Morgunblaðið - 25.07.2013, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2013
Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaísland
Eitt best geymda
leyndarmálið á
markaðnum
Weleda Skin Food er í miklu uppáhaldi hjá þekktum tísku-
fyrirsætum og förðunarfræðingum um allan heim. Skin
Food er 100% lífrænt árangursríkt alhliða krem sem nærir
þurra og viðkvæma húð og kemur jafnvægi á húðina.
Skin Food kom fyrst á markað fyrir meira en 80 árum síðan
og hefur uppskriftin verið óbreytt síðan.
Kremið er unnið úr lífrænt ræktuðum Stjúpum, Baldursbrá,
Morgunfrú og Rósmarín, gott krem fyrir alla fjölskylduna
– Í samhljómi við mann og náttúru. www.weleda.is
Þú kaupir Weleda vörur í heilsuverslunum og apótekum um
allt land
Tímabundnir skattar eru meðalþess sem lífseigast er í veröld-
inni. Í framhaldi af því að Múrinn í
Berlín var brotinn niður fyrir rúm-
um tveimur áratugum var gripið til
ýmissa efnahags-
ráðstafana til að
lyfta Austur-
Þýskalandi. Meðal
þess var að leggja á
tímabundinn skatt
til uppbyggingar
eystra.
Þessi tímabundniskattur átti
eins og aðrir slíkir
að leggjast á skatt-
greiðendur um
skamma hríð en hef-
ur síðan ítrekað ver-
ið framlengdur.
Síðasta framlenging skattsinsvar til ársins 2019 (Þjóðverjar
gera áætlanir lengra fram í tímann
en ýmsir aðrir) og nú hefur Merkel
sagst vilja framlengja hann enn
einu sinni.
Þetta hefur gefið Frjálsum demó-krötum, litla samstarfsflokki
hennar, óvænt sóknarfæri vegna
kosninganna í haust og gæti tryggt
þeim áframhaldandi setu á þýska
þinginu. Þeir vilja losna við þennan
tímabundna viðbótarskatt, sem er
óvinsæll meðal landsmanna.
Þjóðverjar eru ekki einir um aðglíma við háa og tímabundna
skatta. Íslendingar voru minntir á
það í gær þegar fjármálaráðherra
kynnti álagningu á einstaklinga að
hér þarf að taka til hendinni í skatt-
heimtunni.
Fjögurra ára vinstri stjórn skilureftir sig mikið af tímabundn-
um sköttum og nýlegum hækk-
unum sem nauðsynlegt er að létta
hið allra fyrsta af almenningi.
Angela Merkel
Lífseigir tíma-
bundnir skattar
STAKSTEINAR
Bjarni
Benediktsson
Veður víða um heim 24.7., kl. 18.00
Reykjavík 15 skýjað
Bolungarvík 17 heiðskírt
Akureyri 12 alskýjað
Nuuk 8 skýjað
Þórshöfn 16 léttskýjað
Ósló 26 heiðskírt
Kaupmannahöfn 23 heiðskírt
Stokkhólmur 26 léttskýjað
Helsinki 18 skýjað
Lúxemborg 25 skúrir
Brussel 25 heiðskírt
Dublin 21 skýjað
Glasgow 22 léttskýjað
London 26 heiðskírt
París 27 skýjað
Amsterdam 21 skúrir
Hamborg 30 heiðskírt
Berlín 28 heiðskírt
Vín 29 skýjað
Moskva 17 þrumuveður
Algarve 27 heiðskírt
Madríd 33 heiðskírt
Barcelona 28 léttskýjað
Mallorca 30 léttskýjað
Róm 32 léttskýjað
Aþena 32 heiðskírt
Winnipeg 17 léttskýjað
Montreal 13 skýjað
New York 26 heiðskírt
Chicago 18 léttskýjað
Orlando 28 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
25. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:14 22:56
ÍSAFJÖRÐUR 3:52 23:28
SIGLUFJÖRÐUR 3:33 23:12
DJÚPIVOGUR 3:37 22:32
Árni Grétar Finnsson
agf@mbl.is
„Mörg smáforrit sem fólk setur inn á
símana sína eru ókeypis fyrir not-
andann en fjármagna sig með því að
safna upplýsingum um hann og selja
áfram,“ sagði Ýmir Vigfússon, lektor
í tölvunarfræði við Háskólann í
Reykjavík og yfirmaður rannsókna
hjá Syndis í grein Morgunblaðsins í
gær um rafræn fótspor á Internet-
inu. Þar sagði Ýmir að einkalíf á Int-
ernetinu væri svipað og í almenn-
ingsgarði fullum af myndavélum.
Snjallsímarnir varasamir
Ýmir segir að með tilkomu
snjallsímans hafi orðið auðveldara
að fylgjast með einstaklingum.
„Síminn er í stöðugu sambandi við
umheiminn sem þýðir að hvert sem
þú ferðast þá er síminn að senda
upplýsingar um hvar hann er, til
dæmis þegar hann athugar hvort að
nýr póstur bíði í pósthólfi þínu.
Langstærstum hluta þessara upp-
lýsinga er hent nema það sé einhver
sem hefur sérstakan áhuga á þeim.“
Símstöðvar safna gögnum um
notkun farsíma (e. call data records),
m.a. til þess að rukka notendur.
Þessum gögnum ber að eyða þegar
þeirra er ekki lengur þörf skv. fjar-
skiptalögum, en í lögunum segir að
þau skuli þó vera geymd að lágmarki
í 6 mánuði vegna almannaöryggis.
„Snjallsíminn á allar upplýsingar um þig“
Smáforrit geta virst saklaus en
safna miklum gögnum um notandann
Morgunblaðið/Ernir
Sími Stöðugt samband við heiminn.
Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð
Héraðsdóms Reykjavíkur frá 19.
þessa mánaðar þar sem karlmaður
var úrskurðaður í gæsluvarðhald til
16. ágúst. Honum er gefið að sök að
hafa tekið matvæli ófrjálsri hendi úr
verslun Bónuss við Laugaveg hinn
18. júlí fyrir samtals 9.501 krónu.
Grunsemdir vöknuðu hjá verslun-
arstjóra búðarinnar, sem veitti
manninum eftirför og var á meðan í
stöðugu símasambandi við lögreglu.
Lyktir yrðu þær að lögregla hand-
samaði manninn, sem hafði á flótt-
anum hent frá sér poka með fatnaði
sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi
úr annarri verslun. Sakaferill
mannsins nær aftur til ársins 1988.
Morgunblaðið/Sverrir
Sagður
hafa stolið
úr Bónus