Morgunblaðið - 20.08.2013, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2013
Sól Spegill, spegill, herm þú mér, hver í Austurstræti sætust er, spurði skáldið í uppstyttu í gær.
Ómar
Í sumarkyrrðinni leitar
margt á hugann, margt
gleður og margt angrar
einnig. Þegar hlýtt er á
fregnir hvers konar eða
þær lesnar þykir manni of
oft að hið neikvæða sé
dregið í dagsljós fram, því
vissulega er fjölmargt sem
jákvætt er í mannlífinu. Þó
verður að segja eins og er
að oft er rétt að undirstrika
það sem misgert er og í
mannlegu valdi er og síður en svo ástæða
til að amast við því. En hugur reikar til
þess máls sem hefur verið eitt þeirra alf-
remstu sem hafa á langri ævi tekið hug
minn fanginn, hugurinn glaðst eða harm-
að, en hér á ég við áfengismálin sem ég
vildi frá okkar sjónarhóli kalla bindind-
ismálin, því ævinlega fáum við sannreynt
það gildishlaðna orðtak: Bindindi er best.
Þegar slæmar fregnir tengjast með
einhverjum hætti áfenginu þykir mér
stundum sem viss afsökunartónn fylgi
tíðindum um ölvun viðkomandi. Vonandi
er þetta ekki rétt ályktun gamals manns,
því auðvitað er staðreyndin sú að ölvun er
engin afsökun fyrir fólk, hvort sem
óhappið, slysið eða ofbeldið eiga í hlut.
Þetta minnir mig reyndar á það þegar
fólk í mínu ungdæmi var að segja frá alls
konar athæfi frömdu í ölæði, allt yfir í
grófasta heimilisofbeldi, og átti oftar en
ekki einhverja allsherjar afsökun í orð-
unum: Hann var nú fullur, greyið. Meira
að segja man ég eftir hversu mér ungum
blöskraði, þegar maður einn í nálægu
þorpi hafði gengið svo í skrokk á konu
sinni að hún varð að leita læknis og konur
tvær er í heimsókn voru sögðu einum
rómi: Hann var nú fullur, greyið.
Það virðist stundum gleymast hve rík-
an þátt áfengið á í þeim óhugnanlegu of-
beldisverkum sem framin eru, allt frá
heimilisofbeldi yfir í hinar ógeðslegustu
nauðganir og alltof oft er sem þöggunin
sé látin ráða, enda eins og einhver sagði á
dögunum eitthvað á þessa leið: Þetta er
viðkvæmt og varðar persónufrelsið að
upplýsa um ölvunina, nóg er nú samt að
hafa framið verknað af þessu tagi. Und-
arlegt viðhorf en eflaust ekkert eins-
dæmi. Og nú eru það kampavínsklúbbar
sem eiga að fela bæði ölvunina og verkn-
aðinn, eða hvað? Og ekki get ég hrifist
með þeim Stígamótakonum, svo ánægður
sem ég er með þeirra störf, af
þeirra kampavínsklúbb, þó
meiningin eigi máske ekki að
vera slík sem virðist. Öll
tenging við áfengisneyzlu,
jafnvel þó kampavín sé er
ógeðfelld í mínum huga litið
til þess sem þessar ágætu
konur eru að berjast á móti
og er alltof oft ölvunartengt
að meira eða minna leyti.
Alltaf verða meira áber-
andi í rannsóknum bæði hér-
lendis sem erlendis þau miklu
heilbrigðisvandamál sem
aldraðir eiga við að glíma vegna ofneyzlu
áfengis og síðast fregn af brezkri rann-
sókn sem sýnir hversu þetta vandamál
fer vaxandi þar í landi. Og ekki þurfum
við lengra en að sækja í þá reynslu sem
virtir meðferðaraðilar hér á landi greina
frá um hversu drykkja aldraðra fer í vöxt
og vandamálin oft skelfileg sem þessu
fylgja. Þetta hryggir gamlan huga og
ekki síður það hversu drykkja kvenna fer
hraðvaxandi og því sárara fyrir þann sem
hefur lesið og reynt sögurnar um konur í
fararbroddi gegn áfenginu og rétt að
minna á það að það var einmitt sá fé-
lagsskapur sem ég rita þetta fyrir, bind-
indishreyfingin á Íslandi, er var fyrst
hreyfinga hér á landi að taka upp fé-
lagslegt jafnrétti fyrir konur sem karla
innan sinna vébanda.
Og rétt að enda þetta á tilvísun í Morg-
unblaðið þar sem fjallað var um útihátíðir
og útilegur barnafólks þar sem eins og
segir í pistli eitthvað á þá leið hversu öm-
urlegt sé að sjá „rallhálfa feður og rauð-
vínslegnar mæður“ vera að slangra með
börn sín ung á slíkum hátíðum eða á úti-
legusvæðum almennt. Og því miður var
ekki um mislestur að ræða hjá þeim aldr-
aða. Bindindissamtökin óska öllum lands-
lýð ánægjulegra haustdaga sem verði
sem allra minnst mengaðir af vímuefnum
hvers konar.
Eftir Helga Seljan
» Þetta minnir mig reynd-
ar á það þegar fólk í
mínu ungdæmi var að segja
frá alls konar athæfi
frömdu í ölæði.
Helgi Seljan
Höfundur er talsmaður
bindindissamtakanna IOGT.
Hugur reikar
er haustar að
14. ágúst sl. birtist í
Morgunblaðinu grein
eftir hæstaréttarlög-
manninn Jóhannes Sig-
urðsson þar sem hann
fór yfir varnaðarorð til
handa þingheimi sem
gæti hugsanlega viljað
leiðrétta lán almenn-
ings á Íslandi. Hefur
Jóhannes veitt banka-
kerfinu ráðgjöf varð-
andi útreikninga.
Tengsl gengis og vaxta
Jóhanni er hugleikin sú niðurstaða
Hæstaréttar í máli nr. 471/2010 að
órjúfanleg tengsl ríki á milli gengis
gjaldmiðla og vaxta í sama gjald-
miðli. Með því að Hæstiréttur bendir
á þetta atriði síðla árs 2010 eru lánin,
sem bankar lánuðu sem erlend geng-
istryggð lán, endanlega staðfest sem
íslensk krónulán og eiga krónuvextir
að gilda. Töldu margir starfsmenn
bankakerfisins, líklega sérfræðingar
þeirra í lögum, að þeim væri í sjálfs-
vald sett að endurreikna lán almenn-
ings aftur til lántökudags.
Árnalög lögð upp en voru
dæmd skaðleg
Það er óhætt að segja að óhemju-
gangur í bankakerfinu hefur verið
mikill þar til menn átt-
uðu sig á kröfurétt-
arlegu sambandi á milli
lántakenda og lánveit-
anda. Engu að síður
stóðu lobbýistar banka-
kerfisins inni í anddyri
Alþingis og þrýstu á
Árna Pál o.fl. Sú vinna
var öllum til vansa en
þessir tilburðir, sem
tíðkuðust á tímum rík-
isbanka fortíðarinnar,
eru stórhættulegir Ís-
landi. Vonandi sjá það
allir og einnig þeir er
spiluðu með. Dæmdi Hæstiréttur Ís-
lands í máli nr. 600/2011 (Sigurður
og Elvira). Voru Árnalögin dæmd
ólögmæt, þá m.t.t. kröfuréttar.
Breyskleikinn
Það er mannlegt af Jóhannesi að
reyna að bera í bætifláka fyrir vill-
urnar en þær standa samt enn fyrir
sínu. Því miður telja margir lögmenn
enn í dag undarlegt að lántakendur,
stjórnmálamenn og almenningur á
Íslandi segi töf vegna endurútreikn-
inga hafa verið mikla og óeðlilega.
Minnir þetta mann óneitanlega á
lokaþáttinn úr Gullna hliðinu þegar
Sánkti-Páll kemur til dyra eftir að
Jón hafi hellt sér yfir Lykla-Pétur og
ekki iðrast synda sinna.
Hið sanna og hið ósanna
Hið sanna er að Jóhannes og aðrir
vel meinandi lögmenn hafa rakað
saman þekkingu sinni með mismun-
andi árangri síðustu ár undir sér-
stakri heimild um samráð milli
banka. Lærdómurinn var dýru verði
keyptur. Kostnaðurinn er að al-
menningur og hagkerfið í heild hefur
tapað milljörðum og dýrmætum
tækifærum til uppbyggingar. Fjöl-
margir hafa glatað öllu og margt er
það óafturkræft svo sorglegt sem
það er. Þetta þekkja fjárfestar og
hinn almenni borgari á Íslandi sem
hefur þurft að þola mikið atvinnu-
leysi og skattpíningu umfram þol-
mörk.
Hið ósanna í málflutningi Jóhann-
esar er að þingheimur, kjörinn af al-
menningi í þessu landi skv. lýðræð-
ishefð sem Ísland hefur borið gæfu
til að fylgja, hafi ekki fullt vald til að
leiðrétta lán almennings. Hví má al-
menningur ekki ráða ráðum sínum
með því að beita hinu rótgróna lýð-
ræði á meðan bankakerfið hefur
fengið fulla heimild til samráðs frá
hruni án árangurs? Til þess er lýð-
ræðislegt vald og því þarf að beita af
skynsemi og gæta að réttlæti. Þing-
heimur verður að fá að vera óháður
sem og nefndarmenn sem taka á
þessu erfiða máli á næstu misserum.
Hvað er ógert?
Undirritaður hefur ritað skýrslu
varðandi nauðungarsölur á Íslandi.
Hefur ekkert verið gert á Alþingi Ís-
lendinga til að tryggja nægjan rétt
gerðarþola og gera rétt hans sam-
bærilegan og í nágrannalöndunum.
Ritaði greinarhöfundur lokaverk-
efni sitt í fjármálum við Háskóla Ís-
lands 2011 er fjallaði um reiknaða
húsaleigu og mat á fasteignalið vísi-
tölu neysluverðs. Hún hefur verið af-
hend þingmönnum og núverandi ráð-
herra í ríkisstjórn Íslands. Kemur
þar m.a. í ljós og lesa má úr sér-
fræðihóp OECD að útreikningar
Hagstofu Íslands eru bjagaðir og á
Íslandi er minnsta deild heims sem
heldur úti neysluverðsvísitölu. Aldr-
ei hefur óháð úttekt verið unnin af
erlendum fræðimönnum á aðferð og
útreikningum Hagstofu Íslands.
Hefur virtur erlendur sérfræðingur
á þessu sviði, sem skipar sérfræði-
hóp OECD í vísitölufræðum, tjáð
greinarhöfundi að draga megi stór-
lega í efa útreikninga og aðferða-
fræði Hagstofu Íslands. Engum hef-
ur enn dottið í hug að hlusta á þau
rök á meðal íslenskra ráðamanna.
Það eitt gæti gefið tilefni til aftur-
virkrar leiðréttingar á lánum, s.s.
verðtryggðum lánum.
Að auki hefur Seðlabanki Íslands
ekki birt opinberlega gjaldeyrisjöfn-
unarskýrslur bankakerfisins fyrir
hrun er endurskoðendur bankanna
unnu að og sendu seðlabankanum á
sínum tíma. Þetta ætti a.m.k. að
liggja fyrir frá Dróma og Frjálsa
fjárfestingarbankanum enda ríkis-
sjóður í gegnum Hildu ehf. og Seðla-
banka Íslands í raun orðinn eigandi
að öllu eignasafninu og þar með
þrotabúinu. Með vísan í Jóhannes 14.
ágúst sl. skal áréttað að ekki er ætl-
ast til þess að farið sé gegn lögum og
fordæmum Hæstaréttar, síður en
svo.
Væntingar –
Margur heldur mig sig
Þrátt fyrir marga góða lögmenn
eru enn margir sem haga sér ótukt-
arlega rétt eins og sálin hans Jóns
míns. Þingheimur og nefndir á veg-
um Alþingis Íslendinga eiga að leita
svara, þrýsta á, komast að hinu
sanna og leggja línur til leiðréttingar
þar sem við á.
Ef við stöndum okkur vel þarf ekki
að karpa við Lykla-Pétur þegar þar
að kemur.
Eftir Svein Óskar
Sigurðsson »Kostnaðurinn er að
almenningur og hag-
kerfið í heild hefur tap-
að milljörðum og dýr-
mætum tækifærðum til
uppbyggingar á Ís-
landi.
Sveinn Óskar
Sigurðsson
Höfundur er MSc í fjármálum, MBA,
BA í heimspeki og hagfræði.
Guðhræddir lögmenn og leiðrétting lána