Morgunblaðið - 25.07.2013, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2013
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Álagningarskrár einstaklinga verða
lagðar fram til sýnis á skattstofum
landsins í dag. Samkvæmt upplýs-
ingum frá fjármálaráðuneytinu
nemur tekjuskatts- og útsvarsstofn
landsmanna árið
2013 vegna tekna
á síðasta ári 932
milljörðum króna
og hefur hann
því aukist um
6,4% frá því árið
2012. Þá fjölgar
framteljendum
um 0,9% á milli
ára, en í ár eru
þeir 264.193 tals-
ins. Samtals
fengu 158.455 einstaklingar álagð-
an almennan tekjuskatt en 253.606
fengu álagt útsvar. Framteljendur
eru þó ennþá færri en árið 2009
þegar þeir voru flestir, það ár voru
þeir 3.300 fleiri en núna.
12 þúsund gleymdu framtali
„Þetta er í fjórða skiptið sem
ríkisskattstjóri gerir þetta. Áður
var þetta lagt fram hjá skatt-
stjórum, en þá voru skattstjórar
staðbundin stjórnvöld,“ segir Skúli
Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.
Að sögn hans vantar framtöl frá
um 12 þúsund einstaklingum og
bendir hann á að það sé lægri tala
en undanfarin ár. „Það var áætlað á
þann hóp en áætlanir eru miklu ná-
kvæmari nú en áður vegna þess að
það eru afritaðar allar upplýsingar
frá fjármálastofnunum og upplýs-
ingar um launatekjur inn á fram-
töl,“ segir Skúli sem bætir við að
almennt séu áætlanir nákvæmari í
dag en áður nema hjá þeim sem
stunda atvinnurekstur.
Þá bendir Skúli á að álagningar-
skrárnar verði lagðar fram til sýnis
klukkan níu í dag en hinsvegar hafi
verið opnað fyrir álagningarseðla á
netinu síðastliðið þriðjudagskvöld.
Rétt er að taka fram að á netinu
getur fólk einungis séð eigin álagn-
ingarseðla. „Til þess þurfa menn að
nota rafræn skilríki eða veflykil
ríkisskattstjóra,“ segir Skúli.
Hann bendir á að álagningar-
skrárnar muni liggja frammi á öll-
um starfsstöðvum ríkisskattstjóra
til 8. ágúst næstkomandi. „Síðan
rennur kærufresturinn út 26. ágúst
og það má segja síðan um þetta að
skilin á framtölum eru mun betri
en síðustu ár og aldrei hafa jafn-
margir framteljendur getað lokið
framtalsgerðinni með því einu að
yfirfara upplýsingarnar og stað-
festa að þær séu réttar,“ segir
Skúli.
Skuldir heimila hafa aukist
Skuldir heimilanna hafa aukist á
milli ára, en samkvæmt upplýs-
ingum frá fjármálaráðuneytinu
námu þær 1.785 milljörðum króna í
árslok 2012 og jukust þær um 1,5%
á því ári. Til samanburðar má
nefna að árið 2011 drógust skuldir
heimilanna saman um rúmlega 6%.
Endurgreiða 18,3 milljarða
Hinn 1. ágúst næstkomandi
verða 18,3 milljarðar endurgreiddir
úr ríkissjóði til heimila vegna of-
greiddra skatta, barnabóta og
vaxtabóta. Alls er inneign framtelj-
enda að lokinni álagningu 21,9
milljarðar króna en 3,6 milljarðar
af upphæðinni verða nýttir upp í
kröfur ríkissjóðs vegna vangold-
inna gjalda. Endurgreiðslur vegna
ofgreiddra staðgreiðslna tekju-
skatts og útvars nema rétt rúmum
7 milljörðum króna en endur-
greiðslur vegna ofgreiddra stað-
greiðslna fjármagnstekjuskatts
nema hinsvegar 729 milljónum
króna.
Þá nema vaxtabætur rúmum 7,4
milljörðum króna, barnabætur
tæpum 2,7 milljörðum en aðrar
endurgreiðslur nema samtals 398
milljónum króna.
Álagningarskrárnar
lagðar fram í dag
Morgunblaðið/Arnaldur
Skattur Álagningarskrár verða lagðar fram almenningi til sýnis í dag.
Framteljendum fjölgar um 0,9% frá síðasta ári
Skúli Eggert
Þórðarson
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Bæjarhátíðin Kátir dagar á Þórs-
höfn hófust í blíðu veðri um síðustu
helgi en síðustu árin hefur hún verið
árviss viðburður.
Frumkvæðið að Kátum dögum í
þetta sinn áttu nokkur ungmenni á
Þórshöfn en um tíma leit út fyrir að
engin hátíð yrði haldin í ár. Þessu
kraftmikla unga fólki þótti súrt í
broti að engin hátíð yrði í sumar og
hófust handa við að skipuleggja dag-
skrá í júní. Allt gekk þetta upp þó
fyrirvarinn væri stuttur og góða
veðrið hafði mikið að segja þessa
helgina.
Margt var í boði á hátíðinni. Á
hafnarsvæðinu var lífleg markaðs-
stemning þar sem sölufólk var með
ýmsan varning á boðstólum, hand-
verk, fatnað og allt sem nöfnum tjáir
að nefna. Kokkarnir Kjartan Kjart-
ansson og Anna Soffía komu frá
Reykjavík og stóðu fyrir girnilegu
fiskihlaðborði.
Í hoppkastalanum var hoppandi
kæti börnunum í en þeim bauðst líka
að fara á rúntinn í opinberum bílum
bæjarins, s.s. lögreglu-, slökkviliðs-,
björgunarsveitar- og sjúkrabíl.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Kátir dagar Sjávarréttaborðið var vinsælt á útimarkaðinum á Þórshöfn.
Ungmennin tryggðu
tilveru Kátra daga
GLER OG SPEGLAR 54 54 300 • smiðjuvegi7 • kópavogi
handrið • skjólveggir
einangrunargler • milliveggir
• og margT Fleira
sólvarnargler
SÍðAN 19
69
allT
í gleri
alhliða
lausnir
í einangrunargleri
haFðu samband
sendum
um
allT land
allT að
80%
minna gegnumFlæði
hiTa og óþægilegra
ljósgeisla
vo
TTu
ðF
ra
ml
eið
sl
a
Þegar þú kaupir þér
BOBS skó gefur Skechers
annað skópar
til nauðstaddra
barna
Guatemala
Uganda
Haiti
Meira en
4 milj. skóparahefur verið
dreift
Fæst á souk.is