Morgunblaðið - 29.08.2013, Side 23
Blómlegt
atvinnu- og
menningarlíf
Snæfellsbær er á utanverðu Snæfellsnesi. Þar búa rúm-
lega 1.700 manns, flestir eru búsettir í þéttbýliskjörnun-
um Ólafsvík, Hellissandi og Rifi, aðrir íbúar dreifast um
sveitir og minni þéttbýliskjarna á Hellnum og Arnar-
stapa. Bæjarmörk Snæfellsbæjar eru annars vegar að
norðan í Búlandshöfða og hins vegar í Staðarsveit.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2013
Við bjóðum frábæra þjónustu í
KASSINN, NORÐURTANGA 1, 355 ÓLAFSVÍK, Sími 436 1376
Snæfellsbæ
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Á góðum dögum í sumar hafa um 100 bátar,
litlir sem stærri, landað afla sínum í höfnum
Snæfellsbæjar. „Því er oft mjög líflegt á
bryggjunum hér,“ segir Björn Arnaldsson
hafnarstjóri. Mikill afli berst á land þegar
best lætur og sjómennirnir sem róa eru í við-
skiptum við vinnslur sem kaupa aflann í bein-
um viðskiptum eða selja hann á fiskmarkaði.
„Þegar best veiðist lækkar verð stundum
á fiskmarkaði og því halda karlar á kvótabát-
um sig svolítið til hlés þegar strandveiðin
stendur sem hæst.“
Stutt á góð fiskimið
Í sumar hafa um 40 bátar verið gerðir út
frá Ólafsvík og frá Rifi og Arnarstapa um 35
bátar frá hvorum stað. Úr þessum höfnum er
stutt á góð fiskimið, stundum þarf ekki að
fara nema rétt út fyrir hafnirnar til þess að
komast í vænan fisk.
Skv. aflatölum Fiskistofu lönduðu bátar
á strandveiðum nærri 800 tonnum í höfnum
Snæfellsbæjar á síðasta ári. Tölur fyrir þetta
ár liggja ekki fyrir, en ljóst er að heildarafl-
inn verður svipaður. „Við höfum lagt okkur
eftir því að fá strandveiðimenn vestur með
góðri þjónustu í höfnunum. Okkur munar
líka um tekjurnar sem þetta skilar,“ segir
Björn.
Hafnarstjóri í nítján ár
Nítján ár eru síðan Björn Arnaldsson tók
við starfi hafnarstjóra í Snæfellsbæ. Á þeim
tíma hefur margt verið framkvæmt við hafn-
irnar og er samanlagður kostnaður eftir síð-
ustu tólf ár – sem ríkið og hafnarsjóður
greiða – um 1,2 milljarðar. Má þar nefna m.a.
að Rifshöfn var dýpkuð, grjótgarður lengdur,
trébryggja byggð og stálþil slegið niður. Þá
var nýtt hafnarhús byggt í Rifi. Í Ólafsvík og
Rifi hefur einnig margt verið framkvæmt.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Sigling Hafnaraðstaðan er góð svo sem á Rifi. Smærri skip og bátar eru áberandi í flotanum.
Fiskur vænn og líf á bryggjum
Hundrað bátar á góðum degi Margt fram-
kvæmt í höfnum 1,2 milljarðar kr. á tíu árum
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Hafnarstjóri Höfum lagt okkur eftir því að fá
strandveiðimenn,“ segir Björn Arnaldsson.