Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.9. 2013 Matur og drykkir B erglind Guðmundsdóttir bauð nokkrum vinum með sér í síðsumarslautarferð. Um hádegisbil hittust þau í Björnslundi í Norðlingaholti og Berglind lét smárign- ingu ekki hafa áhrif á boðið. Þess í stað kom hún nokkrum regnhlífum fyrir yfir veisluborðinu og hópurinn var vel klæddur. „Já, ég fer oft í lautarferðir og er sömuleiðis mjög dugleg að bjóða heim í mat. Við fengum logn þennan dag svo að veðrið hafði engin áhrif. Þessir réttir henta mjög vel til að taka með í málsverð utandyra, eru einfaldir og þægilegir,“ segir Berglind. Hún segir að það geri litina í réttunum sér- staklega fagra að hafa þá innan um náttúrugrænkuna. Berglind hefur vakið mikla athygli fyrir facebooksíðu sína Gulur, rauður, grænn & salt þar sem hún deilir uppskriftum sínum og matreiðsluaðferðum. Þetta heimilislega framtak hef- ur undið upp á sig og Berglind hyggur á útgáfu matreiðslu- bókar. Réttirnir sem Berglind reiddi fram voru hver öðrum girni- legri og einfaldir í framreiðslu. Silungaréttinn hefur hún gert ótal sinnum áður. „Sigurður, eiginmaður minn, er mikill veiði- maður og eyðir ófáum stundum í ánni á sumrin. Þegar hann er að veiða fyrir norðan lætur hann silunginn í reyk á Skútustöðum, sem gefur fiskinum alveg einstakt bragð. Ég bíð alltaf spennt eftir að fá fiskinn í hendurnar og þetta er rétturinn sem ég útbý um leið. Hann hentar frábærlega sem forréttur eða sem smáréttur á hlaðborð, jafnvel með smávegis rjómaosti eða sýrðum rjóma og maltbrauði. Pítubrauðin eru þá mun hollari en hefðbundið snakk og ekki síðri hvað bragð- ið varðar. Þá má geta þess að eftirrétturinn, ostakaka í krukku með karamellusósu, lætur gesti stynja af ánægju. Karamella og ostakaka eiga einstaklega vel saman.“ Huggulegheit, hlýr trefill og yljandi sopi. GÓMSÆTIR SMÁRÉTTIR Lautarferð í rigningu * „Karamella og ostakaka eiga einstaklega vel saman.“ Gestir í lautarferð frá vinstri: Melkorka Árný Kvaran, eigandi Kerrupúls, Berglind Guðmundsdóttir sjálf, Sigurður Þór Snorrason, fjár- málastjóri hjá Tiger í Noregi, Kjartan Hjálmarsson flugumferðarstjóri og Fanney Karlsdóttir, sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá Símanum. BERGLIND GUÐMUNDSDÓTTIR LÆTUR EKKI NOKKRA DROPA ÚR LOFTI AFTRA SÉR FRÁ AÐ FARA Í LAUTARFERÐ MEÐ VINUM SÍNUM. HÚN BAUÐ UPP Á NOKKRA LÉTTA OG GÓMSÆTA RÉTTI. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Lagt á borð og regnhlífar spenntar upp. 1 mangó, skorið í litla teninga 2 tómatar, smátt skornir 1 rauðlaukur, smátt skorinn 1 jalapeño, smátt skorið 2 hvítlauksrif, pressuð 2 msk ferskt kóríander, saxað safi úr 2 lime salt 6 pítubrauð 2 tsk. kúmín rifinn ostur 2 dósir sýrður rjómi Blandið saman í skál mangó, tómötum, lauk, jalapeno, hvít- lauk, kóríander, safa af lime og salti. Geymið. Hitið ofninn í 150°C. Skerið pítubrauðið í sundur og síðan í tígla. Raðið þeim á smjörpappír á ofnplötu og penslið lítillega með olíu og stráið kúmíni yfir. Bakið þar til flögurnar eru orðnar stökkar eða í 5-10 mínútur. Stráið rifnum osti yfir flög- urnar og bakið í um 10 mínútur til viðbótar eða þar til osturinn er bráðinn. Blandið saman í skál sýrðum rjóma, safa úr 1 lime og saltið. Raðið flögunum á disk, setjið salsa yfir þær og loks sýrð- an rjóma. Þessi réttur vakti mikla lukku í lautarferðinni, ferskur og fallegur. Pítunachos með mangósalsa ½-1 flak reyktur silungur kapers ½-1 rauðlaukur, smátt skorinn smáólífuolía ½ sítróna 1 búnt steinselja, söxuð salt og pipar eftir smekk Skerið fiskinn í þunnar sneiðar og raðið á disk. Dreifið rauðlauknum yfir fiskinn og því næst kap- ers. Hellið smá ólífuolíu yfir. Kreistið sítrónu yfir fiskinn og endið á að dreifa steinselju yfir allt. Berið fram með sítrónusneiðum. Nóg af kapers og rauðlauk er dreift yfir silunginn. Reyktur silungur með góðgæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.