Morgunblaðið - 20.08.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2013
WC HREINSIR
án ilms, 1 ltr.
Verð 630 kr.
Skeifunni 11 | Sími 515 1100
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
13
17
72
www.rekstrarland.is
Á MÁLMA
Bistro stál og silfurhreynsir
Verð frá 4.449 kr.
ARROW
OFNAHREINSIR
með dælu, 750 ml
Verð 729 kr.
VNR. 35957
VNR. 91990
VNR. 95883
Hreinsiefni
Í Rekstrarlandi fæst fjölbreytt
úrval hreinsi-, þrif- og
sótthreinsunarefna fyrir öll
verkefni, stór eða smá, á öllum
sviðum atvinnulífsins.
Árni Grétar Finnsson
agf@mbl.is
Eyþing, samband sveitarfélaga í
Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, hef-
ur óskað eftir heimild aðildarsveit-
arfélaga fyrir yfirdráttarheimild
vegna rekstrarvanda almennings-
samgangna á Norðurlandi.
„Það eru átta landshlutasamtök á
landinu og Eyþing eru þau samtök
sem sjá um Eyjafjörð og Þingeyj-
arsýslur. Á síðasta kjörtímabili hjá
síðustu ríkisstjórn var ákveðið að
færa almenningssamgöngur frá
Vegagerðinni og til þessara lands-
hlutasamtaka. Það hefur gengið
upp og ofan,“ segir Geir Kristinn
Aðalsteinsson, stjórnarformaður
Eyþings. Hann bætir við: „Ríkið
gerði samninga til tíu ára við öll
landshlutasamtökin. Annars vegar
er það höfuðborgarsvæðið sem fær
um 900 milljónir á ári í þetta verk-
efni, og er því svolítið sér á báti.
Samtökin á Suður- og Vesturlandi
og á Suðurnesjum fá svo 29 millj-
ónir króna á ári í svokallaðan þró-
unarkostnað. Hins vegar er svo
restin, þ.e. Vestfirðir, Norðurland
vestra, við í Eyþingi og Austfirð-
ingarnir, sem fáum ekki nema 3,2
milljónir á ári, svo að það slagar í
tífaldan mun.“
Geir og Sigurður Valur Ásbjarn-
arson, formaður nefndar Eyþings
um almenningssamgöngur,
funduðu með Hreini Har-
aldssyni vegamálastjóra
fyrir síðustu alþingiskosn-
ingar og því segir Geir að
„Við fjölskyldan erum nýflutt aftur
til Eyja og okkur fannst svo leið-
inlegt að geta ekki boðið ferða-
mönnum upp á ferskan fisk þannig
að við byrjuðum að hugsa þetta út
frá því. Svo vatt það upp á sig þann-
ig að það nú eru aðallega Vest-
mannaeyingar sem eru að versla
við okkur,“ segir Emilía Borgþórs-
dóttir sem rekur fiskbúðina VE 123
á Vigtartorgi við höfnina í Vest-
mannaeyjum.
Verslunin er aðeins rétt um fjórir
fermetrar að stærð og er skær-
fjólublá að lit. „Afi minn var kall-
aður Malli á Júlíu og hann átti bát
sem hét Júlía VE 123. Seinni bátur
hans var svo í þessum lit þannig að
það kom eiginlega ekkert annað til
greina,“ segir Júlía. Hún segir það
liðna tíð að Vestmannaeyingar fari
á bryggjuna og sæki sér fisk í mat-
inn og að Eyjamenn hafi tekið nýju
fiskbúðinni vel. „Við erum með opið
tvisvar í viku frá kl. 15-18 og það er
gaman að sjá þegar fólk kemur
einu sinni og kemur síðan aftur. Við
höfum átt fastakúnna alveg frá
fyrsta degi,“ en verslunin selur að-
eins nýjan fisk svo að úrvalið er
breytilegt dag frá degi. Hún segir
gaman að kynna ungu kynslóðinni
fiskinn enda þurfi ekki að verka
fiskinn, hann sé tilbúinn beint á
grillið. agf@mbl.is
Fiskbúð á fjórum
fermetrum
„Sjarminn er að hafa ferskan fisk“
Eftirspurn Á opnunardegi versl-
unarinnar myndaðist mikil röð.
Geir segir að þingmenn Norðausturkjördæmis séu með öll gögn undir
höndum og viti af málinu, og það sama megi segja um ráðherra úr kjör-
dæminu. „Við vonumst til þess að málið leysist þannig að við fáum
þennan þróunarstyrk eins og aðrir fyrir sunnan og vestan og þá
getur þetta gengið vel,“ segir Geir. Hann segir samtökin ekki
hafa verið í sambærilegum skuldbindingum. „Við lítum svo á að
Eyþing eigi ekki að vera í skuldbindingum sem þessum nema
með heimild allra sveitarfélaganna.“
Í Eyþingi eru þrettán sveitarfélög. Þau eru: Akureyrarbær, Dal-
víkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Fjallabyggð, Grýtubakkahrepp-
ur, Hörgársveit, Langanesbyggð, Norðurþing, Skútustaða-
hreppur, Svalbarðshreppur, Svalbarðsstrandarhreppur,
Tjörneshreppur og Þingeyjarsveit.
Vilja sama styrk og aðrir
GEIR KRISTINN ER BJARTSÝNN Á FRAMHALDIÐ
Geir Kristinn
Aðalsteinsson
málið sé Vegagerðinni vel kunnugt.
Þann 11. september nk. munu for-
svarsmenn Eyþings funda með
Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, inn-
anríkisráðherra, vegna málsins.
Akureyri frábrugðin öðrum
Geir segir að Akureyri, og þá
Eyþing, sé frábrugðin öðrum
landshlutasamtökum vegna þess að
almenningssamgöngur í bænum
þurfa að taka mið af bæjum í allar
áttir frá Akureyri. „Akureyri er
miðdepillinn í allar áttir á strjál-
býlu svæði og erfitt er að fá megn-
ið af íbúum til þess að nota strætó.
Það er hins vegar mun auðveldara
á Vesturlandinu, Suðurlandinu og á
Reykjanesi þar sem stór hluti fólks
sækir sér vinnu suður. Það sem við
erum að benda á núna er að þessi
þróunarkostnaður þarf að vera sá
sami hjá okkur eins og hjá hinum,“
segir Geir. Hann telur að rekst-
urinn ætti að geta gengið vel ef
ríkið mætir þessum kröfum sam-
takanna. Ef ekki, telur hann að
sveitarfélögin þurfi að taka á sig
háar upphæðir í lok árs og segir
hann óásættanlegt fyrir sveit-
arfélögin að taka við verkefnum af
ríkinu sem þau þurfa svo sjálf að
leggja út fleiri milljónir fyrir. „Ef
þetta fer þannig að ríkið getur ekki
komið að þessu þá er hljóðið í flest-
um sveitarstjórnarmönnum hér fyr-
ir norðan það að þá munum við
hreinlega skila verkefninu aftur til
ríkisins. Ég er þó bjartsýnn á
framhaldið,“ segir Geir.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Til allra átta Strætó á leið til Egilsstaða frá Akureyri í gær. Stoppistöðin er við menningarhúsið Hof á Akureyri.
Eyþing vill fá 10 millj-
óna króna yfirdrátt
Rekstur almenningssamgangna erfiður fyrir norðan
Sunna Sæmundsdóttir
sunnasaem@mbl.is
Farsímaþjónusta hefur hækkað samfellt frá
því í lok árs 2011 og er nú um 23% dýrari en
fyrir tveimur árum, þar af nemur hækkunin
það sem af er þessu ári ríflega 10% samkvæmt
verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. Netþjónusta
hefur einnig hækkað í verði og er nú tæplega
16% dýrari en í júlí 2011. Heimilissímaþjónusta
hefur hækkað um tæplega 8% á sama tímabili.
Í tilkynningu verðlagseftirlitsins gagnrýnir
ASÍ fjarskiptafyrirtækin fyrir að hafa ekki
sýnt aðhald í verðlagsmálum líkt og sammælst
var um við endurskoðun kjarasamninga í upp-
hafi árs.
Hrannar Pétursson, fjölmiðlafulltrúi Voda-
fone, segir gagnrýni ASÍ byggjast á misskiln-
ingi, þar sem tölurnar séu byggðar á tölum frá
Hagstofunni, sem skoði ekki raunverulegan
kostnað fólks af farsímanotkun og taki þannig
ekki mið af ódýrari áskriftarleiðum. Hann seg-
ir að einungis sé horft á mínútuverð fyrir hefð-
bundna farsímanotkun og fáir viðskiptavinir
velji slíka áskriftarleið. Hann segir hækkun á
mínútuverði skýrast af hækkun á ýmsum
rekstrarkostnaði og hagræðingu til þess að
tryggja ódýrari áskriftarleiðir. Þá segir hann
hækkanir á internetþjónustu helst skýrast af
verðhækkun á gagnaflutningum til og frá land-
inu. Önnur fjarskiptafyrirtæki taka undir
gagnrýni Hrannars og segir Liv Bergþórsdótt-
ir, upplýsingafulltrúi Nova, að ASÍ þurfi að
taka tillit til breyttrar notkunar farsímans og
segir meðalreikning viðskiptavina Nova ekki
hafa hækkað sem þessu nemi.
Ef hins vegar er litið einungis til hækkunar á
mínútugjaldi hjá fjarskiptafyrirtækjunum, líkt
og verðlagskönnunin gerir ráð fyrir, má sjá að
mínútugjaldið hjá fyrirtækinu Hringdu er það
eina sem ekki hefur hækkað í verði á umræddu
tímabili.
Farsímaþjónusta hækkar í verði
Könnun ASÍ sýnir 23% hækkun á tveimur árum Fjarskiptafyrirtæki segja tölur ASÍ byggjast á
misskilningi Segja fáa viðskiptavini greiða hefðbundið mínútugjald sökum ódýrari áskriftarvalkosta
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Verðhækkun Farsímaþjónusta er dýrari.