Morgunblaðið - 29.08.2013, Síða 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2013
Viðamikil landslagsinnsetning Bryn-
hildar Þorgeirsdóttur, „Mynd-
heimur“, var afhjúpað við hátíðlega
vígsluathöfn nýrrar hverf-
ismiðstöðvar í Alingsås í Svíþjóð í
gær. Verkið vann Brynhildur að
hluta í samstarfi við skólabörn í
hverfinu en það samanstendur af
þremur skúlptúrum auk 23
„Krakkasteina“.
Í viðtali lýsti Brynhildur þessu
viðamikla verkefni þannig: „Á torg-
inu sem er þarna við skólana set ég
þrjá tengda skúlptúra sem eru um
og yfir metri á hæð hver. Af einum
fellur foss, lækur af öðrum og loks er
tjörn á þeim þriðja. Ég vísa þarna í
japanskar kenningar um garðinn,
þar sem verkin mynda þríhyrning
og standa fyrir grunnþættina mann-
inn, himininn og jörðina.
Svo er ég með fjall þar skammt
frá, sem er tveir og hálfur metri á
hæð … Ég er aldrei að endurskapa
náttúru heldur vinn ég eins og nátt-
úran,“ sagði hún.
Í ávarpi sem Brynhildur flutti við
vígsluna í gær þakkaði hún þeim
sem völdu sig til verksins, að gera
sér kleift að vinna að sínum eft-
irlætis viðfangsefnum, list í almenn-
ingsrými og kennslu. „Að skapa list
fyrir almenningsrými er eins og að
byggja hús og að mörgu þarf að
hyggja,“ sagði hún. „Opinber lista-
verk á að líta á sem sjálfsagðan hlut,
þau eru jafn nauðsynleg og súrefni;
ef það skortir þá líður okkur illa.“
Náttúruverk Brynhildur Þorgeirsdóttir með gestum við hluta innsetning-
arinnar. „Opinber listaverk á að líta á sem sjálfsagðan hlut,“ segir hún.
„Eins og náttúran“
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Það er mikill munur á því að
stjórna ungmennasveit sem þessari
og sinfóníuhljómsveit sem skipuð er
atvinnumönnum,“ segir hljómsveit-
arstjórinn Kirill Karabits þegar
hann fær sér sæti, sveittur en bros-
mildur, að lokinni langri æfingu með
I, Culture-hljómsveitinni í Gdansk í
Póllandi. Hljómsveitin, sem skipuð
er 100 ungum hljóðfæraleikurum frá
sjö löndum í Austur-Evrópu, er
þessa dagana á tónleikaferð um sex
lönd og kemur fram í Eldborgarsal
Hörpu í kvöld. Einleikari á tónleik-
unum er hin 26 ára gamla Khatia
Buniatishvili, píanóleikari frá
Georgíu, sem hefur skotist hratt upp
á stjörnuhimininn.
Karabits er aðalstjórnandi Sinfón-
íuhljómsveitarinnar í Bournemoth
og hefur vakið umtalsverða athygli
fyrir skarpa stjórn víða um lönd.
Hann útskýrir muninn á að vinna
með ungmennasveit sem þessari og
atvinnumönnum. Með sveit sem
þessari séu í raun engin mörk, hvað
framfarir varði, á meðan aðeins sé
hægt að ná ákveðið langt í því að
koma hugmyndum stjórnanda í
gegn þegar atvinnusveit á í hlut,
enda sé þá oft aðeins æft í tvo daga
fyrir hverja tónleika.
„Það er hægt að ná frábærri út-
komu með ungmennasveit. Þegar
maður vinnur með hljómsveitinni í
tíu daga í æfingabúðum, eins og hér,
er hægt að ýta sveitinni býsna langt.
Það er spennandi áskorun.“
Þetta er þriðja árið sem I, Culture
sveitin er starfrækt. 600 hljóðfæra-
leikarar á aldrinum 18 til 28 ára, í
Póllandi, Hvíta-Rússlandi, Úkraíu,
Moldóvíu, Georgíu, Aserbaídsjan og
Armeníu, sóttu um að vera með og
100 voru valdir úr hópnum. Um
helmingur hljóðfæraleikaranna hef-
ur leikið áður með hljómsveitinni en
Karabits segir sum vera að leika
með stórri hljómsveit í fyrsta skipti.
„Það er áskorun að reyna að við-
halda þessum ferskleika,“ segir
hann og gestir á æfingum sveit-
arinnar finna vel hvað hópurinn er
spenntur og hrífst þegar vel tekst til
á erfiðum stöðum í tónverkunum.
„Ég hef áður unnið með ung-
mennasveitum og hef alltaf notið
þess,“ segir stjórnandinn. „En það
fer langur tími í verkefnið, nærri
mánuður með tónleikaferðinni. En
ég vissi strax að þetta yrði áhuga-
vert. Ég þekki bakgrunn þessa
fólks, sem er frá ólíkum lýðvelda
fyrrverandi Sovétríkjanna. Þetta er
minn heimur, ég ólst upp í þessu
kerfi austurs og vesturs. Ég fæddist
í Austur-Evrópu en starfa nú í vestr-
inu; ég þekki muninn á hugarfarinu
og afstöðunni til hlutanna. Ég veit
líka hvernig á að ná árangri í báðum
þessum heimum.“
Heillandi blanda
Karabits segir tónlistarmenn-
inguna vera gjörólíka í austri og
vestri. Á Vesturlöndum leiti fólk allt-
af að fullkomnun í leiknum og fram-
úrskarandi árangur á því sviði er tal-
inn mikilvægur, á meðan góður
árangur þykir vissulega mikilvægur
í Austur-Evrópu en er ekki jafn mik-
ið forgangsatriði. „Hér eru tilfinn-
ingarnar sem settar eru í tónlistina
mikilvægari en mér finnst mikilvægt
að hafa sitt lítið af hvoru. Hér vinna
með okkur frábærir kennarar, sem
flestir eru frá Englandi, og þeir vita
hvernig á að ná góðum árangri í
hljómsveit á stuttum tíma. Mér
finnst þetta vera heillandi blanda.“
Þegar Karabits er spurður að því
hvort ekki sé mikilvægt að vera þol-
inmóður við ungu hljóðfæraleik-
arana, þá játar hann því. Og hann
segir gaman að vinna með þeim.
„Stundum getur maður jafnvel
látið eins og kjáni án þess að vera
dæmdur hart fyrir,“ segir hann og
glottir. „Sem ungur stjórnandi í
heimi atvinnuhljómsveita fer maður
gegnum langt ferli þar sem sífellt er
verið að fella yfir manni dóma, hljóð-
færaleikararnir taka mann út. Ég
viðurkenni að með þessu unga fólki
get ég verið afslappaðri á sviðinu, ég
„Hjörtu
okkar slá
í takt“
I, Culture-ungsveitin leikur í Hörpu í
kvöld undir stjórn Kirills Karabits
Morgunblaðið/Einar Falur
Reynsla „Ég þekki bakgrunn þessa fólks sem er frá ólíkum lýðveldum fyrrverandi Sovétríkjanna. Þetta er minn
heimur, ég ólst upp í þessu kerfi austurs og vesturs,“ segir stjórnandinn Kirill Karabits um hljóðfæraleikarana.
Einbeiting „Við lærum gríðarlega mikið hér á hverjum degi,“ sagði einn
fiðluleikarinn í I, Culture-sveitinni eftir æfingu með Karabits í Gdansk.
Stofnað
Fæst eingöngu í
Nýtt
á Íslandi
Fyrirbyggjandi
lúsasjampó
Gotitas de Oro - Anti-Lice Shampoo
Fyrirbyggjandi lúsasjampó fyrir börn.
Virk samsetning innihaldsefna ver hárið
og hársvörðinn og kemur í veg fyrir lúsasmit án
þess að valda óþægindum né ertingu.
Afar milt en öflugt sjampó.
Fyrir venjulegan hárþvott.
Inniheldur ekki eitur- né skordýraefni.