Morgunblaðið - 20.08.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.08.2013, Blaðsíða 11
sem heitir Odro. Enginn vegur liggur þangað og við þurftum að ganga upp fjallið í tvo tíma til að komast að hús- inu þar sem við höfðum aðsetur. Við bjuggum í steinbæ við frumstæðar aðstæður sem eru nánast eins og hjá fólkinu sem þarna bjó fyrir tvö hundruð árum. Við þurftum að höggva við í eldinn til að hita upp hús- ið og krakkarnir vinguðust við hús- dýrin í nágrenninu, þau fengu að mjólka geiturnar og lærðu að búa til ost. Þarna eru fallegar gönguleiðir sem við nýttum okkur óspart. Þetta var mikið ævintýri og við ætlum aftur næsta sumar og þá munum við hjálpa til við heyskap bændanna í nágrenn- inu. Ég mæli sannarlega með svona ferð fyrir fjölskyldufólk.“ Arianne leggur áherslu á að það þurfi alls ekki að kosta mikið að ferðast með börn. „Það er hægt að ferðast með rútum á Íslandi og um að gera að nota al- menningssamgöngur í útlöndum. Ég mæli með að taka hlaupahjól með í borgarferðir, ég fór með krakkana til London og Parísar þar sem við ferð- uðumst með neðanjarðarlestum með hlaupahjól undir hendinni. Það er engin ástæða til að leigja sér dýran bíl þó ferðast sé með börn. Okkur finnst meira gaman að gista á skemmtilegum farfuglaheimilum en dýrum hótelum. Í miðborg Stokk- hólms gistum við í slíkri skútu og einnig höfum við gist í kastala sem breytt hefur verið í farfuglaheimili.“ Hundasleðaferð á Svalbarða Arianne er einnig afar virk í úti- vistinni án barnanna, hún er í nokkr- um fjallgönguklúbbum og hefur gengið upp á ótalmörg íslensk fjöll. Hún gengur líka á jökla, hefur m.a. farið í tólf daga skíðagönguferð yfir Vatnajökul. Hún hefur líka gengið á Grænlandsjökul og farið í hunda- sleðaferð á Svalbarða, svo fátt eitt sé nefnt. „Ég sigli líka á kajak og stunda ísklifur. Núna er ég í þjálfun hjá Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur, en það tekur tvö ár að verða fullgildur meðlimur. Ég útskrifast í vor. Þetta er fjölbreytt og áhugavert, ég læri m.a. að rata í myrkri með kompás.“ Ævintýr Andreas sá um að gæta þessa geithafurs í steinþorpinu Odro. Undir Eyjafjöllum Krakkarnir sigla hér á gúmmíbát á Íslandinu góða. Garpar Arianne ásamt börnunum sínum með ísaxir og allar græjur í blíðskaparveðri á Sólheimajökli. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2013 Nýlega kom út bókin Heilsujurta- biblían eftir Jade Britton í þýðingu Nönnu Gunnarsdóttur. Um er að ræða handbók sem fer yfir ýmsar jurtir sem geta haft góð áhrif á heilsuna ef þær eru brúkaðar á réttan máta. Margar þeirra má finna í íslenskri náttúru og má þar nefna plöntur á borð við vallhumal, fífil og brenni- netlu. Plönturnar hafa fjölbreytta eig- inleika og margar þeirra má nota við algengum kvillum á borð við kvef, húðvandamál, magakveisu og svefn- leysi. Í bókinni má síðan finna útskýr- ingar á því hvernig nýta skuli jurt- irnar, hvernig skuli útbúa græðandi tinktúrur, seyði, olíur og smyrsl og hvað beri að forðast við nýtingu plantnanna. Ný bók um lækningamátt jurta Bók Höfundurinn er Jade Britton. Gróðurinn er græðandi Nyt Bæði fífillinn og vallhumallinn hafa græðandi áhrif ef rétt er farið að. Hlaupið Fire and Ice Ultra mun fara fram á sunnudaginn næstkomandi. Það er ferðaskrifstofan All Iceland ltd. sem skipuleggur hlaupið í sam- starfi við Race Adventure en um er að ræða tvö hundruð og fimmtíu kílómetra hlaup sem stendur yfir í sjö daga. Dagleiðin mun verða á milli tuttugu og sextíu kílómetrar og munu keppendur bera allar vist- ir að undanskildu tjaldi og vatni. Keppnin fer fram í Vatnajökuls- þjóðgarði en hlaupið verður frá rótum Vatnajökuls, meðfram Jökulsá á Fjöllum og endað í Ásbyrgi. Að lokum verður haldið til Akureyrar þar sem haldin verður kveðjuveisla. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni raceadventure.co.uk. Fire and Ice Ultra hefst á sunnudaginn Morgunblaðið/Rax Óbyggðahlaup Náttúran í kringum Vatnajökul er víða óárennileg. Hlaupið í Vatnajökulsþjóðgarði Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir al la , al l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð! Serpo 261 trefjamúr Fyrir múrkerfi Weber Milligróf múrblanda Weber staurasteypa (stolpebeton) Maxit Steiningarlím Hvítt og grátt Weberdur 120 (Ip 14) inni & útimúr Weber REP 980 þéttimúr grár Weber Gróf Múrblanda Deka Latexgrunnur Deka Acryl Hágæða múrefni frá Múrbúðinni Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Reykjavík Kletthálsi 7. Opið má-fö kl. 8-18, laug. 10-16 Reykjanesbær Fuglavík 18. Opið má-fö kl. 8-18 Akureyri Óseyri 1. Opið má-fö kl. 8-18, laug. 10-14 Vestmannaeyjar Flötum 29. Opið má-fö kl. 8-18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.