Morgunblaðið - 29.08.2013, Síða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2013
✝ ÁsvaldurBjarnason
fæddist í Kirkju-
hvammi í Vestur-
Húnavatnssýslu 23.
júní 1923. Hann lést
á Dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu
Grund 20. ágúst
2013.
Foreldrar hans
voru hjónin Bjarni
Þorláksson, f. 22.
september 1889 á Hvoli í Vest-
urhópi, d. 15. júní 1979, og Sig-
urbjörg Friðriksdóttir, f. 23.
desember 1893 á Tjörn á Vatns-
nesi, d. 26. ágúst 1971. Þau
bjuggu í Kirkjuhvammi og í Kot-
hvammi á Vatnsnesi en síðast á
Hann var lengst af verzl-
unarmaður við Kaupfélag Vest-
ur-Húnvetninga á Hvamms-
tanga en síðan starfaði hann við
Póst og síma á Hvammstanga og
annaðist þar póstafgreiðslu, en
eftir að suður kom starfaði hann
á skrifstofu Pósts og síma til
starfsloka.
Hinn 12. ágúst 1950 kvæntist
Ásvaldur Debóru Þórðardóttur
símstöðvarstjóra á Hvamms-
tanga, f. 24. nóvember 1910, d.
13. maí 2011. Foreldrar hennar
voru Þórður Sæmundsson skó-
smiður og símstjóri þar og kona
hans Guðrún K. Sveinsdóttir.
Þau Debóra voru barnlaus, en
hjá Debóru, og síðar Ásvaldi
einnig, ólst upp framan af Þór
Magnússon þjóðminjavörður.
Minningarathöfn um Ásvald
verður í Neskirkju 29. ágúst
2013 kl. 13, en útförin verður
gerð frá Hvammstangakirkju
30. ágúst 2013 kl. 15. Hann verð-
ur jarðsettur í Kirkjuhvammi.
Hvammstanga.
Dóttir þeirra, og
systir Ásvaldar, var
einnig Ingunn Elsa,
f. 7. september 1924
í Kirkjuhvammi, d.
1. september 1975 á
Hvammstanga, gift
Richarði Guðmunds-
syni bifreiðarstjóra
þar. Börn þeirra eru
Gunnar, Birna og
Rafn. Einnig átti
Bjarni dóttur, Ingibjörgu, f. 14.
nóvember 1908, dáin 19. nóv-
ember 1984, móðir hennar var
Sigurbjörg Pétursdóttir.
Ásvaldur nam á Reykjaskóla
og síðar við Samvinnuskólann í
Reykjavík og lauk þaðan prófi.
Ásvaldur Bjarnason andaðist
á Hjúkrunarheimilinu Grund þar
sem hann dvaldist síðustu árin,
eftir að heilsunni tók að hraka,
og þar dvaldist Debóra kona
hans einnig sín síðustu æviár.
Ásvaldur var lengst af andlega
hress og hélt vel minni sínu, en
líkamsþróttur þvarr smám sam-
an og síðustu misserin var hann
þrotinn að kröftum og þurfti dag-
lega umönnun, sem starfsfólk
Grundar annaðist af stakri prýði
og því var Ásvaldur innilega
þakklátur.
Þau Debóra Þórðardóttir
gengu í hjónaband árið 1950.
Aldursmunur var nokkur en
hjónaband þeirra og lífsferill ein-
kenndist af miklu ástríki og hlýju
og tillitssemi beggja.
Ég óst upp framan af á heimili
Debóru og foreldra hennar,
ömmu minnar og afa, og þótt ég
flyttist til móður minnar og
stjúpföður var ég lengi nyrðra á
sumrum. Þá kom Ásvaldur á
heimilið og þar varð þá mikil
breyting. Hann hófst brátt handa
við miklar lagfæringar og gagn-
gerða viðgerð gamla hússins,
sem hann vann sjálfur að veru-
legu leyti. Þá gerbreyttist aðbún-
aður allur og allt vildi hann til
betri vegar færa, enda var hann
bráðlaginn í höndum.
Þau Debóra fluttust til
Reykjavíkur árið 1970, bjuggu
fyrst á Reynimel 84, innréttaði
hann sjálfur íbúð þeirra þar og
eins síðari íbúð þeirra á Ála-
granda 27. Þau hjónin voru sam-
hent um alla hluti. Þau ferðuðust
allvíða meðan heilsa leyfði, bæði
innan lands og utan, og höfðu af
því mikla ánægju. Er heilsu De-
bóru tók að hraka annaðist Ás-
valdur heimilishald allt og fórst
það vel.
Ásvaldur sat í hreppsnefnd
Hvammstangahrepps um árabil,
og var oddviti hreppsnefndar um
tíma, sat einnig í sóknarnefnd.
Hann sóttist ekki eftir mannvirð-
ingum, en vann allt sem honum
var falið af nákvæmni og sam-
vizkusemi. Hann var mannblend-
inn og blandaði auðveldlega geði
við fólk, var léttur í lund og hafi
oft gamanyrði á vörum.
Helzta tómstundaiðja hans var
málanám, lagði einkum stund á
frönsku. Þetta var sjálfsnám af
bókum og löngum sat hann og las
og glósaði frönsku og hafði mikla
ánægju af.
Ég var að taka út þroskaárin
er Ásvaldur kom á bernskuheim-
ili mitt. Hann átti því þátt í,
ásamt mörgum fleirum, uppeldi
mínu. Mér er þakklæti í huga til
hans fyrir hlýju og góðvild í minn
garð og bið honum blessunar er
farinn er nú til annarra heim-
kynna, sem hann vissi sig hafa
fyrirheit um.
Þór Magnússon.
Elsku Ásvaldur frændi. Síð-
ustu daga hafa margar góðar
minningar komið upp í hugann
þegar við hugsum til þín og Díu
sem lést fyrir ekki svo löngu.
Heimsóknirnar til ykkar á Afla-
grandann voru oft skemmtilegar
og ávallt voru þar veglegar veit-
ingar á borðum. Það var gaman
að heyra þig hlæja og segja
skemmtisögur og áhugi þinn á
útlöndum og ferðum okkar systr-
anna á framandi slóðir var ávallt
mikill. Þú talaðir við okkur
Helgu spænsku og varst nokkuð
laginn við það en þó varstu dug-
legri við frönskuna en í henni
kunnum við ekkert. Þú spáðir
mikið í hina og þessa málfræði
sem við höfðum litla hugmynd
um en áhugi þinn á tungumálum
var aðdáunarverður og það að þú
varst að búa til þína eigin orða-
bók segir ýmislegt um það. Eftir
að þú fluttir á Grund sá maður
hvernig heilsu þinni hrakaði
smátt og smátt en samt varstu
alltaf svo ákveðinn í að ná upp
fyrri orku, fannst gott að fara í
sundleikfimi sem og aðra sjúkra-
þjálfun. En nú er sá tími kominn
að þú hefur kvatt þennan heim
fyrir fullt og allt og ert nú kom-
inn aftur til hennar Díu sem var
þinn sálufélagi og lífsförunautur.
Við kveðjum þig, elsku Ásvaldur
frændi, með söknuði og munum
minnast þeirra góðu stunda sem
við áttum saman. Hvíl í friði.
Þínar frænkur,
Elfa, Elsa, Hallbera og
Helga Gunnarsdætur.
Ásvaldur
Bjarnason
✝ Stefán Valdi-marsson fædd-
ist í Reykjavík 5.
september 1929.
Hann andaðist á
Hjúkrunarheim-
ilinu Skjóli 15.
ágúst 2013.
Foreldrar hans
voru Hólmfríður
Helgadóttir, f. í
Hvítanesi í Kjós 28.
júlí 1904, d. 11.
október 1995, og Valdimar Stef-
ánsson stýrimaður, f. á Álft-
ártungu á Mýrum 5. apríl 1896, d.
22. mars 1967. Systkini hans eru
Pétur, f. 1926, Fríða, f. 1936, og
Guðfinna Ebba, f. 1945.
Stefán kvæntist 25. febrúar
1955 Hafþóru Bergsteinsdóttur,
f. 28. október 1932, þau slitu sam-
vistir. Hennar foreldrar voru
Sesselía Sigurðardóttir og Berg-
steinn Á. Bergsteinsson. Börn
þeirra eru: 1) Kolbrún, f. 15. mars
1958, hún á fjórar dætur; Bryn-
dísi, f. 1975, Huldu Sif, f. 1981,
Þórhildi, f. 1986, og Ásu Kol-
brúnu, f. 1995, Ásmundsdætur og
fimm barnabörn. 2) Valdís, f. 18.
maí 1960, hún á eina dóttur, Ið-
unni Guðjónsdóttur, f. 1981. 3)
Valdimar, f. 18. maí 1967, hann á
fjögur börn, Jónas
Bjart, f. 1991, Heið-
ar Loga, f. 1991,
Maríu Veroniku, f.
2002, og Daníel
Stefán, f. 2004.
Stefán fæddist og
ólst upp í Vest-
urbænum og bjó
þar hálfa ævina.
Eftir hefðbundna
skólagöngu fór
hann að vinna ýmis
störf sem til féllu. Hann eign-
aðist vörubíl og rak hann í nokk-
ur ár, því næst fór hann til sjós
og sigldi sem háseti á skipum
Eimskips, fyrst á Reykjafossi og
seinna á Fjallfossi. 1957 fór hann
til náms í Þýskalandi hjá Baa-
derverksmiðjunni og eftir heim-
komu fór hann að vinna og gera
við fiskvinnsluvélar frá Baader,
fyrst í Reykjavík og svo vítt og
breitt um landið. Hann bjó um
tíma vegna vinnu sinnar á Ísa-
firði frá1974 til 1987 og seinna
einnig á Stokkseyri, ennfremur
vann hann fyrir mörg fyrirtæki á
Reykjanesinu meðan heilsa
leyfði.
Útför Stefáns fer fram frá
Fossvogskapellu í dag, 29. ágúst
2013, og hefst kl. 13.
Ég sá Stefán fyrst á „rekstr-
arsjón“ í Tjarnarcafé einhvern
tímann á árunum 1952-3. Þá vor-
um við táningarnir að byrja að
fara út á kvöldin til að dansa.
Hann kom í salinn í hópi félaga
sinna, og var auðséð að þar voru
Farmenn á ferð, glæsilegir og
flott klæddir strákar. Á þessum
tíma voru farmennirnir aðal-
kappar landsins.
Stebbi var þá að byrja að
draga sig eftir Hafþóru Berg-
steinsdóttur, sem síðar varð eig-
inkona hans. Þau voru glæsipar,
sem tekið var eftir alls staðar.
Næst liggja leiðir saman á
árinu 1958, þá er Stefán hættur
til sjós, giftur Hafþóru og búinn
að ráða sig í vinnu sem gæslu-
maður flökunarvéla hjá Bæjarút-
gerð Reykjavíkur. Ég hafði byrj-
að árið áður hjá
Baaderþjónustunni hf.
Þá hófst mjög náið samstarf á
milli okkar, sem þróaðist með ár-
unum yfir í mjög styrkan vin-
skap. Ég leitaði mikið til Stefáns
eftir ráðleggingum o.fl., þar sem
ég var algjör græningi í fisk-
vinnslumálum, vissi ekkert hvað
sneri upp eða niður þar.
Á þessum árum var vélvæðing-
in almennt að byrja í frystihús-
unum. Smátt og smátt urðu fyr-
irtækin meira og meira háð
vélunum, flakarar og flatnings-
menn týndu tölunni, ungir menn
leituðu ekki mikið í „fiskinn“.
Góðir vélgæslumenn voru eftir-
sóttir.
Stefán hættir svo hjá BÚR
1966 og setur á stofn lítið þjón-
ustuverkstæði á Nýlendugöt-
unni, ásamt Steingrími Gunnars-
syni rennismið, og fara þeir að
vinna fyrir fiskvinnslufyrirtækin
víðsvegar um landið.
Eitthvað held ég að tekjur hafi
verið gloppóttar, allavega ræður
hann sig til frystihúsanna á Ísa-
firði árið 1973. Þá var hjónabandi
hans og Hafþóru lokið, en þau
áttu þrjú börn saman, Kolbrúnu,
Valdísi og Valdimar, öll glæsileg
og mannvænleg börn.
Á þessum tíma var erfitt að
þjóna Vestfjörðunum, aðallega
vegna erfiðra samgangna. Ef
flökunarvél bilaði varð viðgerð
eða varahlutir að koma strax til,
annars voru mikil verðmæti í
hættu. Í samráði við frystihúsin á
Ísafjarðarsvæðinu flutti Stefán
þangað, aðallega til að geta þjón-
að þeim, óháð samgönguerfið-
leikum. Hann varð líka afgerandi
í því að kenna þeirra eigin starfs-
mönnum að viðhalda sínum vél-
um sjálfir.
Þetta varð nokkurra ára þró-
un, og aldrei metið sem skyldi.
En Stebba þótti gott að búa með-
al Vestfirðinga. Samt flutti hann
til baka til Reykjavíkur 1990,
enda ekki sama þörf fyrir hann
og áður.
Síðustu starfsárin þjónustaði
hann aðallega saltfiskverkendur
á Suðurlandi, við takmarkaða af-
komu.
Ýmislegt var brallað á þessum
langa tíma, bæði í vinnu og utan.
Við höfðum báðir gaman af að
veiða lax. Slarkið þá varð oft
skrautlegt, en aldrei nein vand-
ræði. Alltaf gaman og útiverunn-
ar notið við fallega á. Þetta voru
dásamlegir dagar.
Stebbi var einfari seinnipart
lífs síns, en var þó alltaf til í að
gleðjast og taka þátt í glaumi og
gleði, ef slíkt rak á fjörur. Svolítið
sveiflugjarn í skapi, en í eðli sínu
góðmenni, og vildi engum illt. Ég
heyrði hann aldrei tala illa um
nokkurn mann, en hann átti það
til að gera góðlátlegt grín að sam-
ferðamönnum sínum. Sögumaður
góður. Oft lyftum við glösum í
tíma og ótíma.
Aldrei ræddum við heimilislíf
okkar, en ég held að hann hafi
saknað mikið fjölskyldu sinnar.
Ég er þakklátur fyrir góð áhrif
frá mínum vini, samúðarkveðjur
til Hafþóru og barnanna.
Ásgeir Hjörleifsson.
Stefán
Valdimarsson
✝ Jóhannes Pét-ur fæddist í
Reykjavík 11. júlí
1971. Hann lést á
sjúkrahúsi í Óðins-
véum eftir erfið
veikindi 13. ágúst
2013.
Foreldrar hans
voru Davíð Jóhann-
esson gullsmiður
og Sigríður Sig-
urjónsdóttir.
Fyrstu árin bjuggu þau í Reykja-
vík en síðar fluttist Jóhannes
ásamt móður sinni til Húsavíkur
þar sem hann ólst upp ásamt
móður, stjúpföður, hálfsystur
sinni Mörtu og þremur stjúp-
systkinum, þeim Dröfn, Bjarna
og Sigurði. Samfeðra systkin Jó-
hannesar eru Karl Gústaf, María
Guðfinna og Aldís Gyða.
Jóhannes gekk í skóla á Húsa-
vík en síðar fór hann til náms í
Iðnskólanum í Reykjavík en Jó-
hannes hafði ákveðið að læra
gullsmíði hjá afa sínum, Jóhann-
esi Leifssyni. Á þeim tíma
kynntist hann Geirþrúði Þórð-
ardóttur, sem síðar
varð eiginkona
hans, og eignuðust
þau tvo syni, þá
Davíð, sonur hans
er Léo og Þórð.
Jóhannes varð
fljótt góður gull-
smiður og bauðst
honum starf í Dan-
mörku og ákváðu
þau hjónin að fyt-
jast til Danmerkur
ásamt sonum sínum og starfaði
hann við gullsmíði í nokkur ár.
Geirþrúður og Jóhannes slitu
samvistir. Síðar kynntist Jó-
hannes danskri stúlku, Heidi, og
eignuðust þau eina dóttur, So-
fíu.
Jóhannes var mikill tónlistar-
unnandi og starfaði heima við
upptökur og tónlist með nokkuð
vel þekktum einstaklingum í
greininni, enn fremur samdi
hann tónlist sjálfur. Síðustu ár
bjó Jóhannes í Danmörku.
Útför Jóhannesar fer fram
frá Digraneskirkju í dag, 29.
ágúst 2013, kl. 15.
Elsku Jói bróðir, mig langaði
svo að minnast þín og senda þér
fallega bæn. Takk fyrir allar
stundirnar sem við áttum saman,
takk fyrir að vera stóri bróðir
minn og megi Guð og allir hans
englar vaka yfir þér.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér.
Því veit mér feta veginn þinn
og verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson)
Þín systir,
María.
Við andlátsfregn þína,
allt stöðvast í tímans ranni.
Og sorgin mig grípur,
en segja ég vil með sanni,
að ósk mín um bata þinn,
tjáð var í bænunum mínum,
en Guð vildi fá þig,
og hafa með englunum sínum.
Við getum ei breytt því
sem frelsarinn hefur að segja.
Um hver fær að lifa,
og hver á svo næstur að deyja.
Þau örlög sem við höfum hlotið,
það verður að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð,
við lútum að frelsarans vilja.
Þó sorgin sé sár,
og erfitt er við hana að una.
Við verðum að skilja,
og alltaf við verðum að muna,
að Guð hann er góður,
og veit hvað er best fyrir sína.
Því treysti ég nú,
að hann geymi vel sálina þína.
Þótt farin þú sért,
og horfin ert burt þessum heimi.
Ég minningu þína,
þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína, ég bið síðan
Guð minn að styðja,
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Halldóra Jónsdóttir)
Elsku Jói minn, ég þakka þér
fyrir þau þrettán ár sem ég fékk
að eiga þig að vini.
Ég mun ég sakna hlátursins,
hjartahlýju og glaðværðar þinnar
um ókomin ár.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Guðlaug Bjarnþórsdóttir
(Gulla).
Jóhannes Pétur
Davíðsson
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
BORGHILDUR SVANLAUG
ÞORLÁKSDÓTTIR
frá Veiðileysu,
sem lést á deild 3B, Hrafnistu, Hafnarfirði,
föstudaginn 23. ágúst, verður jarðsungin frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn
30. ágúst kl. 13.00.
María Sveinbjörnsdóttir, Steen Jörgensen,
Trausti Sveinbjörnsson,
Margrét Ólöf Sveinbjörnsdóttir, Þórir Steingrímsson,
Ásta Sveinbjörnsdóttir,
Ólöf Þóra Sveinbjörnsdóttir,
Erla Sveinbjörnsdóttir, Grétar Páll Stefánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐRÚN ALDA HELGADÓTTIR,
verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju
föstudaginn 30. ágúst kl. 14.00.
Helgi Ívarsson, Ingibjörg H.W. Guðmundsdóttir,
Kjartan Þór Helgason,
Gunnar Örn Helgason,
Ómar Vignir Helgason, Edda Linn Rise,
Guðrún Alda Helgadóttir, Lúðvík Kristjánsson,
langömmubörn og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar
systur okkar, mágkonu og frænku,
GERÐAR ANTONSDÓTTUR,
Hlíf 2,
Ísafirði.
Guðný Antonsdóttir,
Vilhjálmur Antonsson, Elísabet Pálsdóttir,
Erla Pálsdóttir
og fjölskyldur.