Morgunblaðið - 26.07.2013, Side 10

Morgunblaðið - 26.07.2013, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2013 við elskum skó VELKOMINN Í BATA SMÁRALIND Skoðið úrvalið á bata.is Vertu vinur á ÚTSALAENN MEIRI AFSLÁTTUR Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Þetta Mintsnow dæmi byrj-aði sem heimasíða og síðanfór ég að halda viðburðitengda snjóbrettaíþrótt- inni undir sama nafni. Ég kom síðan fatalínu með snjó- og hjólabretta keim á legg í vetur sem er í rauninni bara áhugamál sem ég ætla að vinna í betur þegar ég hef meiri tíma, jafn- vel tengja hana einhvern veginn við netþættina Og hvað, sem ég hef ver- ið að vinna með Gauta,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson sem hefur ásamt rappanum Emmsjé Gauta og Arnari Þór Þórssyni staðið á bak við þætt- ina Og hvað, sem sýndir hafa verið á veraldarvefnum í samstarfi við Monitor og Burn. Vellíðunarþættir „Mig langaði að gera eitthvað meira en að snúast bara í kringum snjóbretti og þá kom Gauti einmitt inn í spilið. Ég gerði svokallaðan pilot-þátt í fyrra sem var fínn og við ákváðum að gera meira út frá hon- um. Við Gauti lögðumst þá í hug- myndavinnu og skrifuðum handrit að tólf þáttum. Við vorum komnir langleiðina með að sýna þetta í sjón- varpinu og taka þættina upp í sumar en það fór því miður ekki í gegn og það var lítið hægt að gera við því. Við fórum hinsvegar og töluðum við Vífilfell og Monitor og þau voru ekki lengi að segja já við þessu. Þetta var bara komið af stað viku seinna, net- þættir í samstarfi við Burn og Moni- tor. Þættirnir eru frumsýndir á hverjum fimmtudegi á veraldar- vefnum en svo er líka hægt að finna alla þætti inni á youtube.com,“ segir Davíð Arnar. „Í þessum þáttum erum við að framkvæma hugmyndir sem við fáum og þær eru kannski ef til vill svolítið óhefðbundnar. Við reynum að fara út fyrir boxið og fáum mikinn innblástur frá jaðarsporti og frá Jackass-þáttunum. Þetta eru í raun- inni bara svona vellíðunarþættir með jaðarsportsívafi,“ segir kappinn. Á snjóbretti í Smáralindinni Netþættirnir Og hvað hafa notið talsverðra vinsælda en þar má meðal annars sjá snjóbrettakappa fara niður rúllustiga í Smáralindinni svo eitthvað sé nefnt. Davíð Arnar Oddgeirsson, einn forsprakka þáttanna, segir stefnuna vera á sjónvarpið. Djarfir Félagarnir hafa meðal annars farið í fallhlífastökk með FFF. Bretti Það er ekki á hverjum degi sem farið er á snjóbretti niður rúllustiga. Á snjóbretti í Smáralind „Í þriðja þættinum, sem við kölluðum Snjólabretti, þá fundum við í rauninni upp á nýju jaðarsporti þar sem iðkandinn er bæði á snjó- brettinu og hjólabrettinu á sama Tíundi áratugur tuttugustu aldar var mörgum minnisstæður hvað tónlist varðar. Sveitir á borð við Nirvana, The Smashing Pumpkins, Backstreet Bo- ys og Britney Spears áttu hug og hjörtu allra auk þess sem evrópoppið tröllreið öllu. Mörg þeirra laga sem urðu hvað vinsælust á þessum tíma voru svokölluð eins smells undur og því gjarnan strembið að finna lögin á vefsíðum á borð við youtube þar sem fáir muna nafnið á flytjandanum. Vefsíðan the90sbutton.com hefur auðveldað mörgum þessa leit en þar má með einföldum hætti hlusta á alla helstu smelli áratugarins. Meðal þeirra gimsteina sem þar er að finna eru smellirnir Rhythm Is a Dancer með Snap, Truly Madly Deeply með strákabandinu Savage Garden, sum- arsmellur ársins 1997, Bailando, með belgísku evrópoppsveitinni Paradisio og svona mætti endalaust telja áfram. Ekki skemmir það fyrir að til þess að fá næsta lag þá þarftu að smella á andlitið á David Hasselhoff en á því dansar sjálfur MC Hammer. Vefsíðan www.the90sbutton.com Nostalgía Finna má nokkur lög með meisturunum í Beastie Boys á síðunni. Tíundi áratugurinn endurvakinn Margt er um að vera í plötubúðinni 12 Tónum þessa dagana en hljóm- sveitin Grísalappalísa mun stíga á svið í verlsuninni í dag klukkan 18. Fyrirtækið gaf einmitt út plötu sveitarinnar, Ali, sem kom út fyrir skömmu en hún hefur fengið ein- róma lof gagnrýnenda. Tónleikarnir verða einskonar upphitunarvið- burður fyrir útgáfutónleika sveit- arinnar sem verða svo haldnir á miðvikudaginn í næstu viku á skemmtistaðnum Faktorý. Aðgangur í 12 Tóna er ókeypis en búðin er á Skólavörðustíg í Reykjavík. Endilega... … sjáið Grísa- lappalísu Morgunblaðið/Styrmir Kári Forsprakki Gunnar Ragnarsson. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Hin árlega hjólreiðakeppni Gull- hringurinn verður haldin 18. ágúst næstkomandi við Laugarvatn. Í fyrra tóku margir af bestu hjólreiðamönn- um landsins þátt en lagt er upp með að byrjendur jafnt sem reynd- ari hjólamenn fái að njóta sín enda eru einkunnarorð keppninnar „Allir hjóla – allir vinna“. Titill keppninnar er dreginn af Gullna hringnum svokallaða, sem ferðamenn sækja gjarnan, og verður hjólað um uppsveitir Árnessýslu. Meðal þess sem hjólreiðakapparnir munu hjóla fram hjá er Geysir, Brekkuskógur, Búrfell og Þingvellir. Keppt verður í tveimur riðlum en brautarlengdir riðlanna er misjafnar. Braut fyrra riðilsins er 111 kílómetra löng og liggur frá Laugarvatni, um Geysi og Þingvelli og endar síðan aftur á Laugarvatni. Braut síðari rið- ilsins er heldur styttri en sú er 66 kílómetrar. Silfurhringurinn er síðan opinn öllum og er hann 48 kílómetr- ar. Brautarveðlaun keppninnar verða afar vegleg og verður öllum kepp- endum boðið upp á kjötsúpu á Laugarvatni að lokinni keppni. Skráning fer fram á síðunni gull- hringurinn.is. Hjólað um uppsveitir Árnessýslu Hjólreiðar Titill keppninnar er kenndur við Gullna hringinn svokallaða. Allir hjóla og allir vinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.