Morgunblaðið - 29.08.2013, Side 10
Heyrst hefur að mikil eftirvænting ríki
meðal heklara vegna útkomu nýrrar
heklbókar eftir Tinnu Þórudóttur Þor-
valdar, sem Salka gefur út. Fyrri bók
hennar, Þóra heklbók, hefur verið
mjög vinsæl, en nýja bókin heitir
María heklbók, og þar hannar Tinna
allar uppskriftirnar sjálf. Í dag kl. 17-
19 ætlar hún að fagna útgáfu nýju
bókarinnar í bókabúð Máls og menn-
ingar og ætlar tónlistarkonan Mr. Silla
að leika nokkur lög. Tinna mun setja
upp innsetningu í loft verslunarinnar
sem hún býr til úr um 100 kríu-sjölum
(sú uppskrift var í fyrri bókinni), en
sjölin hafa heklarar víða af landinu
lánað henni til
verksins. Í bókinni
eru 25 uppskriftir
af öllu mögulegu,
húfum, jólaskrauti,
sokkum, teppum,
slaufum, dúkum,
svuntum, háls-
menum, armbönd-
um og sjölum. Í bók-
inni er afar gagnlegur tæknikafli og
einni er kafli um uppskriftalæsi.
Tinna segir í hannyrðahugvekju
bókarinnar að heklið komi nú hvell-
sterkt inn, og hefur þar nokkuð til síns
máls, ef marka má vinsældirnar.
Heklarar víða af landinu lána sjöl í innsetningu útgáfuhófs
Tinna fagnar með kríu-sjölum
Flottir Synir Tinnu með heklaðar Dósóteus-drengjaslaufur úr bókinni.
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2013
Signý Gunnarsdóttir
signy@mbl.is
Leikarinn og gullsmiðurinngæti vissulega verið titillá leikverki en svo erekki. Þetta eru starfs-
titlar Erlings Jóhannessonar sem
þessa dagana sinnir báðum list-
greinum af kappi. Erling frum-
sýndi nýja skartgripalínu sína á
Hönnunarmars og hefur verið að
fylgja henni eftir, nú síðast á
kaupstefnu í Kaupmannahöfn um
síðustu helgi. Vörulínu hans má
finna í helstu hönnunarbúðum
landsins eins og til dæmis Mýr-
inni, Kraumi og Aurum.
Fyrir nokkrum vikum var Er-
ling á leiðinni á gullsmíðaverk-
stæðið á hjólinu þegar síminn
hringdi. Í símanum var Bergur
Þór Ingólfsson leikstjóri og var
hann að falast eftir leikara til að
fara með hlutverk höfundarins í
fyrsta leikriti Guðbergs Bergs-
sonar, Eiðurinn og eitthvað. „Ég
var staddur fyrir utan Suðurver
þegar hringt var og leikhópurinn
var við æfingar í Borgarleikhús-
inu. Ég var grunsamlega fljótur á
staðinn og nánast hjólaði á þau.“
Erling fór því ekki á verkstæðið
þann daginn og var mættur á æf-
ingu sjö mínútum eftir að honum
var boðið hlutverkið.
Hefur aðeins leikið í nýjum
íslenskum verkum síðustu ár
Eins og margir vita var Er-
ling stór hluti af Hafnarfjarð-
arleikhúsinu í mörg ár þar sem
hann var einn af stofnendunum,
listrænn stjórnandi, leikari, leik-
stjóri og starfsmaður á plani.
Hann hefur ekki leikið á sviði und-
anfarin þrjú ár en fengist við leik-
list engu síður þar sem hann hefur
bæði leikstýrt og kennt. En hvað
var það sem heillaði hann við
þetta leikrit og fékk hann til að
slá til með nánast engum fyr-
irvara? Var það leikhópurinn
GRAL, hlutverkið eða höfund-
urinn? „Auðvitað er það þetta allt.
Það er stórkostlegt að fá að vera
partur af því að vinna með fyrsta
sviðstexta Guðbergs. Svo var það
náttúrlega mjög gaman að þetta
skyldi vera leikhópurinn GRAL
því þessi leikhúshugmynd um fólk
sem tekur sig saman og rekur
leikhús á sínum forsendum til þess
að gera það sem því brennur á
hjarta stendur mér nærri. Ég fór
að rifja það upp að eiginlega frá
því að við stofnuðum Hafnarfjarð-
arleikhúsið hef ég ekki leikið í
neinu öðru en nýjum íslenskum
verkum. Ég kann ekki þessa
Sýnir skartgripalínu
og frumsýnir leikrit
Erling Jóhannesson var á kaupstefnu í Danmörku um síðustu helgi þar sem hann
sýndi skartgripahönnun sína. Í gær steig hann á svið í Tjarnarbíói í hlutverki
höfundarins í nýju verki eftir Guðberg Bergsson, Eiðurinn og eitthvað.
Morgunblaðið/Ómar
Leikarinn og gullsmiðurinn Erling Jóhannesson segir grasrótar listastarf
vera það sem standi hjarta hans næst í íslensku menningarlífi.
Hönnun Skart úr nýjustu skart-
gripalínu Erlings Jóhannessonar.
Á vefsíðunni soundcloud.com/
brothergrass er hægt að hlusta á
tóndæmi með hljómsveitinni Brother
Grass. Á fésbókarsíðu hljómsveitar-
innar kemur fram að Brother Grass
hafi orðið til síðla sumars 2010 þegar
þær Hildur Halldórsdóttir, Sandra
Dögg Þorsteinsdóttir, Soffía Björg
Óðinsdóttir og Ösp Eldjárn ákváðu að
halda saman bluegrass-tónleika. Þær
fengu til liðs við sig gítarleikarann
Örn Eldjárn, bróður Aspar, til að spila
með sér á litlum tónleikum í ágúst
það sumar, og þá varð ekki aftur snú-
ið. Hafa þau tínt til ýmis bluegrass-
og suðurríkjalög og útsett í eigin stíl,
þar sem þvottabali, gyðingaharpa og
víbraslappi koma m.a. við sögu.
Lokatónleikar sumarsins hjá þessu
hæfileikaríka unga fólki í Brother
Grass, eru í kvöld kl. 21 á Kaffi Rósen-
berg, Klapparstíg. Þau ætla sér svo
að sameinast á ný um jólin.
Vefsíðan www.soundcloud.com/brothergrass
Brother Grass Ungir og hæfileikaríkir krakkar sem spila í kvöld.
Syngja svo fallega um Blakk
Viðburðurinn Rhythm Box Social,
verður haldinn með pomp og prakt í
kvöld á skemmtistaðnum Harlem
við Tryggvagötu. Um er að ræða
tónleikaröð sem upphaflega er frá
New York í Bandaríkjunum. Að-
standendur viðburðarins hafa
ferðast með hann og hefur hann
meðal annars verið settur upp í
Montréal í Kanada.
Elektrónískri tónlist verður gert
hátt undir höfði á Harlem í kvöld en
meðal þeirra sem koma fram eru
Captain Fufanu, Two Step Horror,
AMFJ og pál vetika. Tónleikarnir
hefjast klukkan 21.
Endilega …
… skellið ykkur
á Harlem
Morgunblaðið/Eggert
Harlem Captain Fufanu kemur fram.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.