Morgunblaðið - 25.07.2013, Side 18

Morgunblaðið - 25.07.2013, Side 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2013 Hertogahjónin af Cambridge, Vil- hjálmur og Katrín, nefndu ný- fæddan son sinn Georg Alexander Loðvík í gær. Þar með halda þau í heiðri aldagamlar konunglegar hefðir, en verði sá nýfæddi kon- ungur, verður hann Georg VII. Tilkynnt var um nafngiftina skömmu eftir að Elísabet II Eng- landsdrottning hitti barna- barnabarn sitt í fyrsta skipti og leiddu breskir fjölmiðlar að því líkur að þar hafi drottningin lagt blessun sína yfir nafnið. Tilkynnt var um nafn drengsins óvenju fljótt miðað við kon- unglegar venjur. T.d. var Vil- hjálmur ekki nefndur fyrr en hann var vikugamall en Georg litli fæddist 22. júlí. Georg Alexander Loðvík skal sá konunglegi heita AFP Foreldrar Vilhjálmur og Katrín full af stolti, dást að nýfæddum syni. Að minnsta kosti tuttugu meðlimir vopnaðs glæpagengis féllu í bardög- um við lögreglu í Michoacán-ríki í vesturhluta Mexíkó á þriðjudag. Tveir lögreglumenn biðu einnig bana í skotbardaganum sem braust út eftir að gengið lokaði vegi og veitti lögreglumönnum fyrirsát. Ofbeldisverk hafa færst mjög í aukana í Michoacán undanfarna mánuði. Þannig skutu meðlimir glæpagengisins Musterisriddaranna fimm mótmælendur til bana á mánu- dag. Þeir voru að mótmæla ofbeldis- herferð gengisins. Talið er að rekja megi blóðbað síð- ustu mánaða til átaka Musterisridd- aranna við annað gengi í nágranna- ríkinu Jalisco sem kallar sig Nýju kynslóðina. Glæpagengin víla ekki fyrir sér að beita ofbeldi, mannránum og fjár- kúgunum til að ná sínu fram í Mich- oacán og víðar í Mexíkó. Tugir þús- unda manna hafa fallið í landinu frá því að stjórnvöld ákváðu að beita hernum í baráttunni gegn skipu- lagðri glæpastarfsemi. Forseti landsins, Enrique Peña Nieto, sendi herforingja til ríkisins í maí til þess að stjórna lögreglu- og hernaðaraðgerðum í ríkinu. Þá hafa íbúar þar stofnað sínar eigin vopn- uðu sveitir til þess að veita glæpa- gengjunum mótspyrnu.  Ofbeldisalda rís í vesturhluta Mexíkó AFP Vörn Vopnaður maður sem tilheyrir sjálfsvarnarsveit í bæ í Michoacán. Blóðugur bardagi við lögreglu Bandaríska geimvísindastofnunin NASA birti í vikunni mynd sem könnunarfarið Cassini tók á föstudag og sýnir í fyrsta skipti jörðina og hringi Satúrnusar á sömu myndinni. Geimfarið var í um það bil 1,4 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðu þegar myndin var tekin og virðast heimkynni mannkynsins ekki meira en bláleit ljóstíra. Cassini var í um það bil 1,2 milljóna kílómetra fjarlægð frá gasrisanum þegar myndin var tekin en hann er önnur stærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar á eftir Júpíter. Venjulega beina geimför á ytri mörkum sólkerfisins myndavélum sínum ekki til baka til að skemma ekki tæki með beinu sólarljósi. Satúrnus skyggði hins vegar á sólina nógu lengi til að hægt væri að smella af mynd. Blái hnötturinn í skugga gasrisans AFP Jose Americo Bubo Na Tchuto, fyrr- verandi flotaforingi og stríðshetja í heimalandinu Gíneu-Bissá, situr nú í fangelsi í New York og bíður ákæru vegna glæpsamlegs samsæris um að smygla kókaíni til Bandaríkjanna. Hann var fórnarlamb umfangs- mikillar leyniaðgerðar bandarísku fíkniefnalögreglunnar undan strönd- um Vestur-Afríkuríkisins. Aðgerðin átti sér stað í apríl og var sú fyrsta sem bandarísk yfirvöld standa fyrir í Afríku sem beinist að svo hátt- settum einstaklingi. Að því er kemur fram í frásögn Reuters-fréttastofunnar af málinu var Na Tchuto ginntur út á lúxus- snekkju þar sem hann taldi sig vera að fara að ganga frá milljóna dollara samningi um fleiri tonn af kókaíni. Þegar þangað var komið biðu hans hins vegar tugir bandarískra fíkni- efnalögreglumanna. Tilgangurinn hafði verið að ná Na Tchuto út á al- þjóðlegt hafsvæði þar sem hægt væri að handtaka hann. „Þegar við komum um borð var okkur boðið kampavín. Í staðinn fyr- ir kampavínið fengum við fimmtíu þungvopnaða menn sem hlupu að okkur kallandi: „Lögregla! Lög- regla!“,“ sagði Vasco Antonio Na Sia, sem sigldi hraðbátnum sem flutti Na Tchuto út á snekkjuna, við fjölmiðla í Gíneu-Bissá eftir að hon- um hafði verið sleppt. Handtakan á Na Tchto var liður í átaki bandarísku fíkniefnalögregl- unnar gegn fíkniefnasmyglhringjum sem nota veikburða afrísk ríki sem milliliði í smyglinu. Bandarískir embættismenn segja að handtakan hafi hjálpað til við að brjóta upp al- þjóðlegan smyglhring. Na Tchuto neitar hins vegar öllum sökum. Embættismenn í Gíneu-Bissá hafa brugðist ókvæða við og segja Na Tchuto hafa verið veiddan í gildru. Þeir kalla handtökuna mann- rán. Bandarísk yfirvöld tjá sig ekki um málið sjálft á meðan það er fyrir dómstólum. „Gínea-Bissá er fíkniefnaríki. Þessir fíkniefnahringir eru ógn við öryggi, stöðugleika og góða stjórn- arhætti í Vestur-Afríku og eru bein ógn við öryggi Vestur-Afríkubúa en einnig bandarískra borgara,“ segir Lawrence R. Payne, talsmaður bandarísku fíkniefnalögreglunnar. Lögreglumenn í stað kampavíns  Bandaríska fíkniefnalögreglan beit- ir sér gegn glæpahringjum í V-Afríku AFP Eiturlyf Staflar af kókaíni. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. - örugg bifreiðaskoðun um allt land Vertu ferðafær í fríinu! JÚLÍ SKOÐUN ARMÁN 7 Höfum áreiðanleikann að leiðarljósi í sumarog látum skoða bílinn á réttum tíma. Veist þú hvar myndin er tekin? Myndin hér að ofan er samsett og tekin á tvemur stöðum. Veist þú hvaða staðir það eru? Reyndu á kunnáttu þína og berðu saman við rétt svar sem þú finnur á www. frumherji.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.