Morgunblaðið - 29.08.2013, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2013
Ísfélagið í Vestmannaeyjum hefur undirritað samn-
ing um kaup á uppsjávarskipi sem er í smíðum í Ce-
liktrans-skipasmíðastöðinni í Istanbúl í Tyrklandi og
á að fær það afhent í byrjun næsta árs. Skipið mun
leysa tvö eldri skip félagsins af hólmi en félagið ger-
ir nú út fimm uppsjávarveiðiskip. Kaupverðið er
trúnaðarmál.
Nýja skipið verður afar vel búið til veiða á upp-
sjávarfiski s.s. loðnu, síld, makríl og kolmunna. Kæli-
tankar skipsins eru 2.970 rúmmetrar.
Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins,
segir að hið öfluga kælikerfi og mikla burðargeta
skipsins muni styðja vel við landvinnslu félagsins í
Vestmannaeyjum og á Þórshöfn. Störfum á sjó fækk-
ar enn. „Ný skip þýða að færri hendur vinna sömu
verkin og afköstin eru meiri. Þar af leiðandi fækkar
þeim sem veiða fiskinn. En á móti kemur að við get-
um unnið meira til manneldis,“ segir Stefán. Þar
með verði meiri verðmæti sköpuð við landvinnslu og
störfum við hana muni fjölga.
Ekki er ljóst hvaða skip félagsins verða seld.
Á sínum tíma samdi Ísfélagið við skipasmíðastöð í
Síle um smíði tveggja nýrra uppsjávarskipa.
Skemmdir á skipasmíðastöðinni í jarðskjálfta og
flóði sem fylgdi í kjölfarið urðu til þess að Sílemenn-
irnir treystu sér ekki til að standa við samninginn og
afhentu aðeins annað skipið – Heimaey VE-1 sem
kom til Vestmannaeyja í maí í fyrra. Ísfélagið leitaði
því annað og gekk inn í pöntun norska útgerð-
arfélagsins Magnarson á skipinu. Stefán segir að
systurskip þess sé í notkun í Noregi og hafi reynst
vel.
Í fréttatilkynningu frá Ísfélaginu í gær segir að
kaupin á skipinu séu liður í endurnýjun á skipaflota
félagsins og liður í hagræðingaraðgerðum þess, ekki
síst í kjölfar aukinnar skattlagningar stjórnvalda.
Félaginu sé ætlað að greiða um tvo milljarða í veiði-
gjöld og tekjuskatt á þessu ári. Því sé nauðsynlegt að
fækka skipum og auka hagræði á öllum sviðum. Stef-
án segir aðspurður að núverandi stjórnvöld hafi í
kosningabaráttunni rætt um að þau væru á móti of-
urskattlagningu í sjávarútvegi og vildu að skatt-
heimta væri hófleg. Þær yfirlýsingar væru enn í orði
en ekki á borði. runarp@mbl.is
Stærra Nýja skipið er 80 metra langt og 17 metra breitt og er því bæði lengra og breiðara en Heimaey, sem fé-
lagið tók í notkun í fyrra. Heimaey er 71 metri að lengd, og 14,4 metrar að breidd.
Nýtt skip til Eyja
Leysir tvö skip af hólmi Sjómönnum fækkar
Landvinnsla styrkist Gengu inn í norska pöntun
Björn Már Ólafsson
bmo@mbl.is
„Þessar upplýsingar eru ekki til
þess ætlaðar að birta opinberlega,“
segir Svanhildur María Ólafsdóttir,
formaður Skólastjórafélags Ís-
lands, um niðurstöður lesskimun-
arkönnunar sem framkvæmd var á
nemendum í 2. bekk í grunnskólum
í Reykjavík. „Þessar upplýsingar
eru aðgengilegar með þeim hætti
að hver skóli kynnir niðurstöðurn-
ar fyrir foreldrum barnanna, ann-
aðhvort í námsmatsviðtölum eða
skólar senda út tölvupóst þar sem
niðurstöður viðkomandi skóla eru
kynntar.
Síðan eru niðurstöðurnar alltaf
kynntar í skólaráði skólanna þar
sem fulltrúar foreldra eiga sæti og
svo eru þær kynntar foreldrum í
árganginum. Svo eru auðvitað þeir
nemendur skoðaðir sérstaklega
sem ekki ná þeim árangri sem mið-
að er við,“ segir hún.
Aðspurð hvort opinber birting á
sundurliðuðum niðurstöðum skól-
anna myndi ekki veita aukið aðhald
segir Svanhildur slíkt ekki vera
raunina.
„Við erum fagmenn“
„Skólarnir taka þessar niður-
stöður alvarlega, hvernig sem þær
kunna að vera. Mér finnst þetta
vera vantraust á skólana, ef fólk
telur að við séum ekki að vinna úr
þeirri skimun sem við setjum börn-
in okkar í. Við erum fagmenn, með
þessi verkfæri og tökum að sjálf-
sögðu þessa skimun alvarlega. Til-
gangur þeirra er hins vegar ekki
að birta þær í einhverjum röðum.“
Svanhildur segir skólana vera of
mismunandi til þess að það þjóni
tilgangi að bera þá saman. „Það er
margt sem spilar inn í, sumir skól-
ar eru stórir, aðrir litlir. Við viljum
helst að skólarnir geti skoðað sjálf-
ir hvar þeir eru staddir. Einnig eru
árgangarnir mismunandi og árang-
urinn getur því verið mismunandi
frá ári til árs.“
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í
skóla- og frístundaráði Reykjavík-
ur, segir það ekki endilega ákjós-
anlegt að birta árlega niðurstöður
úr slíkum könnunum vegna
sveiflna sem kunna að vera á milli
árganga. „Hins vegar er ég tals-
maður þess að birta fimm ára með-
altöl í slíkum könnunum. Það er
mun eðlilegra að þegar veitt er
aukafé í skóla þar sem eru til stað-
ar erfiðar samfélagsaðstæður, eða
til þeirra hverfa sem eru að koma
verr út, að það sé hægt að sýna
fram á að þess sé raunverulega
þörf.“ Þorbjörg segir Íslendinga
almennt oft vera hrædda við það
að skoða tölfræðiupplýsingar.
„Ég hef enga trúa á því að við
birtingu slíkra gagna muni verða
einhvers konar uppþot eða bak-
slag. Ég held frekar að foreldr-
arnir muni leggjast á eitt við að
styðja við skólana, frekar en að líta
á þetta sem einhverja ástæðu til að
skipta um skóla. Ég held að for-
eldrar átti sig á því að það er
miklu meira en bara niðurstöður í
prófum sem segja til um gæði skól-
ans.“
Ekki rýnt vel í gögnin
„Við erum með mjög margar
mælingar um alls konar hluti í
menntakerfinu en við erum ekki að
rýna nægilega vel í gögnin. Skóla-
stjórarnir sjálfir hafa til dæmis
verið að vinna úr niðurstöðum
samræmdu prófana, en við í borg-
arstjórn höfum ekki notað þessar
upplýsingar til setja okkur heild-
armarkmið um aukinn árangur,“
segir Þorbjörg.
Birting væri vantraust á skólana
Ósammála um birtingu niðurstaðna úr lesskimun Þarf að vinna betur úr tölfræðiupplýsingum
Skólarnir sjálfir eiga að sjá um að vinna úr niðurstöðunum Skólarnir of mismunandi
Morgunblaðið/Rósa Braga
Birting gagna „Þessar upplýsingar eru aðgengilegar með þeim hætti að
hver skóli kynnir niðurstöðurnar fyrir foreldrum barnanna.“
Hjartað í Vatnsmýri hafði í gær-
kvöldi safnað rúmlega 58.400 und-
irskriftum á heimasíðunni Lend-
ing.is þar sem skorað er á borgar-
stjórn og Alþingi að tryggja
óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýri
til framtíðar. Fjöldi undirskrifta er
því kominn yfir það sem safnaðist í
Icesave-málinu í byrjun árs 2010
en þar námu undirskriftir 56.089.
Aðstandendur söfnunarinnar segja
það vera ljóst að krafa um óskerta
flugstarfsemi í Vatnsmýri sé fjöl-
mennasta krafa sem sett hefur
verið fram hérlendis. Ekkert eitt
mál hefur áður notið jafn víðtæks
stuðnings. Undirskriftasöfnuninni
verður haldið áfram næstu þrjár
vikur. Í gær fór fram hópmynda-
taka á Akureyrarflugvelli sem
sýna átti með táknrænum hætti
þann fjölda sem þarf á sjúkraflugi
að halda á hverju ári.
mariamargret@mbl.is
Fleiri undirskriftir
en vegna Icesave
Krafa um óskerta starfsemi í Vatnsmýri
Ljósmynd/Karl Eskil Pálsson
Flug Hópmyndatakan sem fór fram á Akureyrarflugvelli í gær.
Eigendur fjögurra lóða fyrir sunnan
Smáralind eiga nú í viðræðum við
skipulagsyfirvöld í Kópavogi varð-
andi breytingu á aðalskipulagi á
reitnum. Á skipulagi í dag er reit-
urinn ætlaður undir atvinnu-
húsnæði, en í skoðun er að á nýju
skipulagi verði gert ráð fyrir bland-
aðri byggð. Þetta gæti leitt til þétt-
ingar byggðar á svæðinu, en með
breytingunum er horft til þess að
reisa nokkuð á annað hundrað íbúð-
ir.
Lóðirnar sem um ræðir eru Haga-
smári 2 og 4 og Hæðarsmári 1-5 og
7-13. Þær eru fyrir sunnan Smára-
lind, ofan við bílastæðin í suðvest-
urenda verslunarmiðstöðvarinnar.
Samkvæmt heimildum verður farið í
að kynna breytinguna á næstunni og
er gert ráð fyrir að nýtt aðalskipulag
verði tilbúið öðrum hvorum megin
við áramótin. thorsteinn@mbl.is
Vilja byggja íbúðir
við Smáralind
Viðræður við yfirvöld í Kópavogi
Morgunblaðið/Kristinn
Skipulag Svo gæti farið að íbúðir
risu sunnan við Smáralind.