Morgunblaðið - 20.08.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.08.2013, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2013 Kópavogsbúinn Bryndís Stefánsdóttir fagnar tvítugsafmælisínu í dag. Bryndís býr í Hollandi og starfar sem flugfreyjahjá Air Atlanta. Hún útskrifaðist úr Verslunarskóla Íslands í vor og stefnir að því að nema lögfræði í fjarnámi við Háskóla Ís- lands í haust. Bryndís hélt partý um liðna helgi til þess að fagna áfanganum og á morgun býður hún fjölskyldunni í afmælisboð. Af þessu tilefni ákvað hún að leggjast í bakstur. ,,Ég er ekki mikið fyrir bakstur en var merkilega góð núna þegar ég tók mig til,“ segir Bryndís. Kærasti Bryndísar er knattspyrnukappinn Aron Jóhannsson sem leikur með AZ Alkmaar í Hollandi og dvelur hún ytra með honum þar sem hann starfar. ,,Dvölin hefur komið mér skemmtilega á óvart og það hefur verið mjög gaman að vera hérna. Bærinn er skemmtilegur og svo erum við nærri Amsterdam,“ segir Bryndís sem býr í Alkmaar. Hún viðurkennir þó að oft á tíðum sakni hún þeirra sem standa henni nærri. „Ég er einkabarn og ég er al- gjörlega móðursjúk. En ég er svo heppin að mamma er flugfreyja og því fæ ég oft frímiða og get hoppað á milli landa,“ segir Bryndís. Hún hefur mætt á alla leiki sem kærastinn hefur spilað það sem af er ári. „Ég reyni að mæta á alla heimaleiki,“ segir Bryndís. For- eldrar Bryndísar eru Bergþóra Tómasdóttir flugfreyja og Stefán Eyjólfsson sem er eigandi Atlanta. vidar@mbl.is Bryndís Stefánsdóttir er tvítug í dag Tvítug Bryndís Stefánsdóttir er tvítug í dag. Hún býr í Hollandi ásamt kærasta sínum, knattspyrnumanninum Aroni Jóhannssyni. Tvöfalt afmælisboð í tilefni áfangans Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Jason Helgi Ragnarsson, Kristófer Snær Þorgeirs- son og Tómas Karl Ró- bertsson héldu tombólu í Grímsbæ. Þeir söfnuðu 1.577 kr. sem þeir færðu Rauða krossinum. Á mynd- inni eru Jason og Kristófer. Hlutavelta Garðabær Hákon Logi fæddist 10. febrúar kl. 9.49. Hann vó 3.290 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Hanna Dögg Þórðardóttir og Guðjón Már Halldórsson. Nýr borgari Helga Dís Svavarsdóttir og Shaun Williamson gengu í hjónaband í Queen Elizabeth park í Vancouver 30. júní síðastliðinn. Brúðkaup K ristín fæddist í Nes- kaupstað en ólst upp á Fáskrúðsfirði: „Æskustöðvar mín- ar voru mjög dæmi- gert íslenskt sjávarpláss sem bauð börnum og unglingum upp á æv- intýraheima. Ég þvældist um verk- stæðið hans afa míns í tíma og ótíma, lék mér í fjörinni, hjálpaði til við heyskap á sumrin og fékk að fara í fiskitúra með föður mínum. Eftir á að hyggja var þetta stund- um hættulegt umhverfi, ekki síst þar sem við krakkarnir voru ein á ferð. En maður var frjáls eins og fuglinn og umhverfið var mjög fjöl- breytilegt, upplýsandi og þrosk- andi.“ Heilsugæsla á landsbyggðinni Kristín var í grunnskóla á Fá- skrúðsfirði, lauk síðasta grunn- skólavetrinum við Héraðsskólann í Reykholti, stundaði nám við VÍ í Reykjavík og lauk þaðan stúdents- Kristín Björg Albertsdóttir, forstj. Heilbrigðisst. Austurl. – 50 ára Börnin Fanney unnusta Högna; Högni, Sigurlaug og Þórður á útskirftardegi Sigurlaugar úr Versló 2012. Lífsglaður lögfræðingur og hjúkrunarfræðingur Hamingjusamt par Kristín Björg og Birkir Þór Guðmundsson. PAPPÍR • POKAR • RÚLLUR Sérprentanir í minni eða stærri upplögum! PAPPÍR HF • Kaplahrauni 13 • 220 Hafnarfirði • Sími 565 2217 • pappir@pappir.is • www.pappir.is Íslensk framleiðsla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.