Morgunblaðið - 29.08.2013, Page 27
27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2013
Busun Ekki var farið mjúkum höndum um nýnema Kvennaskólans í Reykjavík við busun sem fram fór í gær en þeir stóðust prófraunina með prýði og flestir virtust skemmta sér hið besta.
Eggert
London | Tilkynningin,
sem kom í kjölfar
notkunar efnavopna í
Sýrlandi, um að her-
foringjar frá Banda-
ríkjunum, Bretlandi,
Frakklandi, Þýska-
landi, Ítalíu, Kanada,
Tyrklandi, Sádi-
Arabíu og Katar
myndu hittast á neyð-
arfundi í vikunni í
Jórdaníu er jákvæð
þróun. Vesturveldin standa nú á
krossgötum: umræða eða aðgerðir;
hvort þau hyggist móta atburði eða
bregðast við þeim.
Eftir hinar löngu og sársauka-
fullu herferðir í Írak og Afganistan
skil ég þá eðlishvöt að vilja halda
sig fjarri umrótinu, að horfa á í stað
þess að grípa inn í, að munnhöggv-
ast í stað þess að taka beinan þátt í
því harða, jafnvel harkalega verk-
efni að breyta raunveruleikanum á
staðnum. En við verðum að skilja
afleiðingar þess að núa saman
höndunum í stað þess að nýta þær
til verka. Fólk kippist til við til-
hugsunina um íhlutun. En íhugið
afleiðingar þess í framtíðinni að
gera ekkert og nötrið: Sýrland, á
kafi í blóðbaðinu á milli grimmd-
arverka Bashars al-Assad og ým-
issa tengiliða Al Qaeda, yrði upp-
eldisstöð fyrir öfgamenn, margfalt
hættulegri en í Afganistan á tíunda
áratugnum; Egyptaland í uppnámi,
þar sem Vesturveldin, hversu
ósanngjarnt sem það er, virðast
horfa með velþóknun á þá sem vilja
breyta landinu í súnníska útgáfu af
Íran; og svo Íran, sem þrátt fyrir
nýjan forseta er ennþá trúarlegt
einræðisríki, komið með kjarnorku-
sprengju. Það myndi líta út sem fát
væri komið á Vesturveldin, banda-
menn þeirra yrðu fullir vonleysis,
og óvinir þeirra yrðu sterkari.
Þetta er martraðarniðurstaða en
hún er ekki fjar-
stæðukennd.
Byrjum á Egypta-
landi. Fyrir mörgum á
Vesturlöndum er það
ljóst að egypski herinn
hefur fjarlægt lýðræð-
islega kjörna rík-
isstjórn og er nú að
kæfa niður lögmætan
stjórnmálaflokk með
því að deyða stuðn-
ingsmenn hans og
fangelsa leiðtogana.
Þannig að við erum á
góðri leið með að útskúfa nýju rík-
isstjórninni. Þannig teljum við að
við stöndum á bak við lífsgildi okk-
ar. Ég skil þessa afstöðu full-
komlega. En að taka undir hana
myndu vera alvarleg mistök.
Skekkjan á bak við þessa afstöðu
liggur í eðli Bræðralags múslima.
Við hugsum um það eins og venju-
legan stjórnmálaflokk. Það er ekki
svo. Ef þú vilt ganga í breska
Íhaldsflokkinn eða kristilega demó-
krata í Þýskalandi eða Demókrata-
flokkinn í Bandaríkjunum, gerir þú
það auðveldlega og þér verður tekið
opnum örmum. Í öllum þessum
löndum virða allir flokkar grund-
vallarréttindi og lýðfrelsi.
Bræðralag múslima er ekki slíkur
flokkur. Til þess að gerast meðlimur
þarftu að ganga í gegnum sjö ára
inngöngu- og innrætingarferli.
Bræðralagið er hreyfing stýrð af
valdaklíku sem líkist meira bolsé-
vikunum.
Lesið ræður þeirra – þær sem
ekki eru ætlaðar vestrænum eyrum
heldur til heimabrúks. Það sem þeir
voru að gera í Egyptalandi var ekki
að „stjórna skakkt“. Ef þú kýst
vonda ríkisstjórn, þá því miður – þú
lifir með henni. Bræðralag múslima
var hins vegar kerfisbundið að
breyta stjórnarskránni og taka völd-
in í æðstu stigum ríkisins til þess að
tryggja að ekki yrði hægt að koma
þeim frá völdum. Og bræðralagið
gerði það til þess að koma fram lífs-
gildum sem eru gegn öllu sem lýð-
ræðið stendur fyrir.
Þannig að það er hægt að gagn-
rýna réttilega aðgerðir nýju
egypsku herstjórnarinnar og segja
þær hafa verið úr hófi; en það er
erfitt að gagnrýna íhlutunina sem
kom henni á fót. Allir valmöguleik-
arnir sem Egyptar standa frammi
fyrir eru ljótir. Margir hermenn og
lögreglumenn eru á meðal þeirra
föllnu og særðu, auk óbreyttra
borgara; og, að hluta til vegna falls
Muammars el-Qaddafi í Líbýu, þá
flæða vopn yfir Egyptaland. En það
að fordæma herinn mun ekki færa
landið nær lýðræðinu.
Egyptaland er ekki afurð klækja í
alþjóðastjórnmálum nítjándu eða
tuttugustu aldar. Landið er fornt
menningarsvæði með mörg þúsund
ára sögu, sem er hlaðin sterkri þjóð-
erniskennd. Herinn hefur sérstakan
sess í samfélaginu. Fólkið vill lýð-
ræði, en það mun hugsa með lítils-
virðingu til gagnrýnenda á Vest-
urlöndum sem það telur hafa
barnalega sýn á þá hættu sem lýð-
ræðinu stafaði af Bræðralagi músl-
ima.
Við eigum að styðja hina nýju rík-
isstjórn til þess að koma ró á landið;
hvetja alla, þar með talið Bræðralag
múslima, til þess að hætta mótmæl-
um; og koma á stuttu og góðu ferli
þannig að kosningar með óháðum
eftirlitsmönnum geti átt sér stað.
Semja þarf nýja stjórnarskrá sem
ver réttindi minnihlutahópa og
grundvallaranda þjóðarinnar og all-
ir stjórnmálaflokkar ættu að starfa í
samræmi við reglur sem tryggja
gegnsæi og stuðning við lýðræðið.
Þetta er eina raunhæfa leiðin til
þess að hjálpa þeim – sem eru
sennilega í meirihluta – sem vilja
ekta lýðræði, ekki bara kosningar
sem vörðu í átt að kúgun.
Við vitum hvað er að gerast í Sýr-
landi – og að það er rangt að leyfa
því að gerast. En lítum í stund
framhjá siðferðislegum rökum og
hugsum bara um hagsmuni heims-
byggðarinnar. Það að gera ekki
neitt myndi þýða upplausn Sýr-
lands, skipt með blóði, þar sem
löndin í kring yrðu óstöðugri og öld-
um hryðjuverka myndi skola yfir
Mið-Austurlönd. Assad myndi
áfram stjórna ríkasta hluta landsins,
og í strjálbýlinu í eystri hluta lands-
ins yrðu grimmar trúarbragðaerjur.
Íran myndi styrkjast með stuðningi
Rússa – og Vesturveldin myndu líta
út fyrir að vera getulaus.
Ég heyri fólk tala eins og ekkert
sé hægt að gera: Varnarkerfi Sýr-
lands séu of öflug, málefnin of flók-
in, og hvers vegna ætti í hverju falli
að taka afstöðu þegar allir aðilar
virðast vera jafnslæmir?
En aðrir eru að taka afstöðu. Þeir
óttast ekki að grípa inn í. Þeir eru
að grípa inn í til þess að styðja
stjórnvöld sem ráðast á eigin borg-
ara með hætti sem ekki hefur sést
síðan á grimmdartíð Saddams
Hussein.
Það er kominn tími til þess að við
tökum afstöðu: Afstöðu með þeim
sem vilja það sem við viljum; þeim
sem líta upp til samfélagsgerðar
okkar, þrátt fyrir alla galla þess;
þeim sem vita að valkostir þeirra
eiga ekki að vera einræði eða
klerkaveldi. Ég fyrirlít þá afstöðu
sem er undirliggjandi svo miklu af
fréttaskýringum okkar um að arab-
arnir eða, sem er jafnvel ennþá
verra, að allir þeir sem aðhyllast ísl-
am, geti ekki skilið hvað felist á
frjálsu samfélagi, að því fólki sé ekki
treystandi fyrir einhverju sem er
jafn nútímalegt og stjórnarhættir
þar sem trúarbrögð eru á sínum
rétta stað.
Það er ekki satt. Sannleikurinn er
sá að nú geisar barátta upp á líf og
dauða um framtíð íslams, þar sem
öfgamenn vilja grafa undan bæði
hefðum umburðarlyndis innan íslam
og nútímaheiminum.
Við eigum ekki að vera hlutlaus í
þeirri baráttu. Hvar sem þessir
öfgamenn leggja líf saklausra í rúst
– frá Íran til Sýrlands, Egypta-
lands, Líbýu og Túnis, auk annarra
staða í Afríku, Mið-Asíu og Aust-
urlöndum fjær – eigum við að vera á
bandi fórnarlambanna.
Sem einn af arkitektum þeirrar
stefnu, sem tekin var í kjölfar
hryðjuverkanna 11. september 2001,
veit ég um álitamálin, angistina og
kostnaðinn sem fylgdi ákvörð-
ununum þá. Ég skil hvers vegna
pendúllinn hefur sveiflast hratt í
hina áttina. En það þarf ekki að
snúa aftur til þeirrar stefnu til þess
að skipta sköpum. Og þau öfgaöfl
sem gerðu íhlutanirnar í Afganistan
og Írak svo erfiðar eru að sjálfsögðu
þau hin sömu og eru í þungamiðju
stormsins í dag.
Það þarf að sigra þau öfl. Við ætt-
um að sigrast á þeim, sama hversu
langan tíma það tekur, því að ann-
ars munu þau ekki hverfa. Þeim
mun vaxa ásmegin, þangað til við
komum að öðrum krossgötum; á
þeim tímamótum munum við ekki
hafa val.
Eftir Tony Blair » Það er kominn tími
til þess að við tökum
afstöðu: Afstöðu með
þeim sem vilja það sem
við viljum; þeim sem líta
upp til samfélagsgerðar
okkar, þrátt fyrir alla
galla þess; þeim sem
vita að valkostir þeirra
eiga ekki að vera ein-
ræði eða klerkaveldi.
Tony Blair
Höfundur var forsætisráðherra Stóra
Bretlands 1997-2007 og er sérstakur
sendifulltrúi Kvartettsins í Mið-
Austurlöndum.
©Project Syndicate, 2013.www.proj-
ect-syndicate.org
Tími til aðgerða í Mið-Austurlöndum