Morgunblaðið - 20.08.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.08.2013, Blaðsíða 4
SVIÐSLJÓS Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Hanna Birna Kristjánsdóttir, innan- ríkisráðherra, segir að í sumar hafi verið farið yfir alla kosti í fangels- ismálum. Niðurstaðan hafi verið sú að hagkvæmast sé að halda áfram með framkvæmdir að nýju fangelsi á Hólmsheiði. ,,Eftir yfirlegu sumars- ins komumst við að þeirri niðurstöðu að það sé farsælla að halda verkinu áfram en að velja aðra kosti. En að hægt verði talsvert á því og lagt verði til þess um helmingi minna fjármagn á næsta ári en fyrirhugað var. Með þessu næst fram mikil hagræðing,“ segir Hanna Birna. Bendir hún á að þegar hafi verið varið rúmum hálfum milljarði króna í jarðvegs- og hönn- unarvinnu við fangelsið en jarðvegs- framkvæmdum lauk nýverið. Fóru yfir alla kosti Skiptar skoðanir hafa verið um fyrirhugað fangelsi á Hólmsheiði sem áætlað er að kosti um tvo millj- arða króna. Hanna Birna bendir á að þingið eigi alltaf síðasta orðið. Fram- kvæmdum verði haldið áfram í sam- ræmi við samþykkt þess efnis á síð- asta þingi. Sé vilji til þess að hætta við bygginguna þurfi til þess sam- þykki núverandi þings. Um liðna helgi hófst útboð þar sem innanríkisráðuneytið óskaði eftir til- boðum í sjálfa bygginguna. „Við drógum útboðið fram til þessa tíma til þess að vera alveg viss um að hafa farið yfir alla kosti í stöðunni,“ segir Hanna Birna. Hún segir að út- boðsferlið taki sex mánuði áður en gengið verður að samningum um framkvæmdirnar. „Það munu engar framkvæmdir hefjast fyrr en í fyrsta lagi í upphafi nýs árs,“ segir Hanna Birna. Sitt sýnist hverjum um fyrirhug- aðar framkvæmdir. Frosti Sigur- jónsson, formaður efnahags og við- skiptanefndar, hefur lýst yfir efasemdum um að rétt sé að hefja byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði og meðal annars velt því upp hvort nýta megi betur þau húsakynni sem þegar eru til staðar og að þeim verði breytt í fangelsi. „Það hafa verið skrifaðar margar skýrslur um aðra kosti. Enginn þeirra er talinn vera jafn hagkvæmur og þessi,“ segir Hanna Birna. „Það ræðst líka af því að þegar hafa farið rúmar 500 millj- ónir króna í verkefnið sem þýðir að ef þú ætlar að finna hagkvæmari kost þá þarft þú að geta varið þann kostn- að sem þegar er búið leggja í,“ segir Hanna Birna. Allt er undir Á sama tíma eru málefni fangels- isins til umræðu hjá hagræðingar- hópi skipuðum þeim Ásmundi Einari Daðasyni og Vigdísi Hauksdóttur úr Framsóknarflokki og Guðlaugi Þór Þórðarsyni og Unni Brá Konráðs- dóttur úr Sjálfstæðisflokki. Aðspurð hvort enn sé sá valmögu- leiki fyrir hendi að hópurinn leggi til að framkvæmdir verði slegnar út af borðinu vill Unnur Brá Konráðsdótt- ir ekki tjá sig um málið en segir þó að „allt sé undir“. Hólmsheiði hagkvæmasti kosturinn  Innanríkisráðherra segir að nýtt fangelsi á Hólmsheiði sé hagkvæmasti kosturinn í fangelsismálum  Málið var skoðað ítarlega í sumar  Hægt hefur verið á framkvæmdum sem hefjast árið 2014 Morgunblaðið/Júlíus Hólmsheiði Jarðvegsframkvæmdum á Hólmsheiði er lokið. Alþingi hefur varið um 700 milljónum til framkvæmda að nýju fangelsi. Innanríkisráðherra segir að niðurstaðan sé sú að hagkvæmast sé að byggja á Hólmsheiði. Fangelsi á Hólmsheiði » Innanríkisráðherra segir að hagkvæmasti kosturinn í fang- elsismálum sé að byggja nýtt fangelsi á Hólmsheiði. » Farið var ítarlega yfir alla kosti í sumar. » Framkvæmdir að fangels- isbyggingunni hefjast ekki fyrr en á næsta ári. » Útboðsferli tekur sex mánuði. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2013 Landsins mesta úrval af laxa- og silungaflugum Frí flugubox Krókar fylgja öllum túpum www.frances.is Frí heimsending Mikið er um að síld veiðist með makrílnum og víða er hlutfall makríls og síldar í aflanum svipað. Þetta segir Arnþór Hjörleifsson, skipstjóri Lundeyjar NS, í frétt á vefsíðu HB Granda. Skipið er nú í höfn á Vopnafirði að landa rúm- lega 600 tonnum af makríl og síld. „Það er alls staðar hægt að fá síld, en markmiðið á makrílveiðunum er að fá sem minnst af henni sem aukaafla,“ segir hann. Þar segir hann hnífinn standa í kúnni þar sem síldin sé alls staðar þar sem kastað er á makríl. Hann segir það þó koma fyrir að menn fái svo til hrein makríl- holl, en það sé hins vegar fátítt á miðunum fyrir Austur- og SA- landi. Erfitt er fyrir skip sem landa þarf á Vopnafirði að sækja makrílinn vestur fyrir land, þar sem góður makríll fæst, þar eð rúmlega 30 tíma sigling er þar á milli og ekki má taka langan tíma að ná skammtinum fyrir vinnsl- una. sunnasaem@mbl.is Mikil síld á makríl- slóð fyrir austan land  Hrein makríl- holl fátíð á miðum fyrir austan Lundey NS Víða um land er hlutfall síldar og makríls svipað í aflanum Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Sérstök fagleg og óháð áfrýj- unarnefnd sem fjallaði um umsókn- ir hælisleitenda og listi yfir örugg lönd eins og stuðst er við í Noregi eru á meðal þess sem er í skoðun hjá innanrík- isráðuneytinu til þess að flýta fyr- ir meðferð á hæl- isumsóknum hér landi. Málsmeðferð- artími á umsókn- um hælisleitenda hér á landi hefur verið gagn- rýndur en hann hefur verið allt að níu til sextán mánuðir. Að sama skapi hefur kostnaðurinn við vinnslu umsóknanna aukist. „Ég kynnti það fyrir ríkisstjórn í sumar að ég teldi að við þyrftum að fara vel yfir þann kostnað sem við berum af þjónustunni og hvort við gætum forgangsraðað betur svo við nýttum fjármagnið í þágu þeirra sem eru raunverulega taldir þurfa á pólitísku hæli að halda,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. 48 klukkustunda kerfi Því hefur ráðuneytið undanfarið kynnt sér hvernig farið er með málefni hælisleitenda annars stað- ar. Niðurstaðan var sú að Norð- menn stæðu sig vel í að sinna skyldum sínum við hælisleitendur. Hanna Birna fór meðal annars til fundar við norska dómsmálaráð- herrann fyrr í þessum mánuði. Þar séu umsóknirnar afgreiddar mun fyrr en hér. „Þeir eru með kerfi sem kallast 48 klukkustunda kerfi sem gengur út á að umsóknir eru teknar til skoðunar eða hafnað út frá lista yf- ir örugg lönd. Þeir fá þá svar strax og það er talið miklu mannúðlegra gagnvart þessum einstaklingum og minni flækja í stjórnkerfinu við að afgreiða þær,“ segir ráðherrann. Geta enn sótt um dvalarleyfi Listinn yfir öruggu löndin er unninn í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar og aðrar alþjóðastofn- anir. Þar séu til dæmis Evr- ópulöndin og Bandaríkin talin örugg og að ekki þurfi að veita ein- staklingum sem þaðan koma póli- tískt hæli. Þeir sem komi frá þeim löndum fái synjun strax. „Það breytir engu um að það fólk getur fengið miklu hraðari með- höndlun hér ef það sækir um at- vinnu- eða dvalarleyfi en það þarf ekki að njóta þeirrar sérstöðu sem það að vera pólitískur hælisleitandi felur í sér,“ segir hún. Kynni hugmyndir í september Auk þess skoðar ráðuneytið út- færslur á málsmeðferðinni til að draga úr aðkomu ráðuneytisins sjálfs að hælisumsóknum. Sam- kvæmt núverandi fyrirkomulagi tekur það fyrir áfrýjanir hælisleit- enda sem Útlendingastofnun synj- ar um hæli. Í Noregi taki fagleg og óháð áfrýjunarnefnd slík mál fyrir. Hanna Birna segir enga ákvörð- un hafa verið tekna um hvaða út- færslur frá Noregi verði teknar inn í kerfið hér en verið sé að skoða það innan ráðuneytisins. Hún stefni á að kynna hugmyndir um nýjar leiðir í málefnum hælisleit- enda í ríkisstjórn um miðjan sept- ember. Horfa til lausna Norð- manna í hælismálum  Ráðuneytið skoðar nýjar leiðir í málefnum hælisleitenda Kostnaður » Aldrei hafa fleiri sótt um pólitískt hæli hér á landi en í fyrra en þá sóttu 115 um hæli. » Kostnaðurinn vegna þessa tvöfaldaðist á milli ára. » Mesti kostnaðurinn er vegna þess hve langan tíma hefur tekið að afgreiða umsóknirnar. Hanna Birna Kristjánsdóttir Morgunblaðið/Golli Vinnsla Innanríkisráðuneytið fjallar nú um þær hælisumsóknir sem er áfrýjað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.