Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.9. 2013
Matur og drykkir
B
erglind Guðmundsdóttir bauð nokkrum vinum með sér
í síðsumarslautarferð. Um hádegisbil hittust þau í
Björnslundi í Norðlingaholti og Berglind lét smárign-
ingu ekki hafa áhrif á boðið. Þess í stað kom hún
nokkrum regnhlífum fyrir yfir veisluborðinu og hópurinn var
vel klæddur.
„Já, ég fer oft í lautarferðir og er sömuleiðis mjög dugleg
að bjóða heim í mat. Við fengum logn þennan dag svo að
veðrið hafði engin áhrif. Þessir réttir henta mjög vel til að
taka með í málsverð utandyra, eru einfaldir og þægilegir,“
segir Berglind. Hún segir að það geri litina í réttunum sér-
staklega fagra að hafa þá innan um náttúrugrænkuna.
Berglind hefur vakið mikla athygli fyrir facebooksíðu sína
Gulur, rauður, grænn & salt þar sem hún deilir uppskriftum
sínum og matreiðsluaðferðum. Þetta heimilislega framtak hef-
ur undið upp á sig og Berglind hyggur á útgáfu matreiðslu-
bókar.
Réttirnir sem Berglind reiddi fram voru hver öðrum girni-
legri og einfaldir í framreiðslu. Silungaréttinn hefur hún gert
ótal sinnum áður. „Sigurður, eiginmaður minn, er mikill veiði-
maður og eyðir ófáum stundum í ánni á sumrin. Þegar hann
er að veiða fyrir norðan lætur hann silunginn í reyk á
Skútustöðum, sem gefur fiskinum alveg einstakt bragð. Ég
bíð alltaf spennt eftir að fá fiskinn í hendurnar og þetta er
rétturinn sem ég útbý um leið. Hann hentar frábærlega sem
forréttur eða sem smáréttur á hlaðborð, jafnvel með smávegis
rjómaosti eða sýrðum rjóma og maltbrauði. Pítubrauðin eru
þá mun hollari en hefðbundið snakk og ekki síðri hvað bragð-
ið varðar. Þá má geta þess að eftirrétturinn, ostakaka í
krukku með karamellusósu, lætur gesti stynja af ánægju.
Karamella og ostakaka eiga einstaklega vel saman.“
Huggulegheit, hlýr trefill og yljandi sopi.
GÓMSÆTIR SMÁRÉTTIR
Lautarferð
í rigningu
* „Karamella og ostakaka eiga einstaklega vel saman.“
Gestir í lautarferð frá vinstri:
Melkorka Árný Kvaran, eigandi
Kerrupúls, Berglind Guðmundsdóttir
sjálf, Sigurður Þór Snorrason, fjár-
málastjóri hjá Tiger í Noregi, Kjartan
Hjálmarsson flugumferðarstjóri og
Fanney Karlsdóttir, sérfræðingur í
samfélagsábyrgð hjá Símanum.
BERGLIND GUÐMUNDSDÓTTIR LÆTUR EKKI
NOKKRA DROPA ÚR LOFTI AFTRA SÉR FRÁ AÐ
FARA Í LAUTARFERÐ MEÐ VINUM SÍNUM. HÚN
BAUÐ UPP Á NOKKRA LÉTTA OG GÓMSÆTA RÉTTI.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Lagt á borð og regnhlífar spenntar upp.
1 mangó, skorið í litla teninga
2 tómatar, smátt skornir
1 rauðlaukur, smátt skorinn
1 jalapeño, smátt skorið
2 hvítlauksrif, pressuð
2 msk ferskt kóríander, saxað
safi úr 2 lime
salt
6 pítubrauð
2 tsk. kúmín
rifinn ostur
2 dósir sýrður rjómi
Blandið saman í skál mangó, tómötum, lauk, jalapeno, hvít-
lauk, kóríander, safa af lime og salti. Geymið. Hitið ofninn í
150°C. Skerið pítubrauðið í sundur og síðan í tígla. Raðið
þeim á smjörpappír á ofnplötu og penslið lítillega með olíu
og stráið kúmíni yfir. Bakið þar til flögurnar eru orðnar
stökkar eða í 5-10 mínútur. Stráið rifnum osti yfir flög-
urnar og bakið í um 10 mínútur til viðbótar eða þar til
osturinn er bráðinn.
Blandið saman í skál sýrðum rjóma, safa úr 1 lime og
saltið.
Raðið flögunum á disk, setjið salsa yfir þær og loks sýrð-
an rjóma.
Þessi réttur vakti mikla lukku í lautarferðinni, ferskur og fallegur.
Pítunachos með mangósalsa
½-1 flak reyktur silungur
kapers
½-1 rauðlaukur, smátt skorinn
smáólífuolía
½ sítróna
1 búnt steinselja, söxuð
salt og pipar eftir smekk
Skerið fiskinn í þunnar sneiðar og raðið á disk.
Dreifið rauðlauknum yfir fiskinn og því næst kap-
ers. Hellið smá ólífuolíu yfir. Kreistið sítrónu yfir
fiskinn og endið á að dreifa steinselju yfir allt. Berið
fram með sítrónusneiðum.
Nóg af kapers og rauðlauk er dreift yfir silunginn.
Reyktur silungur
með góðgæti