Morgunblaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2013
Byltingarkenndar rannsóknir sýna að lífvirka efnið í brokkolí, sulforaphane, hindrar
hrörnun fruma og stuðlar að endurnýjun þeirra - bæði í heilanum og öllum líkamanum
Getur haft frábær áhrif á heilsu og útlit
• Hjálpar líkamanum að halda heilbrigði
Stuðlar bæði að fyrirbyggjandi heilsuvernd og uppbyggjandi áhrifum til bættrar heilsu
• Spornar gegn ótímabærri öldrun – á líkama og sál
Getur hægt á öldrunarferlinu og dregið úr sýnIlegum áhrifum öldrunar á útlitið
Einföld leið til að njóta þess áhrifaríkasta úr brokkolí
- sulforaphane ... náttúrulega yngri !
Verndaðu frumurnar þínar !
Brokkolítöflurnar - Cognicore® Daily
Cognicore byggir á sulforaphane úr
lífrænt ræktuðum brokkolí-spírum að
viðbættu túrmeric og selenium
Fást í heilsubúðum
og apótekum
brokkoli.is
Tvær á d
ag!
Humarhúsið
101 Reykjavík · humarhusid@humarhusid.is
Amtmannsstíg 1 sími: 561·3303
Þegar njóta á
kvöldsins...
Bónus reyndist vera með lægsta
verðið á matarkörfunni þegar verð-
lagseftirlit Alþýðusambands Íslands
kannaði verð í lágvöruverðsverslun-
um og stórmörkuðum á höfuðborg-
arsvæðinu á mánudaginn.
Matarkarfan kostaði 13.376 krón-
ur hjá Bónus en rúmar 16.400 krón-
ur hjá Samkaupum-Úrvali og Nóa-
túni. Það er 23% munur.
Krónan var með næstódýrustu
matarkörfuna á 14.700 krónur, sem
er 10% hærra verð en hjá Bónus. Á
eftir Krónunni kom Iceland með
matarkörfu sem kostaði 14.785 krón-
ur, 11% meira en hjá Bónus. Hjá
Nettó kostaði karfan 14.837 krónur,
sem er einnig 11% hærra verð en hjá
Bónus.
Matarkarfan hjá Hagkaupum var
21% dýrari en ódýrasta karfan og
matarkarfan hjá Víði 20% dýrari en
hjá Bónus.
Verðmunur á soðningu
Af einstaka vörum í matarkörf-
unni var mestur verðmunur á ódýr-
ustu rauðu eplunum sem kostuðu
489 krónur kílóið hjá Víði en 186
krónur kílóið hjá Nettó. Verðmun-
urinn er 303 krónur eða 163%. ASÍ
segir að ekki sé víst að verið sé að
bera saman epli af sama gæðaflokki,
enda merki verslanirnar það ekki all-
ar sérstaklega.
Mikill verðmunur var einnig á
ferskum ýsuflökum, sem kostuðu
1.978 krónur kílóið hjá Nóatúni en
1.298 krónur hjá Bónus. Verðmun-
urinn var 680 krónur eða 52%.
Nýmjólk kostaði það sama hjá öll-
um verslunum eða 120 krónur lítr-
inn. Af öðrum vörum í könnuninni
má nefna Lambhagasalat í potti, sem
var dýrast 329 krónur stykkið hjá
Hagkaupum en ódýrast 275 krónur
hjá Bónus, verðmunurinn var 54
krónur eða 20%.
Í matarkörfu ASÍ voru 34 almenn-
ar neysluvörur til heimilisins, t.d.
mjólkurvörur, morgunkorn, græn-
meti, kjöt, drykkjarvörur, ásamt
ýmsum pakkavörum, dósamat og
fleiru.
Í könnuninni var skráð niður hillu-
verð vöru eða það verð sem neytand-
inn hefur upplýsingar um inni í búð-
inni að hann eigi að greiða fyrir
vöruna.
Könnunin var gerð á sama tíma í
Bónus, Krónunni, Nettó, Fjarðar-
kaupum, Iceland, Nóatúni, Víði,
Samkaupum-Úrvali og Hagkaupum.
Lægsta verðið í
Bónus í könnun ASÍ
23% munur á verði á dýrustu og ódýrustu matarkörfunni
163% munur á verði milli verslana á rauðum eplum
Morgunblaðið/Kristinn
Mikill verðmunur Mikill munur getur verið á vöruverði milli verslana.
Matarkarfa ASÍ
Heimild: ASÍ
18.000
16.000
14.000
12.000
10.000
8.000
6.000
4.000
2.000
0
Verð á matarkörfu í könnun sem gerð var mánudaginn 26. ágúst
13.376 14.700 14.785 14.837 15.552 16.089 16.134 16.431 16.460
Rauði krossinn á Íslandi hefur haf-
ið söfnun fyrir neyðaraðstoð í Sýr-
landi og fyrir sýrlenska flótta-
menn. Alþjóða Rauði krossinn
vinnur nú að því að setja upp full-
komið tjaldsjúkrahús í flótta-
mannabúðum við landamæri Sýr-
lands í norðurhluta Jórdaníu en
talið er að um 130.000 flóttamenn
séu á svæðinu. Rauði krossinn á Ís-
landi styður verkefnið og mun að
öllum líkindum senda sérfræðinga
til starfa við sjúkrahúsið á næstu
mánuðum.
Hægt er að styrkja hjálparstarfið
með því að hringja í söfnunarsíma
Rauða krossins 904-1500 og þá bæt-
ast 1.500 kr. við næsta símreikning
eða greiða með kreditkorti á vef-
síðunni raudikrossinn.is.
Rauði krossinn á Íslandi hefur á
liðnu ári varið tæpum 60 milljónum
króna til hjálparstarfs í Sýrlandi og
vegna flóttamanna þaðan.
Á flótta Milljónir manna hafa flúið stríðs-
átökin í Sýrlandi undanfarin misseri.
Safnar fyrir sýr-
lenska flóttamenn
Guðmundur Arn-
laugsson, fyrsti
rektor Mennta-
skólans við
Hamrahlíð,
fæddist í Reykja-
vík hinn 1. sept-
ember 1913. Í til-
efni aldar-
afmælisins
verður efnt til
hátíðar í skóla-
húsi MH um helgina, hraðskákmóts
á laugardegi og málþings á sunnu-
degi. Báðir atburðir hefjast kl. 14.
Minningarskákmótið er öllum op-
ið og gert er ráð fyrir að flestir
sterkustu skákmenn landsins taki
þátt í því.
Á málþinginu verður í stuttum
erindum fjallað um framlag Guð-
mundar.
Málþing og hrað-
skákmót í MH
Guðmundur Arn-
laugsson
Sjötti kröfufundur samstöðuhóps
öryrkja og aldraðra verður í dag
klukkan 13-14 við Tryggingastofn-
un ríkisins, Laugavegi 114.
Fram kemur í tilkynningu að
fluttar verði framsöguræður og
Grátkórinn taki lagið. Lögð er
áhersla á kröfu um milliliðalaus
samskipti við stjórnvöld um taf-
arlausar úrbætur í málefnum líf-
eyrisþega.
Krefjast úrbóta í
málum lífeyrisþega
STUTT