Morgunblaðið - 20.08.2013, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2013
VIÐ EIGUM 17 ÁRA AFMÆLI
Fjöldi góðra tilboða í gangi
HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA: 9:30-18, LAUGARDAGA: 11-14
Er ekki kominn tími
á sjónmælingu?
TRAUST
OG GÓÐ
ÞJÓNUSTA
Í 17 ÁR
„Þetta gerist hraðar en við þorðum
að vona,“ segir Friðrik Pálsson hót-
elhaldari og annar formanna félags-
ins Hjartað í Vatnsmýrinni. Félagið
hóf undirskriftasöfnun þann 16.
ágúst þar sem skorað er á Reykjavík-
urborg og Alþingi að tryggja öllum
landsmönnum óskerta flugstarfsemi
í Vatnsmýri til framtíðar og eru und-
irskriftir nú um 25 þúsund talsins.
„Við höfum fengið afskaplega já-
kvæðar undirtektir og sérstaklega er
ánægjulegt hvað fólk er þakklátt fyr-
ir að fá tækifæri til þess að tjá skoðun
sína með þessum hætti,“ segir Frið-
rik og útskýrir ástæðuna fyrir því að
farið var af stað með undirskrifta-
söfnunina.
„Okkur fannst vera ákveðin slag-
síða á þessari umræðu, að henni væri
stýrt af svolítið þröngum hópi innan
borgarkerfisins en með þessum
hætti vonumst við til að landsmenn
allir fái tækifæri til að sýna skoðun
sína.“
Friðrik segir að margir sem skrifi
undir hafi áhyggjur af áframhaldandi
sjúkraflugi. „En þar að auki eru einn-
ig margir sem skrifa undir vegna
þess að þeir telja flugvöllinn vera
okkar aðalsamgönguæð. Við höfum
auðvitað ekki járnbrautir heldur
verðum við að reiða okkur á bíla og
flugvélar. Síðan eru auðvitað margir
Reykvíkingar sem skynja það mjög
sterkt að völlurinn sé mikilvægur í
atvinnulegu tilliti fyrir borgarbúa.
Þessi þrenn rök standa upp úr hjá
þeim sem hafa talað við mig.“
Friðrik segir viðbrögðin hafa kom-
ið hvaðanæva af landinu. „Við höfum
ekki yfirsýn yfir hvaðan þeir eru sem
hafa skrifað undir, en þeir sem hafa
talað við okkur eru bæði Reykvík-
ingar og fólk sem býr annars staðar á
landinu.“ bmo@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
Undirskriftir Friðrik Pálsson hótelhaldari og Njáll Trausti Friðbertsson
flugumferðarstjóri eru formenn félagsins Hjartað í Vatnsmýri.
„Gerist hraðar en
við þorðum að vona“
Umræðunni stýrt af þröngum hópi
Norðmaðurinn Egill Tetli heimsótti í gær Haukadals-
skóg við Geysi og Tumastaði í Fljótshlíð en nærri 60 ár
eru liðin frá því að hann kom hingað til lands með hópi
Norðmanna á vegum Skógræktarfélags Íslands til að
gróðursetja í íslenska skógarreiti. Egill, sem er 78 ára,
var þá aðeins 19 ára gamall en í frétt Morgunblaðsins
frá 21. júní 1955, á 25. afmælisári Skógræktarfélagsins,
segir að hópurinn hafi gróðursett um 30 þúsund
plöntur í Árnessýslu á tíu dögum.
Með Agli í för var meðal annarra Hreinn Óskarsson
skógarvörður Skógræktar ríkisins á Suðurlandi en
hann segir Norðmanninn hafa verið upp numinn yfir
þeim mikla skógi sem blasti við honum.
„Hann þvældist dálítið um og sýndi okkur myndir frá
því í gamla daga. Þá var svolítið annað útlit á svæðinu
en núna,“ segir Hreinn en árið 1955 hafi skógrækt á
svæðinu verið nýhafin og lítill gróður annar en lágt
kjarr sett svip sinn á umverfið.
Hreinn segir að líklega hafi hópurinn komið hingað
eftir að Hákon Bjarnason skógræktarstjóri setti sig í
samband við sendiherra Norðmanna á Íslandi, Torgeir
Anderssen-Rysst, sem var mikill áhugamaður um skóg-
rækt. „Hann hafði líklega forgöngu um það í Noregi að
tengja saman skógræktarfélög þar og á Íslandi.“
Gróðursetti í kjarri og heimsótti skóg