Morgunblaðið - 25.09.2013, Side 11
Ljósmynd/Stefán Hörður Biard
Vinnan Inga Lára Gylfadóttir nýtur þess að fljúga um loftin blá í starfi sínu sem flugmaður hjá Icelandair.
er efnahagsumhverfið oft flókið og
ýmiss konar hagsveiflur í framtíð-
inni sem gott er að henda reiður á.
Inn um annað og út um hitt
Rætt hefur verið um hvort efla
þurfi fjármálalæsi ungs fólks, til
dæmis með því að kenna hagfræði í
grunnskólum. Tilraunaverkefni
hafa til dæmis verið gerð í Haga-
skóla í Reykjavík og voru nem-
endur sem þátt í þeim tóku al-
mennt ánægðir. Enn sem komið er
fer ekki mikið fyrir kennslu um
hagkerfið nema helst hjá þeim sem
kjósa að fara í sérstakar viðskipta-
eða hagfræðideildir í framhalds-
skólum. Þess vegna má ætla að al-
menn þekking á hagfræðihugtökum
sé fremur lítil.
„Þegar ég byrjaði í náminu fór
mér að finnast frekar skrítið að
maður þekkti hugtökin en vissi
ekkert um þau. Maður hafði heyrt
þau og talið sig hafa meiri skilning
og meiri þekkingu á þessu heldur
en raun bar vitni. Vísitölur, verð-
bólga, landsframleiðsla, við-
skiptajöfnuður og fleira sem maður
hefur heyrt. Oft fór þetta inn um
annað og út um hitt. Það sem í
raun og veru fékk á mig var að
hafa verið í skóla heillengi og að
aldrei á nokkrum tímapunkti í
náminu hafði verið komið inn á
þessa þætti sem við erum að eiga
við og heyrum dags daglega. Mér
fannst svolítið seint að ég væri að
læra þetta þarna,“ segir Inga Lára.
Ekki ráð við svefnleysi
Víða á spássíum bókarinnar
eru litlir fróðleiksmolar sem brjóta
lesturinn upp. Fyrsta íslenska hag-
fræðiritið er til dæmis kynnt og
hlutverk Grikkja í orðasmíð hag-
fræðinnar skýrt. „Mig langaði til að
fólk gæti lesið þetta og haft gaman
af líka. Þannig að þetta yrði ekki of
þurrt efni sem yrði gott á nátt-
borðið við svefnleysi.“ Sennilega er
lítil hætta á að bókin muni gegna
því hlutverki. Ingu Láru virðist hér
hafa tekist að gera hagfræðina
skemmtilega og ekki spilla þar fyr-
ir skoplegar myndir listamannsins
Höllu Kristínar Einarsdóttur sem
setja svip sinn á bókina. Útgáfu-
félagið Guðrún gaf bókina út með
styrk frá efnahags- og við-
skiptaráðuneytinu.
Aðgengileg Í bók Ingu Láru er hag-
kerfið útskýrt á einfaldan hátt.
„Þegar ég byrjaði að
skrifa bókina hafði ég
það sem útgangspunkt
að skrifa nákvæmlega
um það sem ég vildi að
mér hefði verið sagt.“
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2013
Sushi nýtur æ meiri vinsælda hér á landi sem annars staðar á
Vesturlöndum. Sushiveitingastaðir hafa sprottið upp og sushi
er komið á heimilismatseðilinn.
Sushi er japanskur réttur sem samanstendur af súrsuðum
hrísgrjónum með grænmeti, kjöti og/eða fiski, sem er þá yf-
irleitt hrár. Flestir vita að í fiski má finna sníkjudýr eða orma,
en færri vita að þessir ormar geta sýkt menn séu þeir lifandi
þegar fisksins er neytt. Til að komast hjá sýkingu af völdum
orma er nauðsynlegt að frysta þann fisk sem ætlunin er að
nota í sushi. Sé fiskurinn frystur við -20°C þarf frystingin að
standa í sólarhring, í það minnsta, svo tryggt sé að ekki leynist
lifandi sníkjudýr í honum.
Þá geta hrísgrjónin reynst mönnum skaðleg sé ekki rétt
staðið að matreiðslunni. Af akrinum bera hrísgrjón með sér ör-
verur sem sumar hverjar eru sjúkdómsvaldandi og er hættan
meiri í tilfelli hýðishrísgrjóna en þeirra sem hafa verið afhýdd.
Þessar örverur þrífast vel við stofuhita, þ.e.a.s. hitastig sushi
þegar það er borið fram. Hins vegar eru sushigrjónin súrsuð
og kemur sýran í veg fyrir að flestar örverur dafni. Að sýra
grjónin rétt og eins fljótt og unnt er eftir suðu verður því eitt
af lykilatriðum þess að gera gott sushi, hvort heldur litið er til
heilnæmis eða gæða. Nánari leiðbeiningar um heilnæma fram-
leiðslu á sushi má finna á vef Matvælastofnunar: www.mast.is.
Sigrún Ólafsdóttir, matvælafr. hjá Matvælastofnun.
Örugg matvæli – allra hagur
Heilnæmt sushi án sníkjudýra
Morgunblaðið/Eggert
Sushi Sannarlega afar gómsætur og vinsæll matur.