Morgunblaðið - 25.07.2013, Page 2

Morgunblaðið - 25.07.2013, Page 2
Ljósmyndir/Heimir Harðarson Norðurslóðir Hér er skonnortan Ópal við Ittoqqortoormiit en þar eru engar bryggjur til að leggjast að. María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Heimir Harðarson, skipstjóri á skonnortunni Ópal, siglir nú um Skoresbysund en Norðursigling er um þessar mundir með vikulegar ferðir þangað frá Húsavík. „Það er farið í kringum Milneland en þetta snýst um að upplifa náttúruna á þessum slóðum,“ segir Heimir. „Siglt er um hrikalega firði þar sem eru tvö þúsund metra há björg, en við erum það norðarlega að það er varla að sólin setjist hér þó að það sé kominn lok júlí. Í gær varð ísbjörn á vegi okkar þegar við komum inn í sundið við þorpið Ittoqqortoormiit og nú erum við að fara að leita að honum aftur fyrir farþegana.“ Einangrunin er einstök Aðspurður segist Heimir ekki hafa verið hræddur við ísbjörninn. „Ég held að hann hafi verið hrædd- ari við okkur en auðvitað þarf að hafa varann á og við erum með byssur með okkur. Ísinn hér er mjög þykk- ur og við verðum að troða okkur inn á milli ísjaka til þess að nálgast svæðið þar sem síðast sást til ís- bjarnarins.“ Heimir segir upplifunina magn- aða. „Þetta er langnyrsta byggð á austurströnd Grænlands og hér búa um 400 manns,“ segir Heimir um líf- ið í Ittoqqortoormiit. „Næsta byggð á Grænlandi er í um 800 km fjar- lægð. Einangrunin hér er því ein- stök en ferðum til þessa svæðis er lítið sinnt af heimastjórn Grænlands og því hefur orðið um 90% sam- dráttur og innan við tíu ferðamenn komu hingað í vetur. Þá erum við fyrsta skipið sem kemur hingað í níu mánuði en von er á birgðaskipi á næstu dögum. Heimamenn eru því skiljanlega orðnir langeygir eftir birgðum og það er lítið til í búð- unum,“ segir Heimir. Ísbirnir, einangrun og hrikalegir firðir Skonnortan Ópal siglir um Skoresbysund Stór Þessi ísbjörn varð á vegi áhafnar Ópals í fyrradag en fyrirtækið Norð- ursigling stendur nú fyrir vikulegum siglingum um Skoresbysund. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Skúli Hansen skulih@mbl.is Mál Sigurðar Kristjáns Hjaltested og Karls Lárusar Hjaltested gegn Sýslumanninum í Kópavogi var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Að sögn Sigmundar Hannessonar, hæstaréttarlögmanns og lögmanns sóknaraðila, varðar málið höfnun þinglýsingarstjóra á kröfu skipta- stjóra dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested heitins þess efnis að jörðinni Vatnsenda verði þinglýst á dánarbúið í samræmi við dóm Hæstaréttar frá 3. maí síðast- liðnum. Þar var staðfestur dómur Héraðsdóms Reykjaness um að við opinber skipti á dánarbúi Sigurðar Kristjáns, sem lést árið 1966, teldist beinn eignarréttur að jörðinni Vatnsenda enn liggja hjá dánar- búinu. Í marga áratugi hefur staðið yfir deila um eignarhald á jörðinni en Magnús Sigurðsson Hjaltested tók við umráðum hennar við andlát föður síns. Núverandi ábúandi jarðarinnar er Þorsteinn Hjaltested, sonur Magnúsar. Umtalsverðir hagsmunir eru í húfi, en árið 2007 tók Kópa- vogsbær 864 hektara af jörðinni eignarnámi og greiddi fyrir það 2,5 milljarða króna. „Óskað er úrlausnar Héraðsdóms Reykjaness og gerð krafa um að Þorsteinn Hjaltested, núverandi um- sjónarmaður jarðarinnar, verði af- máður úr þinglýsingarskrá sem ábú- andi og dánarbúið sett þar í staðinn,“ segir Sigmundur. Takast á um þinglýsingu  Mál Sigurðar Kristjáns Hjaltested og Karls Lárusar Hjaltested gegn Sýslu- manninum í Kópavogi tekið fyrir í héraðsdómi  Vilja taka Þorstein af skrá Morgunblaðið/Árni Sæberg Vatnsendi Árið 2007 tók Kópavogsbær 864 hektara af jörðinni eignarnámi og greiddi fyrir það 2,5 milljarða króna. Því eru miklir hagsmunir í húfi. María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Starfsgreinafélagið AFL telur að brotið sé á verkamönnum sem vinna við byggingu nýrrar hafnar á Djúpa- vogi. „Við teljum að það sé verið að hlunnfara starfsmennina þar,“ segir Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, for- maður AFL. „Við funduðum með starfsmönnunum og í ljós kom að ýmislegt mætti betur fara eins og til dæmis vangreiddir yfirvinnutímar auk þess sem orlof er ekki greitt. Við buðum fram aðstoð okkar en starfs- mennirnir voru ekki tilbúnir til þess að þiggja hana en þeir hafa frest til morguns.“ Aðspurð hvort starfs- mennirnir hafi lýst óánægju með kjör sín svarar Hjördís bæði já og nei. „Það voru ekki þeir sem leituðu til okkar heldur fengum við ábend- ingu frá öðrum. Mennirnir eru flest- ir frá Slóvakíu og þeir þekkja ekki umhverfið hér. Það sem er mest ámælisvert er að þetta skuli þrífast í skjóli opinberra framkvæmda.“ Engum er frjálst að hlunnfara Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogs, fagnar aðkomu félagsins að málinu. „Framkvæmdir hófust í maí og í júní frétti ég að launa- greiðslur til mannanna væru ef til vill ekki sem skyldi. Í framhaldi af því hafði ég samband við Siglinga- stofnun sem er aðaleftirlitsaðilinn með verkinu auk þess sem ég hafði samband við heilbrigðiseftirlitið og AFL en það er fyrst núna, mánuði síðar, sem AFL lætur sig málið varða,“ segir Gauti. „Þá hefur sveit- arfélagið dregið greiðslur til verk- takans til þess að knýja á um að kjör mannanna verði bætt en engum er frjálst að hlunnfara einn né neinn.“ Ekki farið illa með neinn Hólmar Guðmundsson verktaki segir það rangt að verið sé að brjóta á mönnunum. „Nei, það er langt frá því að verið sé að fara illa með þá. Þeir eru búnir að vinna fyrir mig í sjö ár. Þeir eru hjá mér í vinnu í níu mánuði á ári, fara svo heim í frí og koma aftur að vori til. Það segir sig sjálft að þeir kæmu ekki aftur ef ver- ið væri að svíkja þá. Ég skal við- urkenna það að það hefur vantað upp á yfirvinnutíma en annars er þetta það sem um var samið og ég greiði annað fyrir þá í staðinn eins og til dæmis flugfargjöld og gistingu í bænum.“ Telja að brotið sé á mönnum  Verkamenn vildu ekki þiggja aðstoð Umferð gekk vel víðast hvar á land- inu í gær. Morgunblaðið hafði sam- band við lögregluumdæmi víða um land í gærkvöldi og var það sam- dóma álit viðmælenda að ökulag ferðalanga hefði verið til fyrir- myndar. Lítið var um hraðakstur og háttalag ökumanna var almennt gott. Frekar lítil umferð var í gegnum þéttbýliskjarna eins og Akureyri, Borgarnes, Blönduós og Selfoss að sögn lögreglumanna. Búast má við því að umferð fari að þyngjast í dag og á morgun enda landsmenn marg- ir í sumarfríi og þar af leiðandi á far- aldsfæti um helgina. heimirs@mbl.is Umferð á þjóðvegum gekk vel  Ökulag ferðalanga var til fyrirmyndar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.