Morgunblaðið - 25.07.2013, Page 25

Morgunblaðið - 25.07.2013, Page 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2013 þér hver þú ert,“ sagði Miguel de Cervantes rithöfundur eitt sinn. Þessi fleygu orð komu upp í hugann þegar mér barst and- látsfrétt Heimis Þorleifssonar, sagnfræðings og menntaskóla- kennara, sem hefur um árabil verið einn af mætustu félögum í Rótarýklúbbi Seltjarnarness. Þar lágu leiðir okkar saman fyrir fjölmörgum árum og tók- ust með okkur góð kynni. Heimir var alla tíð sannur Rót- arýfélagi og virkur þátttakandi í starfsemi klúbbsins. Heimir var forseti klúbbsins 1983-1984 og skilaði því starfi vel eins og öllum þeim störfum og verk- efnum sem hann tók að sér á lífsleiðinni. Klúbburinn útnefndi Heimi heiðursfélaga fyrr á þessu ári. Heimir naut þess ætíð að mæta á fundi til að blanda geði við félaga sína og gesti klúbbs- ins. Þrátt fyrir að vera hæglát- ur og orðvar maður hafði hann gaman af því að lauma út úr sér gullvægum gildishlöðnum setn- ingum með sínum mjúka húmor sem engan meiddi. Heimir hafði sterkar skoðanir á mikilvægum málum en fór ætíð mjög vel með þær eins og góðum Rót- arýfélaga ber að gera. Við Rót- arýfélagarnir í Nesklúbbnum tökum nærri okkur að sjá á bak svo traustum og heilsteyptum félaga, sem glímdi lengi við þann sjúkdóm sem að lokum lagði hann að velli. Fyrir hönd Rótarýklúbbs Seltjarnarness sendi ég Stein- unni og Kristrúnu okkar inni- legustu samúðarkveðjur nú þegar Heimir heldur á friðsælli lendur annars heims. Með hon- um er genginn gegnheill Rót- arýfélagi. Daniel Teague, forseti Rkl. Seltjarnarness. Heimir Þorleifsson var einn helsti máttarstólpi íslenskrar sagnfræði. Hann var fremstur meðal jafningja í hópi sögu- kennara. Kennslubókahöfund- ur, höfundur sagnfræðirita og stjórnarmaður í Sögufélagi, síð- ast forseti þess um árabil. Heimir var maður stéttvís og um hríð varaformaður BHM. Heimir annaðist ritun árbókar Íslands í Almanaki hins ís- lenska þjóðvinafélags um þriggja áratuga skeið. Auk þess sat Heimir í stjórn Þjóðvina- félagsins til dauðadags. Heimir var alls staðar góður félagi. Þjóðvinafélag naut starfskrafta hans og dugnaðar í ríkum mæli og er því skarð fyr- ir skildi. Jafnmikilvirkir og framtakssamir menn eru ekki á hverju strái og verður hans saknað af félögum í stjórn Þjóð- vinafélagsins. Jafnframt flytj- um við ekkju Heimis, frú Stein- unni Einarsdóttur, og dóttur, Kristrúnu Heimisdóttur, dýpstu samúðarkveðjur. Ólafur Ásgeirsson, forseti Hins íslenska þjóðvinafélags. Heimir Þorleifsson, fyrrver- andi menntaskólakennari, hefur nú kvatt þennan heim eftir erf- ið veikindi undanfarin misseri. Heimir hóf kennslu í sögu við Menntaskólann í Reykjavík 1961 og kenndi þar í fjölmörg ár. Samhliða kennslu var hann mikilvirkur höfundur fræðirita og bóka á sínu sviði. Má þar sérstaklega minnast á Sögu Reykjavíkurskóla í fjórum bind- um, sem kom út á árunum 1975-1984. Þær bækur eru afar mikilvægt, en oft vanmetið, framlag til þjóðarsögunnar. Heimir hóf snemma vinnu við að útbúa kennsluefni í sinni grein. Svo vel tókst til að enn er stuðst við kennslubækur hans, bæði í sögu fornaldar og þó einkum bókina Frá einveldi til lýðveldis, sem er ein besta kennslubók um þetta tímabil Ís- landssögunnar. Heimir var metnaðarfullur, vandvirkur og samviskusamur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og bera kennslubækur hans þess glöggt vitni. Ekki aðeins tókst honum að fjalla þar um viðkvæm ágreiningsefni þjóðmálanna á sanngjarnan hátt, heldur ritaði hann vandaðan texta á fallegri íslensku. Það er vanmetið hve mikilvægt það er að nemendur lesi þess háttar texta því nóg er af flatneskjunni. Ekki þurfti að starfa lengi með Heimi í MR til að sjá að hann hafði á sinn kyrrláta hátt afar jákvæð áhrif á skólastjórn- endur við úrlausn viðkvæmra mála í skólanum. Samvinna Heimis og hins skapríka rekt- ors, Guðna Guðmundssonar, var náin og Guðni mat mikils til- lögur hans og ráðleggingar. Heimir var alla tíð afar áhuga- sasmur um þjóðmál líðandi stundar og ýtti hann undir um- ræður um þau á kennarastof- unni í MR. Oft hækkuðu menn róminn í hita umræðunnar til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Heimir hækkaði aldr- ei róminn og var öfgalaus og raunsær í öllu sem hann lagði til málanna. Jafnan kom í ljós að mat hans á málefnum var réttara en okkar hinna sem hærra höfðum. Heimir, Steinunn og Krist- rún urðu fyrir miklum harmi er Einar sonur þeirra hjóna lést langt fyrir aldur fram, eða að- eins rúmlega þrítugur. Þau báru þann harm af æðruleysi. Síðustu árin voru Heimi erfið vegna veikinda. Hann glímdi við þá erfiðleika af aðdáunar- verðri skapfestu. Þó var jafnvel enn aðdáunarverðara að sjá hvernig Steinunn og Kristrún tókust á við það mikla álag sem veikindum Heimis fylgdi. Mér þykir vænt um að hafa þekkt og ungengist Heimi Þor- leifsson og fjölskyldu hans. Árni Indriðason. Með Heimi Þorleifssyni er genginn traustur sagnfræðing- ur, kennari og velunnari Sögu- félags. Hann var í hópi þeirra sagnfræðinga sem hófu fræði- leg vinnubrögð í fagi sínu til vegs og virðingar um miðja síð- ustu öld. Í rannsóknum á liðinni tíð skyldi stuðst við áreiðanleg- ar heimildir og hlutlægni höfð að leiðarljósi. Þessa sér stað í hinum fjölmörgu sagnaritum Heimis. Vönduð heimildavinna einkennir þau og þær stað- reyndir sem raktar eru verða tæpast vefengdar. Og varla var Heimir Þorleifsson ginnkeyptur fyrir þeirri skoðun sem sett hefur mark sitt á sagnfræði- rannsóknir undanfarna áratugi að engum sé mögulegt að segja satt og rétt frá því sem gerðist, að við séum öll börn okkar tíma og bundin okkar fordómum. Að mati Heimis var hlutlægni markmið sem hægt var að ná þótt vissulega væri hann ekki skoðanalaus í skrifum sínum. Heimir Þorleifsson var um árabil kennari í sögu við Menntaskólann í Reykjavík. Sögukennarar skólans hafa löngum verið íhaldssamir og skárra væri nú ef það væri ekki að mörgu leyti ágætt í fagi eins og sagnfræði. Heimir reyndist mér vel og hvatti mig til dáða fyrir stúdentspróf. Eflaust réð þá einhverju að þeim föður mínum, Jóhannesi heitnum Sæ- mundssyni, hafði verið vel til vina. Pabbi kenndi lengi íþróttir við MR og um helgar léku þeir Heimir saman badminton í hinu örsmáa leikfimihúsi skólans. Börnin fengu að fljóta með og svo var skipt í lið í fótbolta, þeir á móti okkur. Eitt atvik festist mér í minni: „Trixið!“ kallaði Einar Heimisson, leiðtoginn og sá elsti okkar megin, og við Kristrún systir hans og Patrek- ur bróðir minn hlupum eftir ákveðnu plani í átt að marki. Alltaf man ég hvað þeim fannst mikið til um þetta, stoltum feðrunum sem brostu í kamp- inn. Þau Heimir og Steinunn kona hans bjuggu börnum sín- um ástríkt menningarheimili og glöddust yfir ótvíræðri vel- gengni þeirra. Þungt áfall dundi yfir þessa nánu fjöl- skyldu þegar Einar féll frá sumarið 1998, bráðungur en samt búinn að geta sér gott orð í heimi fræða og lista. Árið 1979 settist Heimir í stjórn Sögufélags og forseti þess var hann frá 1988 til 2001. Undir forystu hans festi félagið kaup á húsi í Fischersundi og jukust umsvif þess nokkuð. Mikil vinna hvíldi á herðum Heimis, annarra stjórnarmanna og Ragnheiðar Þorláksdóttur, starfsmanns félagsins. Í sögu félagsins verður þessara ára ef- laust minnst sem velmektar- tíma þótt róðurinn hafi stund- um verið þungur, þá sem endranær. Við fráfall Heimis Þorleifssonar færi ég Steinunni, Kristrúnu og öðrum ættingjum samúðarkveðjur fyrir hönd Sögufélags. Sjálfur þakka ég líka góð kynni og minnist Heimis með hlýhug. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Sögufélags. Við fráfall Heimis Þorleifs- sonar vakna margar ljúfar minningar frá samkennaraárum okkar við MR 1969-́76. Heimir var þá orðinn deildarstjóri í sögu og félagsfræði við skólann og bók hans Mannkynssaga BSA – Fornöldin kennd þar. Fyrsta kennaraárið mitt við MR var síðasta ár Einars Magnússonar í rektorsembætt- inu. Við tók Guðni Guðmunds- son sem var ásamt Heimi áhugasamur um að þróa þjóð- félagsfræðival við MR. Margar stundir voru lagðar í verkefnið og þjóðfélagsfræði-valið fór af stað 1970, “án allrar auglýs- ingamennsku“ eins og Guðni lagði áherlsu á. Tókst með okk- ur Heimi náið samstarf sem aldrei bar minnsta skugga á. Í því komu eiginleikar Heimis vel fram, hann var einstaklega verkmikill maður, höfundur fjölda ritverka og mikill félags- málamaður, fylginn sér á ljúf- mannlegan hátt. Heimir var þannig gerðar að honum féll aldrei verk úr hendi, en alltaf án asa. Hér staldra ég aðeins við eina bók Heimis, enda sú bóka hans sem ég kynntist best. Þeg- ar bók hans Frá einveldi til lýð- veldis – Íslandssaga eftir 1830 kom út vakti hún mikla athygli. Þar var öll framsetning með nútímalegum hætti, ítarefni sett í sér ramma og gert hátt undir höfði, t.d. æviágrip og myndir. Teikningar og kort vöktu áhuga lesenda, en Heimir var einstak- lega fundvís á efni sem gat kveikt áhuga og orðið hvatning til lesturs. Bókin varð strax af- ar vinsæl, bæði meðal nemenda og kennara. Það var mjög skemmtilegt sem kennari að upplifa hrifningu og áhuga nemenda í MR á bókinni sem var svo “öðruvísi“ en íslenskar kennslubækur í sögu sem þeir höfðu lesið áður. Var hún mikið nákvæmnisverk og að baki lá tímafrek heimildavinna svo sem öll önnur ritverk hans bera einnig vitni um. Þau munu halda nafni hans á lofti um ókomin ár. Kennsla í nútímasögu í MR var innan kjarna námsefnis til stúdentsprófs. Þar lagði Heimir áherslu á að allir nemendur, ekki einungis þeir sem tóku þjóðfélagsfræðivalið, fengju kennslu um Stjórnarskrá Ís- lands, stjórnmál og stjórnmála- flokka, uppbyggingu íslenska samfélagsins o.fl. Í umræðu dagsins, vill stundum gleymast að lengi hefur þetta fyrirkomu- lag haldist í MR og víðar og sá hópur sem hefur lesið og lært um íslensku stjórnarskrána til stúdentsprófs er orðinn fjöl- mennur og lætur ekki segja sér hvað sem er um hana. Oft voru hressilegar umræð- ur í sögu- og þjóðfélagsfræði- herberginu undir súðinni í MR, ekki síst eftir að Vilmundur Gylfason bættist í hópinn. Þá reyndi ósjaldan á ljúfmennsku- og leiðtogahæfileika deildar- stjórans Heimis við að ná yngri mönnunum niður á sameigin- legan flöt, t.d. við að útbúa próf. Mörg síðari árin hittumst við Heimir sjaldan, helst í laugum og einu sinni hér vestan hafs er þau Steinunn voru á slóðum Vestur Íslendinga. En í þau skipti sem leiðir lágu saman var alltaf gott að rifja upp árin í MR. Það er með miklu þakklæti sem ég minnist látins vinar, samstarfs- og velgjörðarmanns. Kæru mæðgur, Steinunn og Kristrún: Við Anna sendum ykkur innilegustu samúðar- kveðjur héðan frá Winnipeg. Guð blessi minningu Heimis Þorleifssonar. Hjálmar W. Hannesson. Látinn er merkur Seltirning- ur, Heimir Þorleifsson, mennta- skólakennari og sagnfræðingur, sem stundum hefur verið nefndur „sagnfræðingur Sel- tjarnarness“ í kjölfar þess að hann skrifaði Seltirningabók sem kom út 1991. Seltirninga- bók er vandað sagnfræðirit um sögu Seltjarnarness rétt eins og aðrar bækur og rit sem hann samdi á sinni fræðimannstíð. Bók Heimis er að mestu um byggð og mannlíf á Seltjarn- arnesi frá miðri 19. öld og fram til aldamótaársins 1900. Sel- tjarnarneshreppur hinn forni náði frá Gróttu, sem þá var breitt nes en ekki eyja, að Ell- iðaám og austur með þeim til fjalla. Hreppurinn náði þvert yfir nesið, frá Kollafirði suður í Skerjafjörð. Jörðin Kópavogur var í Seltjarnarneshreppi og það var Reykjavík vitaskuld einnig. Nú eru bæjarmörk Sel- tjarnarness og Reykjavíkur um Eiðisvík að norðan og Lamb- astaðamýri að sunnan. Heimir varð við ósk bæjar- stjórnar að Seltirningabók yrði birt í rafrænu formi og að mág- ur hans, Guðmundur Einarsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi, muni sjá um yfirfærslu mynda og setji inn nýjar myndir samtím- ans. Heimir var í hópi traustra Nesbúa og lét bæjarlífið sig varða. Það fór ekki á milli mála þegar rætt var um bæjarlífið og málefni þess, að Heimir hafði hógværar en sterkar skoðanir á sögu og framþróun mannlífsins í samfélaginu. Seltirningabók er Nesbúum mikilvæg heimild um liðna tíð þegar hér var ein öfl- ugasta og verðmætasta verstöð landsins. Enn má sjá merki um gamlar varir meðfram strönd Nessins þar sem hlaðnir tein- æringar liðins tíma tóku land í öllum veðrum og færðu lands- mönnum björg í bú. Það er mikil eftirsjá að Heimi Þorleifssyni sem átti sér traustan sess í menningar- og mannlífinu í bænum okkar við Flóann. Hann var einstaklega hugprúður og gegnheill ein- staklingur sem við munum sakna mikið. Við drúpum höfði með þakklæti í huga fyrir hans verðmæta menningar- og sögu- lega framlag til okkar. Fyrir hönd bæjarstjórnar og starfs- manna Seltjarnarneskaupstaðar færi ég Steinunni Einarsdóttur, eiginkonu Heimis, og Krist- rúnu, dóttur hans, innilegar samúðarkveðjur á sorgar- stundu. Megi hann nú njóta þess að vera mættur á grænar grundir eilífðarinnar. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Góð og elskuleg vinkona til margra ára er fallin frá, hún Þóra vinkona. Við nutum þess alla tíð að rifja upp tímann þegar við Þóra hittumst fyrst. Hún að koma í sveitina með rútunni rétt um fermingu, alein autur að Varmadal á Rangárvöllum. Þeg- ar rútubílstjórinn hafði stoppað og bent henni á sveitabæinn þar sem hún átti eftir að dvelja næstu þrjú sumrin, arkaði Þóra af stað með töskuna. Það var ein- mitt þá sem við hittumst fyrst, hún Reykjavíkurstelpan og ég sveitastelpan, jafngamlar. Við urðum strax góðar vinkonur og höfum haldið sambandi alla tíð síðan, mismikið eftir tímabilum í okkar lífi, hún búsett í Reykjavík og ég á Selfossi. Minningarnar og hlátrarnir eru margir þegar við minnumst þessa tíma. Ég þakka Þóru fyrir allt og allt, tím- ann í sveitinni, böllin sem við fórum saman á, heimsóknirnar til ykkar Alla og ekki hvað síst símtalanna og jólapakkanna gegnum árin. Takk, elsku Þóra. Ég sendi Láru systur þinni, Þóra Filippía Árnadótttir ✝ Þóra FilippíaÁrnadótttir húsmóðir fæddist í Reykjavík 11. júní 1936. Hún lést á heimili sínu 11. júlí 2013. Útför Þóru fór fram frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 23. júlí 2013. börnum, tengda- börnum og fjöl- skyldum mína dýpstu samúð. Margrét Óskarsdóttir. Elsku Þóra mín. Nú ertu búin að fá hvíldina sem þú sagðir mér að þú þráðir svo mikið. Þú saknaðir Alla þíns og fannst þetta allt sem undan var gengið svo ótrúlega ótrúlegt. Mig óraði ekki fyrir því að kallið myndi koma svona fljótt. Ég er svo þakklát fyrir spjallið okkar og bíltúrinn með Kristínu þinni tæpum hálfum mánuði áður en þú kvaddir. Þú varst svo aldeilis hissa á okkur kjellunum að nenna að standa í því að koma suður og eiga bjútístund með þér. Við náðum líka að syngja saman og áttum yndislega góða stund. Hún verður mér dýrmæt og ég mun geyma hana í hjarta mínu. Mér fannst þú vera eins og brothættur lítill fugl og þegar ég kvaddi þig fannst mér ég þurfa að fara ofur varlega við það að taka utan um þig og knúsa þig. Þú varst okkur þakklát fyrir komuna og baðst okkur að fara varlega yfir heiðina heim. Ég bið góðan Guð að styrkja og styðja elsku Kristínu mína, syni, systk- ini hennar og fjölskyldur. Það er stórt að missa foreldri sitt, en þegar þau fara bæði með svo stuttu millibili er sorgin marg- föld og virðist óyfirstíganleg. Sofðu, hvíldu sætt og rótt, sumarblóm og vor þig dreymi! Gefi þér nú góða nótt guð, sem meiri’ er öllu’ í heimi. (G. Guðm.) Kristrún Ollý Smáradóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð, hlýju og vináttu við andlát og útför okkar elskulega sonar, bróður, mágs og frænda, SIGURDÓRS HALLDÓRSSONAR, Hamrabyggð 7, Hafnarfirði. Halldór Gunnlaugsson, Bára Fjóla Friðfinnsdóttir, Skarphéðinn Halldórsson, Birta Dögg Birgisdóttir, Birgir Smári Skarphéðinsson, Emil Árni Skarphéðinsson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og bróðir, JÓN SIGURVIN SIGMUNDSSON, trésmiður, Fellsmúla 17, lést mánudaginn 22. júlí á Landakotsspítala. Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 30. júlí kl. 13.00. Helga Kristinsdóttir, Sigurbjörg Jónsdóttir, Hilmar Þór Hauksson, Sigmundur Jónsson, Nanna Guðrún Yngvadóttir, Reynir Jónsson, Bentína Þórðardóttir, Hörður Sigmundsson, barnabörn. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðs- lógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birt- ingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.