Morgunblaðið - 25.07.2013, Síða 1

Morgunblaðið - 25.07.2013, Síða 1
Eyja Barkarnautur var á söluskrá í mánuð áður en hún seldist. Eyjan Barkarnautur á Breiðafirði seldist skömmu eftir að hún var aug- lýst til sölu í Morgunblaðinu á laug- ardag. „Hún er hæfilega stór,“ segir Pétur Kristinsson hjá Fasteigna- og skipasölu Snæfellsness um eyjuna sem er 25 hektarar, en hann segir auðveldara að selja minni eyjar en stærri. Undir þetta tekur Magnús Leó- poldsson, eigandi Fasteigna- miðstöðvarinnar, en hann hefur um nokkurt skeið haft til sölu Svefn- eyjar, sem liggja í miðjum Breiða- firði, um 4,5 km austur af Flatey. Magnús segir fátítt að eyjar á Breiðafirði skipti um eigendur en það sé fyrst og fremst vegna þess að þær eru sjaldan settar á sölu. „Í mörgum tilfellum eru eigend- urnir margir og þeim heldur bara áfram að fjölga með hverri kynslóð. Þetta er oft eitthvað sem fólk telur alveg heilagt og má ekki selja. En svo koma svona einstaka dæmi inn á milli og þá eru það þessar eyjar sem eru minni að umfangi sem gengur betur að selja,“ segir hann. Hann segir talsverðar þreifingar hafa átt sér stað um Svefneyjar og að tilboð hafi verið gerð í eignina en hún sé enn óseld. Magnús segir verð á jörðum vera svipað og það var 2006. Talsvert sé um fyrirspurnir varðandi jarðar- kaup. „Það er mjög mikið af ungu fólki í sambandi við okkur sem hefur áhuga og er að reyna að sjá mögu- leika,“ segir hann. Hann segir að fjárhagslega gangi dæmið þó ekki alltaf upp og margir þurfi að skjóta draumunum á frest. „Það vantar ekki áhugann hjá fólki fyrir landi en það dugar ekki alveg eitt og sér.“ holmfridur@mbl.is Minni eyjar seljast hraðar en stærri  Svefneyjar enn óseldar  Mikill áhugi á jarðarkaupum hjá ungu fólki F I M M T U D A G U R 2 5. J Ú L Í 2 0 1 3  Stofnað 1913  172. tölublað  101. árgangur  BJÖRGVIN KEPPIR Á FIMMTUGASTA ÍSLANDSMÓTINU KREPPAN EYKUR SÖLU Á EGGJUM BÓKVERKIN ERU EINSKONAR DAGBÓK VIÐSKIPTABLAÐ SÝND Í ÚTÚRDÚR 34GOLF ÍÞRÓTTABLAÐ Morgunblaðið/Ómar  Landspítalinn er að vinna í út- færslu á neyðaráætlun sem starfað verður eftir ef uppsagnir geisla- fræðinga verða að veruleika hinn 1. ágúst næstkomandi. Hvorki er búið að virkja áætlunina né kynna hana á öllum einingum spítalans. Þetta segir Jón Hilmar Frið- riksson, staðgengill forstjóra Landspítalans. „Það sögðu ekki allir upp þann- ig að við teljum okkur geta sinnt alvarlegum bráðatilfellum, alla- vega tímabundið,“ segir Jón Hilm- ar og bætir við að stjórnendur Landspítalans séu að kortleggja hvað röntgendeildin getur gert með þeim starfsmönnum sem hún hefur, en svo þurfi að forgangs- raða með tilliti til þess. »4 Telur sig geta sinnt alvarlegum bráðatilfellum Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þeir sem tóku gengislán fyrir efna- hagshrunið og vænta þess að lánin verði endurreiknuð með neikvæðum raunvöxtum aftur í tímann byggja það á óraunhæfum kröfum. Þetta er skoðun Helga Sigurðs- sonar hæstaréttarlögmanns sem vís- ar til umtalaðs gengisdóms fyrir Hæstarétti í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka. Var niðurstaða Hæstaréttar sú að sveitarfélagið skuldaði tæpar 129 milljónir, málalok sem Helgi segir að hafi verið ígildi þess að umrætt lán hafi borið neikvæða raunvexti. Ágreiningur snerist um annað Aldrei hafi hins vegar reynt á þessa aðferð við að reikna út eftir- stöðvar, enda hafi ágreiningurinn í þessu dómsmáli öðrum þræði snúist um hvort víkja ætti meginreglu um fullar efndir til hliðar. Því sé for- dæmisgildi þessa máls lítið. Þá segir Helgi að þessi niðurstaða sé í ósamræmi við dóm Hæstaréttar í máli Landsbankans gegn Plastiðj- unni hinn 30. maí sl., enda hafi fjár- kröfu fyrirtækisins gegn bankanum verið mótmælt. Helgi bendir jafnframt á að Hæstiréttur sé bundinn af þeim málsástæðum sem teflt er fram hverju sinni fyrir dómnum. Telur Helgi einnig að kröfur um neikvæða raunvexti geti aldrei sam- rýmst réttmætum væntingum lán- taka eða eðlilegu réttarumhverfi lán- veitenda. Ofmeti ekki gengisdóma  Hæstaréttarlögmaður varar við óraunhæfum kröfum vegna dóma Hæstaréttar  Lántakar geti ekki vænst neikvæðra raunvaxta af gengislánum aftur í tímann MTakmarkað fordæmi »12 Undanfarna daga hefur biðskýli strætó við Hringbraut loks staðið undir nafni og skýlt sól- brenndum vegfarendum fyrir kærkomnum geislum sólarinnar. Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa tekið góða veðrinu fagnandi og út um allan bæ má sjá léttklætt fólk njóta veðurblíðunnar. Flest bendir til þess að sú gula heiðri íbúa suð- vesturhornsins með nærveru sinni að minnsta kosti fram að helgi ef marka má veðurspár. Sú gula áfram sýnileg í borginni Morgunblaðið/RAX Sólskýlið stendur loksins undir nafni  Ásta Valdi- marsdóttir lög- fræðingur tekur formlega við stöðu fram- kvæmdastjóra hjá Alþjóðahug- verkastofnuninni (WIPO) um næstu mánaðamót, fyrst Íslendinga. Ekki er hægt að vinna sig hærra upp metorða- stigann innan embættiskerfis Sam- einuðu þjóðanna án pólitísks kjörs. Eingöngu kjörnir fulltrúar eru hærra settir innan alþjóðasamtak- anna. »Viðskipti Framkvæmdastjóri hjá stofnun SÞ Ásta Valdimarsdóttir  Tekjuskatts- og útsvarsstofn landsmanna árið 2013 vegna tekna á síðasta ári nemur 932 milljörðum króna. Eykst stofninn um 6,4% milli ára en álagningarskrár einstaklinga verða lagðar fram til sýnis á skattstofum landsins í dag. Framteljendur eru 3.300 færri í ár en þeir voru árið 2009 þegar þeir voru flestir en sam- tals fengu 158.000 einstaklingar álagðan almennan tekjuskatt og 253 þúsund fengu álagt útsvar. »17 Álagningarskrár lagðar fram í dag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.