Morgunblaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2013 ✝ Sveinn Guð-jónsson fæddist á Efri-Steinsmýri í Meðallandi 31. ágúst 1930. Hann lést 15. ágúst 2013. Foreldrar hans voru Guðjón Bjarnason, f. 1901, og Kristín Sveins- dóttir, f. 1902. Sveinn fluttist árið 1944 með for- eldrum sínum að Galtarholti á Rangárvöllum og síðan að Ux- ahrygg 1948. Hann tók við búi á Uxahrygg 1963, fyrst í sambýli við foreldra sína, og bjó þar til ævi- loka. Eftirlifandi eig- inkona Sveins er Elín Anna Antons- dóttir, f. 1937, frá Skeggjastöðum í Vestur-Landeyjum. Börn þeirra eru: Arndís Anna, f. 1956; Kristín, f. 1958; Guðjón, f. 1959; Unnur, f. 1960; og Gunnar, f. 1961. Útför Sveins fór fram í kyrr- þey. Elsku tengdapabbi. Þar kom að því að leiðir okkar skildi. Mikið áttum við góðar stundir saman, það var alltaf stutt í glensið hjá okkur og við töl- uðum alltaf á léttu nótunum. Þau eru ógleymanleg kvöldin þegar við fengum okkur jóla- köku með ískaldri mjólk beint úr tanknum áður en við fórum að sofa þegar ég bjó hjá ykkur Ellu. Það var tómlegt eftir að þú fórst frá Uxahrygg í sum- arbyrjun, fyrst á sjúkrahúsið á Selfossi og síðar á Kumbaravog. Að öðrum stöðum ólöstuðum var tekið vel á móti þér og okkur á Kumbaravogi og reyndi ég að koma eins oft og ég gat í heim- sókn til þín. Síðan varst þú fluttur til Reykjavíkur á 11E á Landspítalanum, orðinn mikið veikur. Ég man síðustu nóttina þegar við Gunnar sátum hjá þér og ég var ekkert syfjuð því ég var svo ákveðin í að eiga þessar síðustu stundir með þér. Elsku Sveinn, mikið þakka ég þér vel fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og að ég tali nú ekki um börnin okkar. Okkur þótti öllum svo vænt um þig. Guð geymi þig elsku Sveinn. Ég gleymi þér aldrei. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Þín tengdadóttir, Guðrún Ingadóttir. Glaður og reifur skyli gumna hver, uns sinn bíður bana. Hann Sveinn frændi minn á Uxahrygg er allur. Hann var mér ætíð afar kær frændi og minningar um líf okkar hrann- ast. Við vorum nágrannar. Hann var um tvítugt þegar ég fæddist en frá því ég man er hann mér í minni. Stór, sterkur en umfram allt hlýr og jákvæður. Sveinn og Ella byggðu sér bæ með afa og ömmu við Hóla- húsið, þar gerðist Sveinn bóndi og þar hafa þau Ella lifað með stórfjölskyldunni þar til nú að Sveinn er horfinn yfir móðuna miklu. Ég minnist Sveins sem góð- bóndans sem bjó fólki sínu og búfé bestu aðstæður, hins hjálp- sama víkings þegar mikið lá við, hins trausta vinar sem ætíð var til staðar ef á þurfti að halda Ég minnist Sveins þegar við sátum við eldhúsborðið á Ux- ahrygg og ræddum heimsmálin. Oftast tókst okkur að leysa þau að eigin dómi. Ungir innsigl- uðum við lausnirnar með kaffi- sopa frá Ellu og pípu eða vind- lingi. Í seinni tíð aðeins með sopanum, hlátri og hlýju. Allt frá bernsku minni ræddi Sveinn við mig sem jafningja. Það er list sem mörgum er ekki eiginleg, en það var hún Sveini sannarlega. Hann hafði trú á fólki og lét það í ljósi. Slíkir menn eru vandfundnir en nær- vera við þá gerir hvern mann betri. Ekki myndi endast dagurinn til að minnast allra góðra stunda með frænda mínum. Þó verð ég að geta daganna tveggja sem ég dvaldist á Ux- ahrygg snemmsumars í fyrra. Þá fórum við Sveinn meðal ann- ars í leiðangur suður á mýri. Við vorum tveir krabbakarlar, báðir orðnir dálítið stirðir, en óbeygðir í lundu, kátir, og litum lífið björtum augum. Gróandinn í algleymingi, mófuglarnir sungu, lambféð og hrossin dreifðu sér um hvanngræna haga og sól skein í heiði. Allt var gott. Bóndinn, frændinn og vinurinn skenkti mér af sínum djúpa þekkingar- og visku- brunni. Við rifjuðum upp löngu liðin atvik úr ævi okkar, margt mundi annar sem hinn hafði gleymt. Löngu gleymd örnefni lagði Sveinn í minni mitt. Og við komum að Kýrauga, þar sem mætast bæði hreppar og býli. Þangað var og förinni heitið. Við vorum heima en við okkur blöstu, handan stóra skurðarins, víðar lendur annarra bæja, ann- ars hrepps. Við nutum stund- arinnar báðir, ég þess að koma að Kýrauga í fyrsta sinn, frændi þess að fá tækifæri til að sýna mér. Þessi ferð varð okkar síðasta saman. Þegar á leið síðasta vet- ur fór að halla undan hjá frænda, en hann kvartaði ekki. Þá sjaldan við hittumst ræddum við heimsmálin sem fyrr og enn tókst okkur að leysa þau, þótt frændi væri nú greinilega sjúk- ur. Og nú hafa leiðir skilið að sinni. Sveinn er farinn yfir stóra skurðinn, kominn í hóp hinna bændanna af Bakkabæjunum, bændanna sem ræktuðu nú- tímann og breyttu býlunum úr kotum í stórbýli. Nú rækta þeir, heyja og temja á víðum lendum þar sem bæði raki og hlýja eru hæfileg svo aldrei verður upp- skerubrestur. Þar er áreiðan- lega beitt bæði Deutsum og Fergusonum. Við fjölskyldan sendum Ellu og fjölskyldu einlægar samúðar- kveðjur. Ég kveð kæran frænda með söknuði. Guðmundur Óli Sigurgeirsson. Það er undarlegt að meira en hálf öld sé liðin síðan fundum okkar Sveins bar fyrst saman. Ég var þá liðlega fermdur og við hittumst við smalamennsku og eftirlit með skepnum í mýr- inni en lönd jarðanna Strandar og Uxahryggjar liggja saman. Með okkur tókst strax vinskap- ur sem entist æ síðan. Sveinn varð einn af mínum bestu vinum og var einstaklega gott að leita til hans. Hann var ráðagóður og afar greiðvikinn. Hann var fljót- ur til verka og útsjónarsamur. Við áttum margar samveru- stundir þar sem við ræddum fóðrun, skepnuhald og margt fleira. Mál þróuðust þannig að með tímanum varð sjálfsagt, ef annar var að reka saman fé eða vinna önnur stærri verk tengd búskapnum, að hinn væri kom- inn til halds og trausts. Sveinn var glöggur á skepnur og gott að fá ráð hjá honum. Við vorum í símasambandi nánast á hverj- um degi og stundum oft á dag. Aldrei bar skugga á okkar vin- áttu og aldrei varð okkur sund- urorða. En Sveinn var ekki einn í sínu lífi. Við hlið hans stóð sem klettur í blíðu og stríðu eig- inkonan hans hún Elín eða Ella eins og hún var ævinlega kölluð. Sveinn bar mikla virðingu fyrir konu sinni og mat hana að verð- leikum. Þau voru mjög samrýnd hjón og gengu saman til verka og lagði Sveinn við hlustir þegar Ella lagði eitthvað til mála varð- andi búskapinn. Þau hjón eign- uðust fimm börn sem öll komust til manns. Börn Sveins og Ellu ásamt tengdabörnum og barna- börnum er myndarlegur hópur sem ekkert var of gott. Það eru forréttindi að fá að kynnast manni eins og Sveini Guðjónssyni. Ég og mitt heimili kveðjum góðan vin, þökkum samfylgdina og allar samveru- stundirnar. Við óskum eftirlif- andi eiginkonu og ættingjum öllum alls hins besta um ókomna daga. Gunnar Karlsson. „Þú kemur við í bakaleiðinni og segir fréttir.“ Með þessum orðum kvaddi Sveinn bóndi Guðjónsson mig ævinlega þegar ég leit til hans á Sjúkrahúsinu á Selfossi í sumar. Hann kvaddi mig ekki á þennan hátt í síðustu heimsókninni á Kumbaravogi heldur hélt í hönd mína stund- ina sem ég sat hjá honum. Lengst af þögðum við saman. Eftir þá heimsókn kom ég ekki oftar við í bakaleiðinni. En hvaða fréttir vildi Sveinn fá? Jú, hugurinn var ævinlega á heimaslóð. Hann vænti frétta af nágrönnum og vinum, frétta af heyskap, skepnuhaldi og öðru sem tengdist búskapnum sem og því sem efst var á baugi í Rangárþingi. Ég var barn að aldri þegar ég kynntist Sveini á Uxahrygg fyrst. Hann kom ríðandi heim að Króktúni og ég var látinn halda í hestana hans meðan hann gekk í bæinn og þáði veit- ingar. Hann var ævinlega vel ríðandi og í þessari bernsku- minningu var hann á stórum brúnum klárum. Þeir voru fyr- irferðarmiklir og mér stóð stuggur af þeim. Sem fullorðinn maður kynntist ég Sveini og konu hans Elínu og fjölskyld- unni. Sveinn var einstakur mað- ur. Hann var heill, traustur og örlátur, glettinn í sínum róleg- heitum, einstaklega greiðvikinn og sannur vinur vina sinna. Þess fengum við Kristrún og börnin okkar að njóta bæði fyrr og síð- ar. Sveinn er einn af velgjörð- armönnum mínum í þessu lífi. Sveinn var drjúgur bóndi. Hann bjó lengst af blönduðu búi og gætti þess að hafa yfirsýn yf- ir allt sem að búinu laut. Hann var glöggur og úrræðagóður. Hann var vel tækjum búinn og fljótur að endurnýja og fylgjast með nýjungum á því sviði. Hann var ævinlega með fyrstu bænd- um að hefja slátt og mjög áhugasamur og útsjónarsamur við heyskap. En Sveinn var ekki bara góður bóndi. Hann var ein- stakur mannræktandi. Það var unun að fá að fylgjast með sam- skiptum hans við börn og barnabörn þegar þau voru við bústörfin. Þau sem það vildu urðu strax ábyrgðarfullir þátt- takendur í búrekstrinum og ekkert til sem stundum er nefnt kynslóðabil. Ein mesta gæfa Sveins var að eignast einstakan lífsförunaut og í einni heimsókninni í sumar sagði hann við mig: „Mikið var ég nú seigur þegar ég náði í konuna mína og að hún skyldi vilja mig!“ Samvinna þeirra hjóna var einstök og gaman að verða vitni að samræðum þeirra. Börn þeirra bera for- eldum sínum fagurt vitni. Við Kristrún kveðjum kæran vin og sendum eiginkonu, börn- um og ástvinum öllum innilegar samúðarkveðjur. Daníel Gunnarsson. Sveinn Guðjónsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi minn. Núna ertu búinn að kveðja okkur en þú munt fylgja okkur í gegnum lífið og passa upp á okkur ásamt Lat. Þú eyðir líklegast ennþá dögunum með okkur, legg- ur þig eftir hádegismatinn í stólnum þínum og gáir til kinda. Ég vil þakka þér fyrir líf- ið sem þú gafst mér. Þú gafst mér það sem gaf lífi mínu tilgang. Ég elska þig með öllu mínu hjarta, ég veit ekki hvar ég væri án þín. Munið, sá sem situr í far- þegasætinu opnar hliðin. Afastelpan þín, Ragnheiður Elín. Hulda Runólfsdóttir fóstur- systir föður míns hefur nú kvatt þennan heim eftir langa og far- sæla ævi. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera tengd henni fjölskylduböndum og njóta sam- vista við hana alla mína tíð. Hulda var þannig gerð að hún var alltaf jafn góður vinur hvort sem ég í ófullkomleika mínum var í miklu sambandi við hana eða litlu. Hún var alltaf þarna kærleiksrík, traust, trú, skemmtileg og fagnaði mér allt- af jafnt eins og væri ég hennar eigin dóttir. Margar mínar björtustu minningar frá bernsku minni eru tengdar Huldu. Mínir bestu leikfélagar löngum stundum voru synir hennar tveir, Hjálm- ar og Óli. Hulda gaf sér alltaf tíma til að gera eitthvað skemmtilegt með okkur. Hún fór með okkur í göngutúra sem urðu alltaf að ævintýri. Hún gæddi umhverfið lífi, sagði okkur sögur sem tengdust því og settist með okk- Hulda Runólfsdóttir ✝ Hulda Runólfs-dóttir fæddist í Skarði í Gnúpverja- hreppi 6. apríl 1915. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykjavík 30. júlí 2013 Útför Huldu fór fram frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði 12. ágúst 2013. ur í litla laut og skapaði þar heilt ævintýri. Á kvöldin sagði hún okkur ævintýri og er mér sérstaklega minnis- stætt þegar hún sagði okkur ævin- týrin um Nilla Hólmgeirsson, eitt ævintýri á kvöldi. Ég man hvað ég var spennt að bíða eftir næsta ævintýri. Þetta eru dýrmætar minningar sem ég geymi og enginn getur tekið frá mér. Ég veit að miklu fleiri en ég eiga svipaðar minningar sem Hulda hefur skapað með sinni frjóu og skapandi hugsun, sagnasnilldinni og tilfinningunni fyrir að gera eitthvað skemmti- legt og eftirminnilegt. Ég veit líka að Hulda var virtur og dáður kennari og nem- endur hennar hafa margir hald- ið mikilli tryggð við hana. Hún kunni örugglega að kenna börn- um í gegn um leik. Ef námið er skemmtilegt og fullt af leikjum og ævintýrum þá rennur þekk- ingin inn í börn án nokkurrar áreynslu. Ég vil meina að hún hafi verið langt á undan sinni samtíð í frjóum og skemmtileg- um kennsluháttum. Með mikilli virðingu og þakk- læti kveð ég Huldu föðursystur mína og votta Hjálmari og Óla ásamt fjölskyldum þeirra inni- lega samúð. Elín Erna Steinarsdóttir. Ég vil í örfáum orðum minn- ast vinar míns og samstarfs- manns mannsins míns, Ævars R. Kvaran leikara, frá liðnum þjóðleikhúsárum. Ég var líka svo heppin að fá að kynnast lít- illega innviðum hlutanna hjá Robba og Stellu og sá meðal annars með mömmu minni æv- intýralegan garð sem þau áttu. Elsku Robbi minn, nú er komið að tímamótum, Guð veri með þér. Frjáls til góðra verka feigðin kallar eilífðin opnast Róbert Arnfinnsson ✝ Róbert Arn-finnsson fædd- ist í Leipzig í Þýskalandi 16. ágúst 1923. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 1. júlí 2013. Útför Róberts fór fram frá Graf- arvogskirkju 9. júlí 2013. englar birtast dauðinn heilsar kaldur tekur. Guð er nærri allt er hljótt þjáning hverfur í armi drottins líknar ljósið. Himneskur friður fullur kærleika ylríkur sefar einmana sál á framandi slóðum. Guð veri með þér í nýrri framtíð fjarri ástvinum en þó svo nærri í heimi andans. Farðu frjáls áfram veginn til góðra verka í eilífðarfaðmi um aldir alda. (JRK) Þín vinkona, Jóna Rúna Kvaran. ✝ Minningarathöfn um ÁSVALD BJARNASON frá Hvammstanga verður í Neskirkju í dag, fimmtudaginn 29. ágúst, kl. 13.00. Hann verður jarðsunginn frá Hvammstanga- kirkju föstudaginn 30. ágúst kl. 15.00. Gunnar Richarðsson, Þór Magnússon. ✝ Ástkær móðir, tengdamóðir og amma, EDDA PÁLSDÓTTIR, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands mánudaginn 26. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Geirlaug Geirdal, Kjartan Friðrik Adólfsson, Ása Geirdal, Þóra Geirdal, Páll Geirdal, Kolbrún Rut Pálmadóttir, Ævar Geirdal, Súsanna Antonsdóttir og barnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, móðursystir, amma og langamma, SVEINBJÖRG JÓNATANSDÓTTIR, Hvassaleiti 58, Reykjavík, lést miðvikudaginn 21. ágúst. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 30. ágúst kl. 15.00. Jónatan Ólafsson, Sigrún Sigurðardóttir, Loftur Ólafsson, Kristín Helga Björnsdóttir, Helga Torfadóttir, Anton Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeig- andi lið. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.