Morgunblaðið - 29.08.2013, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2013
Hamraborg 9 | sími 564 1451 | www.modurast.is | opið 10-18 virka daga og 12-16 laugardaga
VELKOMIN Á
HAMRABORGARHÁTÍÐ 2013
Laugardaginn 31. ágúst kl 11-16
Léttar veitingar
og útsölulok
Vertu velkomin!
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is
Opið virka daga kl. 10-18
laugard. 11-16
Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum
• Gerð - fleiri en 900 mismunandi útfærslur
• Stærð - engin takmörk
• Áklæði - yfir 3000 tegundir
VIÐ ERUM FLUTT Á BÍLDSHÖFÐA 18
Torino
Milano
Mósel
Landsins mesta úrval
af sófum og sófasettum
Endalausir möguleikar í stærðum og áklæðum
Rín Lux Valencia
RomaRín
20-4
0%
AFSL
ÁTTU
R AF
VÖL
DUM
SÝN
INGA
REIN
TÖK
UMSteinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Rekast má á Íslendinga við ýmsar
aðstæður víða um Kanada. Krist-
inn Vilhjálmur Traustason býr til
dæmis á Gimli í Manitoba en er
flutningabílstjóri hjá fyrirtæki sem
er með höfuðstöðvar í Saskatoon í
Saskatchewan, og ekur með vörur
fyrir stórverslun Costco á milli
Winnipeg og Maple Creek í Sas-
katchewan. Ýmist tvær eða þrjár
ferðir vikulega.
„Ég hef unnið við þetta í um
tuttugu mánuði,“ segir Kristinn og
bætir við að hann hafi viljað reyna
eitthvað nýtt eftir að hafa verið
bílstjóri hjá Vörumiðlun ehf. á
Sauðárkróki í um áratug.
Kristinn segir að Gerður Gylfa-
dóttir, eiginkona hans, hafi valið að
flytja til Gimli eftir að hafa lesið
viðtal við Helga Unnar Val-
geirsson í Morgunblaðinu fyrir
tæplega tveimur árum, en Helgi
flutti með fjölskyldu sinni til Gimli
skömmu áður. Hún hafi haft sam-
band við Helga og Sigríði Elínu
Guðjónsdóttur, eiginkonu hans, á
fésbókinni og í kjölfarið hafi
heimamennirnir Grétar Axelsson
og Sveinn Arnbjörnsson liðsinnt
þeim.
„Ég var búinn að vera hérna úti
í þrjá til fjóra mánuði og aldrei
komið til Gimli þegar við ákváðum
að flytja hingað,“ segir hann.
Erfitt fyrst
Það eru yfirleitt viðbrigði að
flytja í ókunnugt umhverfi. „Þetta
var erfitt fyrst og ekki það sem við
bjuggumst við,“ rifjar Kristinn
upp en leggur áherslu á að þau
hafi ekki verið með neinar sér-
stakar væntingar.
„Við vorum alveg við það að
bugast fyrstu mánuðina. Það var
mikið mál að komast inn í kerfið
og það tók um sex til átta mánuði
að koma okkur almennilega fyrir,
að ná áttum. Það tók Gerði til
dæmis átta mánuði að fá atvinnu-
leyfi. Ég var mjög heppinn með at-
vinnurekanda og fyrirtækið hefur
hugsað mjög vel um mig frá byrj-
un, sá um alla pappíra og borgaði
fyrir mig flugið út. Kostnaðurinn
var meiri en við áttum von á í byrj-
un en nú er þetta allt annað og
betra.“
Kristinn segir að gott sé að búa
á Gimli, ekki síst vegna allra Ís-
lendinganna sem þar búi. „Maður
þarf ekki að finna upp hjólið
hérna, aðrir hafa verið í því. Við
kunnum ekki við okkur í stórborg
en finnum okkur vel í svona litlum
bæ. Það er líka gaman að upplifa
fjórar árstíðir; sumar, vetur vor og
haust. Þegar maður er orðinn
þreyttur á sólinni veit maður að
haustið kemur. Þótt veturinn sé
harður víkur hann fyrir vorinu.“
Flutningabílstjóri
ekur um á sléttunni
Fjölskyldan býr á Gimli en flytur vörur á milli fylkja
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Við smábátahöfnina Kristinn Vilhjálmur Traustason með börnum sínum. Rebekka Ásta, níu ára, býr með for-
eldrum sínum á Gimli en Samúel, sonur Kristins, býr með móður sinni í Reykjavík.
Biskup Íslands, Agnes M. Sigurð-
ardóttir, ætlar að ávarpa samkomuna
á trúarhátíðinni Hátíð vonar í sept-
ember. Hátíðin hefur verið umdeild
vegna aðalfyrirlesara hennar, Frankl-
ins Grahams, sem er yfirlýstur and-
stæðingur réttindabaráttu samkyn-
hneigðra.
Agnes var í viðtali hjá morg-
unútvarpi Rásar 2 í gær. Hún sagði
forsvarsmenn hátíðarinnar hafa kom-
ið til hennar fyrir löngu með þessa
bón.
„Aðkoma mín að hátíðinni er sú að
ég hef ákveðið að standa við loforðið
sem ég gaf fyrir mörgum mánuðum
og ávarpa samkomuna. Ég ætla að
leggja áherslu á það sem sameinar
okkur,“ sagði Agnes í viðtalinu. Hún
lagði áherslu á það að þjóðkirkjan
sem stofnun stæði ekki að þessari há-
tíð, þótt einstaklingar innan hennar,
bæði leikir og lærðir, tækju þátt. Að-
spurð hvort þjóðkirkjan ætti eitthvað
sameiginlegt með manni sem lítur á
samkynhneigð sem synd sagði biskup
m.a. að það væri mikilsvert að kristnir
söfnuðir af öllu landinu gætu unnið
saman þótt skoðanir væru skiptar.
Biskup Íslands mun
ávarpa Hátíð vonar