Morgunblaðið - 20.08.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2013
Meirapróf
Næsta námskeið hefst 21. ágúst 2013
Upplýsingar og innritun í síma 567 0300, 894 2737
Borgaryfirvöld keppast við aðhrekja flugvöllinn úr Vatns-
mýrinni og vilja á næstunni sam-
þykkja skipulag sem gerir ráð
fyrir að hann fari
smám saman á
brott næsta ára-
tuginn.
Þó er augljóst aðflugvelli flytja menn ekki í
bútum.
Jafnaugljóst er að Reykjavíkur-flugvöllur er mikilvægur
Reykjavík og landinu öllu.
Um þetta snýst félag semstofnað var nýlega og vef-
síða sem það hefur sett upp,
www.lending.is.
Þar eru nefnd ýmis rök fyrirmikilvægi Reykjavík-
urflugvallar, svo sem þessi:
Um 6-700 sjúkraflug koma ár-lega til Reykjavíkur með
sjúklinga. Margir fara beint inn á
skurðarborðið og eiga fluginu líf-
ið að launa.“
Vegna breytilegra vinda oglandslags er flugvöllur í
Vatnsmýri raunhæfasti og örugg-
asti kosturinn í flugvallarmálum
höfuðborgarinnar. Um það eru
allir sérfræðingar sammála.“
Vatnsmýrin er mikilvægt at-vinnusvæði á annað þúsund
einstaklinga sem byggt hafa upp
myndarlegan flugiðnað á Ís-
landi.“
Þegar þetta er haft í hugakemur ekki á óvart að undir-
skriftalistinn skuli hafa tekið
flugið strax fyrsta sólarhringinn.
Mikill stuðningur
við flugvöll
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 19.8., kl. 18.00
Reykjavík 11 skýjað
Bolungarvík 4 rigning
Akureyri 11 skýjað
Nuuk 8 léttskýjað
Þórshöfn 11 skýjað
Ósló 20 heiðskírt
Kaupmannahöfn 17 skýjað
Stokkhólmur 21 heiðskírt
Helsinki 18 léttskýjað
Lúxemborg 20 léttskýjað
Brussel 20 heiðskírt
Dublin 17 skýjað
Glasgow 17 léttskýjað
London 22 heiðskírt
París 22 heiðskírt
Amsterdam 20 léttskýjað
Hamborg 16 skúrir
Berlín 21 skýjað
Vín 30 skýjað
Moskva 22 heiðskírt
Algarve 28 heiðskírt
Madríd 37 léttskýjað
Barcelona 27 léttskýjað
Mallorca 30 léttskýjað
Róm 30 léttskýjað
Aþena 30 heiðskírt
Winnipeg 23 skýjað
Montreal 22 léttskýjað
New York 25 heiðskírt
Chicago 26 léttskýjað
Orlando 31 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
20. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:36 21:27
ÍSAFJÖRÐUR 5:29 21:44
SIGLUFJÖRÐUR 5:12 21:27
DJÚPIVOGUR 5:02 20:59
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Vegna strandveiða fyrstu þrjá mán-
uði sumarsins hefur Fiskistofa af-
greitt tæplega 700 mál vegna um-
framafla. Innheimtar voru rúmlega
15,3 milljónir króna í ríkissjóð, sem
samsvarar því að andvirði 55 tonna
þorskafla renni í VS-sjóðinn. Eflaust
vildi margur strandveiðikallinn að
þessi upphæð væri komin inn á
bankareikninginn! Miðað er við að
meðalverð á þorski úr strandveiðum
í sumar hafi verið 270-290 krónur á
kíló á fiskmörkuunum. 674 bátar
hafa landað strandveiðiafla í sumar.
Málunum hefur fjölgað eftir því
sem liðið hefur á sumarið. Þau voru
154 í maí og sektirnar tæplega 2,9
milljónir. Málin fóru í 219 í júní og
sektir námu tæplega 4,2 milljónum. Í
júlímánuði voru málin 320 og sekt-
irnar námu tæplega 8,3 milljónum.
Samkvæmt reglum um strand-
veiðar er eingöngu heimilt að draga
650 kg, í þorskígildum talið, af kvóta-
bundnum tegundum í hverri veiðiferð
og skal öllum afla landað í lok veiði-
ferðar. Þorskígildi miðast við slægð-
an fisk. Á tímabilinu frá byrjun maí
og til ágústloka er heimilt að veiða á
handfæri allt að 8.600 lestir af ós-
lægðum botnfiski á strandveiðunum.
Þessar veiðar eru nú langt komn-
ar og var síðasti dagur á svæði B,
frá Norðurfirði til Grenivíkur,
fimmtudagurinn 8. ágúst og á svæði
A, frá Arnarstapa til Súðavíkur,
þriðjudagurinn 13. ágúst. Talsvert
er enn óveitt á Austur- og Suður-
svæðum.
Ríkið drjúgt á strandveiðum
Um 15,3 milljónir króna innheimtar vegna umframafla Flest mál í júlímánuði
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Smábátar á Akureyri Strandveiðum er lokið á Norður- og Vestursvæðum.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar mótmælir
þeim ásetningi sjávarútvegsráð-
herra að við setningu nýrra aflahlut-
deilda í úthafsrækju verði eldri afla-
hlutdeildir látnar ráða að 7/10
hlutum en veiðireynsla síðustu
þriggja ára að 3/10 hlutum. Álykt-
unin hefur verið send ráðherrum og
þingmönnum Norðvesturkjördæmis.
Í ályktuninni segir ennfremur að
„nær væri að hlutföllin væru þver-
öfug ef nauðsynlegt er talið að fella
slíkan óskiljanlegan Salómonsdóm.
Með þessari ákvörðun er fótunum
kippt undan rækjuvinnslu í Ísafjarð-
arbæ, en hún hefur verið vaxt-
arbroddur undanfarin ár og ljós
punktur í þeim efnahagsörðug-
leikum sem byggðir Ísafjarðarbæjar
hafa glímt við um langa hríð. Að
óbreyttu getur þetta leitt til þess að
100 manns, eða meira en 1% íbúa á
Vestfjörðum muni missa vinnuna.“
Óttast að 100
manns geti misst
atvinnu vestra
Færaveiðar smábáta á makríl
hafa gengið nokkru verr í ár en
væntingar voru um. Mikill áhugi
er fyrir veiðunum sem sýnir sig
best á því að í fyrra stunduðu 17
bátar veiðarnar en nú hafa 84
bátar landað. 1.914 tonn hafa
veiðst það sem af er, en heildar-
aflinn í fyrra varð 1.100 tonn. Í
ár er heimilt að veiða 3.200
tonn af makríl á króka.
Gott skot gerði í Steingríms-
firði í byrjun mánaðar, en þrátt
fyrir að þar séu enn miklar torf-
ur er veiðin afar dræm þessa
dagana. Segja má að flotinn sé
á vaktinni og bátar fljótir á þá
staði þar sem einhver veiði er,
segir á vef smábátaeigenda.
Floti á vaktinni
DRÆM MAKRÍLVEIÐI