Morgunblaðið - 25.07.2013, Page 31
„Á yngri árum var ég talsvert í
íþróttum, körfubolta og blaki og tók
meðal annars þátt í fyrsta landsleik
Íslendinga í blaki (1974) sem var á
Akureyri við Norðmenn og við töp-
uðum stórt. Ég var Íslandsmeistari í
blaki með ÍMA (Menntaskólinn á Ak-
ureyri) 1972 og hef í áratugi tekið þátt
í öldungablaki. Á Dalvíkurárum gekk
ég mikið á skíðum um fjöll og dali en
minna í troðnum gönguslóðum.“
Áhugamál
Helstu áhugamál Ólafs eru ljós-
myndun, öldungablak og ferðalög
lengri og styttri.
„Á síðustu árum höfum við hjónin
farið til Kína, Nepal, Indlands og nú
síðast til sunnanverðrar Afríku. Þessi
löngu ferðalög hafa verið með sama
fólkinu að mestu og verið bæði fróðleg
og skemmtileg.
Annars hefur sumarbústaðurinn
Grásteinn í Svarfaðardal tekið mest-
allan frítímann síðustu tuttugu árin.
Uppbygging og ræktun virðast eng-
an enda ætla að taka. Þar eigum við
hjónin margar góðar stundir bæði að
vetri og sumri. Sístritandi á sumrin
en rólegra yfir veturinn. Bæði erum
við hjónin í mjög krefjandi störfum
þannig að gott er að geta hreinsað
hugann, kúplað yfir í líkamlega vinnu
eins og að grafa holur, moka snjó og
smíða svo eitthvað sé nefnt. Stór-
fjölskyldan hittist þar á hverju sumri
og skemmtir sér saman.
Í ljósmynduninni eru það helst
myndir frá ferðalögum og úr nátt-
úrunni sem teknar eru. Einnig tek ég
mikið af myndum í skólanum, af því
sem þar er að gerast. Börnin eru ekki
óvön að sjá skólastjórann með
myndavélina í hendinni. Blakinu varð
ég að hætta áratug fyrr en ætlað var
vegna skrokkskjóða sem á hafa
dunið.“
Ólafur verður að heiman á afmæl-
isdaginn í faðmi fjölskyldunnar.
Fjölskylda
Ólafur er kvæntur Þóru Áka-
dóttur, f. 27.5. 1954. Hún er starfs-
mannastjóri á Sjúkrahúsinu á Akur-
eyri. Foreldrar hennar eru Sigurlaug
Magnúsdóttir, f. 1931, móttökuritari
og Áki Stefánsson, f. 1930, skipstjóri,
bæði búsett á Akureyri.
Börn Ólafs og Þóru eru Áki Thor-
oddsen, f. 2.12. 1974, landfræðingur í
Reykjavík. Sambýliskona hans er
Anna Ólafsdóttir, f. 1974, viðskipta-
fræðingur; Bragi Thoroddsen, f. 3.8.
1981, vélstjóri í Kópavogi. Sambýlis-
kona hans er Margrét Skúladóttir, f.
1981, líffræðingur og mastersnemi í
næringarfræði; Egill Thoroddsen, f.
26.5. 1983, lífeðlisfræðingur í Reykja-
vík. Kona hans er Kolbrún Ýrr
Bjarnadóttir íslenskufræðingur, f.
1985. Ólafur og Þóra eiga sex barna-
börn.
Systkini Ólafs eru Úlfar B. Thor-
oddsen, f. 1945, framkvæmdastjóri á
Patreksfirði; Eiður B. Thoroddsen, f.
1946, rekstrarstjóri á Patreksfirði;
Erlingur B. Thoroddsen, f. 1948, hót-
elstjóri á Raufarhöfn; Björg Braga-
dóttir, f. 1950, starfar á sambýli fyrir
fatlaða í Haugasundi, Noregi; Ólína
B. Weightman, f. 1952, listakona í
London.
Foreldrar Ólafs eru Bragi Ó. Thor-
oddsen, f. 20.6. 1917, d. 8.10. 2005,
vegaverkstjóri og síðar rekstrarstjóri
á Patreksfirði, og Þórdís Haralds-
dóttir Thoroddsen, f. 26.6.1920, d.
2.8.2008, húsmóðir og matráðskona á
Patreksfirði.
Úr frændgarði Ólafs B. Thoroddsen
Ólafur B.
Thoroddsen
Ingveldur Sigurðardóttir
ráðskona á Þorvaldsstöðum
Þórarinn Árnason
bóndi á Þorvaldsstöðum
Þórunn Björg Þórarinsdóttir
húsfreyja á Þorvaldsstöðum
Haraldur Guðmundsson
bóndi á Þorvaldsstöðum
í Bakkafirði
Þórdís Haraldsdóttir
húsmóðir á Patreksfirði
Hansína Petrea Elíasdóttir
húsfr. á Skúfsst. í Skagafirði
Guðmundur Guðmundsson
vinnumaður á Mælifelli
í Skagafirði
Jóna Einarsdóttir
húsfreyja á Vaðli
Andrés Björnsson
b. á Vaðli á Barðaströnd
Ólína Andrésdóttir
húsfreyja í Vatnsdal
Ólafur E. Thoroddsen
skipstj. og b. í Vatnsdal
við Patreksfjörð
Bragi Ó. Thoroddsen
vegaverkstj. á Patreksfirði
Sigríður Ólafsdóttir
húsfr. í Vatnsdal, frá Sviðnum
Einar Thoroddsen
bóndi í Vatnsdal
Eyjólfur
Thoroddsen
verslunarm. í Rvík
Jóhann
Thoroddsen
sálfr. í Rvík
Hálfdán Haraldsson
fyrrv. skólastj. á Kirkjumel í Norðfirði
Góðrarvonarhöfði Þóra og Ólafur.
ÍSLENDINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2013
Matthías Ólafsson alþingis-maður fæddist í Haukadalí Dýrafirði 25. júní 1857.
Foreldrar hans voru Ólafur Jóns-
son, f. 11.6. 1819, d. 31.12. 1899,
bóndi þar og kona hans, Ingibjörg
Jónsdóttir, f. 16.5. 1823, d. 24.6.
1911, húsmóðir. Langfeðgar Ólafs
höfðu búið tvær aldir eða lengur í
Haukadal mann fram af manni, en
Ingibjörg var afkomandi Jóns Arn-
órssonar, sýslumanns í Arnardal
við Ísafjarðardjúp, og er því af
Arnardalsætt.
Matthías tók gagnfræðapróf á
Möðruvöllum 1882, vann verslunar-
störf í Haukadal 1882-1889 og á
Flateyri 1889-1890 og stundaði
jafnframt kennslu. Hann stofnaði
með öðrum í Haukadal fyrsta
barnaskólann í Vestur-Ísafjarð-
arsýslu 1885 og kenndi sjálfur við
hann til 1889. Hann var kaupmaður
í Haukadal 1892-1897, versl-
unarstjóri þar 1897-1908 og kaup-
maður að nýju 1908-1914. Matthías
fluttist til Reykjavíkur 1914 og
gerðist erindreki Fiskifélags Ís-
lands. Hann var alþingismaður
Vestur-Ísafjarðarsýslu 1911-1919.
Hann ferðaðist í markaðsleit á
vegum Fiskifélagsins og rík-
isstjórnarinnar um Bandaríkin
1917-1918 og 1918-1919, um Ítalíu
og Spán 1919-1920. til að kynna sér
markaðshorfur og verkunar-
aðferðir.
Árið 1921 lagðist þetta starf nið-
ur og hafði Matthías þá um tíma
forstöðu fyrir matvælaskömmtunar-
stofu ríkisstjórnarinnar 1920-1921
og varð síðan gjaldkeri Landsversl-
unar 1920-1928. Þegar hún hætti
varð hann starfsmaður hjá Olíu-
verslun Íslands 1928-1936. Matthías
var jafnframt yfirskoðunarmaður
landsreikninganna 1914-1921.
Þegar Matthías hætti störfum
fluttist hann ásamt konu sinni til
dóttur þeirra, Hlífar, í Borgarnesi.
Kona Matthíasar var Marsibil
Ólafsdóttir, f. 4.9. 1869, d. 24.7
1964, húsmóðir. Foreldrar hennar
voru Ólafur Pétursson, skipstjóri á
Þingeyri, og kona hans, Þórdís
Ólafsdóttir.
Matthías Ólafsson lést á Land-
spítalanum 8.2. 1942.
Merkir Íslendingar
Matthías
Ólafsson
90 ára
Jóhannes Pálsson
85 ára
Ása Björgvinsdóttir
Lára J. Árnadóttir
80 ára
Elísabeth Jónsson
Friðrik Magnússon
Jón Ölver Pétursson
Laufey Kristinsdóttir
Lárus Ágústsson
75 ára
Guðrún Jóhannsdóttir
Michael Þórðarson
Róbert Árnason
70 ára
Jón E Snorrason
Kristrún Ásgrímsdóttir
Sigríður Elíasdóttir
Svanhildur
Magnúsdóttir
Valgerður Jóna
Sigurðardóttir
60 ára
Andrés B. Jóhannsson
Guðmann Magnús
Héðinsson
Herdís Guðjónsdóttir
Hjalti Elíasson
Ingibjörg Elísa Fossdal
Jón Lindberg Hansson
Kristín Magnea
Eggertsdóttir
María F. Axfjörð
Ólafur B. Thoroddsen
Sigmar Julian
Halldórsson
Sigríður Matthíasdóttir
Sigrún Sigtryggsdóttir
Sigurjón Þórmundsson
50 ára
Ágúst Þór Sigurðsson
Árný Þóra Árnadóttir
Eiríkur Sveinn
Tryggvason
Guðbjörg Alda
Sigurðardóttir
Guðjón Bjarnar
Gunnarsson
Guðrún Jónsdóttir
Inga Gerður Vífilsdóttir
Karl Jóhann Normann
Ólafur Halldór Garðarsson
Ólafur Sigurðsson
Sigurlaug Jónsdóttir
Þórður Jón Þórðarson
Þórunn Aradóttir
40 ára
Amela Medos
Anette Kærgaard
Mortensen
Brahim Hoti
Dagný Björk
Ólafsdóttir
Elmar Þór Benediktsson
Elsa Lyng Magnúsdóttir
Ester Ellen Nelson
Konráð Gíslason
Kristín Björnsdóttir
Óskar Ingi Gíslason
Sigríður Íris
Hallgrímsdóttir
Sigurður Njarðvík
Þorleifsson
Símon Hreinsson
30 ára
Hafdís Ósk Ólafsdóttir
Jón Hjörtur Oddsson
Pálína Ósk
Kristmundsdóttir
Sigurgestur Jóhann
Rúnarsson
Sigurlín Ellý
Sigvaldadóttir
Sigurvin Helgi Reynisson
Þórkatla Hauksdóttir
Ævar Ingvi Jóhannsson
Til hamingju með daginn
50 ára Guðbjörg er
sjúkraliði og bóndi á Ytra-
Nýpi á Vopnafirði.
Maki: Helgi Þorsteinsson,
f. 1961, bóndi og leiðsögu-
maður á Ytra-Nýpi.
Börn: Helga, f. 1985, Þor-
steinn, f. 1988, Tómas, f.
1992, og Logi, f. 1996.
Foreldrar: Sigurður Alex-
andersson, f. 1925, og
Helga Sæmundsdóttir, f.
1931, fyrrv. bændur á Sig-
urðarstöðum á Melrakka-
sléttu, bús. í Rvík.
Guðbjörg Alda
Sigurðardóttir
40 ára Kristín er Kópa-
vogsbúi og framkvæmda-
stjóri Alþjóðlegra ung-
mennaskipta (AUS).
Maki: Edward Barry Rick-
son, f. 1972, þýðandi hjá
Arion banka.
Börn: Tvíburarnir Elísabet
og Rakel, f. 2007.
Foreldrar: Björn Þor-
steinsson, f. 1943, d. 2013,
yfirmaður menningarmála
í Kópavogi, og E. Sigurlaug
Indriðadóttir, f. 1943, fv.
starfsmaður LSS.
Kristín
Björnsdóttir
50 ára Ólafur er Húsvík-
ingur en býr á Siglufirði
og er framkvæmdastjóri
SR vélaverkstæðis hf.
Maki: Sigurbjörg Björns-
dóttir, f. 1966, skrif-
stofumaður.
Börn: Vignir, f. 1990, og
Björn Vilhelm, f. 1999.
Foreldrar: Sigurður Ólaf-
ur Friðbjörnsson, f. 1925,
d. 2012, bifreiðastjóri á
Húsavík, og Bergljót
Bjarnadóttir, f. 1929, hús-
móðir á Húsavík.
Ólafur
Sigurðsson
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta í 90 ár