Morgunblaðið - 20.08.2013, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.08.2013, Blaðsíða 17
Mikinn reykjarstrók leggur úr eldfjallinu Sakurajima á Kyushu-eyju í suðurhluta Japans en gos hófst í því á sunnudag. Öskuskýið náði um fimm kílómetra upp í loftið og hefur töluvert af ösku lagt yfir borgina Kagoshima. Þetta var í fimmhundraðasta skiptið sem eldfjallið gýs á þessu ári en gosið stóð aðeins í fimmtíu mínútur. Auk öskunnar rann lítil hraunspýja um kíló- metra frá gígnum. AFP Öskuskýið vofir yfir Kagoshima Fimmhundraðasta eldgosið í Sakurajima-fjalli á þessu ári FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2013 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Breskir þingmenn hafa krafið lög- reglu skýringa og mannréttindasam- tök hafa fordæmt að maki blaða- manns breska blaðsins The Guardian sem hefur skrifað ítarlega um njósnahneyksli NSA hafi verið stöðvaður á Heathrow-flugvelli á sunnudag og honum haldið þar í níu klukkustundir. David Miranda er sambýlismaður blaðamannsins Glenns Greenwalds en sá síðarnefndi vann með upp- ljóstraranum Edward Snowden að því að afhjúpa víðtækar njósnir NSA. Miranda var stoppaður af yf- irvöldum á flugvellinum í fyrradag þar sem hann millilenti á leið sinni frá Berlín til Rio de Janeiro. Honum var haldið þar með vísan í bresk hryðjuverkalög. Lögreglan segir að hann hafi ekki verið handtekinn og honum hafi verið sleppt úr haldi. Skilaboð til blaðamanna Ríkisstjórn Brasilíu gagnrýndi meðferðina á Miranda en hann er brasilískur ríkisborgari. Lýstu þau alvarlegum áhyggjum sínum af að- gerðum breskra yfirvalda á flugvell- inum. Brasilísk stjórnvöld ætla einn- ig að krefja bandarísk yfirvöld skýringa á atvikinu. Greenwald skrifaði pistil vegna málsins í The Guardian í gær þar sem hann sagði að fartölva, farsími og minnislyklar Miranda hefðu verið gerðir upptæk á flugvellinum. Ör- yggisstarfsmaður á flugvellinum hafi sagt sér í síma að Miranda ætti ekki rétt á lögmanni á staðnum og að Greenwald gæti ekki fengið að tala við hann. Atvikið er augljós tilraun til að ógna blaðamönnum að mati Greenwalds. „Þetta er augljóslega ætlað sem skilaboð til okkar sem höfum sagt fréttir af NSA og breskum kollegum þeirra, GCHQ,“ skrifaði Greenwald. Hryðjuverkalög gegn makanum  Yfirvöld sögð ógna blaðamönnum AFP Ógnað Greenwald starfaði með uppljóstraranum Edward Snowden. Mál Pistori- usar fyrir dóm í mars Suður-afríski hlauparinn Osc- ar Pistorius mun svara til saka fyrir morðið á kærustu sinni, Reevu Steen- kamp, í mars á næsta ári. Pi- storius kom fyrir dómara í gær sem staðfesti ákæru vegna morðs af yfirlögðu ráði á Steenkamp. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðardóm verði hann fundinn sekur um morð. Pistorius skaut Steenkamp í höfuðið, olnbogann og mjöðmina á heimili hans aðfaranótt 14. febr- úar. Hlauparinn hefur viðurkennt að hafa banað kærustu sinni en hann heldur því fram að hann hafi talið að um innbrotsþjóf væri að ræða. Pistorius í rétt- arsalnum í gær.  Ákærður fyrir morð á Steenkamp Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Hosni Mubarak, fyrrverandi forseta Egyptalands sem hrökklaðist frá völdum ár- ið 2011, verður hugsanlega sleppt úr haldi á næstunni. Saksóknarar létu spillingarákær- ur gegn honum falla niður og segir lögmað- ur hans að gengið verði frá öðru slíku máli gegn honum á næstu sólarhringum. Að því loknu verði honum sleppt. Óttast er að verði fyrrverandi forsetanum sleppti muni það auka enn á ólguna í landinu. Mubarak var handtekinn eftir uppreisnina gegn honum og var dæmdur í lífstíðarfang- elsi í fyrra fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir fjöldamorð á mótmælendum. Hann bíð- ur enn þess að réttað verði að nýju í því máli en bæði verjendur hans og saksóknarar áfrýjuðu fyrri dómi. Tilbúnir að hlaupa undir bagga Ástandið í Egyptalandi hefur verið afar eldfimt undanfarnar vikur og hafa að minnsta kosti 850 manns, þar af 70 her- og lögreglumenn, fallið frá því að yfirvöld létu til skarar skríðar gegn stuðningsmönnum Mohammed Morsis á miðvikudag. Ljóst er að verði Mubarak látinn laus mun það síst verða til þess að lægja öldurnar í landinu. Tala látinna hækkaði enn í gær þegar vopnaðir menn veittu tveimur rútum með lögreglumönnum á frívakt fyrirsát á Sinai- skaga. Árásarmennirnir skutu handsprengj- um á rúturnar með þeim afleiðingum að tuttugu og fimm lögreglumenn létust. Fyrr um daginn höfðu 37 meðlimir Bræðalags múslíma látist í haldi lögreglunnar að því er AFP-fréttastofan segir. Evrópskir utanríkisráðherrar ætla að funda á morgun til að ræða hvernig Evr- ópulönd geti knúið á um friðsamlega lausn mála í Egypalandi. Ein leið gæti verið að draga til baka milljarða evra styrki og lán til egypska ríkisins. Sádi-Arabar lýstu því yfir í gær að arab- ísk og íslömsk ríki væru tilbúin að hjálpa Egyptum fjárhagslega, drægju vestrænar þjóðir úr stuðningi sínum vegna aðgerða þeirra gegn mótmælendum undanfarna viku. Mubarak hugsanlega brátt sleppt  Tugir íslamista og lögreglumanna til viðbótar drepnir í Egyptalandi í gær  Utanríkisráðherrar Evr- ópulanda ræða hugsanleg viðbrögð við ofbeldinu síðar í vikunni  Nágrannalönd styðja ríkisstjórnina AFP Spenna Egypskur hermaður gætir stjórn- lagadómstóls landsins í Kaíró í gær. Íranski byltingarvörðurinn hyggst byrja að kenna framhalds- skólanemum hvernig eigi að stoppa ómannaðar, fjarstýrðar herflug- vélar, svonefnda dreka, í haust. Ír- anska umbótasinnaða dagblaðið Etemad greindi frá þessu í gær. Í blaðinu var haft eftir Ali Fazli herforingja að kennslan yrði hluti af námskeiði í „varnarviðbúnaði“ í framhaldsskólunum. Hann útskýrði ekki í þaula í hverju slík kennsla fælist en ætla má að nemendum verði kennt hvernig eigi að fylgjast með og taka niður dreka með því að hakka sig inn í tölvukerfi þeirra. Harðlínumenn í Íran hafa lengi reynt að skipa hernum stærri sess í menntakerfi landsins. Nemendur á bæði efri og neðri stigum fram- haldsskóla taka nú þegar námskeið sem fjalla um „borgaralegar varnir“. Íranar náðu bandarískum dreka af gerðinni RQ-170 Sentinel árið 2011 sem hafði flogið inn fyrir ír- anska lofthelgi. Yfirvöld þar segj- ast hafa náð nokkrum öðrum slík- um loftförum síðan þá. Kenna írönskum börnum að veiða ómannaða dreka Svarið við spurningu dagsins Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is tilbúnar í pottinn heima Fiskisúpur í Fylgifiskum Verð 1.790 kr/ltr Súpan kemur í fötu en fiskinum er pakkað sér. Eldunaraðferð þegar heim er komið: Súpan er hituð upp að suðu, fiskinum er jafnað út milli súpudiska eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram. Hvað þarftu mikið? Súpa sem aðalréttur – 0,5 ltr/mann Súpa sem forréttur – 0,25 ltr/mann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.