Morgunblaðið - 20.08.2013, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2013
Frá því að ég man
eftir mér hefur setn-
ingin „við ætlum að skreppa inn í
Melgerði“ vakið upp ánægju í
huga mínum. Heimili ömmu og afa
var fastur punktur í tilveru minni
fram á fullorðinsár. Stundirnar
með þeim uppi á lofti að horfa á
svart hvíta sjónvarpið með popp
og Egils djús eru ógleymanlegar.
Bíltúrar í Skorradal og á Þingvelli
í gamla Fíatinum, og útilegur með
tjaldvagninn í eftirdragi. Ég man
ekki eftir því að hún amma mín
hafi nokkurn tíma byrst sig við
✝ María Guð-mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
1. apríl 1922. Hún
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
22. júlí 2013.
Útför Maríu fór
fram frá Bústaða-
kirkju 31. júlí 2013.
mig, enda leið mér í
minningunni alltaf
vel í Melgerðinu.
Þegar eitthvað bját-
aði á í lífinu þá hafði
ég ávallt samastað
hjá ömmu. Þegar
amma flutti svo í
Furugerði þá skildi
ég enn betur að það
var amma Mæja sem
var minn fasti punkt-
ur. Amma Mæja,
amma Bogga, afi Palli og afi Tolli.
Allt þetta fólk markaði djúp spor í
mína sál og gaf mér ógleymanleg-
ar og fallegar minningar.
Amma mín, þú ert síðust af
ykkur fjórum sem kveður.
Kveðjustundin sem við áttum síð-
ast er ég hitti þig var mér erfið, en
þó er ég svo þakklátur fyrir að
hafa fengið að kveðja þig á þann
hátt sem ég gerði. Ég elska þig
meir en orð fá lýst.
Þorvaldur Tolli.
María Guðmundsdóttir
Komið er að kveðjustund.
Vinur minn til margra ára er
fallinn frá.
Þegar ég kynntist Einari var
hann nýfluttur frá Eyjum með
fjölskyldu sína. Með okkur tók-
ust góð kynni, sem með ár-
unum þróuðust í ævilanga vin-
áttu.
Saman áttum við góðar
stundir, eftirminnilegar veiði-
ferðir að Selvallavatni og í
Baulu. Ekki var alltaf veiðin
mikil, en minningarnar eru
góðar.
Einar og Rósa ræktuðu
garðinn sinn af mikilli natni.
Þar var beðið eftir vorinu af
mikilli eftirvæntingu og öllu
fagnað sem kíkti upp úr mold-
inni. Þau gerðu garðinn sinn
frægan, margir komu til að sjá
og skoða, blómin, trén og stein-
húsin sem þau gerðu. Allt bar
þetta vott mikillar alúðar og
snyrtimennsku húsráðenda.
Eitt sinn kom ég við hjá þeim
og þá sagði Einar „Það voru nú
bara 20 kellingar að skoða
garðinn hjá okkur í gær“.
Eftir að ég flutti frá Stykk-
Einar
Ragnarsson
✝ Einar Ragn-arsson fæddist
í Stykkishólmi 4.
febrúar 1932. Hann
lést á líknardeild
Kópavogs 29. júlí
2013.
Einar var jarð-
sunginn frá Stykk-
ishólmskirkju 9.
ágúst 2013.
ishólmi töluðum
við oft saman í
síma. Ég spurði
frétta og oftast
barst talið að
gönguferðum, hans
uppáhalds göngu-
leið var með sjón-
um útundir
Hamra. Þá lýsti
hann því sem fyrir
augu bar. Lýsing-
arnar voru svo
skýrar og myndrænar, á vorin
voru það vorfuglarnir, svo kom
krían, þegar haustaði komu
stóru síldveiðiskipin sem
gnæfðu yfir eyjarnar og voru
að fylla sig af síld, og mávarnir
og súlan fengu líka nægju sína,
ég sá fyrir mér æðarfuglinn í
hópum á sundum við eyjarnar.
Ég átti þess kost að ganga
þessa leið með Einari, við tveir
saman, gamlir karlar, hann
grannur og léttur á sér, en ég
þungur og vegamóður. Þegar
við komum út að Hömrum sett-
umst við niður og ég fékk að
njóta stundarinnar með vini
mínum.
Hér skilja leiðir að sinni, en
ef til vill sitjum við saman og
dorgum í Selvallavatni eða
horfum saman út á sjóinn frá
Hömrum einhvertímann síðar,
hver veit.
Rósa, Nanna, Ragnar, Haf-
þór og Sólveig, tengdabörn og
barnabörn, við Inga sendum
ykkur innilegar samúðarkveðj-
ur við fráfall þessa mæta
manns.
Höskuldur (Gulli).
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
LILJA ÞORGEIRSDÓTTIR
frá Mýrum í Villingaholtshrepp,
áður til heimilis að Furugerði 1,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju
miðvikudaginn 21. ágúst kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á líknarfélög.
Ingibjörg Hrund Björnsdóttir,
Þorgeir Björnsson, Vilhelmína Sigurðardóttir,
Þórdís Björnsdóttir, Eðvald Möller,
Lilja Guðrún Björnsdóttir, Páll Helgi Möller,
Gylfi Björnsson, Anna Þóra Björnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og
langafa,
KOLBEINS ÓLAFSSONAR
kaupmanns
í Vestmannaeyjum,
Kolla á Kletti,
sem lést sunnudaginn 11. ágúst og var jarðsunginn laugardaginn
17. ágúst í kyrrþey að ósk hins látna.
Sérstakar þakkir til Hjalta Kristjánssonar læknis og alls starfs-
fólks á Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum.
María J. Njálsdóttir,
Valgeir Ólafur Kolbeinsson, Sigfríður Konráðsdóttir,
Njáll Kolbeinsson, Aðalheiður Einarsdóttir,
Dóra Kolbeinsdóttir, Sævar Þórsson,
Kolbrún Kolbeinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær sonur okkar, unnusti, bróðir, tengda-
sonur, mágur og frændi,
ÞÓRHALLUR ÞÓR ALFREÐSSON,
Funafold 91,
Reykjavík,
lést af slysförum laugardaginn 10. ágúst.
Útför Þórhalls Þórs fer fram frá Grafarvogs-
kirkju kl. 13.00 föstudaginn 23. ágúst.
Alfreð Eyfjörð Þórsson, Aðalheiður Þórhallsdóttir,
Anna Sigríður Sigurjónsdóttir,
Þór Árnason,
Guðm. Heiðar Ásgeirsson, Siggerður Ólöf Sigurðardóttir,
Berglind Alfreðsdóttir, Sigurður E. Levy,
Bryndís Alfreðsdóttir, Styrmir Guðmundsson,
Árni Viðar Sveinsson, Margrét Sigmundsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
REIMAR STEFÁNSSON
rafvirkjameistari,
Bugðutanga 4,
Mosfellsbæ,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 26. ágúst kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á Krabba-
meinsfélag Íslands.
Sérstakar þakkir sendum við til starfsfólks deildar 13-E á
Landspítalanum fyrir hlýja og góða umönnun.
Kristín Árnadóttir,
Helgi Reimarsson, Þorbjörg Guðnadóttir,
Guðný Reimarsdóttir, Sverrir Tryggvason,
Elsa Reimarsdóttir, Leifur Ragnar Jónsson,
Árni Reimarsson, Bjarndís Fjóla Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR,
Dúna,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn
17. ágúst.
Útförin auglýst síðar.
Þóra Kristinsdóttir, Árni Ingólfsson,
Guðrún Kristinsdóttir, Jóhann Guðmundsson,
Erna Kristinsdóttir, Elías Bragi Sólmundarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför móður okkar,
NÖNNU TÓMASDÓTTUR,
Blönduósi.
Ingibjörg Skúladóttir,
Páll Skúlason
og fjölskyldur.
Ásta var gift móðurbróður
okkar, Hauki Péturssyni sem
féll frá árið 1999. Við systur eig-
um þeim hjónum margt að
þakka og viljum við minnast
þeirra í fáeinum orðum.
Þegar við munum eftir okkur
fyrst áttu þau Ásta og Haukur
heima á Austurbrún í fallegri,
bjartri íbúð þangað sem alltaf
var gaman að koma. Seinna
byggðu þau sér glæsilegt hús í
Byggðarenda. Haukur var bygg-
ingameistari og reisti hús af
ýmsum stærðum og gerðum á
þeim tíma þegar miklar breyt-
ingar áttu sér stað í íslensku
samfélagi, bjartsýni ríkti og
borgin þandist út. Haukur hafði
gaman af því að ræða bygginga-
mál og pólitík við föður okkar og
á kosningadögum mætti hann
oft í morgunkaffi, búinn að
kjósa, og þá var rætt um svik,
horfur og vonir tengdar stjórnun
landsins. Haukur var stríðinn og
þeir pabbi voru ekki alltaf sam-
mála en það gerði umræðurnar
bara skemmtilegri og áhuga-
verðari.
Haukur var stórtækur í sér,
greiðvikinn og bóngóður. Þess
nutum við systur en fyrir utan
rausnarlegar gjafir aðstoðaði
hann eina okkar við kaup á
fyrstu íbúð og hinar tvær leigðu
hjá þeim hjónum í Byggðarenda-
num á kjörum sem ekki buðust
✝ Ásta Guð-mundsdóttir
fæddist í Eyði-
Sandvík í Sandvík-
urhreppi, Árnes-
sýslu 6. febrúar
1934. Hún lést á
Landspítalanum 6.
ágúst 2013.
Útför Ástu fór
fram frá Bústaða-
kirkju 15. ágúst
2013.
annars staðar.
Það var gott að
búa í nágrenni við
Ástu og Hauk.
Breki, sonur Ást-
rósar, sem þá var
ungur drengur,
lagði gjarnan leið
sína upp til þeirra,
spjallaði, hitti kött-
inn Punkt, fékk
bjúgu eða hangikjöt
hjá Hauki eða ann-
að góðgæti. Ásta hafði dálæti á
köttum og Punktur, sem þau
áttu síðast, var mikill persónu-
leiki.
Það var alltaf hressandi að
hitta Ástu. Hún var hlý í viðmóti
og hláturmild og sýndi sannan
áhuga á því sem maður var að
gera og pæla. Ásta var heima-
vinnandi framan af en vann síðar
um árabil við símsvörun hjá Rík-
isútvarpinu, allt þar til hún hætti
sökum aldurs. Haukur féll
snögglega frá og eftir það ákvað
Ásta að minnka við sig og keypti
sér íbúð í Sólheimum sem hún
lét gera upp á afar fallegan og
skemmtilegan hátt.
Ásta hafði fágaðan smekk, var
mikil handavinnukona og á
heimili þeirra voru margir fal-
legir munir og listaverk. Það var
notalegt að kíkja í kaffi til henn-
ar, spjalla um heima og geima
og hlæja saman en því miður
gerðum við of lítið af því, þannig
gæðastundir vilja verða útundan
í amstri hvunndagsins.
Ásta og Haukur eignuðust
eina dóttur, Hörpu. Maður
hennar er Þröstur Guðmundsson
og eiga þau tvo drengi, þá
Bjarna og Davíð. Fyrir átti
Haukur aðra dóttur, Kolbrúnu
Helgu og á hún einn son, Hauk
Gylfason.
Fjölskyldunni sendum við
okkar innilegustu kveðjur.
Guðbjörg, Kristín og Ástrós.
Ásta
Guðmundsdóttir ✝ Magnús V.Ágústsson
fæddist í Reykjavík
5. júlí 1924. Hann
lést í Reykjavík 26.
júlí 2013.
Foreldrar hans
voru Ágúst Jós-
efsson vélstjóri, f.
1888, d. 1967, og
Vigdís Jósefsdóttir
húsfreyja, f. 1902,
d. 1987. Magnús
gekk í Verzlunarskólann að
loknum barnaskóla og fór síðan
til Kanada og Bandaríkjanna í
Eftirlifandi eiginkona Magnúsar
er Halldóra Edda Jóhanns-
dóttir, f. 1934 í Reykjavík. Dæt-
ur Magnúsar og Halldóru Eddu
eru 1) Ásdís, f. 1954, hennar
börn eru Ágúst Róbert Glad, f.
1981 og Vigdís Marianne Glad,
f. 1987, 2) Arndís, f. 1958, henn-
ar börn eru Edda Vigdís Brynj-
ólfsdóttir, f. 1987 og Brynjólfur
Magnús Brynjólfsdóttir, f. 1990,
og 3) Guðrún Dís, f. 1967, henn-
ar dóttir er Bryndís Helga
Traustadóttir, f. 1995.
Útför Magnúsar fór fram frá
Garðakirkju 1. ágúst 2013.
flugnám. Eftir
heimkomu vann
hann hjá Svifflug-
félagi Íslands,
Flugfélaginu
Vængjum og Flug-
félaginu Þyti. Hann
réðst síðan til
starfa hjá Loftleið-
um 1960 og starfaði
þar sem flugmaður
og síðan hjá Flug-
leiðum sem hleðslu-
stjóri og afgreiðslustjóri á
Keflavíkurflugvelli þar til hann
lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Tengdapabbi minn fv. var höfð-
ingi. Hann var ekki maður mála-
miðlana. Annaðhvort var hann
með eða á móti. Hans orði gat ég
alltaf treyst, hvort sem um var að
ræða að við værum sammála eða
ekki. Mér þótti og þykir enn
óskaplega vænt um þig, kæri
tengdapabbi og vinur. Við áttum
oft í miklum ágreiningi sem hins
vegar endaði alltaf í mjög góðu
þar sem okkur tókst alltaf að
lenda þeim málum sem okkur
greindi á um, annaðhvort með því
að við sáum hvor annars sjónar-
mið eða við ákváðum einfaldlega
að vera ósammála. Hið síðar-
nefnda var oftar lendingin en við
fórum ávallt sáttir frá þessum
rökræðum okkar.
Magnús V. Ágústsson var
magnaður maður. Hann vissi að
mér fannst hann ótrúlega þrjósk-
ur en að sama skapi vissi ég að
honum fannst það sama um mig.
Það er langt síðan við höfum átt
góðar rökræður og við þessi tíma-
mót sakna ég þeirra en góðar
minningar geymi ég um mætan
mann sem var ótrúlega ólíkur mér
en samt svo ótrúlega líkur.
Magnús V. Ágústsson, kæri
tengdapabbi. Þú hefur og átt alltaf
stórt pláss í mínu hjarta. Ég kann
að meta svo margt sem þú gerðir
þó sérstaklega hvernig þú tókst á
móti dótturdóttur þinni þegar hún
kom heim frá Svíþjóð. Ég hlakka
til að hitta þig á ný og takast á við
þig um þau mál sem okkur greinir
á um þarna hinum megin, hvar
sem það nú er.
Kær kveðja.
Þinn vinur og fv. tengdasonur,
Trausti.
Ungir kynntumst við Magnús
því við áttum systur að eiginkon-
um. Þau kynni stóðu meðan báðir
lifðu, nú er eins og heimurinn hafi
minnkað því hann tekur alltaf svip
af umhverfi sínu hverju sinni.
Vegna starfa sinna var Maggi
víðförull, hann heillaðist af bláma
hafs og himins og af grænum
gróðri jarðar. Hann var mikill
sagnamaður sem við fjölskyldan
nutum góðs af á góðum stundum.
Að ógleymdum ferðalögum okkar
Hafdísar með þeim hjónum innan-
lands sem erlendis. Vinátta okkar
var traust, þó skoðanir okkar hafi
ekki alltaf farið saman, en óhætt
er að segja að við áttum hvor okk-
ar sinn draum.
Nú hefur gáski okkar og hlátur
horfið, þá gaf hinn mikli smiður
mér minninguna um svila minn og
samferðamann, það ber að þakka
og sendi ég eftirlifandi eiginkonu
hans, dætrum og barnabörnum
hlýjar kveðjur mínar.
Víst er gott að vera hjá
vinasveit og grönnum.
Og kunna flestar átti á
allri byggð og mönnum.
(G.A.B.)
Einar Magnús
Guðmundsson.
Magnús V. Ágústsson