Morgunblaðið - 20.08.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.08.2013, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2013 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Vinur minn þóttist hafa him-in höndum tekið eftir aðhafa séð téðan Ty leikatónlist sína í þætti Marc Riley í BBC útvarpinu á dögunum. Riley þessi, Manchesterbúi og fyrr- um liðsmaður The Fall, er einn af framsæknari dagskrárgerð- armönnum Breska ríkisútvarpsins og hann, ásamt öðrum viðstöddum, var í sælu áfalli eftir að Ty og fé- lagar tættu í gegnum surgandi rokkið. „Hann á eftir að verða stór- stjarna þessi,“ staðhæfði vinur minn sem veit sitthvað um staðhætti þeg- ar kemur að lendum rokks og popps. Og stjarna Ty er að rísa, það er klárt. En hvernig stórstjarna á hann eftir að verða? Erum við að tala um „Jack White“-yfirhalningu, að Segall muni fleyta sjöunda ára- tugs sýrurokki inn í meginstraum- inn, líkt og White gerði hvað hrátt blúsrokk varðar? Ég leyfi mér að hugsa upphátt, en síðustu plötur Segall hafa reyndar verið aðgengi- legri en fyrri verk hans án þess þó að missa við það einhvern neista eða fjörgi – ekki ósvipað og var með vin okkar White … Mikið í gangi Ty Segall er fæddur árið 1987 og hóf ferilinn með bílskúrsböndum í Kaliforníu, bæði í Orange County og San Francisco-flóa. Það var árið Hið óhamda ungviði Ljósmynd/Úr safni listamannsins. Sýruleginn Ty Segall lætur sér fátt fyrir brjósti brenna og dælir út plötunum. 2008 sem Segall hóf sólóferil og að segja að hann sé „iðinn við kolann“ nær ekki að lýsa atorkunni. Tugir sjötomma, kassetta, vínylplatna o.s.frv. hafa streymt út undanfarin ár og þó að Segall sé sólólistamaður gerir hann iðulega plötur í sam- starfi við aðra. Af sveitum sem hann hefur spilað með má nefna Fuzz, White Fence, The Traditional Fools, Epsilons, Party Fowl, The Perverts og Sic Alps og er sú síð- astnefnda einna þekktust. Í fyrra komu t.a.m. þrjár breiðskífur út, Hair sem hann gerði með White Fence, Slaughterhouse sem hann gerði með tónleikabandinu sínu og svo Twins sem er sólóplata. Twins hefur vakið þónokkra athygli á Se- gall, hún er gefin út af óháða ris- anum Drag City og hefur því fengið víðtæka umfjöllun, í tónlistarritum sem öðrum ritum. Allir eru á einu máli um gæðin og að þessi drengur sé með eitthvað alveg sérstakt við sig. Þekkileg soðgrýla Segall er af þeirri kynslóð að öll tónlistarsagan er tilbúin til neyslu einn, tveir og bingó; aðeins einn smellur á músina og Revolver Bítl- ana – eða hvað það nú er – streymir óðar um eyrun. Þetta gríðargóða aðgengi að tónlist er merkjanlegt í sköpun Segall og auðheyranlegt að hann þekkir þessa sígildu tónlist sem hann er að vinna með inn og út. Hann hikar því ekki við – eins og aðrir á sama reki – að hræra saman stílum og stefnum héðan og þaðan í einn graut. Slíkt getur að sönnu verið vafasamt en listfengi Segall er slíkt að allt er þetta einkar sannfærandi. Kveður að vísu við nokkuð nýjan tón á Sleeper. Segall hefur lýst því að nauðsynlegt sé að róa sig aðeins niður og hann voni að næsta ár muni ekki bera með sér þrjár breið- skífur („vonandi bara eina!,“ sagði hann í samtali við Uncut). Sleeper er því að stofni til kassagítarplata, tíu laga og rétt um 36 mínútur að lengd... Fjölskyldufár … og þessi meðvitaði hægagang- ur er engin tilviljun. Fjölskyldulíf Segall er að ganga í gegnum brotsjó nú um stundir, hann missti pabba sinn úr krabbameini í fyrra, ræðir víst ekki við móður sína lengur og býr nú í Los Angeles til að geta verið nær litlu systur sinni. Platan ber það með sér að vera samin und- ir álagi, hún er hrá og inn-í-sig; við- kvæmnisleg en þó vonbjört yfir það heila. Engin sjálfsvorkunn í gangi, miklu frekar hugleiðing, jafnvel hugleiðsla eða einskonar sálartiltekt í tónum. Gargandi sýrubílskúrsrokk er hinn hefðbundni brunnur sem Segall sækir í en nú eru það söngvaskáldahetjurnar sem stigu fram í upphafi áttunda áratugarins. Nick Drake, fyrri tíma Marc Bolan og sýruhausar eins og Syd Barrett og Skip Spence. Það er vonandi að staða mála í fjölskyldunni setji okk- ar mann ekki of langt út af sporinu og hann virðist vita að vinnusemi og virkni er ágætlega til þess fallinn að halda Svarta hundinum í burtu. Enda er ný plata með Fuzz víst á leiðinni í haust. Og og og … »Hann hikar þá ekkivið – eins og aðrir á sama reki – að hræra saman stílum og stefnum héðan og þaðan í einn graut.  Undramaðurinn Ty Segall dælir frá sér plötum í tugavís með jafn mörgum hljómsveitum  Sýruleginn suðgítar í forgrunni og ný plata, Sleeper, kemur út innan skamms Plötubúðin 12 tónar er fyrir löngu búin að vinna hug og hjarta flestra tónlistaráhugamanna á Íslandi enda skemmtileg og heimilisleg verslun sem þægilegt er að sækja heim og kaupa tónlist sem oft er ekki á boðstólum annars staðar. Nú hefur verslunin fengið enn eina viðurkenninguna fyrir sér- stöðu sína en það er frá tónlist- arsíðunni buzzfeed.com. Aðstand- endur síðunnar hafa nefnilega valið 12 tóna í annað sæti yfir þær 27 plötuverslanir sem allir tónlistar- áhugamenn ættu að heimsækja á lífsleiðinni. Þeir segja verslunina litla en skemmtilega og góðan og skemmtilegan vettvang fyrir bæði tónlistarmenn og tónlistar- áhugamenn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Plötubúðir Verslunin 12 tónar var valin önnur helsta plötubúðin til að heimsækja af tónlistarsíðunni buzzfeed.com. Plötubúðin 12 tónar bætir við sig skrautfjöðrum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.