Morgunblaðið - 29.08.2013, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þekkt eru við-horf þeirrasem kynna
sig í senn sem sér-
fræðinga í ESB-
fræðum og ákafa
baráttumenn um að
koma Íslandi undir
yfirstjórn þess. Þeir
tína viljugir til hvert það smælki
sem í þeirra augum réttlætir
fullveldisafsal ríkja til Brussel.
Þannig er lofsungið að smáríki
fái að vera í „forsæti“ hjá sam-
bandinu í hálft ár á 14 ára fresti.
Allir nema þessir „fræðimenn“
vita þó að það punt breytir engu
um valdahlutföllin í ESB. Þeir
segja að galdurinn við að verja
fullveldi smáríkja sé að farga því
í fang ESB og fá í staðinn að
sitja valdalaus við borðsenda í
sex mánuði 14. hvert ár.
Íslendingar litu um aldir til
Dana með óttablandinni virð-
ingu. Þangað varð að sækja loka-
orðið í málefnum íslenskrar
þjóðar. Íslendingar „deildu“ full-
veldinu með kóngi og Rentu-
kammerinu. Það tekur því dálít-
inn tíma fyrir afkomendur
undirokuðu eyjarskeggjanna að
átta sig á að innan ESB er litið á
Danmörku sem eitt af smáríkj-
unum sem hlýða bljúg þeim sem
valdið hafa innan samtakanna.
Þegar Danir, í aðdraganda
kosninga hjá sér, reyndu að
þrengja örlítið að óæskilegum
Schengen-áhrifum á sín landa-
mæri þá brugðust blöð og fjöl-
miðlar í Þýskalandi ókvæða við.
Sameiginlegur tónn
var í öllum þeim
ónotum sem þá
beindust að Dönum.
Hann var sá að
óboðlegt væri að
þess háttar smáríki
væri með slíka sjálf-
stæðistilburði.
Danir greiddu atkvæði gegn
refsiaðgerðum sem nú er beint
að Færeyingum. Ekkert var
gert með afstöðu Dana enda er
litið á það sem smáríki sem
ástæðulaust sé að taka tillit til.
Ekki einu sinni „norrænu
bræðraþjóðirnar“ í ESB stóðu
með Dönum.
Þegar Helle Thorning-
Schmidt, forsætisráðherra Dan-
merkur, er spurð hvort landið
muni taka þátt í refsiaðgerðum
gegn Færeyjum, sem það er í
ríkjasambandi með, svarar hún:
„Að sjálfsögðu verðum við að
fylgja lögum og reglum (ESB)
en það er mikilvægt að við getum
sagt Færeyingum að við erum
andvíg þessum aðgerðum.“
Það er enginn vafi á því að
Þjóðverjar myndu sjálfsagt
einnig segja að þeir yrðu „að
sjálfsögðu að fylgja lögum og
reglum ESB“ t.d. gegn Aust-
urríki sem var á síðustu öld í
ríkjasambandi með Þýskalandi.
En munurinn er sá að stórríkið
það lendir ekki í slíkri aðstöðu.
En því bendir Thorning-Schmidt
ekki Færeyingum á að Danir fái
að vera við borðsendann í ESB
14. hvert ár?
Dapurlegt er að
horfa upp á fram-
göngu Dana þegar
Færeyjar berjast við
ofureflið}
Ljót sjón lítil
Fjárhagslegurvöxtur Kína
hefur vakið undrun
og athygli síðustu
áratugi og vaxandi
efnahagslegur
styrkur landsins verið tilefni
mikillar umræðu. Þekkt er að
Kína er eigandi gríðarlegra
skulda bandaríska ríkisins og
hefur sú staðreynd verið talin
eitt helsta merkið um hraðar
breytingar á valdajafnvæginu í
heiminum. Í það minnsta hinu
efnahagslega valdajafnvægi.
Málið er þó aðeins flóknara
og allra síðustu ár hefur þróun-
in í Kína ekki verið eins hag-
felld og næstu áratugi á undan.
Í því sambandi má horfa til
hægari vaxtar hagkerfisins en
einnig til þróunar skuldabyrð-
arinnar í Kína, en þetta tvennt
er reyndar nátengt. Tvö af
stærstu viðskiptablöðum
heims, The Wall Street Journal
og Financial Times, hafa nú
gert vaxandi skuldavanda í
Kína að umfjöllunarefni í ít-
arlegum úttektum og er sú um-
fjöllun einkennandi fyrir vax-
andi áhyggjur af þróuninni.
Þar kemur fram að þrátt fyrir
að kínverska ríkið sé lítið
skuldsett er kín-
verska þjóðarbúið
ekki eins vel statt.
Talið er að
skuldir kínverska
þjóðarbúsins hafi
aukist hratt frá árinu 2008, eða
úr um 130% af landsframleiðslu
í um 200% nú. Hluti skýring-
arinnar er mikil skuldsetning
sveitarstjórna, sem hafa farið í
kringum bann við lántöku með
því að stofna sérstök þróun-
arfélög sem hafa verið skuld-
sett hressilega. Talið er að
þessar skuldir sveitar-
stjórnanna nemi nú tugum pró-
senta af landsframleiðslu.
Skuldir fyrirtækja og heimila
hafa á sama tímabili vaxið úr
117% í 170% og eru þar með
komnar yfir sambærilega
skuldsetningu í Bandaríkj-
unum, þar sem hlutfallið er
157%.
Ef Kína væri enn tiltölulega
lítið og einangrað hagkerfi eins
og það var fyrir fáeinum ára-
tugum væri ekki mikil ástæða
fyrir fjarlægar þjóðir til að
hafa áhyggjur af þessari þróun.
Þegar horft er til stöðu Kína í
efnahagsmálum heimsins nú
horfir málið allt öðru vísi við.
Staða efnahagsmála
í Kína tekur hröðum
breytingum}
Skuldaklafinn í Kína
Þ
etta er kallað „selfie“. Á Facebook
á ég nokkra unglinga sem vini og
af þeim lærir maður ýmislegt. Það
nýjasta er orð yfir sjálfsmyndir
sem teknar eru fyrir samfélags-
miðla svo sem Twitter og Facebook.
„Mín síðasta selfie fyrir skólasetningu“
póstaði 15 ára gömul vinkona mín og smellti
inn mynd af sér. Síðasta sjálfsmyndin fyrir
skólasetningu. Það er mun vinsælla að taka
myndir af sjálfum sér en láta aðra um verkið.
Enda geturðu þá auðveldlega verið í við-
bragðsstöðu með ágætasta svipmót og yfir-
bragð þegar þú veist nákvæmlega hvenær
smellt er af.
Það er ekki nýtilkomið að fólk útbúi sjálfs-
myndir. Meðal frægustu sjálfsmynda eru þær
sem Raphael, Frida Kahlo og Vincent van
Gogh gerðu. Hver veit. Kannski hefði Raphael spennt
kjálkana vel og sent gengjamerki sem listfræðingar hefðu
reynt að botna í. Frida Kahlo sett upp andarandlitið eða
svokallað „duck face“; eitt vinsælasta svipmót netsins. Eða
lagt aðra hönd á mjöðm, snúið sér á hlið og hallað undir
flatt – málað myndina með baðherbergisspegilinn og kló-
settið í bakgrunni. Mögulega verða listasöfn framtíð-
arinnar ekki með málverk af dapurlegum andlitum óham-
ingjusamra málara.
Sjálfsmyndir eru elskaðar af eigendum sínum en slæmu
fréttirnar eru þær að vinirnir þola þær ekki. Þetta stað-
hæfa breskir netkönnuðir og ganga svo langt að segja að
of margar af þessu tagi fái fólk til að líka illa
við þig. Sömuleiðis sé myndin of ydduð og
unnin. Það er sumsé enginn sem elskar þess-
ar myndir nema maður sjálfur.
Þá er tilganginum engan veginn náð, enda
er Facebook að margra mati leið til að lýsa og
koma vinunum í kynni við manns eigin líf og
trúlega er óskaniðurstaðan ekki sú að það sé
gjaldfellt.
Fyrir nokkru var baráttudagur í Bretlandi
þar sem klámblöðum í verslunum var mót-
mælt. Í Telegraph skrifaði blaðamaður grein
um að meðan orkunni væri eytt í fornaldar-
fyrirbærið klámblöð horfði fólk framhjá því
að aðalklámið væri einmitt áðurnefndar
myndir. Þar væru það ekki bara unglings-
stelpur sem óafvitandi svöluðu þörfum
þurfandi heldur poppstjörnur á borð við Ri-
hönnu. Þetta væri faraldur sem breskir laugardags-
mótmælendur ættu frekar að eyða orkunni í. Það er vel
hægt að taka undir það að börnin eru líklega frekar í tölv-
unni á þessari stundu en úti á bensínstöð að róta í blaða-
rekkanum.
Sé skautað yfir síðustu fréttir af sjálfsmyndunum er þó
greinilega margt í mörgu. Milli þess sem myndir af fá-
klæddum Justin Bieber og Kim Kardashian flæða yfir net-
ið hafa múslimaklerkar á Indlandi mælst til þess að konur
birti ekki sjálfsmyndir á netinu. Myndirnar brjóti í bága
við múslimska trú þar sem konur þar í landi eigi að hylja
andlit sitt fyrir ókunnugum karlmönnum. julia@mbl.is
Júlía Margrét
Alexandersdóttir
Pistill
Myndaröð myndarfólks
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
SVIÐSLJÓS
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Stjórnvöld í Bandaríkjunumog Bretlandi mættu í gærauknum þrýstingi um aðfresta refsiaðgerðum gegn
Sýrlandsstjórn, þar til óyggjandi
sönnun lægi fyrir um að hún stæði að
baki efnavopnaárásum í Damaskus í
síðustu viku, þar sem hundruð létu
lífið.
Í samtali við NBC á þriðjudag
sagði háttsettur bandarískur emb-
ættismaður að aðgerðirnar gætu haf-
ist á fimmtudag [í dag] og staðið í
þrjá daga en Ban Ki-moon, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
bað í gær um að vopnaeftirlits-
mönnum SÞ yrði leyft að ljúka störf-
um. Niðurstöður þeirra yrðu síðan
sendar öryggisráði SÞ, sem tæki
ákvörðun um framhaldið.
David Cameron, forsætisráð-
herra Breta, sagði í gær að þarlend
stjórnvöld myndu leggja fram álykt-
un á fundi öryggisráðsins, sem fyr-
irhugaður var í gær, um hernaðarí-
hlutun en rússneskir embættismenn
sögðu ekki tímabært fyrir ráðið að
taka ákvörðun, þar sem niðurstöður
vopnaeftirlitsins lægju ekki fyrir.
Cameron kallaði þingmenn úr
sumarfríi fyrr í vikunni en til stendur
að greiða atkvæði um hernaðar-
aðgerðir af hálfu Breta á þinginu í
dag. Þjóðaröryggisráð landsins, sem
fundaði í gær, var einróma í því að
fordæma notkun efnavopna, en tals-
maður Verkamannaflokksins sagði
að flokkurinn skilyrti hvers kyns að-
gerðir aðkomu Sameinuðu þjóðanna,
þ.e. niðurstöðu vopnaeftirlitsmanna
og samþykki öryggisráðsins.
Sannarlega eitthvert efni
Sérstakur sendifulltrúi Samein-
uðu þjóðanna og Arababandalagsins í
málefnum Sýrlands, Lakhdar Bra-
himi, staðfesti í gær að einhvers kon-
ar efni hefðu verið notuð í árásinni á
miðvikudag en ítrekaði að samþykki
öryggisráðsins þyrfti að liggja til
grundvallar ákvörðun um hernaðarí-
hlutun.
Almennt virðast menn sammála
um að um efnavopnaárás hafi verið
að ræða, þótt ásakanir gangi á báða
bóga um hver stóð að baki henni. Joe
Biden, varaforseti Bandaríkjanna,
segir engan vafa leika á því að sýr-
lensk stjórnvöld beri ábyrgð á ódæð-
inu en forsætisráðherra Sýrlands,
Wael al-Halqi, sakaði í gær vestræn
stjórnvöld um að „finna upp“ afsak-
anir til að grípa til hernaðaraðgerða.
Hann sagði að kæmi til íhlutunar yrði
land hans „kirkjugarður innrás-
arhersins“.
Pólland og Belgía eru meðal
þeirra þjóða sem hafa lýst yfir efa-
semdum um hernaðarlegt inngrip í
borgarstyrjöldina í Sýrlandi og í gær
vöruðu stjórnvöld á Kúbu við því að
íhlutun myndi leiða til aukins óstöð-
ugleika á svæðinu. Arababandalagið
hefur sagt að stjórn forsetans Bas-
hars al-Assads beri ábyrgð á árásinni
á miðvikudag í síðustu viku en hefur
jafnframt lýst sig andvígt inngripi.
„Byssupúðurgeymsla“
Ayatollah Ali Khamenei, æðsti
leiðtogi Íran, varaði við því í gær að
íhlutun af hálfu Bandaríkjamanna
myndi hafa alvarlegar afleiðingar í
för með sér. Hann líkti svæðinu við
„byssupúðursgeymslu“ og sagði
ómögulegt að spá um framtíð þess ef
til hernaðaríhlutunar kæmi.
Framkvæmdastjóri Atlantshafs-
bandalagsins, Anders Fogh Rasm-
ussen, sagði allar vísbendingar hins
vegar benda til þess að sýrlensk
stjórnvöld hefðu gripið til efnavopna
og að notkun þeirra yrði ekki refsi-
laus. Hann sagði NATO fylgjast náið
með ástandinu og aðstoða aðild-
arríkið Tyrkland, sem á landamæri
að Sýrlandi.
AFP
Efnavopn? Vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna héldu áfram störfum í
gær og heimsóttu m.a. Ghouta, þar sem þeir ræddu við uppreisnarmenn.
Háværar kröfur um
óyggjandi sannanir
Umdeildar aðgerðir
» Þótt margir virðist þess
fullvissir að Assad beri ábyrgð
á árásunum á miðvikudag, eru
ástæður hans á huldu.
» Margir hafa bent á að
hann hafi engan ávinning haft
af árásunum en aðrir að
stjórnarherinn hafi áður gripið
til efnavopna án afleiðinga.
» Jay Carney, talsmaður
Hvíta hússins, hefur staðfest
að íhlutun af hálfu Bandaríkj-
anna yrði eingöngu ætluð til
að koma í veg fyrir notkun
efnavopna en ekki að koma
Assad frá völdum. Þá hafa
bandarísk stjórnvöld staðfest
að þau muni ekki ráðast í að-
gerðir án stuðnings banda-
manna.
» Samkvæmt könnun Reu-
ters/Ipsons styðja aðeins 9%
bandarísku þjóðarinnar hern-
aðaríhlutun í Sýrlandi.
» Viðbúnaður vegna yfirvof-
andi aðgerða eykst dag frá
degi en Rússar undirbúa m.a.
að kalla herlið frá flotastöð í
Sýrlandi og Ísraelar hafa sett
varalið í viðbragðsstöðu.