Morgunblaðið - 29.08.2013, Qupperneq 40
40 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2013
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ert á báðum áttum um það
hvort þú eigir að bjóða í ákveðinn hlut. Dá-
læti þitt á fallegum stöðum og hlutum vex
til muna.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert að springa úr krafti og bjart-
sýni á framtíðina og ekkert fær stöðvað
þig. Reyndu að líta sem best út og láttu
ekkert verða til að skyggja á gleði þína.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Ögrun af þinni hálfu gæti komið
þér í klandur. Sestu nú niður og farðu
vandlega í gegnum málin og þá mun renna
upp fyrir þér ljós sem bendir þér á lausn-
ina.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Oft leitum við sannleikans langt yf-
ir skammt. Farðu á staði sem þú hefur ekki
áhuga á. Og mundu að oft er í holti heyr-
andi nær.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það skiptir engu hvort þú hefur rétt
eða rangt fyrir þér – bara að þú trúir. Allt í
einu er umburðarlyndi og samúð ofarlega á
listanum hjá þér.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þér er mikið niðri fyrir og þarft
nauðsynlega að fá útrás fyrir tilfinningar
þínar. Sýndu þolinmæði og fylgdu þeim eft-
ir í rólegheitunum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú getur búist við miklu álagi í starfi í
dag. Hvernig væri að blanda geði, fara í
partí, daðra og njóta þess að vera sam-
vistum við aðra.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ert meistari dægrastytting-
arinnar sem er frábært þegar þér leiðist
(þótt sjaldan sé). Ef þér finnst gengið á
hlut þinn þá er það örugglega rétt hjá þér.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert ekki eins og þú átt að
þér og ættir að vera heiðarlegur við
sjálfa/n þig og aðra. Reyndu að koma eigin
málum í lag.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Ást og leikur eru þér efst í huga
í dag. Gefðu þér því tíma til að kryfja málin
til mergjar. Einhver gerir þér greiða sem þú
kannt mjög vel að meta.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Allar aðstæður hafa sínar slæm-
ur hliðar. Vinnufélagarnir velta því fyrir sér
hvort til sé nokkuð sem þeir geta ekki.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú átt það til að greina hlutina í
öreindir. Þú hefur átt erfitt með að einbeita
þér í vinnunni að undanförnu og þarft að
beita þig meiri aga. Illu er best af lokið.
Það er illt að varast ritvillur,þegar maður kann vísur utan
að. Þannig misritaðist í Vísnahorni
á þriðjudag „hestur“ fyrir „hund-
ur“ í einu tilbrigðanna við ljósmynd
Rax af Landmannaafrétti, en auð-
velt er að lesa í málið. Rétt er erind-
ið svona:
Þar sem þjóðin í þúsund ár
reyndi að þrauka og gætti síns fjár
engin svöng sést þar kind á svarthvítri
mynd
aðeins sandauðnir, hundur og klár.
Ólafur Stefánsson skrifar á Leir-
inn 25. ágúst, morguninn eftir
Menningarnótt:
Nú rís af beði rósafingruð Gyðja
og réttir hönd að þreyttu jarðarbarni
sem í alla nótt var úti á lífsins hjarni
og enginn til að leiða það né styðja.
Horfinn er úr lofti glasaglaumur,
gamlir dansar hættir eru að óma.
Augað fangar flösku græna, tóma,
freklega er hausinn sár og aumur.
Því sver við allt að sækja ei slíka
gleði,
(sílikon fer illa í hröðum dansi).
Af ósiðum er alþýðunni vansi,
við enda dags er sálarheill að veði.
(end of the day)
Ármann Þorgrímsson skrifar:
Svona er að eldast:
Truflast geð og tapast aur
treysta varla nokkrum má
mér líður eins og ljósastaur
sem löngu er búið að slökkva á.
Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir
tilbrigði við sama stef:
Ég var áður glæstur gaur
en glöp og ellin seig á:
ég líkist gömlum ljósastaur
sem loðinn hundur meig á.
Þessi vísa kallast á við limru
Kristjáns Karlssonar:
Ég festi ekki blíðan blund
fyrir bölvaðri rökfestu um stund.
Loks tókst mér að sofna,
fann samhengi rofna
og símastaur pissaði á hund.
Sem aftur rifjar upp fyrir mér
þessa vísu eftir Jóhann Magnús
Bjarnason (vona að ég muni hana
rétt!):
Úti við gangstétt reifst hundur við hund
með helvítis óskapar læti.
Og þar kom Jón Bjarnason þéttur í lund
og þokaði ei hendi eða fæti.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af þreyttu jarðarbarni,
símastaur og hundi
Í klípu
„ÉG HEF VERIÐ LÁTINN HANGA ÁN ÞESS
AÐ FÁ BORGAÐ Í ÞRJÁ DAGA.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„TÖLURNAR SÝNA AÐ ÞAÐ ERU 68% MINNI
LÍKUR Á AÐ STÆRRI LÖMPUNUM VERÐI
STOLIÐ.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vilja byrja alveg
upp á nýtt.
ÁRA
BRÚÐKAUPS-
AFMÆLI
ÞAÐ GETUR VERIÐ MJÖG
HÆTTULEGT AÐ KLIFRA
UPP ÞENNAN STIGA!
ERTU MEÐ STIGA
INNI SEM VIÐ
GETUM NOTAÐ?
AHH! ÞETTA TRÉ FÉLLNÆSTUM ÞVÍ Á MIG! ÉG ER EKKERT SMÁHEPPINN KÖTTUR,
HA, JÓN?
JÓN?
Víkverji tók sig til um daginn ogbauð fjölskyldunni upp á gamla
kvikmynd eftir Alfred Hitchcock í
heimabíóinu. Myndin heitir Vertigo
eða Svimi og er með James Stew-
art og Kim Novak í aðalhlut-
verkum. Stewart er lögreglumaður,
sem neyðst hefur til að setjast í
helgan stein vegna þess að loft-
hræðsla hefur gert honum ókleift
að sinna skyldustörfum. Gamall
kunningi skýtur upp kollinum og
fær hann til að taka að sér að fylgj-
ast með konu sinni, sem virðist
ekki ganga heil til skógar. Víkverja
fannst myndin hin mesta skemmt-
un. Hitchcock var hugmyndaríkur
leikstjóri og í þessari mynd beitir
hann ýmsum brögðum til þess að
hafa áhrif á áhorfandann. Vitaskuld
ber myndin, sem er frá sjötta ára-
tug liðinnar aldar, því vitni að þá
var tími tölvubrellnanna ekki runn-
inn upp. Víkverja fannst það frekar
kostur en galli. Það vakti hins veg-
ar athygli Víkverja að ungviðinu í
fjölskyldunni fannst myndin hæg,
jafnvel langdregin.
x x x
Á tölvuöld duga engin vettlinga-tök, hlutirnir verða að ganga
hratt fyrir sig. Mótsögnin er þó sú
að á tímum hraðans verða kvik-
myndir alltaf lengri og lengri og
teygja sig margar hátt á þriðja
tímann. Hringadróttinssaga var
sögð í þremur myndum sem voru
vel rúmir tveir tímar hver og þurfti
þó ýmsu að sleppa. Hobbitinn er
smásaga í samanburði, en þó dugir
ekki minna en þrjár myndir til að
afgreiða þá bók og sú fyrsta var í
það minnsta engin stuttmynd. En
þar eru brellurnar við völd.
x x x
Hitchcock kom oftast fram ímyndum sínum, stuttlega þó.
Þegar á leið ferilinn voru áhorf-
endur farnir að bíða þess í eft-
irvæntingu að hann skyti upp koll-
inum. Fannst honum þetta draga
athygli frá söguþræðinum og var
því farinn að koma fram snemma
til að áhorfendur gætu einbeitt sér
að því sem máli skipti. Ingrid
Bergman lék í nokkrum Hitchcock-
myndum. Hún lýsti honum vel þeg-
ar hún sagði að hann væri sóma-
bóndi, sem framleiddi gæsahúð.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Hallelúja. Lofa þú Drottin, sála mín.
(Sálmarnir 146:1)