Morgunblaðið - 20.08.2013, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2013
Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir
gunnhildur@mbl.is
Einleikjahátíðin Act Alone fór
fram á Suðureyri við Súganda-
fjörð, dagana 8.-11. ágúst síðast-
liðinn. Hátíðin fagnaði tíu ára af-
mæli í ár og af því tilefni var
blásið til handritasamkeppni þar
sem þemað var íslenski
sjómaðurinn.
Alls bárust 15 handrit í keppn-
ina en verðlaunin féllu í hlut leik-
verksins Doría, eftir þau Eyrúnu
Ósk Jónsdóttur og Helga Sverris-
son.
„Leikritið fjallar um íslenskan
sjómann sem týnist einn á hafi úti,
á árabát frá skipinu sínu,“ segir
Helgi í samtali við Morgunblaðið.
„Þetta fjallar svona svolítið um
það hver maður er, þegar maður
er kominn út í auðnina, einn með
sjálfum sér, þar sem eru engin
önnur viðmið eða speglar önnur
en maður sjálfur,“ bætir hann við.
Ýmislegt fleira kemur síðan líka
við sögu að sögn höfundar, svo
sem hugrenningar sjómannsins
um ástina, lífið, rétt og rangt og
fleira.
Nafnið sótt í söguna
Kveikjan að verkinu, sem og
nafnið, doría, sækja höfundar í
söguna. Vísar það til portúgalskra
smábáta sem einhverjir muna ef-
laust eftir hér við land. Fluttu
Portúgalar slíka báta tugum sam-
an víða um heim á stærri segl-
skútum framan af 20. öldinni, og
gerðu út til veiða. Doríurnar sjálf-
ar tóku hins vegar aðeins einn
mann. Líf doríu-sjómannsins var
því um margt erfitt og lentu ófáir
þeirra í því að týnast eða fórust.
Minna aðstæðurnar sem verk Ey-
rúnar og Sverris hverfist um um
margt á aðstæður doríu-sjómann-
anna, þótt íslensk hetja hafsins
eigi engu að síður í hlut.
Doría hefur ekki enn verið sett
upp en verkið verður frumflutt á
Act Alone einleikjahátíðinni að ári.
Þar munu aðstandendur hátíð-
arinnar sjá um uppsetninguna.
Leikverk og sjónvarps-
þættir í farvatninu
Doría er langt í frá fyrsta sam-
starfsverkefni þeirra Eyrúnar og
Helga. Á meðal fyrri verka þeirra
má nefna bókina L7 Hrafnar, sól-
eyjar og myrra auk samnefndrar
kvikmyndar sem kom út árið 2011.
Fleira er einnig á döfinni úr
smiðju höfundanna.
„Í vor tókum við þátt í lítilli
handritasamkeppni leikskáldahöf-
unda. Þar tókum við þátt með
unglingaverkið Ferðin til himna,
um óvenjulega hinstu ósk deyjandi
móður, sem er nú til skoðunar hjá
öðru af stóru leikhúsunum,“ segir
Helgi, spurður út í hvort fleiri
verk séu í sjónmáli úr smiðju
tvíeykisins.
Þá vinna þau einnig að gerð
heimildamyndaraðar fyrir sjón-
varp sem ber niður víða. Segir þar
af sex börnum, víða um heim, sem
á einn eða annan hátt standa upp
úr umhverfi sínu.
„Við fjöllum m.a. um indverskan
dreng sem er yngsti skólastjóri í
heimi en hann stofnaði sinn eigin
skóla 9 ára, við fjöllum líka um
ísraelskan strák sem missti fæt-
urna í jarðsprengjuslysi og stofn-
aði í kjölfarið góðgerðasamtök,“
segir Helgi af efnistökum verkefn-
isins. Börn í Bólivíu, Þýskalandi
og á Íslandi koma einnig við sögu.
Hér á landi er sagt frá stúlku sem
er lögblind og heyrnarlaus en er
skáld og skrifar bækur.
Verðlaunastyrkurinn sem fylgdi
sigri Doría á Suðureyri kemur því
í góðar þarfir við að halda þessu
síðasttalda verkefni áfram. Stefna
aðstandendur á að ljúka því á
næsta ári.
Aðstæður Doríu-
sjómanna innblástur
Morgunblaðið/Ernir
Höfundar Einleikur Eyrúnar Óskar Jónsdóttur og Helga Sverrissonar,
Doría, varð hlutskarpast í einleikjasamkeppni Act Alone-hátíðarinnar.
Verslunareigendur á Skólavörðu-
stíg ætla ekki að láta sitt eftir liggja
og fagna menningarnótt í höfuð-
borginni með pomp og prakt næst-
komandi laugardag.
Blásið verður til tískusýningar
klukkan 16 á neðri hluta götunnar
sem breytt verður í göngugötu í til-
efni dagsins.
Fyrirsætur frá Elite sýna þar
vandaða íslenska hönnun í bland
við erlenda, svo sem fatnað, skart
og fylgihluti.
Eftirtaldir aðilar taka þátt í at-
burðinum; Anna María design,
Birna, Boutique Bella, Búðin,
Gammur, Huld, húnoghún, IQ og
María Lovísa.
Tískusýning í bænum á menningarnótt
Fögnuður Tíska á Skólavörðustíg á menningarnótt í Reykjavík.
Breski organistinn James McVinnie flytur 7 antiphones eftir Nico Muhly
ásamt verkum eftir Bach o.fl. á tónleikum annað kvöld í Hallgrímskirkju.
Tónleikarnir eru liður í Kirkjulistahátíð en hún hófst 16. ágúst og stendur til
25. ágúst eða fram á sunnudag.
James var í nokkur ár aðstoðarorganisti við Westminster Abbey, þar sem
hann lék við helgiathafnir og gegndi stöðu kórstjóra. Hann lék meðal annars
við fjölmargar opinberar athafnir, sem oft á tíðum voru sendar út í beinni út-
sendingu, m.a. í hinu konunglega brúðkaupi.
Á efnisskrá eru m.a. Allein Gott in der Höh sei Ehr BWV 663 – J.S. Bach,
O Radix Jesse – Nico Muhly, Reverend Mustard his installation prelude –
Nico Muhly, O Clavis David – Nico Muhly og Toccata – Patrick Gowers.
James hefur komið víða við sem organisti, hljómborðsleikari, í ýmsum
kammerhópum og sem kennari. Hann hefur komið fram á tónleikum vítt og
breitt um Evrópu, Bandaríkin, Asíu og Ástralíu. Hann hefur oft stýrt Clare
College-kórnum og ferðaðist meðal annars í sex vikur með kórnum um Evr-
ópu ásamt Barokksveitinni í Freiburg og stjórnandanum René Jacobs.
Tónleikarnir hefjast klukkan níu í kvöld.
Úr konunglegu brúðkaupi
í Hallgrímskirkju
Kirkjulistahátíð Organistinn James McVinnie spilar í Hallgrímskirkju í
kvöld en hann mun spila verk eftir Nico Muhly, Bach og fleiri.
GJÖRIÐ
SVO VEL!
Hafðu það hollt
í hádeginu
HAFÐU SAMBAN
D
OG FÁÐU TILBO
Ð!
HEITT & KALT | S: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is
HEITT OG KALT býður starfsfólki fyrirtækja hollan og
næringaríkan mat í hádegi.
Matseðill fyrir hverja viku er birtur á: www.heittogkalt.is
Sturla Birgisson er margverðlaunaður matreiðslumeistari
og er í dómnefnd fyrir Bocuse d’Or sem er ein virtasta
matreiðslukeppni heims.
Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is
VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR
Englar alheimsins (Stóra sviðið)
Fös 30/8 kl. 19:30 Sun 1/9 kl. 19:30 Lau 7/9 kl. 19:30
Lau 31/8 kl. 19:30 Fös 6/9 kl. 19:30 Sun 8/9 kl. 19:30
"Fullkomin útfærsla á skáldsögunni" SÁS Fréttablaðið
Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)
Sun 25/8 kl. 14:00 Aukas. Sun 1/9 kl. 14:00 Aukas. Sun 8/9 kl. 14:00 Aukas.
Örfáar aukasýningar í haust - komnar í sölu
Hættuför í Huliðsdal (Kúlan)
Sun 8/9 kl. 16:00 Frums. Lau 21/9 kl. 13:00 6.sýn Lau 28/9 kl. 16:00 11.sýn
Lau 14/9 kl. 13:00 2.sýn Lau 21/9 kl. 16:00 7.sýn Sun 29/9 kl. 13:00 12.sýn
Lau 14/9 kl. 16:00 3.sýn Sun 22/9 kl. 13:00 8.sýn Sun 29/9 kl. 16:00 13.sýn
Sun 15/9 kl. 13:00 4.sýn Sun 22/9 kl. 16:00 9.sýn
Sun 15/9 kl. 16:00 5.sýn Lau 28/9 kl. 13:00 10.sýn
Hugrakkir krakkar athugið - aðeins þessar sýningar!