Morgunblaðið - 20.08.2013, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.08.2013, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2013 Heldur lifnaði yfir hrefnuveiðum í síðustu viku og var fimm dýrum landað, þrjár þeirra veiddust í Faxaflóa og tvær í Ísafjarðardjúpi. Alls hafa 35 hrefnur veiðst í sumar og er það svipað og í fyrra. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Hrefnuveiði- manna, segist gera sér vonir um að alls verði veidd rúmlega 40 dýr í ár, en til að anna vaxandi markaði í verslunum og veitingahúsum allt árið þyrfti veiðin að vera yfir 50 dýr. Allt kjötið er unnið í land- vinnslu Hrefnuveiðimanna og fer á innanlandsmarkað. Gunnar segir að í síðustu viku hafi meira verið um hrefnu í Faxa- flóa heldur en lengst af í sumar. Hún hafi verið í smásíld og síli í Flóanum og talsvert af henni að því er virtist. Hrafnreyður KÓ, skip Hrefnuveiðimanna, hefur veitt 27 dýr, Halldór Sigurðsson ÍS fjögur dýr í Djúpinu og í vor veiddi Haf- steinn SK fjögur dýr í Faxaflóa. Gunnar reiknar með að minni kraftur verði í veiðunum þegar kemur fram í september. aij@mbl.is Lifnað hefur yfir hrefnu- veiðum Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 27,9% samkvæmt nýrri skoð- anakönnun MMR en var 29,7% í síðustu könnun fyrirtækisins. Framsóknarflokkurinn bætir hins vegar við sig og mælist með 18,1% en var með 16,7% í síðustu könnun MMR. Stuðningur við ríkisstjórnina hef- ur minnkað og mælist nú 49,3% en mældist 54,8% í síðustu könnun. Samfylkingin er með 13,0% fylgi samkvæmt skoðanakönnuninni bor- ið saman við 13,5% í síðustu mæl- ingu. Vinstrihreyfingin – grænt framboð bætir hins vegar við sig og er með meira fylgi en Samfylkingin. Fylgi flokksins er nú 14,4% en var 13,1% í síðustu mælingu. Björt framtíð missir fylgi líkt og Samfylk- ingin og mælist með 11,7% fylgi samanborið við 12,3% í síðustu mæl- ingu og sama á við um Pírataflokk- inn, sem mælist nú með 7,1% fylgi en hafði 8,4% í síðustu mælingu. Dögun er með 2,4% fylgi, Hægri- grænir með 2,2%, Flokkur heim- ilanna með 0,8%, Lýðræðisvaktin með 0,7%, Regnboginn með 0,6%, Sturla Jónsson með 0,1%, Lands- byggðarflokkurinn með 0,1% og Al- þýðufylkingin 0,1% fylgi. Skoðanakönnunin var gerð dag- ana 9.-14. ágúst og svöruðu 914 ein- staklingar. Morgunblaðið/Golli Könnun Fylgi Sjálfstæðisflokks hef- ur dalað en Framsókn bætir við sig. 49,3% segj- ast styðja ríkisstjórnina  Fylgi sveiflast nokk- uð frá kosningum „Vestnorræna ráðið fordæmir harðlega hótanir Evrópusambandsins um refsiaðgerðir gegn Íslandi og Færeyjum vegna makrílveiða landanna, sem og refsiaðgerðir sambandsins gegn Færeyjum vegna síldarveiða þeirra.“ Þannig hefst ályktun sem sam- þykkt var af Vestnorræna ráðinu í gær en aðild að því eiga Ísland, Færeyjar og Grænland. Í ályktuninni segist ráðið mótmæla þeim aðferð- um sem ESB hafi valið að nota gegn nágrannaríkj- um sínum í krafti stærðar sinnar og afls. Þá vekur ráðið athygli á því að fyrri aðgerðir sambandsins hafi haft alvarleg áhrif á lítil samfélög í vestnor- rænu ríkjunum. Ráðið harmar jafnframt að sjávarútvegsráð- herra Noregs, Lisbeth Berg-Hansen, hafi lýst yfir stuðningi við aðgerðir sambandsins og hvetur Norðurlandaráð til að beita sér í málinu og styðja Ísland og Færeyjar. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálf- stæðisflokks og formaður Íslandsdeildar Vestnor- ræna ráðsins, situr nú ársfund ráðsins á Grænlandi og sagði í samtali í gærkvöldi að hljóðið væri þungt í Færeyingum vegna málsins. Það væri sameig- inlegt álit fulltrúa í ráðinu að staða landanna væri sterkari ef þau stæðu saman og að ályktunin væri liður í því. Fordæma framgöngu ESB  Vestnorræna ráðið ályktar um hótanir Evrópusambandsins gegn Færeyjum og Íslandi  Benda á mikil áhrif undangenginna aðgerða á fámenn samfélög Álykta Ársfundur Vestnorræna ráðsins stendur yfir á Grænlandi um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.