Morgunblaðið - 25.07.2013, Síða 14

Morgunblaðið - 25.07.2013, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2013 AGA GAS ER ÖRUGGT VAL HEIMA OG Í FRÍINU Þú getur verið afslappaður og öruggur við grillið með AGA gas. Öruggur um að þú ert að nota gæðavöru og að þú fáir góða þjónustu þegar þú þarft áfyllingu á gashylkið, hvort sem þú nýtir þér heimsendingarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu eða þegar þú heimsækir söluaðila AGA. Farðu á www.gas.is og finndu nálægan sölustað eða sæktu öryggisleiðbeiningar og fáðu upplýsingar um AGA gas. www.GAS.is SVIÐSLJÓS Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is Hinir árlegu Mærudagar á Húsavík fara fram um helgina. Á þessari hús- vísku menningarhátíð er boðið upp á stútfulla dagskrá frá fimmtudegi fram á sunnudag. Andri Birgisson, einn verkefnastjóri daganna, segir undirbúninginn ganga vel. „Við er- um bara að bíða eftir fólkinu og veðr- inu, það á að vera fínt veður á föstu- daginn og hlýtt á laugardag og við vonumst til að sleppa við alla rign- ingu,“ segir Andri. Meðal þess sem er á dagskrá á Húsavík er hið árlega Botnsvatnshlaup fyrir eldri hlaupara og krakkahlaup Íslandsbanka fyrir hina yngri. Síðan er litboltamót, las- ertagmót, brenna og síðan auðvitað dansleikur og stór hafnarmarkaður. Tónleikaflóð Borgarfirði eystra Frá árinu 2005 hefur tónlistarhá- tíðin Bræðslan verið haldin á Borg- arfirði eystra og hefur hún farið stækkandi með hverju árinu. Bræðslan sjálf eru einir tónleikar sem haldnir eru á laugardags- kvöldið. Þar munu, ásamt fleiri góð- um gestum, Ásgeir Trausti og John Grant stíga á svið. Að sögn Áskels Heiðars Ásgeirssonar, eins bræðslu- stjóranna, seldist upp á tónleikana á einungis tveimur sólarhringum. Hins vegar er á svæðinu ógrynni annarra tónleika. Meðal annars munu Gissur Páll og Garðar Thor syngja á Álfakaffi á fimmtudeginum. „Annars er þetta bara stór og skemmtileg útihátíð. Það koma um tvö þúsund manns hingað til þess að drekka í sig stemninguna og upplifa fjörið.“ Frökkum fagnað á Fáskrúðsfirði Árlega frá árinu 1996 hafa svokall- aðir Franskir dagar verið haldnir á Fáskrúðsfirði til þess að halda á lofti minningunni um veru Frakka á Fá- skrúðsfirði. Meðal þess sem er á dagskrá á dögunum er Fáskrúðs- fjarðarhlaupið, dorgveiðikeppni og skoðunarferðir um franska spítalann á svæðinu. Setningarhátíð daganna er á föstudagskvöldinu þar sem Árni Johnsen stjórnar brekkusöng og Friðrik Dór mætir á svæðið og tekur lagið. Á laugardag er dansleikur á dagskrá í Skrúði fyrir alla aldurs- hópa áður en við tekur alvöru sveita- ball þegar líða fer á kvöldið. Á sunnudag verða tónleikar í frönskum stíl í skólamiðstöðinni á svæðinu. Örvar Ingi Jóhannesson píanóleikari og Berta Dröfn Ómarsdóttir leika lög Edith Piaf í bland við íslensk dægurlög. Iðandi mannlíf á Vestfjörðum Nóg verður um að vera á Vest- fjörðum um helgina. Metnaðarfullar dagskrár verða bæði á Tálknafirði og í Reykhólahreppi. Á Tálknafirði er hátíðin Tálknafjör haldin. Hefst hún með fjölskylduratleik á föstudeg- inum klukkan 17. Sirkus Íslands mætir svo á svæðið á laugardaginn, kvenfélagið stendur fyrir veit- ingasölu og björgunarsveitin Tálkni verður með kassaklifur og happ- drætti fyrir börnin. Héraðshátíðin Reykhóladagar hefst í dag á báta- og hlunnindasýn- ingu líkt og undanfarin tvö ár. Í kvöld verður svo kaffihúsakvöld þar sem heimildarmyndin Súðbyrðing- urinn verður sýnd, en hún var að mestu leyti tekin upp í bátahluta sýningarinnar. Á morgun verður svo fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurs- hópa. Yngstu kynslóðinni verður boðið á hestbak, keppt verður í kassabílaakstri og hverfi Reykhóla- hrepps keppa sín á milli í ýmsum þrautum sem reyna jafnt á líkamlegt atgervi og gáfur. Á laugardeginum verður skemmtun í íþróttahúsinu sem endar svo með dansleik sem hefst klukkan 23. Mærudagar og menningarhátíðir  Mikil eftirspurn eftir miðum á Bræðsluna  Árni Johnsen stjórnar brekkusöng á Fáskrúðsfirði  Lög eftir Edith Piaf leikin á frönskum dögum  Báta- og hlunnindasýning í Reykhólahreppi Ljósmynd/Ingibjörg Torfadóttir Bræðslan Ásgeir Trausti og John Grant eru meðal þeirra tónlistarmanna sem munu stíga á svið á Bræðslunni á Borgarfirði eystri á laugardag. Fjöldi annarra tónleika verður einnig á svæðinu fyrir sérhvern tónlistarsmekk. Mærudagar Á Húsavík er hægt að taka þátt í Botnsvatnshlaupinu áður en Emmsé Gauti treður upp á gamla Bauknum um kvöldið. Sjötta ráðstefna PLANNORD verð- ur haldin í Hörpu dagana 18.-21. ágúst. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Sjálfbærni og skipulag“ og tilgang- urinn er að ræða áhrif sjálfbærrar þróunar á skipulagsfræði og vinnu við skipulagsmál á Norðurlöndum. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er sérlegur verndari ráð- stefnunnar. Meistaranámsbraut í skipulags- fræðum við Landbúnaðarháskóla Ís- lands var falið að halda ráðstefnuna og gerir það í samvinnu við Skipu- lagsfræðingafélag Íslands. PLANNORD er samstarfsvett- vangur þeirra sem stunda rannsóknir í skipulagsmálum og starfa á þeim vettvangi á Norðurlöndum. Aðalfyrirlesarnir eru heimsþekktir fyrir fræðastörf á sviði skipulags- mála. Þeir eru Hugh Barton, prófess- or við University of the West of Eng- land, og Tore Sager, prófessor við Norges teknisk-naturvitenskapelige universitet. Hugh Barton hefur rannsakað tengsl milli skipulags, heilsu og sjálf- bærni. Tore Sager fæst við rannsókn- ir á skipulagskenningum, hagfræði og ákvörðunarferli í samgönguskipulagi. Á ráðstefnunni verða tvær stórar málstofur í Kaldalóni. Fyrir hádegi 19. ágúst verður málstofa um skipu- lagsmál á Norðurlöndum þar sem fyrirlesarar verða þekktir fræðimenn alls staðar af Norðurlöndum. Eftir hádegi 20. ágúst verður málstofa með áherslu á nýjungar í skipulagsmálum í Reykjavík. Að auki verða haldnar 10 málstofur í minni sölum Hörpu þar sem þátttak- endur geta valið úr yfir 40 erindum til að hlusta á og tekið virkan þátt í um- ræðum. Undirbúningsnefnd PLANNORD- ráðstefnunnar á Íslandi 2013 hefur opnað heimasíðu þar sem nálgast má frekari upplýsingar um ráðstefnuna, http://www.yourhost.is/nord- plan-2013/home.html. Morgunblaðið/Kristinn Ræða skipulagsmál á Norðurlöndum  Þekktir fræðimenn á ráðstefnu Á föstudaginn verður fínt veð- ur um allt land. Hálfskýjað á Suður- og Vesturlandi en heið- skírt á Norður- og Austurlandi. Hitinn verður á bilinu 14 til 21 stig. Á laugardag og sunnudag verður skýjað og smávegis rigning inn á milli víðast hvar á landinu en lítill vindur og víðast hvar mjög hlýtt. Hitinn fer mest í 18 stig á Akureyri á laugardaginn og 16 stig á Eg- ilsstöðum á sunnudaginn. Hvergi fer hitinn þó niður fyrir 10 stig. Það er því útlit fyrir að það viðri vel til útihátíða á landinu en þurrast verður sennilega á Vestfjörðum. Nokkuð skýj- að en hlýtt VEÐRIÐ UM HELGINA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.