Morgunblaðið - 20.08.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.08.2013, Blaðsíða 18
FRÉTTASKÝRING Áslaug A. Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is T uttugu mál frá Íslandi bíða nú úrlausnar Mannréttindadómstóls Evrópu, en alls eru það rúmlega 113.000 mál sem bíða úrlausnar af hálfu dóm- stólsins. Flest málin eru kærur frá einstaklingum í Rússlandi, Ítalíu og Tyrklandi. „Óhóflegur fjöldi mála bíður úrlausnar frá aðildarríkjunum,“ segir Róbert R. Spanó, prófessor, sem hefur störf sem dómari við Mannréttindadómstól Evrópu í byrjun nóvember. Fimm íslensk mál hafa nú þeg- ar hlotið meðferð það sem af er ári. Frá því að mál er kært og þar til efnisleg niðurstaða liggur fyrir geta liðið þrjú til fjögur ár, vegna þess fjölda mála sem bíður meðferðar. Tekur kærur alvarlega „Málafjöldinn hefur þróast gríðarlega hratt á undanförnum áratug. Það má rekja til aukinnar þekkingar á störfum dómstólsins og stækkunar lögsögunnar með fleiri aðildarríkjum til austurs, fleiri ný- frjálsum ríkjum þar sem ýmislegt vantar upp á svo að mannréttinda- ástandið sé í samræmi við þær lág- markskröfur sem sáttmálinn gerir ráð fyrir,“ segir Róbert og bætir við að þar sem dómstóllinn hafi léð ákvæðunum mikið efnislegt vægi, þá hafi borgararnir í þessum ríkjum talið tilefni til að leita til hans. „Dómstóllinn hefur sýnt að hann taki kærur sem berast frá borg- urunum alvarlega.“ Réttur borgaranna Reynt hefur verið að bregðast við málafjöldanum með virkum að- gerðum og hafa breytingar verið gerðar á sáttmálanum. „Verið er að auka möguleika dómstólsins til að leysa úr því á frumstigum hvort mál skuli sæta efnismeðferð. Nú geta t.d. einstakir dómarar vísað til- teknum málum frá dómstólnum,“ segir Róbert. Þá segir hann að einnig hafi þau skilyrði sem þarf til þess að mál séu tekin til efnis- meðferðar verið þrengd og gert er ráð fyrir frekari þrengingu. „Þá er fyrirhugað að þrengja málshöfð- unarfrest úr sex mánuðum í fjóra, en sá viðauki hefur ekki tekið gildi.“ Róbert segir mikla umræðu hafa verið undanfarið um framtíð dómstólsins og þar hafi komið ljóst fram að grundvallarforsenda fyrir störfum hans sé þessi einstaklings- bundni réttur borgaranna til að bera mál undir dómstólinn. „Frá honum verður ekki vikið í nánustu framtíð, leitað verður ávallt annarra leiða til að dómstóllinn geti tekist á við þennan málafjölda.“ Fleiri mál um eignarrétt Mannréttindasáttmálinn geng- ur út frá því að tiltekin efnisleg réttindi eru varin. Þau álitaefni sem koma fyrir dómstólinn snúa að hefð- bundnum borgaralegum og stjórn- málalegum réttindum. „Álitaefni sem snúa að vernd gegn pyndingum og annarri ómannúðlegri meðferð eru stór þáttur í störfum hans, síð- an eru mál sem snúa að réttlátri málsmeðferð og tjáningarfrelsi mjög fyrirferðarmikil,“ segir Ró- bert, en hann telur fyrirsjáanlegt að málum er snúa að vernd eign- arréttar muni að einhverju leyti fjölga. „Það eru mál er varða hvernig aðildarríkin hafa brugð- ist við þeim aðstæðum sem uppi eru vegna hinnar alþjóðlegu fjármálakrísu. Það er ekki úti- lokað að reyna muni á í ríkara mæli í framtíðinni hvernig slíkar aðgerðir aðildarríkjanna samrýmast friðhelgi eignarréttar.“ „Óhóflegur fjöldi mála bíður úrlausnar“ Reuters Mannréttindi 113.000 mál bíða dómstólsins og þar af eru 20 frá Íslandi. Reynt hefur verið að bregðast við málafjöldanum með virkum aðgerðum. 18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Furðu vekurhversu auð-velt er að láta einfalda hluti flækjast fyrir sér. Gott dæmi er yf- irlýst stefna stjórn- arflokkanna í Evr- ópumálum. Báðir flokkarnir héldu fundi fyrir síðustu kosningar til að marka stefnu sína. Sú stefna var gefin út og er skýr. Í stefnu Sjálfstæðisflokksins frá síðasta landsfundi segir: „Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að und- angenginni þjóðaratkvæða- greiðslu.“ Stefna Framsóknarflokksins er nánast orðrétt sú sama, en þar segir: „Framsóknar- flokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópu- sambandsins. Ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að und- angenginni þjóðaratkvæða- greiðslu.“ Er einhver leið að túlka þessa yfirlýstu stefnu á þann veg að flokkarnir hafi ætlað sér að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda ætti áfram aðild- arviðræðum við Evrópusam- bandið? Gátu kjósendur gert ráð fyrir að þessir tveir flokkar myndu halda lífinu í aðlög- unarferlinu, eða standa fyrir kosningu um að halda því áfram? Nei, vitaskuld ekki. Flokkarnir lýstu því báðir yfir að þeir teldu það andstætt hags- munum Íslands að ganga í Evr- ópusambandið. Til viðbótar tóku þeir sérstaklega fram að for- senda frekari viðræðna um aðild væri þjóðaratkvæðagreiðsla um málið, en í því felst að sjálfsögðu ekki loforð um þjóðar- atkvæðagreiðslu enda flokkarnir á móti inngöngu í sambandið. Með yf- irlýsingunni var miklu fremur verið að árétta að þessir flokkar myndu aldrei ganga fram með þeim hætti sem fyrri ríkisstjórn gerði og sækja um aðild án stuðnings og vilja þjóðarinnar um að gerast aðili. Þegar rætt er um að hætta viðræðunum og slíta aðlög- unarferlinu er engin leið að horfa framhjá því hvernig staðið var að umsókninni á sínum tíma. Farið var af stað með blekk- ingum og þvingunum og án stuðnings við aðild innan þings eða utan. Því var ranglega haldið fram að hægt væri að „kíkja í pakkann“ og að ferlið yrði stutt, einfalt og án aðlögunar. Allt reyndust þetta ósannindi. Og varla þarf að minna á að vinstri stjórnin sem þvingaði málið í gegn strax í kjölfar mik- illar pólitískrar upplausnar lagði málið ekki fyrir þjóðina. Þegar af þeirri ástæðu, en einnig vegna þeirra óheilinda sem einkennt hafa ferlið, er fráleitt að nú eigi að fara fram sérstök þjóð- aratkvæðagreiðsla um málið. Kjósendur fengu nýlega tæki- færi til að segja skoðun sína og nýttu það með því að kjósa þá flokka sem höfðu skýra stefnu um að vilja ekki áframhaldandi viðræður eða aðild. Þeim flokk- um sem vildu áframhaldandi við- ræður og aðild var hafnað með eftirminnilegum hætti. Skýrara gæti þetta ekki verið. Stefna stjórnarflokkanna um viðræðurnar er samhljóma og afdráttarlaus og tíma þeirra er betur varið í önnur og gagnlegri mál. Báðir stjórnarflokk- arnir lýstu því yfir fyrir kosningar að vera utan ESB og hætta viðræðum} Einföldu málin mega ekki flækjast fyrir Hann er stund-um kallaður poppafinn. Gunnar Þórðarson hefur marga söngperl- una samið, eins og Ríkarður Ö. Páls- son nefnir í dómi sínum í blaðinu í gær um leið og hann segir að ný íslensk ópera í fullri lengd hafi vakið forvitni, enda gerist slíkt ekki á hverju ári: „Trúlega kitlaði og forvitni margra að frumsamin væri af sjálfmenntuðu söngvaskáldi, ef nýyrðið er rétt upp á Jón Múla heitinn hermt. Eitt er að geta samið ógrynni sígrænna dæg- urlaga (þótt erfiðara sé raunar en margur heldur), annað er að færa í sannfærandi tónbún- ing aðra eins harmræna dramatík og fólgin er í átakanlegri ör- lagasögu Ragn- heiðar Brynjólfs- dóttur.“ Ríkarður ber lof á tónlist nýju óp- erunnar, kórstjórn og flutning og segir það hafa komið sér „nánast í opna skjöldu hvað tónmál Gunnars, og ekki síst hljómaframvindan, vatt sér að virtist áreynslulaust fram hjá flestöllum fyrirsjáanleika“. Hann bætir við: „Að geta þannig komið hæfilega á óvart er einmitt galdur þess sem þarf í tónalli listmúsík 21. ald- ar. Uppskrift að endingu sem sannarlega er ekki heiglum hent og margir myndu borga dýru verði fyrir.“ Ný ópera Gunnars Þórðarsonar og Friðriks Erlings- sonar vekur aðdáun} Galdur og eyrnayndi Þ að er stundum haft á orði að það sem sé gefandi sé í réttu hlutfalli krefjandi. Það má til sanns vegar færa. Þegar kemur að fótbolta á slíkt sérstaklega við um okkur sem erum stuðningsmenn Liverpool. Tvennt kemur til; hin seinni ár (þá er átt við síðustu 23 ár) hef- ur enski meistaratitillinn gengið þessu forðum sigursæla liði ítrekað úr greipum, en aðrir titlar sem tínst hafa til um leið glatt okkur Púllara óumræðilega. Svo má líka snúa þessari pælingu upp á tímalínuna. Á meðan níundi áratugur síð- ustu aldar var einstaklega gefandi tímabil með 7 enskum meistaratitlum og 2 Evrópumeist- aratitlum á árunum 1980 til 1990, hefur liðið ásamt stuðningsmönnum mátt búa við langvar- andi eyðimerkurgöngu síðan þá og það getur verið krefjandi, jafnvel fyrir þolinmóðustu stuðningsmenn. En hvers vegna að þráast við og styðja Rauða herinn frá Liverpool? Fyrir utan hið augljósa svar að enginn sæmilega heilsteyptur persónuleiki breytir um „sitt lið“ í enska boltanum, þá liggur svarið í því að þá sjaldan sem góðar stundir hafa gefist okkur stuðningsmönnum LFC upp á síðkastið hafa þær verið ógleymanlegar. Árið 2001 var gjöfult með einum fimm bikurum í allt – Worthington bikarinn svokallaði, FA bikarinn, UEFA bikarinn (Evr- ópudeildin í dag), Góðgerðarskjöldurinn í upphafi tíma- bilsins í kjölfarið og loks UEFA Super Cup. Ennfremur var um vorið ungur og slánalegur strákur að nafni Steven Gerrard valinn besti ungi leikmaður deild- arinnar. Þá var gaman, þó hvorugur stóru bik- aranna væri þar á meðal. Svo var það kvöld eitt í Istanbul, í maí 2005, að Liverpool landaði sjálfum Evrópumeistaratitlinum eftir úrslita- leik gegn ítalska stórveldinu AC Milan, leik sem er löngu orðinn að goðsögn. Það er óþarfi að tíunda framvindu þess leiks hér, hann er á við bestu bíómynd hvað spennu og dramatíska uppbyggingu varðar, enda yljaði hann sig- urþyrstum stuðningsmönnum Liverpool ær- lega. Og þannig gengur það – sagan heldur okkur við efnið og huggar þegar á bátinn gef- ur. En eins og svo oft áður langar okkur að trúa því að nú sé runnið upp tímabilið þegar vindátt snýst okkur í vil. Ungur þjálfari, Brendan Rodgers, er við stjórnvölinn, maður sem kann skil á knattspyrnu sem gaman er að horfa á. Aldnir stuðningsmenn þykjast heyra í orðum hans bergmál fyrri tíma þegar kempur á borð við Bill Shankly og Bob Paisley börðu í brestina, brýndu til afreka og stýrðu liðum sínum til ótal glæstra sigra. Það skyldi þó aldrei verða að í náinni framtíð verði nafn Rodgers nefnt á sama tíma og framangreindra? Vonin er alltént til staðar og þó líf vort hafi að þessu leyti verið púl á stundum síð- ustu tvo áratugina þá brennur sem fyrr hinn rauði eldur í æðum. Því Liverpool er lífstíll sem er jafn gefandi og hann er krefjandi. Eins og þar stendur – enginn sagði að það væri auðvelt – bara að það væri þess virði. Megir þú, lesandi góður, aldrei ganga einsamall. Jón Agnar Ólason Pistill Líf er púl STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon „Dómstólar í aðildarríkjunum hafa frumskylduna að tryggja að borgarar aðildarríkjanna njóti þeirra mannréttinda sem Mann- réttindasáttmálinn gerir ráð fyr- ir. Mannréttindadómstóllinn er einungis kerfi sem er til vara við dómskerfi aðildarríkjanna,“ seg- ir Róbert R. Spanó. Hann telur skotra á það að íslenskir dóm- stólar hafi nægjanlega djúpa þekkingu á dómaframkvæmd dómstólsins og efnisákvæðum sáttmálans. „Það er verkefni ís- lenska dómkerfisins að bæta það með aukinni endurmenntun og að dómarar sýni frumkvæði í því að efla þekkingu sína á dómaframkvæmd dómstólsins. Ég tel að ljá þurfi atkvæð- um sáttmálans meira vægi við úrlausn mála hér í landi,“ segir Róbert sem telur að ef aðild- arríkin taki þessu alvar- lega megi vænta þess að málum fyrir Mannrétt- indadómstólnum fækki. Vantar djúpa þekkingu ÍSLENSKIR DÓMSTÓLAR Róbert R. Spanó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.