Morgunblaðið - 20.08.2013, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 0. Á G Ú S T 2 0 1 3
Stofnað 1913 192. tölublað 101. árgangur
STYTTURNAR
VEKJA ATHYGLI
VESTRA
RÓBÓTAR
ÞVO, BÓNA
OG ÞURRKA
STEFNAN AÐ
SPILA FÓTBOLTA
Á NÝ SEM FYRST
BÍLAR ELFAR ÁRNI ÍÞRÓTTIRSTEINUNN 33
Innanríkisráðuneytið skoðar nú
nýjar leiðir í meðferð á hæl-
isumsóknum að norskri fyrirmynd.
Þar á meðal eru hugmyndir að lista
yfir örugg lönd og um óháða áfrýj-
unarnefnd sem taki á umsóknum
sem Útlendingastofnun hafnar.
„Þetta hefði að mínu mati áhrif
til góðs hér. Mestu skiptir að sinna
þessum verkefnum vel, hraða máls-
meðferð og draga úr kostnaði. Til
þess þarf ákveðnar breytingar á
fyrirkomulaginu hér á landi,“ segir
Hanna Birna Kristjánsdóttir, inn-
anríkisráðherra.
Hún segir að löggjöf í Noregi sé
eins og hér og þar hafi ekki þurft
lagabreytingu til að hraða máls-
meðferð heldur aðeins breytingu á
afgreiðslumáta stofnana. »4
Skoða lista öruggra
landa og óháða
áfrýjunarnefnd
Verðbólguskeið
» Stóru bankarnir þrír spá
3,9-4,7% verðbólgu 2014 og
2015 en hún var 3,8% í júlí sl.
» Félagsmenn í Samiðn, RSÍ
og VM eru alls um 15.000.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Formenn þriggja fjölmennra iðn-
félaga munu í komandi kjarasamn-
ingum gera kröfu um að laun fé-
lagsmanna þeirra hækki umfram
verðbólgu á samningstímanum.
Hilmar Harðarson, formaður
Samiðnar, sambands iðnfélaga, segir
kröfuna skýra. „Það gefur augaleið
að ef kaupmáttur á að aukast þurfum
við að vera með launahækkanir sem
eru umfram verðbólgu.“
Væntingarnar miklar
Kristján Þórður Snæbjarnarson,
formaður Rafiðnaðarsambands Ís-
lands, segir „væntingarnar miklar“.
„Auðvitað þurfum við að horfa til
þess að laun fylgi að minnsta kosti
verðlagsþróun. Við viljum sjá kaup-
máttaraukningu og þá þurfa laun að
hækka umfram verðbólgu.“
Guðmundur Ragnarsson, formað-
ur VM – Félags vélstjóra og málm-
tæknimanna, tekur í sama streng.
„Launahækkanir verða að
minnsta kosti að halda í við verð-
bólgu … Þolinmæði okkar fé-
lagsmanna er brostin,“ segir hann.
MLaun hækki umfram »12
Hækki meira en verðbólgan
Formenn þriggja sambanda iðnfélaga segja að semja verði um aukinn kaupmátt
Greiningardeildir stóru bankanna þriggja spá 3,9-4,7% verðbólgu næstu tvö ár
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
aslaug@mbl.is
Tuttugu mál frá Íslandi bíða nú úr-
lausnar Mannréttindadómstóls Evr-
ópu, en alls eru það rúmlega 113.000
mál sem bíða úrlausnar af hálfu dóm-
stólsins.
„Óhóflegur fjöldi mála frá aðildar-
ríkjunum bíður úrlausnar,“ segir Ró-
bert R. Spanó, prófessor, sem hefur
störf sem dómari við Mannréttinda-
dómstól Evrópu í byrjun nóvember.
„Málafjöldinn hefur þróast gríðar-
lega hratt á undanförnum áratug.
Það má rekja til
aukinnar þekk-
ingar á störfum
dómstólsins og
stækkunar lög-
sögunnar með
fleiri aðildarríkj-
um til austurs,“
segir Róbert.
Hann telur fyr-
irsjáanlegt að
málum er snúa að
vernd eignarréttar muni að ein-
hverju leyti fjölga. „Það eru mál er
varða hvernig aðildarríkin hafa
brugðist við þeim aðstæðum sem
uppi eru vegna hinnar alþjóðlegu
fjármálakrísu.“ Hann telur að reyna
muni á í ríkara mæli í framtíðinni
hvernig slíkar aðgerðir aðildarríkj-
anna samrýmast friðhelgi eignar-
réttar.
Þá ítrekar Róbert að það séu dóm-
stólar í aðildarríkjunum sem hafi
frumskylduna til að tryggja mann-
réttindi borgara ríkjanna. Hann tel-
ur skorta á að íslenskir dómstólar
hafi nægjanlega djúpa þekkingu á
dómaframkvæmd dómstólsins og
efnisákvæðum sáttmálans. »18
Óhóflegur fjöldi mála bíður
113.000 mál bíða úrlausnar, þar af 20 mál frá Íslandi
Róbert R.
Spanó
Hnúfubakur dansaði hressilega í sjónum suður
af Hauganesi við Eyjafjörð í gær og heillaði
hvalaskoðendur um borð í bát hvalaskoð-
unarfyrirtækisins Níelsar Jónssonar, þar sem
augnablikið var fangað.
Fyrirtækið fagnar um þessar mundir tuttugu
ára starfsafmæli og má því velta fyrir sér hvort
hnúfubakurinn hafi með athæfinu verið að senda
því afmæliskveðju.
Hnúfubakur með listsýningu fyrir hvalaskoðendur
Ljósmynd/Sigurður Ægisson
Hnúfubakur í sjónum suður af Hauganesi við Eyjafjörð
Hagkvæmara
er að byggja nýtt
fangelsi á
Hólmsheiði en að
velja aðra kosti,
að sögn Hönnu
Birnu Kristjáns-
dóttur, innanrík-
isráðherra. Engu
að síður verður
hægt á fram-
kvæmdum og á
næsta ári verður lagt um helmingi
minna fé til verksins en áætlað var.
Útboð að nýrri byggingu hófst um
síðustu helgi. Framkvæmdir munu
ekki hefjast fyrr en á næsta ári. »
4
Hólmsheiðin er
besti kosturinn
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
Sérfræð-
ingahópur um
vinnu við afnám
fjármagnshafta
er tekinn að
myndast, sam-
kvæmt heim-
ildum Morg-
unblaðsins.
Líklegt er talið
að stjórnvöld ráði Eirík S. Svav-
arsson til þess að leiða hópinn.
Markmiðið með skipan hópsins
er að einfalda stjórnsýslu þeirra
mála er varða áætlun um afnám
hafta. Auk þess að uppfæra nú-
verandi áætlun um afnám hafta
mun hópurinn jafnframt vinna
náið með stofnunum og ráðu-
neytum og samræma aðgerðir
þeirra. » 16
Sérfræðihópur
um afnám hafta
„Þetta gerist hraðar en við þorð-
um að vona,“ segir Friðrik Pálsson,
hótelhaldari og annar formanna fé-
lagsins Hjartað í Vatnsmýrinni, en í
gærkvöldi höfðu yfir 25 þúsund
manns lýst yfir stuðningi við flug-
völl í Vatnsmýrinni á heimasíðunni
lending.is.
Friðrik segir undirskriftasöfnun
félagsins hafa fengið afar jákvæðar
undirtektir og að viðbrögð við
henni hafi komið alls staðar að.
Hann segir að umræðunni um flug-
völlinn hafi verið stýrt af þröngum
hópi innan borgarkerfisins en nú
hafi allir landsmenn tækifæri til að
viðra skoðun sína. »15
Yfir 25 þúsund hafa
skrifað undir vegna
flugvallarins
Spurning Verður völlurinn eða fer hann?