Morgunblaðið - 29.08.2013, Síða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2013
✝ Lára FjeldstedHákonardóttir
fæddist 12. mars
1917. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Ísafold 21.
ágúst 2013.
Foreldrar: Guð-
ríður Þórdís Fjeld-
sted frá Tungu-
múla, f. 1896, d.
1921 og Hákon J.
Kristófersson
bóndi í Haga, alþingismaður í
Barðastrandarsýslu, hreppstjóri
og oddviti, f. 1877, d. 1967. Eftir
lát móður sinnar fór Lára í fóst-
ur til föðursystur sinnar, Jó-
hönnu Kristófersdóttur, og ólst
upp hjá henni. Bræður sam-
feðra, Knútur Hákonarson og
Bjarni Símonarson Hákonarson.
Eiginmaður Láru var Jón Páll
Sigurðsson, loftskeytamaður, f.
15. maí 1913, d. 18. okt. 1963.
Börn: 1) Svanhildur Thors, f.
1936, maki Þórður Thors, f.
1928, d. 1999. Núv. samb.m. Örn
Oddgeirss., f. 1947. Börn Svan-
hildar og Þórðar: a) Lára
samb.m. (sk) Steingrímur E.
Kristmundss. sonur: Gylfi,
seinni samb.m. (sk) Jón A. Þor-
geirss., sonur: Freyr. b) stúlka,
f. 24.4. 1957, d. 9.6. 1957. c) Ið-
unn, samb.m. (sk) Einar Árnas.,
núv. maki Jakob Hagedorn-
Olsen. Börn Iðunnar og Einars:
Þóra, samb.m. Eiríkur V. Ei-
ríkss. dóttir: Kara. Kristján,
Börn: Embla S., Emil B., Lena B.
Dóttir Sigurðar og Guðbjargar
b) Gyða B. Synir Guðbjargar: c)
Ólafur M., maki Vala Rut börn:
Davíð L., Hákon V. d) Sig-
urgrímur U., maki Soffía H.
Gunnarsd., börn: Lilja S., Áslaug
M. 5) Guðlaug, f. 1951, maki (sk)
Ásgeir Ebenezerss., núv.
samb.m. Guðmundur Ólafss., f.
1959. Börn Guðlaugar og Ás-
geirs: a) Ebenezer Þ., samb.k.
Rakul Heygsá, dóttir: Lilja R. b)
Hinrik c) Lára Fjeldsted. Börn
Guðmundar: d) Ólafur F., maki
Kristjana B. Arnbjörnsd., börn:
Daníel F., Kristófer K. e) Kári
Þ., maki Helga Sigurðard., dótt-
ir: Eygló T. f) Ingunn F., maki
Vignir J. Vigniss. 6) Katrín
Fjeldsted, f. 1955, maki Ólafur
Guðmundss., f. 1952, d. 1986.
Núv. m. Magnús Ásmundss., f.
1955. Dætur Katrínar og Ólafs:
a) Arna, samb.m. Bjarni Þ. Pét-
urss., börn: Magnús Þ., Sóley b)
Ragnhildur, unnusti Sigvaldi
Heiðarss.
Lára og Jón hófu búskap á
Urðarstíg 11a í Reykjavík og
bjuggu þar til ársins 1945 er þau
fluttu að Hrísateigi 1 í Reykja-
vík. Eftir að þau fluttu á Hrísa-
teiginn stofnaði Lára veisluþjón-
ustu sem starfaði í mörg ár og
voru terturnar frá henni þekkt-
ar um allan bæ og afar vinsælar.
Lára og Jón stofnuðu Blómabúð-
ina Runna, Hrísateigi 1, árið
1957. Rak hún þá verslun til 75
ára aldurs. Lára flutti í Holts-
búð, rúmlega níræð, og þaðan á
Hjúkrunarheimilið Ísafold.
Lára verður jarðsungin frá
Laugarneskirkju í dag, 29.
ágúst 2013, og hefst athöfnin kl.
15.
unnusta Kristín B.
Hilmarsd. Sonur Ið-
unnar og Jakobs:
Kjartan. d) Jóna,
samb.m. (sk) Jón Þ.
Magnúss., synir:
Guðlaugur F., unn-
usta Guðbjörg K.
Grönvold, börn
Guðlaugs: Matt-
hildur M. og Alex-
ander M. Þórður,
unnusta Eva Lind
Höskuldsd. e) Örn. f) Svanhild-
ur, maki James M. Fletcher, syn-
ir: Nikulás Kai, Pétur, unnusta
Bryndís Guðmundsd., Jón Garp-
ur. 2) Þórdís, f. 1943, maki Leif-
ur Gíslas., f. 1938, börn: a) Mar-
grét, maki Þorsteinn Stefánss.,
börn: Leifur, Svava, Þórdís. b)
Gísli. c) Jón Páll, samb.k. Guð-
rún Norðfjörð, börn: Hildur,
Kári. 3) Sigrún G., f. 1945, maki
William S. Gunnarss., f. 1945.
Dætur: a) Rósa, maki (sk) Ívar Þ.
Þóriss., dóttir: Þóra, unnusti
Ragnar Holgeirss., sonur: Ívar
M. b) Linda, börn: William Krist-
jánss., unnusta Katrín H. Gúst-
afsd., Aníta H. Sveinsd., unnusti
Halldór Guðnas. c) Íris, maki
Þorvarður L. Björgvinss., börn:
Sigrún, Aron, Thelma. 4) Sig-
urður, f. 1946, samb.k. (sk) Guð-
björg Vernharðsd., núv.
samb.k.: Finnbjörg Konný Há-
konard., f. 1947. Barnsm.: Sunna
Þórarinsd., sonur: a) Hilmar Þ.,
maki Guðbjörg Guðlaugsd.
Nú er komið að kveðjustund,
það er óumflýjanlegt.
Móðir mín var einstök kona,
yndisleg móðir og amma og góð-
ur vinur vina sinna, einstaklega
fögur yst sem innst. Skap henn-
ar var alltaf gott, hún bjó yfir
mikilli innri gleði og skynsemi
sem fáir hafa í jafnmiklum mæli
og hún.
Mamma fæddist í upphafi
tuttugustu aldar í sveit, dóttir
bændahöfðingja, en móður sína
missti hún á barnsaldri. Ung að
aldri hélt hún til Reykjavíkur,
draumurinn var að fara í
Menntaskólann en því fékk hún
ekki ráðið.
Brauðstritið byrjaði snemma;
hjónaband og barneignir um tví-
tugt eins og tíðkaðist þá og stríð
geisaði. Það var erfitt að vera
sjómannskona á stríðstímum og
oft minntist mamma þessa tíma
þegar pabbi sigldi í stríðinu. Það
voru erfiðar kveðjustundir, hún
gat auðvitað ekki verið viss um
hvort hún sæi hann aftur. En
mamma var bjartsýn að eðlisfari
og hafði þá hæfileika að láta ekki
áhyggjur af hlutum, sem hún gat
ekki haft stjórn á, buga sig.
Mamma var listræn, unnandi
fagurra ljóða og bókmennta.
Hún hafði unun af öllu því fagra
í umhverfinu. Á björtum sum-
arnóttum gat hún setið og dáðst
að fegurð náttúrunnar. Leikhús
og tónleikar voru hennar yndi.
Hún hafði gaman af að ferðast
og lengi bjó hún að öllum ferðum
sínum með Gullfossi og
skemmtiferð á austrænar slóðir
með farþegaskipinu Reginu
Maris var henni afar kær.
Mamma var mjög næm á fólk
og aðstæður þess. Hún lét sig
þjóðmálin varða og ótrúlega
miklum tíma gat hún eytt í að
fylgjast með störfum Alþingis
eftir að hún hætti að vinna. Það
var gaman að ræða pólitíkina við
hana því hún hafði ákveðnar
skoðanir og þó svo að hún fylgdi
ákveðnum flokki var hún ekki
alltaf sammála flokksforystunni
– hún fylgdi ekki hjörðinni held-
ur hafði sjálfstæðar skoðanir.
Við vorum alltaf mjög sam-
rýndar, skemmtilegri konu en
mömmu var erfitt að finna, hún
hafði ótrúlega kímnigáfu og svo
góða nærveru. Hún talaði um
tækninýjungar sem galdra; að
geta farið á veraldarvefinn og
skoðað vöruúrval í verslunum í
útlöndum voru galdrar. Hún
dáðist að unga fólkinu og var
stolt af sínum afkomendum.
En mamma fékk líka vindinn í
fangið og fór ekki varhluta af
áföllum sem lífið getur boðið upp
á, en aldrei lét hún bugast eða
lagðist í depurð. „Áhyggjur laga
aldrei neitt“ voru hennar ein-
kunnarorð. Hún hafði fallegt og
gott hjartalag og reyndi alltaf að
koma auga á það góða í fólki.
Margir leituðu til hennar í raun-
um sínum og alltaf var heimilið
opið og gestkvæmt. Hún gaf sér
tíma til að hlusta á aðra, hún var
athvarf sem alltaf var hægt að
leita í og koma þaðan betri til
baka.
Síðustu árin var hún í Holts-
búð, síðar Ísafold, þar naut hún
samvista við gott starfsfólk sem
henni líkaði vel við og talaði oft
um hvað það gæfi mikið af sér í
vinnuna og hvað hún væri hepp-
in að kynnast þar góðu fólki sem
sýndi henni og öllu heimilisfólk-
inu mikla hlýju og væntum-
þykju.
Þakka þér, elsku mamma mín,
fyrir öll þessi ár sem ég átti með
þér. Lífið var alltaf bjartara
kringum þig en annars staðar.
Guðlaug (Gulla)
og fjölskylda.
Amma Lára er dáin, 96 ára að
aldri. Hún var ekki bara stór-
glæsileg kona heldur líka einn
merkilegasti lífsspekingur sem
ég hef kynnst. Lífsspeki hennar
má draga saman í eina setningu:
Þú ræður ekki þeim örlögum,
stórum eða smáum, sem lífið
birtir þér, en þú ræður hvort þú
mætir þeim með jákvæðni eða
neikvæðni. Þrátt fyrir að hafa
ekki alltaf haft um margt að
velja í lífinu gleymdi hún því
aldrei að hún hafði val um að
vera jákvæð og nýtti það óspart
fram á síðasta dag. Sem foreldri
hef ég sömuleiðis reynt að til-
einka mér þetta og nýta öll tæki-
færi til að koma þessari lífsspeki
á framfæri.
Fyrir 22 árum var hún einu
sinni sem oftar í heimsókn hjá
foreldrum mínum í miklu stuði.
Seint um kvöldið var kominn
tími til að ég skutlaði henni
heim. Á leiðinni reyndi amma að
koma mér á þá skoðun að við tvö
ættum bara að skella okkur á
ball á Hótel Sögu eða á Hressó
eða kannski á einhvern stað sem
ég styngi upp á. Ég fylgdi þó
skýrum ráðleggingum móður
minnar (eins og í sögunni um
Rauðhettu) um að fara beint
heim til ömmu en fara ekki af
leið. Þegar við komum á áfanga-
stað sagði amma mér að það
væri ósk hennar að í erfidrykkj-
unni sinni væri enginn sorg-
mæddur því fólk ætti ekki að
vera sorgmætt þegar það minnt-
ist Láru Hákonardóttur. Réttara
væri frekar að dansa í erfi-
drykkjunni og jafnvel fá sér einn
romm í kók.
Elsku amma, takk fyrir allar
okkar góðu stundir.
Jón Páll Leifsson.
Amma Lára var ekki þessi
dæmigerða gamaldags amma
sem situr og heklar, bakar og
gerir hreint. Hún var fyndin,
gróf, ákveðin og hreinlega
hörkunagli. Það var í eðli hennar
að hlæja mikið, horfa jákvæðum
augum á lífið og gera grín að
sjálfri sér. Amma Lára var glys-
gjarnasta kona sem ég hef
kynnst. Ég man eftir mér og
Margréti frænku inni í herberg-
inu hennar að skoða allt gullið.
Það var eins og að finna fjársjóð,
það var allt svo stórt og mikið og
í svo mörgum skrínum. Dætur
hennar hafa allar reynt að feta í
hennar spor en amma er algjör
glingur-sigurvegari. Hún var líka
glysgjörn og litaglöð þegar kom
að fatavali, hárið var alltaf vel
lagt og neglurnar langar og lakk-
aðar. Amma elskaði alla karl-
menn, hvort sem það voru
tengdasynirnir, barnabörnin eða
vinir. Hún daðraði við þá og
sýndi aðdáun sína við hvert tæki-
færi. Þeir eru margir vina okkar
sem rifja reglulega upp sam-
skipti sín við ömmu úr ýmsum
boðum sem við höfum haldið en
vinkonur mínar muna helst eftir
henni út af því í hvernig fötum
hún var. Börnin mín elskuðu
ömmu af því hún kom þeim alltaf
til að hlæja svo dátt. Á afmælum
og merkisdögum óskuðu þau eft-
ir því að fara í heimsókn til
ömmu Láru, því þá var alveg
öruggt að dagurinn yrði eftir-
minnilegur, skemmtilegur og
góður.
Elsku amma, hvíldu í friði.
Minning þín lifir svo sannarlega
með okkur enda varstu ótrúlega
litrík og skemmtileg kona.
Íris Williamsdóttir.
Frú Lára Hákonardóttir var
glæsilegasta amma sem hægt
var að hugsa sér. Hún var líka
ein glaðasta og þakklátasta
manneskja sem ég hef kynnst.
Amma sagði alltaf: „Þú ræður í
hvernig skapi þú ert, það er val
að vera glaður og það er val að
vera í fýlu.“ Amma valdi alltaf að
vera glöð. Amma var frábær fyr-
irmynd fyrir okkur öll og ég er
svo þakklát fyrir að börnin mín
skyldu öll ná að kynnast henni
og eiga um hana góðar minn-
ingar. Ef einhvern tímann er
hægt að nota orðalagið í „stuði
með guði“, þá er öruggt að það
má fullyrða það um ömmu mína
að nú er hún alveg örugglega í
„stuði með guði“.
Margrét Leifsdóttir.
Amma okkar, vestfirska
þokkafulla fegurðardísin, höfuð
fjölskyldunnar, dugnaðarfork-
urinn Lára Fjeldsted Hákonar-
dóttir, er fallin frá í hárri elli.
Heimili hennar með áfastri
blómabúðinni Runna á Hrísa-
teigi 1 var ævintýraheimur með
risagarði, sól- og rifsberjarunn-
um, rabarbara og lakkrís-
plöntum.
Heimilið stóð okkur alltaf op-
ið. Þangað var hægt að koma og
fá að vera maður sjálfur í friði,
spjalla við hana eða blanda geði
við aðra því að þar var mjög
gestkvæmt. Það kom alls konar
fólk á Hrísateiginn, fyrir utan
fjölskylduna komu vinir
barnanna og barnabarnanna,
frænkur, vinkonur, saumakonur,
útvarpsþulir, heildsalar, poppar-
ar og blómastrákarnir, það voru
allir velkomnir.
Sú elsta af okkur systkinun-
um er fædd sama ár og yngsta
dóttir ömmu og fjögur okkar eru
jafnframt fyrstu barnabörn
hennar. Okkur fannst amma
Lára ekki vera þessi dæmigerða
amma, hugsanlega vegna þess
að hún rak fyrirtæki og hafði
ekki tíma í vettlingaprjón og
barnabókalestur. Amma langa,
sem í raun var föðursystir ömmu
og ól hana upp, var meira eins
og þannig ömmur, alltaf í fallega
upphlutnum með löngu flétturn-
ar sínar spenntar upp undir
skotthúfuna. En amma Lára var
nútímakona. Sjálfstæður at-
vinnurekandi og frumherji,
blómakaupmaður þegar það var
sjaldgæft að konur væru með at-
vinnurekstur, með túperað hár,
flottar neglur og í kjól. Hún var
æðrulaus, dugleg og stolt kona
sem vann fyrir öllu sínu.
Vinnudagurinn í blómabúðinni
var langur. Stundum vakti hún
og vann nánast allan sólarhring-
inn. Það var eins og hún þyrfti
ekkert að sofa og kynni þá snilld
að fá hámarkshvíld út úr nokk-
urra mínútna kríu. Allir sem
komu á Hrísateiginn kannast við
að hafa setið í gægjunni og látið
vita ef einhver kom upp stéttina
til að versla í blómabúðinni. Búð-
arsíminn var stilltur „inn“ og út í
búð til skiptis. Heimilið og fyr-
irtækið var samtvinnað og það
var svolítið fullorðins að fá að
vera bak við búðarborðið, gera
smáviðvik, að ekki sé talað um
að fá að svara í símann og segja:
„Blómabúðin Runni, góðan dag.“
Seinna afgreiddi maður í búð-
inni, seldi jólatré, keyrði út pant-
anir, skrifaði reikninga og að-
stoðaði við skreytingar.
Stundum var brjálað að gera,
pantanir hrúguðust upp og sím-
inn hringdi látlaust. Þá fannst
manni amma alltaf halda góða
skapinu, pollróleg og fumlaus.
Það var gaman að fá að taka þátt
í þessu skipulagða kaosi.
Amma var dreyminn og róm-
antískur fagurkeri, full af
skemmtilegum andstæðum.
Sveitastelpa, blómakaupmaður,
borgardama. Hún töfraði fram
fallega blómvendi við hátíðleg
jafnt sem sorgleg tilefni, gerði
kransa, kistuskreytingar og
krossa. Hún talaði um liti og lita-
samsetningar, en hún talaði líka
um fegurð vorsins og næringu
sólarinnar og alla demantana
sína sem voru börnin og barna-
börnin. Hún var lífinu þakklát.
Hún elskaði ljóð, gull og glys og
stóra skartgripi, að gæða sér á
signum fiski, vestfirskum hnoð-
mör og hömsum. Hún raulaði
líka við útvarpið í eldhúsinu, tal-
aði við sjálfa sig þegar hún hélt
að enginn heyrði, þambaði lýsi af
stút, fékk sér smjör í teskeið
með börnunum, var í partíum
með unga fólkinu og fór upp-
stríluð í síðum kjól á frumsýn-
ingu í leikhúsinu. Kannski var
hún bóhem, en ekki viljandi. Það
var bara gaman að vera til.
Lára, Iðunn, Jóna, Örn
og Svanhildur.
Látin er í hárri elli heiður-
skonan Lára Hákonardóttir.
Lára fæddist á Patreksfirði og
ólst upp á Barðaströndinni, í
æsku blasti við henni Breiða-
fjörðurinn, stundum spegilslétt-
ur, en á tíðum úfinn og ógnvæn-
legur. Lára kaus þó að horfa á
spegilslétt hafið, eyjarnar ótelj-
andi og Snæfellsjökul í fjarlægu
suðri. Birtan og fegurðin tók sér
heimilisfesti í augunum og ekki
síst í sálinni á Láru. Hún geislaði
af fegurð og jákvæðum krafti
allt sitt líf. Henni hugnaðist ekki
bölmóður eða neikvætt hugarfar.
Þrátt fyrir væntumþykju við
heimahagana flutti Lára eins og
svo margir af hennar kynslóð til
Reykjavíkur. Þar kynntist hún
manninum sínum og þar er hægt
að tala um æskuást. Því var
sorgin stór þegar Lára missti
manninn sinn aðeins 46 ára göm-
ul. Þá voru á heimilinu fimm af
sex börnum þeirra hjónanna,
tvær yngstu stelpurnar á barns-
aldri. Lyndiseinkunn Láru var
þó ekki þeirrar gerðar að hún
gæfist upp, eða tregaði örlög sín.
Þrátt fyrir ógurlegt ger af von-
biðlum batt Lára ekki tryggð við
neinn karlmann. Hún hafði átt
sinn mann og hann var hennar
maður. Sjálf fór ég að koma á
heimili Láru eftir að hún var
orðin ekkja. Krakkarnir voru og
eru vinir mínir, þau eru afskap-
lega lífsglöð og það var stöðug
gleði og kátína á Hrísateig 1.
Ævinlega hrósaði Lára manni,
stundum fyrir útlitið og stundum
fyrir dugnað eða eitthvað þess
háttar. Henni var umhugað að
allar stelpur ættu sér sætan og
góðan kærasta og seinna að við
stelpurnar værum góðar við
mennina okkar. Það var gaman
að fá að fylgjast með Láru á
föstudögum þegar hún setti ein-
hverja af stelpunum sínum til að
annast blómabúðina og skrapp í
lagningu, fór svo á ball, oftast á
Hótel Sögu með vinkonu sinni. Í
ættum Láru af Barðaströndinni
er mikið langlífi, margir hafa náð
hundrað ára aldri og ég átti von
á því að hún yrði ein þeirra, en
hún kvaddi lífið 96 ára, allir
krakkarnir voru hjá henni síð-
ustu dagana og það ríkti virðing
og kærleikur allt um kring. Ég
þakka Láru fyrir að hafa tekið
mig inn í sinn faðm og votta
systkinunum á Hrísateig 1 sam-
úð og þakklæti fyrir vinskap og
trygglyndi.
Marta Ragnarsdóttir.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(Vald. Briem)
Nú er hún Lára mín farin, ég
var svo lánsöm að kynnast henni
fyrir fjórtán árum þegar ég
kynntist Sigurði syni hennar.
Lára bjó á Hrísateignum, sem
alltaf var kallaður Hrísó. Hrísó
var eins og menningarmiðstöð,
alltaf fullt við eldhúsborðið, mál
líðandi stundar voru krufin og
mikið hlegið.
Hún var jákvæð, gestrisin,
skemmtileg og mikill fagurkeri.
Það var gott að tala við Láru, ég
fann betur og betur eftir því sem
árin liðu hvað við áttum margt
sameiginlegt í lífinu. Lára bjó að
mikilli lífsreynslu og hefur það
örugglega gert hana að þeirri
manneskju sem hún var.
Ósjaldan kom ég við á Hrísó
eftir erilsaman vinnudag hjá mér
og alltaf fór ég kát og glöð frá
henni enda var hún mikill gleði-
gjafi. Hún hafði ákveðnar skoð-
anir á hlutunum sem kenndu
mér ýmislegt enda áttum við
mörg trúnaðarsamtöl sem ég
geymi í hjarta mínu.
Ég vil þakka elsku Láru fyrir
stundirnar í gegnum árin sem
við áttum saman og verður hún
ávallt mín fyrirmynd.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Konný.
Lára Fjeldsted
Hákonardóttir
✝
Ástkær sonur okkar, bróðir og barnabarn,
BJÖRGVIN ARNAR ATLASON,
lést á Barnaspítala Hringsins mánudaginn
26. ágúst.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtu-
daginn 5. september kl. 14.00.
Ásdís Arna Gottskálksdóttir,
Eyrún Arna Ásdísardóttir,
Atli Björgvin Oddsson, Kristín Anna Tryggvadóttir,
Nói Hrafn Atlason,
Gottskálk Ólafsson, Guðlaug Jónína Sigtryggsdóttir,
Oddur Sigurðsson, Olga Clausen.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓHANN BJARNASON
frá Suðureyri,
lést miðvikudaginn 21. ágúst á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði.
Útförin fer fram frá Suðureyrarkirkju
laugardaginn 31. ágúst kl. 14.00.
Kristín Björk Jóhannsdóttir,
Bjarni Jóhannsson, Bryndís Birgisdóttir,
Örvar Ásberg Jóhannsson, Helena Sigurjónsdóttir
og barnabörn.