Morgunblaðið - 26.07.2013, Page 17

Morgunblaðið - 26.07.2013, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2013 BÆJARLIND 16 KÓPAVOGUR SÍMI 553 7100 WWW.LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 12 - 18 ORIGINALS Sika . Design Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN 533 4200 FASTEIGNASALA FYRIRTÆKJASALA - LEIGUMIÐLUN Vantar allar stærðir og gerðir eigna á skrá .... Hafðu samband Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Enn er ekki vitað hvort tæknibilun eða mistök lestarstjóra hafi valdið því að lestin sem fór út af sporinu með þeim afleiðingum að 80 manns létust við borgina Santiago de Compostela á norðvesturhluta Spán- ar á miðvikudagskvöld var á rúm- lega tvöföldum leyfilegum hámarks- hraða þegar slysið varð. Hraðinn er talin líklegasta orsök slyssins. Annar stjórnenda lestarinnar hef- ur viðurkennt að hafa verið á 190 km/klst. hraða og jafnvel meira. Há- markshraðinn þar sem slysið átti sér stað er 80 km/klst. Lestarstjórinn, sem komst lífs af, var yfirheyrður af lögreglu í gær. Sýnataka bendir ekki til þess að hann hafi verið undir áhrifum áfengis. Dómari sem fer með rannsókn slyssins vinnur nú að því að skoða svarta kassa lestarinnar. Slysið er versta lestarslys á Spáni frá árinu 1944. Fulltrúar ríkislestarfélagsins RENFE fullyrtu að lestin hafi verið yfirfarin morguninn fyrir slysið og engin tæknileg bilun hafi orðið. Auk hinna látnu eru tæplega 140 manns slasaðir, þar af 35 alvarlega. Spænsk stjórnvöld lýstu í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna slyssins en í Galisíuhéraði, þar sem slysið átti sér stað, stendur hún yfir í sjö daga. Hátíðarhöld til heiðurs heilögum Jakobi, verndardýrlingi Spánar og lærisveininum sem San- tiago-borg er nefnd eftir, áttu að hefjast í gær en öllum hátíðar- höldum var frestað. „Tundurskeyti ryks og hávaða“ Lestin var á leið frá höfuðborginni Madrid til hafnarborgarinnar Ferrol og voru 218 farþegar um borð auk fjögurra starfsmanna. Hún er af gerð lesta sem bæði geta gengið á hraðlestarsporum og venjulegum. Klukkuna vantaði um tuttugu mín- útur í níu að staðartíma í fyrrakvöld þegar hörmungarnar dundu yfir. Lestin, sem var með átta farþega- vagna, fór út af sporinu í krappri beygju þegar hún var um 3-4 kíló- metra frá aðallestarstöðinni í San- tiago. Vagnarnir skullu á vegg af miklu afli og hlóðust hver upp á ann- an. Eldur kviknaði í nokkrum þeirra í kjölfarið. „Ég sá ógurlegt tundurskeyti ryks og hávaða. Ég hugsaði að lestin stefndi á mig og tók til fótanna,“ hef- ur spænska blaðið El País eftir Mari, sjónarvotti sem býr skammt frá slysstaðnum. Fólk sem býr í ná- grenninu flýtti sér margt á vettvang með vatn, teppi og kodda til að reyna að hlúa að fórnarlömbum slyssins og draga þá sem voru fastir í flakinu út. Líkin lágu eins og hráviði Aðkoman á slysstað var hræðileg að sögn vitna. Lík farþeganna lágu eins og hráviði um brautarteinana innan um flak lestarvagnanna. Isidoro Castaño var einn nágrann- anna sem kom fyrstur á vettvang. Hann segir þá hafa reynt að draga fólk út um gluggana og notað járn- plötur úr lestinni sem sjúkrabörur undir það. Þeir hafi haldið áfram að aðstoða eftir að hjálparlið kom á staðinn. „Þeir báðu okkur um að halda uppi dropateljurum og stundum báðu þeir okkur [um að halda fólki vakandi]. Ég talaði við það svo það sofnaði ekki. Svo það dæi ekki,“ seg- ir Castaño. Aðstandendur farþeganna þurftu sumir að bíða á milli vonar og ótta allt til klukkan 22 á staðartíma í gær eftir að yfirvöld staðfestu nöfn allra þeirra sem létust. Stærði sig af hraðakstri í fyrra Lestarstjórinn, sem er 52 ára og hefur starfað í 30 ár í faginu, var í vörslu lögreglu í gær en hafði þó ekki verið handtekinn. Samkvæmt heimildum hafði hann um ársreynslu af því að aka þessa sömu leið. El País sagði frá því að upptaka væri til af samskiptum lestarstjór- ans við lestarstöðina áður og eftir að slysið átti sér stað. „Við erum mannleg! Við erum mannleg!“ endurtók hann í sífellu eftir að lestin fór út af sporinu. „Ég vona að enginn hafi dáið því að það mun vega á samvisku minni,“ á hann að hafa sagt. Þá viðurkenndi hann á upptökunni að lestin væri á 190 km/klst. hraða þegar hún fór inn í krappa beygjuna. Hann sagði þó ekki hvers vegna lest- in væri á svo miklum hraða. Spænsk- ir fjölmiðlar birtu í gær skjáskot af mynd sem lestarstjórinn birti á Facebook-síðu sinni í mars í fyrra. Hún sýnir hraðamæli lestar sem bendir til að hún hafi verið á 200 km/ klst. Í ummælum við myndina virðist AFP Stórslys Allir átta vagnar lestarinnar fóru út af sporinu í slysinu og rákust utan í vegg. Eins og sjá má á myndinni var áreksturinn svo harkalegur að einn vagnanna kastaðist yfir öryggisgirðingu sem girðir af járnbrautarsporin. Þeyttist af sporinu á ofsahraða  Minnst 80 manns létu lífið í versta lestarslysi í áratugi á Spáni  Lestin var á tvöföldum leyfilegum hámarks- hraða í krappri beygju þegar slysið varð hann stæra sig af því að aka lestinni svo hratt. Facebook-síðunni var lok- að síðar um daginn í gær. Standi aldrei einir Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, fór í vettvangsferð um slys- staðinn í gærdag, en hann er fæddur í borginni. „Dagurinn í dag [í gær] er mjög erfiður. Fyrir Santiago-búa eins og sjálfan mig er þetta sorg- mæddasti dagur postulans í lífi mínu,“ sagði Rajoy við fjölmiðla í gær. Hann lofaði íbúum Galisíu að þeir stæðu aldrei einir. Lestarslysið á Spáni Heimildir: AFP/spænskir fjölmiðlar Lest sem var í þann veginn að koma til Santiago de Compostela fór út af sporinu á miðvikudag og fjöldi manns lést Av. de Lugo Farþegar: 218 Starfsmenn: 4 Lestarstöðin í Santiago de Compostela Av. de Santiago de Cuba Autoestrada do Atlantico 1 km MADRID SPÁNN Ferrol 250 km FRAKKLAND Santiago de Compostela Til Ferrol Frá Madrid Sjúkrahús Slysstaðurinn 20:40 á staðartíma miðvikudag Leið lestarinnar Skannaðu kóðann til að sjá nýjustu fréttir um slysið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.