Morgunblaðið - 20.08.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.08.2013, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2013 www.nortek.is Sími 455 2000 ÖRYGGISLAUSNIR FYRIR ÖLL HEIMILI Nortek er með mikið af einföldum notenda- vænum lausnum fyrir heimili og sumarbústaði. Nortek ehf | Eirhöfði 13 og 18 | 110 Reykjavík Hjalteyrargötu 6 | 600 Akureyri | nortek@nortek.is HEIMILISÖRYGGI • Innbrotakerfi • Myndavélakerfi • Brunakerfi • Slökkvikerfi • Slökkvitæki • Reykskynjarar Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er eitthvert vandamál í einkalíf- inu sem vex þér í augum en einhver mun hjálpa þér í dag.Viljir þú kynnast nýju fólki er ágæt leið að finna sér nýtt áhugamál. 20. apríl - 20. maí  Naut Dagurinn í dag er kjörinn til þess að losa sig við drasl sem safnast hefur fyrir í kjöllurum, geymslum og háaloftum. Að öðr- um kosti fer allt úr böndunum hjá þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hver er sinnar gæfu smiður segir máltækið og það á við þig sem aðra. Þú ferð í algera erindisleysu seinnipartinn, en leiðist svo sannarlega ekki. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Stundum er betra að láta kyrrt liggja og það skaltu hafa í huga þegar þú hittir fólk sem hefur gert á þinn hlut. Reiknaðu út hvað þú skuldar mikið og hve miklar tekjurnar eru. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Hugurinn er sterkt afl og það má líka sitja kyrr á sama stað en samt að vera að ferðast. Gefðu þér tíma til þess að melta þessa nýja vitneskju. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Leiðin upp á tindinn getur stundum verið löng og snúin en flest ævintýri hefjast með lítilli hugmynd. Mundu bara að sönn leit beinist inn á við að manns innri manni. 23. sept. - 22. okt.  Vog Erfitt er að losna við dagdraumana um þessar mundir. Gættu tungu þinnar því aðrir kunna að vera mjög auðsærðir. Framlag þitt í verkefnum og ákvörðunum er mikils metið. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þar kom að því að þú fékkst við- urkenningu fyrir viðleitni þína og hæfileika. Hamingjan felst líka í því að eiga kyrrlátar stundir í eigin garði. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er allt í lagi að vera stundum á alvarlegu nótunum en of mikið má af öllu gera. Jafnvel þótt allir aðilar reyni að tala skýrt er hætt við misskilningi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Annaðhvort ert þú í slæmu skapi eða þú dregur til þín fólk, sem er það. Gakktu úr skugga um að þú hafir greitt símareikning- inn og að bíllinn sé í lagi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér verður treyst fyrir miklu leyndarmáli og mátt alls ekki bregðast því trausti. Þú finnur til sterkrar samkenndar með vini þínum í dag. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú skalt ekki búast við of miklu frá öðrum í dag, sérstaklega ekki frá stórum stofnunum eða ríkinu. Haltu þínu striki og láttu neikvæðar raddir ekki hafa áhrif á þig. Niðurskurðarhnífurinn“ er fyrir-sögnin á þessari stöku Hjálmars Freysteinssonar á vefnum: Ef til verka vanda á er vissara að menn passi að eggvopn skyldi aldrei ljá óvita né skassi. Karlinn á Laugaveginum hafði séð þessa stöku á Leirnum og lét sér fátt um finnast, þótt þeir svitnuðu hjá Ríkisútvarpinu: Það er víða þörf á að þrífa og þarf ekki hvalskurðarhnífa á þann eyðsluskúf sem er á Rúv og nú á að stytta og stífa! Niðurskurður á útgjöldum ríkis- sjóðs er ekki nýr af nálinni. Hús- mæðraskólinn á Laugalandi fór fram á hækkun á framlögum til viðhalds á fjárlögum fyrir árið 1968 og brást fjárlaganefnd vel við erindinu. Þá orti Gunnar Thoroddsen, sem þá var fjármálaráðherra: Þó næsta sé hún naum á fé er nefndin öll á hjólum ef víst er að fénu varið sé til viðhalds í húsmæðraskólum Á Boðnarmiði á fésbók velur Árni Gunnarsson þessa yfirskrift fyrir sína stöku: „Svo er það fjandans skólpið“ Hagvöxt aldrei hindrað fá hægðir draumabláar. Skítseiðin úr Ölfusá enda í djúpum sjávar. Í Sandvíkur-Skruddu Páls Lýðs- sonar í Litlu-Sandvík er sagt frá því, að Magnús Torfason, alþingis- maður og sýslumaður, hafi oft tap- að þræðinum í því, sem hann var að segja. Eitt sinn var hann á sýslu- fundi og gleymdi hvar hann var kominn í máli sínu. Kallaði hann þá til Eiríks Einarssonar frá Hæli: „Eiríkur, hvað var ég aftur að segja?“ Þá orti Páll skáld á Hjálms- stöðum: Barst mér andans bláþráður bara að þessu sinni. Finndu endann, Eiríkur, aftur í snældu minni. Þegar Egill Thorarensen byrjaði starfsemi KA á Eyrarbakka fékk hann uppskipunarbát frá Reykja- vík, sem kallaður var Grútur. Bjarni Eggertsson á Tjörn kvað: Egill laus við sorg og sút, seigur enn sem forðum, keypti að sunnan gamlan Grút sem genginn var úr skorðum. Upp í slippinn fór hann fyrst og fann þar efnisvörðinn, þar sem Torfi af töfralist tróð í stærstu skörðin Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af hvalskurðarhnífum og Sandvíkurhreppi hinum forna Í klípu „ÉG TEK EKKI „NEI“ SEM SVAR NEMA Á EFTIR ÞVÍ KOMI ORÐIÐ „VANDAMÁL“.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG VERÐ AÐ VERA HREINSKILINN VIÐ ÞIG, ANDREA. ÉG NOTA SÉRSTAKA SKÓ TIL AÐ LÁTA MIG LÍTA ÚT FYRIR AÐ VERA STÆRRI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að grípa um hvort annað. AFHVERJU ER HUNDURINN ALLTAF AÐ SNÍKJA MAT AF BORÐINU Á HVERJU KVÖLDI? ÉG HELD ÞAÐ SÉ AF ÞVÍ AÐ MAGINN Á HONUM ÚR JÁRNI. TÓKSTU EFTIR ÞVÍ AÐ EINHVER ÞREIF ELDHÚSIÐ ÞITT? JÆJA? ÁLFAR ERU TIL! FLJÓTUR JÓN! ÚT UM NEYÐAR- DYRNAR! Víkverji er ákafur talsmaður þessað fólk rétti hvert öðru hjálpar- hönd þegar á þarf að halda. Skiptir þá litlu hvort um er að ræða kunn- uga eða ókunnuga, öll getum við lent í því að þurfa á aðstoð að halda og enginn nálægur sem við þekkjum eða könnumst við. Þá er gott að nær- statt sé greiðvikið fólk. x x x Víkverji leitast þannig við að verahjálpsamur og hefur alloft boðið fram aðstoð sína, ef útlit er fyrir að hennar sé þörf. Nokkuð reyndi á þennan eiginleika Víkverja á blíðum sólardegi í sundlaug nokkurri nú síð- sumars. Víkverji hafði eytt lung- anum úr deginum svamlandi um í yl- volgu vatninu á milli þess sem hann sólaði sig á bekk. Að lokum var kom- inn tími til að fara upp úr, í sturtu og síðan tóku við hefðbundin verk í slík- um aðstæðum eins og að þerra sig, klæða og snyrta. x x x Er þeim verkum var lokið og Vík-verji hugðist yfirgefa búnings- klefann vatt sér að honum roskinn sundlaugargestur og bað hann um að bera á sig krem á þeim stöðum líkamans sem hann náði ekki til sjálfur. Téður sundlaugargestur dró upp úr pússi sínu bauk af kremi sem á var letrað Body Butter, eða líkamssmjör og otaði að Víkverja. Vart þarf að geta þess að umræddur sundlaugargestur var kviknakinn. x x x Nokkurt fát kom á Víkverja, þvíþrátt fyrir greiðvikni sína og liðlegheit hefur hann aldrei áður verið beðinn um að smyrja nakinn búk ókunnugrar manneskju kremi. Víkverji mat stöðuna í skyndi og komst að þeirri niðurstöðu að heilla- vænlegast væri að verða við beiðn- inni, líklega hefði viðkomandi mikla þörf fyrir smurninguna. Þetta var líka ágætis leið fyrir Víkverja að losna við eilítið af þeim tepruskap sem hann hefur þróað með sér. x x x Víkverji fór að minnsta kosti tals-vert út fyrir þægindahring sinn þennan dag. víkverji@mbl.is Víkverji En Drottinn er hinn sanni Guð, hann er lifandi Guð og eilífur konungur. Jörðin skelfur fyrir heift hans og þjóð- irnar standast ekki reiði hans. (Jeremía 10:10)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.