Morgunblaðið - 20.08.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.08.2013, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2013 ✝ Stefanía Sig-rún Eggerts- dóttir Nielson fæddist 25. febrúar 1935 í Sveinskoti, Álftanesi. Hún lést á heimili dóttur sinnar í Bandaríkj- unum 10. júní 2013. Foreldrar henn- ar voru hjónin Eggert Sveinbjörn Davíðsson, f. 8. apríl 1901, d. 4. september 1952, og Rósbjörg Sigurðardóttir, f. 16. nóvember 1910, d. 13. febrúar 2005. Eft- irlifandi eiginmaður hennar er Einer Rosener Nielson, f. 13. janúar 1932, danskrar ættar. Börn þeirra eru Eggert Einer Rosener Nielson, kvæntur Mic- helle Lyn Nielson, og Else Har- riett Rosener Edwards, gift William Dwain Edwards. bjuggu þau hjón hér á Íslandi, en fluttu þá til Washington DC, Bandaríkjunum. Stefanía Sig- rún bjó ásamt fjölskyldu sinni í Japan í sex ár vegna starfa Einer. Síðustu árin hafa þau hjón búið í Round Hill, Virg- inia. Stefanía Sigrún var heimavinnandi húsmóðir alla tíð, var virk í félagsstarfi eins og félagi Íslendinga í Wash- ington DC og gegndi for- mennsku þess um tíma. Hún var meðlimur í Vienna Wo- men’s club, Vienna Womens’s Garden club, Vienna’s Lion’s club og Danis club. Þessi störf gefa mynd af áhugasviði henn- ar. Hún var mikil hann- yrðakona og blómagarðurinn hennar var hennar stolt og yndi. Minningarathöfn um Stef- aníu Sigrúnu verður í Kapellu Fossvogskirkju í dag, 20. ágúst 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Barnabörnin eru Else Rosener Bon- field, Elizabeth Ruth Bonfield, Stefania Jane Dodd og Taylor Russell, Briana Russell og Eggert Thomas Nielson. Systkini Stefaníu eru Erla Eggertsdóttir og Hallgeir Eggerts- son, hann er látinn. Stefanía Sigrún ólst upp með fjölskyldu sinni í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr Kvenna- skólanum í Reykjavík vorið 1952. Vann fyrsta árið við skrifstofustörf, fór sem au pair til London og starfaði sem flug- freyja hjá Flugfélagi Íslands næstu árin. Stefanía Sigrún giftist eftirlifandi eiginmanni sínum 1. nóvember 1955. Fyrstu fimm hjúskaparárin Nú þegar ég kveð systur mína Stefaníu Sigrúnu, Rúnu eins og hún var kölluð, hinstu kveðju og hugsa til baka þá er það góð minn- ing og þrátt fyrir búsetu hennar erlendis meira en fimmtíu ár höf- um við notið ánægulegra samvista við hana og fjölskyldu hennar í ríkum mæli. Ferðir hennar heim til Íslands voru tíðar. Hún naut þess að ferðast um landið og kynna börnum sínum land og þjóð og enn halda börn hennar áfram að koma með sínar fjölskyldur til landsins, og sonur hennar hefur sest hér að með sína fjölskyldu. Æskuárin í Skerjafirði voru ljúf. Í minningunni var alltaf sól og þá klæddumst við kjólum og sportsokkum. Í götunni okkar voru leikfélagarnir margir. Mjólk- in var sótt í brúsum í Reynista- ðabúið og kýrnar skoðaðar í leið- inni. Okkar sólarströnd var fjaran undir bárujárnsgirðingu Shell- stöðvarinnar í Nauthólsvíkinni. Systir mín hafði ákaflega létta lund, var skemmtileg og góður fé- lagi, átti margar vinkonur og pass- aði börn fyrir nágrannana. Þessir eiginleikar fylgdu henni í gegnum lífið. Rúna kynntist dönskum manni, Einer Rosener Nielson, og hann ákvað strax við fyrstu kynni að hún skyldi verða konan hans. Eftir fimm ára hjúskap á Íslandi flytja þau búferlum til Wash- ington DC með börn sín tvö. Þar bjuggu þau sér gott heimili. Rúna féll vel inn í nýtt samfélag og fann sig í þátttöku ýmissa félaga. Hún var meðlimur félags Íslendinga í Washington DC, og formaður þess um tíma, meðlimur í fé- lagsskap kvenna í Vienna, blóma- klúbbi kvenna í Vienna, Vienna’s Lion’s club og Danis club, að ógleymdum saumaklúbbi íslensku kvennanna, sem unnu að kynn- ingu lands okkar og þjóðar. Rúna bjó í Japan í sex ár með fjölskyldu sinnni, vegna starfa Einer, og naut þess vel. Á efri árum ferðuðust þau hjón- in mikið og heimsóttu fjarlægar slóðir eins og Síle, Mchu Picchu, Easter Island, Hong Kong, Taí- pei, Perú og fleiri. Ferðalangurinn systir mín er nú farin sína hinstu ferð. Við sem eftir erum minnumst hennar með þakklæti fyrir allar Íslandsferð- irnar. Þær sköpuðu eftirvæntingu hjá þeim yngri sem eldri, enda fylgdi Rúnu og hennar fólki alltaf kátína og framandi andblær. Ég bið góðan Guð að vaka yfir fjölskyldu hennar og gefa þeim styrk. Þau eiga minningar um góða eiginkonu og góða móður, það er huggun. Ég kveð þig, systir mín, og þakka þér fyrir allar okkar góðu stundir. Erla Eggertsdóttir. Rúna frænka mín var yndisleg kona, brosmild, lífsglöð og skemmtileg. Hún hafði fallega framkomu, spilaði á píanó og hafði góða söngrödd. Þannig minnist ég hennar. Rúna ólst upp á góðu heimili hjá traustum foreldrum með tveimur eldri systkinum. Þegar ég var 14 ára kom ég til Reykjavíkur til að ganga í skóla og var þá hjá Rósu móðursystur minni og fjölskyldu hennar á Nes- veginum. Við Rúna vorum saman í herbergi, hún var orðin dama, sex árum eldri en ég og vann hjá Sam- bandinu en seinna varð hún flug- freyja. Rúna keypti á mig föt sem ég var mjög ánægð með, þannig var hjartalag hennar, að gleðja með gjöfum en þó gladdi hún aðra mest með návist sinni. Rúna hafði gaman af því að ferðast og hafði farið víða um heiminn. Eftir að hún var gift og flutt til Ameríku kom hún reglulega til Íslands. Þá fórum við mamma í heimsókn til Rósu til að hitta Rúnu eða hún kom til okkar í Garðinn. Að leiðarlokum þakka ég Rúnu fyrir vináttu hennar og hlýhug alla tíð. Ég votta Einari, Eggerti, Elsu og fjölskyldum þeirra dýpstu sam- úð mína og fjölskyldu minnar. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherj- ardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Kristjana Vilhjálmsdóttir. Stefanía Sigrún Eggertsdóttir Nielson ✝ María OlenaMagnúsdóttir fæddist á Eskifirði 31. maí 1923. Hún lést á Hrafnistu 21. júní 2013. Olena var dóttir hjónanna Guðnýjar Þorbjargar Guð- jónsdóttur, f. 4. mars 1899, d. 29. apríl 1977, og Magnúsar Eiríks- sonar, f. 3. júní 1898, d. 19. júní 1965. Systkini hennar: Kristín Magnúsdóttir (látin), Guðný Magnea Magnúsdóttir og Guðni Þór Magnússon. Olena gekk að eiga Jónatan Ágúst Helgason, f. á Húsavík 12. mars 1916, d. 7. janúar 1981. Sonur þeirra er Magnús Jónatansson, f. 5. febrúar 1949. Syn- ir hans eru Ágúst, f. 2. júlí 1971, móð- ir hans er Inga Rósa Guðjóns- dóttir, f. 13. mars 1948, og Magnús Sævar, f. 3. ágúst 1976, móðir hans er Jóna Theódóra Viðarsdóttir, f. 22. júní 1957. Maki Magnúsar er Ágústa Finnboga- dóttir, f. 12. ágúst 1963. Synir hennar eru Victor, f. 24. febr- úar 1987, Finnbogi Arnar, f. 18. júní 1996, og Alexander, f. 2. mars 2005. Útför Maríu Olenu fór fram í kyrrþey að hennar ósk 28. júní 2013. Móðir mín var dugmikil kona sem aldrei féll verk úr hendi og hafði sitt alþýðuvit, sem gagnað- ist vel í harðri lífsbaráttunni þar sem kjörin voru oft kröpp og lífið snerist fyrst og fremst um það að hafa í sig og á. Í mínu uppeldi þá vakti hún yf- ir öllu sem fram fór á heimilinu og át ekki letinnar brauð. Hennar klæðnaður var kraftur og tign. Fyrir hvern þann sem hlýtur slíkt uppeldi þá er það dýrmæt- ara en perlur. Alltaf var metn- aðurinn en jafnframt hvatningin til staðar, sanngirnin en umfram allt dugnaðurinn. Ég man að mamma sagði alltaf við mig alveg fram á síðasta dag: „Mundu alltaf, Magnús minn, að heppni og velgengni er ekki til nema hjá þeim duglegu“ og „heppni og velgengni er nokkuð sem maður sækir, hún kemur ekki til lúðulaka“ og við þetta bættist að vera samviskusamur og skyldurækinn Þetta var rauður þráður í upp- eldinu sem ég er þakklátur fyrir og ég var einnig umvafinn kær- leika og hlýju. Ég minnist for- eldra minna með virðingu og hlýju. Mamma var kannski ekki mikið fyrir að tjá ást sína með orðum eða blíðuhótum. Kærleika sinn sýndi hún fyrst og fremst í verki þar sem hún sinnti sínum nánustu af natni og var til staðar alla tíð, traust og trú Mamma var verkakona og vann af krafti og með trú- mennsku í Hraðfrystihúsinu á Eskifirði í hvorki meira né minna en 43 ár! – og án þess að missa úr mínútu. Hraðfrystihús Eskifjarð- ar þakkaði henni langt og óeig- ingjarnt starf með heiðursskjali dagsettu 19. maí 1988. Hún var kosinn heiðursfélagi í verkafélaginu Árvakri á Eskifirði þar sem henni var þakkað fyrir farsæl störf í þágu verkafólks á Eskifirði. Mamma var mikil hannyrða- kona og handlagin og útsjónar- söm í öllum sínum verkum. Mamma var alla tíð einstak- lega heilsuhraust og dugleg að hreyfa sig með gönguferðum og í sundi. Hún flutti suður árið 1988 og bjó á neðri hæðinni hjá mér og fjölskyldu minni. Hún var ómet- anleg hjálp alla tíð er hugsa þurfti um og líta til barnabarna og hunda. Hún var mikil íslenskumann- eskja og lagði mikið upp úr því að töluð væri vönduð íslenska. Síðustu árin kom inn í líf henn- ar Ágústa Finnbogadóttir sem hún tengdist sterkum böndum. Þær náðu einstaklega vel saman og voru miklir mátar. Ágústa um- vafði hana kærleika og hlýju sem yljaði mömmu um hjartaræturn- ar og létti henni lund, einmitt þegar hún þurfti svo mikið á því að halda, þegar ellin sótti að og sporin þyngdust. Í október síðastliðnum fluttist mamma á Hrafnistu og dvaldi þar við gott atlæti. Á síðasta af- mælisdeginum sínum þegar mamma varð níræð veiktist hún hastarlega og svo dró smám sam- an af henni þar til að hún lést þann 21. júní síðastliðinn. Mamma er ein af þeim dýr- mætu og dugmiklu konum sem við eigum öll svo mikið að þakka. Hún stritaði og vann hörðum höndum til að byggja upp það samfélag sem við lifum í dag. Þau lífsskilyrði sem við teljum sjálf- sögð og eðlileg urðu ekki til af sjálfu sér. Nú þegar ég kveð mömmu þá er efst í huga þakklæti fyrir allt það sem hún var mér og hve gott var að eiga hana að í lífi mínu. Magnús Jónatansson. Nú höfum við kvatt frænku okkar, hana Ollu. Við finnum til sorgar yfir að samvistardögunum er lokið en þökkum samfylgdina bæði á Eskifirði og Reykjavík. En þrátt fyrir sorgina þá munum við að allt fólk vill fá að lifa með reisn, það er misjafn eftir fólki í hverju sú reisn felst. Reisn hennar fólst einfaldlega í því að þurfa aldrei að vera öðrum háð. Það fylgir því ákveðin reisn að hafa alltaf full yfirráð yfir sjálfri sér. Þegar svo er komið að ráðin eru tekin af manni er gott að fá að kveðja. Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku í þagnar brag. Ég minnist tveggja handa, er hár mitt struku einn horfinn dag. Ó, guðir, þér, sem okkur örlög vefið svo undarleg. Það misstu allir allt, sem þeim var gef- ið, og einnig ég. Og ég sem drykklangt drúpi höfði yfir dauðans ró, hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir, eða hinn, sem dó? (Steinn Steinarr) Fjölskyldunni sendum við samúðarkveðjur, Guðný Ísleifsdóttir og Sóley Rut Ísleifsdóttir. María Olena Magnúsdóttir Blómasmiðjan Grímsbæ v/Bústaðaveg S: 588 1230 Samúðarskreytingar Útfaraskreytingar VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn www.kvedja.is 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SIGRÍÐUR ANDRÉSDÓTTIR, Hólavegi 32, Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks föstudaginn 16. ágúst. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÖRN GÍSLI HARALDSSON rafvélameistari, lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn 11. ágúst. Hann verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju fimmtudaginn 22. ágúst kl. 13.00. Sonja Sjöfn Albertsdóttir, Guðný Arnardóttir, Haraldur Örn Arnarson, Bergþór Már Arnarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRIR ÞORSTEINSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fimmtudaginn 15. ágúst. Jarðarförin fer fram í Kópavogskirkju mánudaginn 26. ágúst kl. 15.00. Arndís Halla Guðmundsdóttir, Halldóra Þórisdóttir, Karl Alfreðsson, Rebekka Þórisdóttir, Jónas Hólmgeirsson, Guðmundur Þórisson, María Edda Sverrisdóttir, Silja Þórisdóttir, Jóel Þorsteinsson, Arnar Þór Þórisson, María Worms, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR ALBERT BRYNJÓLFSSON, skipstjóri og útgerðarmaður, Garðvangi, Garði, áður Lágseylu 3, Reykjanesbæ, sem lést föstudaginn 16. ágúst, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 22. ágúst kl. 13.00. Elísabet Ólafsdóttir, Ólafur Árni Halldórsson, Jóna Þórðardóttir, Sesselja Guðrún Halldórsdóttir, Árni Tómasson, Kristín Halldórsdóttir, John Mulligan, Helga S. Halldórsdóttir, Hlynur Steinn Kristjánsson, Halldór Guðjón Halldórsson, Rebekka Rós Viggósdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN ÞORBERGSSON frá Syðri-Reistará, Lindasíðu 15, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 11. ágúst. Útförin fer fram frá Möðruvallakirkju í Hörgárdal fimmtudaginn 22. ágúst kl. 13.30. Jarðsett verður í Akureyrarkirkjugarði sama dag. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjúkrahúsið á Akureyri. Ragna Guðný Pedersen, Sigurbjörg Soffía Sveinsdóttir, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Kjartan Kristinsson, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.