Morgunblaðið - 25.09.2013, Síða 8

Morgunblaðið - 25.09.2013, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2013 Vefþjóðviljinn hraunar iðulegayfir rökleysur. Síðasta veg- ferð hans snýr að Gálgahrauni:    Það eráberandi í fréttum að Íslensk Nátt- úra, sem á sama afmæl- isdag og Óm- ar Ragnarsson, og fleiri menn, sem nefna sig Hraunavini, eru mjög reiðir út í Vegagerðina. Reiðin er vegna þess að Vegagerð- in lætur ekki stöðva framkvæmdir við vegalagningu í og við Gálga- hraun, þrátt fyrir að deila um framkvæmdina sé komin til dóm- stóla. Það væri skemmtilegt ef það væri rétt að mönnum bæri að stöðva framkvæmdir á meðan dómsmál eru um þær.    Ef það væri rétt myndi Vef-þjóðviljinn eiga erfitt með að stilla sig um að fara í mál og krefjast þess að Ríkisútvarpinu yrði lokað, þar sem hlutdrægni þess bryti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þessu fylgdi auðvitað krafa um að útsend- ingum yrði hætt þar til niðurstaða kæmi í málið.    Það er skiljanlegt að Vegagerð-in láti ekki stöðva fram- kvæmdir þótt andstæðingar henn- ar leiti réttar síns. Það er einnig skiljanlegt að Vegagerðin vilji ekki beygja sig fyrir þeim sem ætla að taka sér réttinn með valdi, svo sem með því að leggjast fyrir vinnutæki. Vegagerðin verður auðvitað að halda áfram þeim framkvæmdum sem hún hefur verið látin hefja. Ákvörðun um að stöðva þær þyrfti að koma annars staðar frá. Yfirmaður Vegagerð- arinnar er Hanna Birna Kristjáns- dóttir samgönguráðherra. Ákvörð- un um að stöðva framkvæmdir í og við hraunið yrði að koma frá henni, en ekki embættismönnum hjá Vegagerðinni.“ Gálgahúmor? STAKSTEINAR Veður víða um heim 24.9., kl. 18.00 Reykjavík 8 skýjað Bolungarvík 7 skýjað Akureyri 6 léttskýjað Nuuk 5 skúrir Þórshöfn 7 skýjað Ósló 12 léttskýjað Kaupmannahöfn 13 léttskýjað Stokkhólmur 7 léttskýjað Helsinki 7 léttskýjað Lúxemborg 20 heiðskírt Brussel 20 heiðskírt Dublin 16 þoka Glasgow 15 alskýjað London 21 heiðskírt París 22 heiðskírt Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 15 skýjað Berlín 12 súld Vín 19 léttskýjað Moskva 7 skúrir Algarve 22 léttskýjað Madríd 32 heiðskírt Barcelona 25 léttskýjað Mallorca 26 léttskýjað Róm 23 heiðskírt Aþena 25 heiðskírt Winnipeg 17 léttskýjað Montreal 12 léttskýjað New York 16 heiðskírt Chicago 18 heiðskírt Orlando 25 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 25. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:21 19:19 ÍSAFJÖRÐUR 7:26 19:24 SIGLUFJÖRÐUR 7:09 19:07 DJÚPIVOGUR 6:50 18:48 Tækifæri í september Kæli- og frystiskápur KG 36VNW20 Hvítur. Orkuflokkur A+. „crisper- Box“-skúffa. Hljóðlátur. H x b x d: 186 x 60 x 65 sm. Tækifærisverð: 99.900 kr. stgr. (Fullt verð: 129.900 kr.) Uppþvottavél SN 45D201SK 12 manna. Fimm kerfi. Tímastytting þvottakerfa. „aquaStop“-flæðivörn. Tækifærisverð: 99.900 kr. stgr. (Fullt verð: 139.900 kr.) Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is Helga Árnadótt- ir hefur verið ráðin fram- kvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar og hefur störf hinn 1. desember næstkomandi. Hún tekur við af Ernu Hauks- dóttur sem gegnt hefur starfinu frá stofnun samtakanna árið 1998 en hún sagði starfi sínu lausu ný- lega. Helga er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með meist- arapróf í fjármálum frá Háskól- anum í Reykjavík. Helga starfaði hjá VR frá árinu 2008 þar af síðustu 3 árin sem framkvæmdastjóri félagsins. Helga starfaði hjá Icelandair á ár- unum 1996-2007 í ýmsum stjórn- unarstöðum, m.a. sem for- stöðumaður Vildarklúbbs Icelandair, sölustjóri Icelandair á Íslandi og deildarstjóri áætlunar- og eftirlitsdeildar Icelandair. Helga er varaformaður stjórnar Framtakssjóðs Íslands og hefur setið í ýmsum stjórnum og nefnd- um, m.a. í stjórn Icelandair hótela 2003-2005. Nýr fram- kvæmda- stjóri SAF Helga Árnadóttir Á gervihnattamynd sem tekin var sunnudaginn 22. september má sjá hvernig veturinn hefur breitt út faðm sinn yfir mestallt landið nema rétt svo suðvesturhorn þess. Virðist sem snjórinn komi úr norð- austri og breiði sig hægt og rólega yfir landið. Stutt er þó síðan langhlýjast var að tiltölu um landið austanvert í ágústmánuði og var hiti 0,4 stigum ofan við meðaltal ágústmánaða síðustu tíu ár. Ef marka má veðurspá næstu daga lítur út fyrir að rigna muni á flesta landsmenn. Á einstaka stöðum gæti þó komið slydda þegar nær dregur helgi. Sumarið þótti tilkomulítið á höf- uðborgarsvæðinu en höfuðborg- arbúar geta þó huggað sig við það að veturinn er ekki enn kominn á suðvesturhornið. Veturinn færir sig yfir landið úr austri Gervitunglamynd/Veðurstofa Íslands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.