Morgunblaðið - 29.08.2013, Side 36

Morgunblaðið - 29.08.2013, Side 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2013 Þegar ég kveð gamlan vin leitar á hugann minningin frá unga aldri frá fótboltaleikjum á íþróttavellinum á Akureyri, þar sem gat að líta vaskan ungling- inn á kantinum. Ég þekkti þá þennan fótboltakappa ekkert, þótt kynni hafi verið snemma með Svanbirni og Snæbirni frænda mínum. Það er ekki fyrr en löngu síðar, þegar Svanbjörn er orðinn rafveitustjóri, að kynni okkar hófust fyrir alvöru. Það var þegar nokkrar rafveitur sem kölluðu sig RUR-veitur tóku sig saman um þróun hug- búnaðar fyrir reikningagerð og fjárhag veitnanna. Svanbjörn var einn af forsvarsmönnum RUR-hópsins (Rafveitur utan Reykjavíkur) og samvinna þró- aðist í tengslum við að ég vann við þetta verkefni. Samvinna sem síðar átti eftir að aukast mjög og vaxa. Svanbjörn stóð fyrir fyrsta tölvustjórnkerfi Raf- veitu Akureyrar og aðstoðaði hann eftir föngum við hönnun þess og uppsetningu. Þar með urðum við ferðafélagar á fagleg- um nótum en einnig persónu- legum svo sem í Portúgal og Texas í tengslum við þetta kerfi. En minnisstæðast úr þessu sam- starfi öllu er líklega ferð okkar á orkuráðstefnuna í Curitíba í Brasilíu og síðan var hringnum lokað með ógleymanlegri heim- sókn á stærsta fótboltaleikvang- inn Maracana í Ríó de Janeiro. Svanbjörn, eða Lúlli eins hann Svanbjörn Sigurðsson ✝ Svanbjörn Sig-urðsson, kall- aður Lúlli, fæddist í Ásgarði í Gler- árþorpi 1. janúar 1937. Hann lést á heimili sínu 18. ágúst 2013. Útför Svan- björns fór fram frá Akureyrarkirkju 27. ágúst 2013. var kallaður, var tryggur og heil- steyptur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann lét sig t.d. ekki muna um að koma fljúg- andi frá Akureyri sérstaklega til að samfagna mér í út- gáfuteiti djassgeis- ladisks og halda ræðu. Ógleymanleg er líka flugferð út Eyjafjörðinn og síðan heimsókn á Flugsafnið á Akureyri þar sem við Áslaug nutum einstaklega góðrar leið- sagnar. Fyrir þetta allt vil ég þakka. Jafnframt vil ég biðja fyrir innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar, þar sem dvöl á erlendri grundu kemur því miður í veg fyrir að ég geti fylgt vini mínum til grafar. Megi minningin um góðan dreng lifa. Egill Benedikt Hreinsson. Mér finnst eins og ég hafi alltaf þekkt hann. Ef til vill þekkti ég hann frekar lítið. Hann var ekki að trana sér fram, hafa hátt eða láta á sér bera. Hann var í félagsskap flottra ungra manna af norð- urbrekkunni; úr Brekkugötunni, Klapparstígnum og þar í kring. Þegar við strákarnir litlu úr Helgamagrastrætinu byrjuðum að renna okkur á skíðum frá Brekkugötunni og niður á íþróttavöll voru Lúlli, Moni og Héddi þar á skíðum. Þeir voru rosalega góðir á skíðum. Þeir létu mig og félaga minn sitja á skíðunum hjá sér. Annar var framan á og hinn aftan á. Svo renndu þeir sér niður brekkuna og niður á völl, með okkur sem farþega. Þetta var sport. Svan- björn Sigurðsson, eða Lúlli, eins og hann var kallaður, var þarna í félagi við góða menn sem hann hélt sambandi og vináttu við fram til þess síðasta. Ég er viss um að það hefur verið gott að eiga hann sem vin. Það er ekk- ert víst að hann hafi endilega talað mikið. Enda þurfa vinir líka að kunna að þegja saman. Lúlli kom ýmsu í verk á sinni ævi. Hann var til dæmis góður á skíðum. Hann menntaði sig vel. Stofnaði góða og fallega fjöl- skyldu sem hann studdi af al- hug. Hann starfaði við það sem hann lærði. Sinnti sínum áhuga- málum. Eitt þeirra var flug, hvort sem það var svifflug eða vélflug. Hann smíðaði og gerði upp flugvélar ásamt vinum sín- um og félögum. Svo flaug hann þegar tími gafst. Hann fékk ótrúlegan áhuga á því að stofna flugsafn á Akureyri. Það var líkt honum. Þá varð ekki aftur snú- ið. Hann fór og hitti menn, og talaði við menn, og konur líka auðvitað. Á ótrúlega skömmum tíma var hann búinn að fá megnið af því sem þurfti til að kaupa hús og setja upp fyrsta vísi að flugsafni á Akureyri. Svo varð það hús of lítið. Þá þurfti að fara af stað aftur og hitta menn og konur. Það stoppaði hann ekkert í þessu hjartans máli. Nú er Flugsafn Íslands orðið að veruleika og löngu búið að sanna sig. Þá er Lúlli að fara í sína lengstu flugferð og mun svífa milli fallegra skýjabólstra og horfa niður til okkar hinna, sem getum dáðst að dugnaði hans og þrautseigju við að koma upp glæsilegu húsi utan um Flugsafn Íslands. Hann gekk í gegnum skin og skúrir eins og flestir aðrir. Þegar við unnum saman um tíma í flugsafninu átti fjölskylda Lúlla erfiðan tíma. Hann helgaði sig því máli eins og hann tók á öðrum málum. Það varð að gera þetta, og þá var gengið í það. Svo varð hann sjálfur fyrir því að veikjast al- varlega. Hann talaði ekki um það nema vera spurður, og hann hafði fá orð um það. Jæja Lúlli minn, nú er að spenna beltin og fara yfir tékk- listann áður en farið er í loftið. Við félagarnir í Flugsafni Ís- lands þökkum þér samfylgdina. Fljúgðu á Guðs vegum. Fyrir hönd Flugsafns Íslands, Gestur Einar Jónasson. Í dag kveðjum við frumkvöðul í íslenskri flugsögu. Svanbjörn Sigurðsson var einn af forsvars- mönnum að stofnun Flugsafns Íslands á Akureyri, fram- kvæmdastjóri þess, stjórnarfor- maður og síðast en ekki síst einkaflugmaður. Svanbjörn var sannur Akur- eyringur, fæddur árið 1937 og alinn upp á Brekkunni, hann var hægur, kurteis, fámáll. Svan- björn hafði óbifandi trú og ástríðu fyrir flugi allt frá unga aldri til dauðadags. Hann er gott dæmi um hvernig ástríðan getur gripið mannfólkið. Á efri árum, þegar tími gafst frá hversdags amstri, stundaði Svanbjörn nám í svifflugi og síð- ar einkaflugi til einkaflugmanns- réttinda frá Flugskóla Akureyr- ar. Hann var virkur í Vélflugfélagi Akureyrar, með- limur í Svifflugfélagi Akureyrar og Experimental Aircraft Asso- ciation í Bandaríkjunum. Svan- björn gat svalað sköpunarþörf sinni og lét drauminn um að smíða sér sína eigin flugvél ræt- ast. Ekki lét hann duga að smíða eina flugvél heldur tvær, þetta vann hann í félagi við aðra. Ég, undirritaður, kynntist Svanbirni best þegar stofnun Flugsafnsins var í undirbúningi, en það var árið 1994 sem fyrstu hugmyndir og umræður um safnið hófust. Undirritaður og Svanbjörn hófu þá vegferð í bjartsýniskasti. Óhætt er að segja að flug og varðveisla flug- sögu Íslendinga hafi verið hans líf og yndi. Svanbjörn var kynd- ilberi þess verkefnis og afrakst- urinn er hið glæsilega Flugsafn okkar Íslendinga á Akureyrar- flugvelli. Hér á vel við máltækið „Margir vildu Lilju kveðið hafa“ og ótrúlegt til þess að hugsa að hugmyndin um Flugsafn Íslands á Akureyri þótti fáránleg og fundu flestir henni allt til for- áttu. En nú er öldin önnur. Svanbjörn hafði allt til að bera í þetta stóra verkefni sem stofnun flugsafns var. Hann hafði til að bera óþrjótandi áhuga, sannfæringarkraft, var fastur fyrir, að auki þekkti hann alla innviði kerfisins mæta vel. Þarna var því réttur maður á réttum stað. Um Svanbjörn var sagt af þeim sem hann leitaði bónar hjá að ef ekki beinlínis var sagt nei við hann þá túlkaði hann það alltaf sem já. Eins og allir gera sér grein fyrir þá eiga ástríðumenn mikið undir skilningi fjölskyldu sinnar komið. Eftirlifandi eiginkona Svanbjörns, Margerete, stóð oft- ar en ekki við hlið manns síns er mikið stóð til og studdi hann með ráðum og dáð. Það er þakk- arvert. Ég vil hér með, bæði fyrir hönd Vélflugfélags Akureyrar og fyrir mína hönd, þakka fyrir þann tíma sem við áttum með Svanbirni, einnig þökkum við hans ómetanlega vinnuframlag í þágu íslenskrar flugsögu. Við sendum fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum henni gæfu um ókomna framtíð. Fyrir hönd Vélflugfélags Ak- ureyrar, Kristján Víkingsson formaður. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Gisting Hótel Sandafell, Þingeyri auglýsir Gisting og matur. Erum með 2ja herb. orlofsíbúð til leigu. Verið velkomin. Hótel Sandafell Sími 456 1600.                                     Snyrting Spænskar gæðasnyrtivörur, fram- leiddar úr náttúrulegum hráefnum og eru fyrir alla daglega umhirðu húðar. Fjölbreyttar vörur sem henta allri fjölskyldunni. Sjá nánar í netversluninni: www.babaria.is Geymslur Ferðavagnageymsla Borgarfirði Geymum tjaldvagna, fellihýsi, hjól- hýsi, báta og fleira í upphituðu rými. Gott verð. Sími 499 3070. E-mail solbakki.311@gmail.com Sumarhús Rotþrær, vatnsgeymar og alvöru moltugerðarkassar Rotþrær og siturlagnir. Heildarlausnir - réttar lausnir. Vatnsgeymar frá 300 til 50.000 lítra. Lindarbrunnar. Borgarplast.is Mosfellsbæ. S. 561 2211. Eignarlóðir Til sölu í landi Kílhrauns á Skeiðum, 50 mínútna akstur frá Reykjavík. Landið er einkar hentugt til skógrækt- ar, falleg fjallasýn. Uppl. Hlynur í s. 824 3040. Festu þér þinn sælureit í dag Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bókhald N.P. þjónusta. Tek að mér bókhald-, endurútreikninga og uppgjör. Uppl. í s. 861 6164. Þjónusta Draugasetrið Stokkseyri www.veislusalur.is veislusalurinn@gmail.com Bílaþjónusta ✝ Egill Stef-ánsson fæddist í Bolungarvík 25. ágúst 1950. Hann lést 9. ágúst 2013. Foreldrar hans voru Sigrún Sig- urðardóttir og Stefán Vilhjálms- son. Í nóvember 1971 kvæntist hann Ólafíu Hafdís- ardóttur og eign- uðust þau þrjú börn: 1) Önnu Magneu, gift Ómari Ara og eiga þau börnin Eygló, Guðna Má, Elmar Darra og Arnar Frosta. 2) Guðna Má, kvæntur Þórunni Ýri og eiga þau börnin Sigríði, Elías Guðna, Einar Óla, Erni Frey, Ellen Lísbet og Egil Þór og eitt barnabarn, Elenu Guð- nýju. 3) Maríu Dröfn. Átta ára gamall fluttist Egill með fjölskyldu sinni til Reykjavík- ur og bjó þar til dauðadags fyrir ut- an fjögur ár í Sví- þjóð þar sem hann bjó eftir að hann eignaðist sína eigin fjölskyldu. Egill starfaði lengst af sem sjómaður en vann einnig í bygg- ingarvinnu allt þar til hann slasaðist í vinnuslysi ár- ið 1979. Egill var brautryðjandi í starfsemi SEM-samtakanna og lyfti grettistaki þegar hann setti af stað söfnun til húsbyggingar fyrir fólk í hjólastólum. Einnig var hann veiðimaður mikill og sýndi veiðum og fótbolta mikla athygli allt til dauðadags. Útför Egils fór fram 16. ágúst 2013. Mig langar að minnast tengdaföður míns, Egils Stefáns- sonar, í hinsta sinn. Egill hefur verið stór hluti af lífi mínu í rúma tvo áratugi en það var í raun ekki fyrr en við andlát hans sem ég sá skýrt hversu mikið stórmenni hann var. Ég hef reyndar alltaf dáðst að dugnaði hans, lífsgleði og elju. Árið 1979 varð hann fyrir vinnuslysi sem lamaði hann fyrir neðan brjóst. Ástríki eiginkonu hans gerði honum kleift að taka virkan þátt í daglegu lífi og upp- eldi barna sinna, leiðbeina þeim og vera til staðar fyrir þau og barnabörnin sem á eftir komu. Þrátt fyrir að vera uppá aðra kominn með dagleg verk, eins og að klæðast og hátta og allt það sem okkur flestum þykir sjálf- sagt að geta gert, var hann alltaf glaður, glettinn og kátur, hann hafði einstaka lund og gott geð. Þegar ég sat við dánarbeð hans áttaði ég mig á þvílíkt æðruleysi honum hafði hlotnast á lífsleið- inni. Aldrei heyrði maður hann vorkenna sjálfum sér en nokkr- um sinnum sagðist hann þó vera orðinn þreyttur og endrum og sinnum vaknaði hann örlítið dap- ur en það var þegar hann vakn- aði upp af ljúfum draumum þar sem hann var gangandi eða hlaupandi um, depurðin staldraði þó aldrei lengi við og hann þakk- aði bara forsjóninni fyrir að hann dreymdi sig yfirleitt ekki gang- andi ef hann á annað borð dreymdi sjálfan sig. Hann reynd- ist barnabörnunum sínum hins besti afi og félagi, hann hafði gaman af að sprella í þeim stórum sem smáum og hann lét sig varða um allt sem viðkom til- vist þeirra. Hann gekk undir nafnbótinni afskiptafræðinginn mikli, því hann hafði skoðun á öllu og lét þær óspart í ljós hvort sem um var beðið eða ekki. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir þær stundir sem hann tók á móti eldri börnunum mínum eftir skóla og frístundir, þá áttu þau dýrmætar stundir með afa sínum sem aldrei verða af þeim teknar. Hann kenndi okkur sem eftir lifum svo ótal,ótal margt, börnin mín muna búa að því alla tíð að taka engu sem sjálfsögðum hlut og það hef- ur kennt þeim margt að hafa átt afa í hjólastól. Þau voru ávallt boðin og búin til að vera afa sín- um innan handar og létta undir með ömmu sinni ef hún þurfti að bregða sér af bæ eða bara til að leyfa henni að hvíla sig frá amstri dagsins. Ég veit að afi þeirra var bæði þakklátur og stoltur af þeim öllum. Minning Egils Stef- ánssonar, tengdaföður míns, mun lifa í mér og fjölskyldu minni og vonandi verður lífsgleði hans, æðruleysi og þrautseigja okkur öllum hvatning og fyrir- mynd um ókomna tíð. Áminning um að taka á hverjum þeim bugðum sem lífið hefur uppá að bjóða með æðruleysi og hlátri og muna að uppgjöf hefur ekkert að segja í því útspili sem lífið færir okkur en með reisn getum við fengið að njóta og vera þátttak- endur í því sem gott er. Þvílík gjöf að hafa fengið að kynnast slíkum manni og hafa fengið að ganga með honum öll þessi ár. Þvílík forréttindi að hafa fengið að upplifa slíkt æðruleysi og slík- an lífsneista og gleði í aðstæðum sem væru okkur flestum ofviða. Elsku Egill. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Þín elskandi tengdadóttir, Þórunn Ýr Elíasdóttir. Egill Stefánsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.