö ára og hrópaði upp er ég heyrði fyrsta grátinn: „Það mjálmar tvennt inni.“ Hún varð fljótt sjálfstæð og ákveðin eins og sjá má af því að í vinnuferð til Siglufjarðar 26 ára gömul kynntist hún eigin- manni sínum, Óskari Friðriks- syni, og eftir þrjár vikur voru þau gift. Hún var skelegg og drífandi, lærði snyrtifræði og svæðanudd. Hún vann í nokkur ár við innheimtu hjá Útvarpinu og lengst af hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur við mælaálestur. Gulla varð þriggja barna móð- ir og ól börn sín upp við heið- arleika og reglusemi sem skilaði þeim vel í stöðu góðra foreldra og þjóðfélagsþegna. Við andlát sitt átti hún níu barnabörn, hið elsta 23 ára og hið yngsta hátt á öðru ári. Hún var góð amma. Með þessum orðum kveðjum við systkinin okkar kæru systur. Blessuð sé minning hennar. Hörður Þorleifsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.