Morgunblaðið - 25.09.2013, Side 14
VIÐTAL
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Óhætt er að segja að aðstæður til
hreindýraveiða hafi verið krefjandi
þegar Sigurður Aðalsteinsson veiði-
meistari fór við fjórða mann á
hreindýraveiðar á Kollseyrudal á
fimmtudag í liðinni viku, daginn áð-
ur en veiðitímabilinu lauk. Töluvert
hafði snjóað, fennt hafði yfir læki og
illfært var um svæðið fyrir farar-
tæki. Það kom sér því vel að þeir
gátu flutt skrokkinn af hreindýrskú
á snjóþotu í stað þess að burðast
með hana um eins kílómetra leið.
Hlutverkunum var snúið við.
Kýrin var þriggja til fjögurra
vetra gömul og væn, um 45 kíló eða
svo. Sigurður, sem er leið-
sögumaður á hreindýraveiðum,
lagði ekki til þotuna heldur höfðu
veiðimennirnir tekið hana með sér
til þessara nota. Þotan er í stærra
lagi og fylgdi sögunni að hún væri
smíðuð af Promens á Dalvík og
væri sérhönnuð fyrir Kaldbaks-
ferðir.
Sigurður fer með veiðimenn á
veiðar á veiðisvæðum 1 og 2 sem ná
frá Vopnafirði og Héraðsflóa í
norðri til Vatnajökuls í suðri. Innan
svæða 3-9 eru austfirsku firðirnir
og víkurnar, allt suður fyrir Höfn í
Hornafirði.
Dýrin héldu sig norðarlega
„Það hefur gengið á öllu, þetta
hefur verið svolítið erfitt,“ segir
Sigurður um veiðitímabilið. Sig-
urður gerir út frá Vaðbrekku í Jök-
uldal og það olli honum erfiðleikum
að á svæði 1, sem er nyrsta svæðið,
héldu hreindýrin sig einkum norð-
arlega á svæðinu; við Vopnafjörð, á
Þistilfjarðarafrétti og víðar þar um
slóðir. Það hafi því verið tímafrekt
að koma sér á veiðislóð.
Fremur fá hreindýr hafi verið á
svæði 2, en innan þess er m.a. Hér-
að, þar til líða fór á tímabilið.
Það hafi bakað veiðimönnum
mikil vandræði að hreindýraveiðar
innan Vatnajökulsþjóðgarðs hafi
ekki verið leyfðar fyrr en 15. ágúst
en annars staðar eru hrein-
dýraveiðar leyfðar frá 1. ágúst.
Fram til 15. ágúst hafi því ekkert
verið að fá á svæði 2, því öll dýrin á
svæðinu héldu sig innan þjóðgarðs-
ins. Sigurður segir að þessi ákvörð-
un sé afar misráðin og ekki í sam-
ræmi við það sem lagt var upp með
þegar þjóðgarðurinn hafi verið sett-
ur á laggirnar. Þá hafi verið lofað að
engar breytingar yrðu á veiði-
nytjum.
Þá hafi mörg dýr haldið sig innan
verndarsvæðis við Snæfell en þar
séu veiðar með öllu bannaðar. „Og
það er alveg óskiljanleg ráðstöfun,“
segir Sigurður.
Velja deilur fram yfir frið
Sigurður gagnrýnir Vatnajökuls-
þjóðgarð harðlega og segir að
stjórnendur þjóðgarðsins hafi ávallt
valið deilur, þótt friður væri í boði.
Mjög skorti á skilning starfsmanna
garðsins á hreindýraveiðum, t.d.
hafi þeir haldið veiðislóðum lok-
uðum að ástæðulausu. Því hafi verið
borið við að slóðir hafi verið blautar
en það hafi ekki verið rétt. Slóðum
hafi verið lokað vegna skemmda en
þjóðgarðsfólk átti sig ekki á því að
stundum sé betra að aka eftir slóð-
um á sumri og þannig þjappa jarð-
veginum niður. Aksturinn stuðli
þannig að því að minna renni úr
slóðunum í leysingum.
Veiði gekk betur á svæðum 3-9,
að sögn Sigurðar, og betur en í
fyrra. Í fyrrasumar hafi verið al-
gengt að þoka truflaði veiðar á
fjarðasvæðunum. „En nú var bara
sólskin og blíða allan tímann,“ segir
hann.
Þegar rætt var við Sigurð á
fimmtudag, 19. september, hafði
hann tekið sér þrjá frídaga frá því
veiðitímabilið hófst 50 dögum áður.
„Á tímabili varð maður orðinn hálf-
geðveikur, að keyra þangað norður
og vera kominn heim nótt eftir nótt
um tvö eða þrjú, eiga þá eftir að flá
og ganga frá og fara að sofa milli kl.
3 og 4. Síðan upp á morgnana aftur.
Maður var orðinn slappur til heils-
unnar,“ segir Sigurður og hlær.
Á Vaðbrekku er Sigurður með
aðstöðu til að flá og gera að dýr-
unum og margir veiðimenn gista á
bænum. Á föstudag var Sigurður
síðan á leið í kærkomið frí. „Ég ætla
að kúpla mig algjörlega frá þessu. “
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Villibráð Í stað þess að bera skrokkinn var hann settur á snjóþotu og dreginn að bílnum. Kýrin vó um 45 kíló.
Krefjandi aðstæður
á veiðislóð hreindýra
Reglur þjóðgarðsins vöfðust fyrir Tímafrek ferðalög
Klaki Sigurður fór líka til veiða á
miðvikudag. Veður var heldur verra.
1
2
3
4
5
6
7
8
9
Hreindýraveiðisvæði
Loftmyndir ehf.
Vatnajökull
La
ga
rfl
jót
Héraðsflói
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2013
RENAULT KANGOO DÍSIL
EYÐSLA 4,9 L / 100 KM*
VINSÆLIR
SPARNEYTNIR ATVINNUBÍLAR
RENAULT TRAFIC DÍSIL
EYÐSLA 6,9 L / 100 KM*
RENAULT MASTER DÍSIL
EYÐSLA 8,0 L / 100 KM*
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
8
7
5
3
*E
yð
s
la
á
10
0
k
m
m
ið
a
ð
v
ið
b
la
n
d
a
ð
a
n
a
k
s
tu
r.
BL ehf. Sævarhöfða 2 / 525 8000
www.renault.is
RENAULT – Í LIÐI MEÐ ATVINNUREKENDUM Í 100 ÁR.
Það er ekki að undra að Renault sé stærstur á sviði sendibíla í Evrópu.
Eftir meira en 100 ár í bransanum vita þeir hjá Renault hvað skiptir máli
þegar bíllinn er vinnustaðurinn þinn: áreiðanleiki, sveigjanleiki og ekki
síst þægindi.
TRAFIC STUTTUR
VERÐ FRÁ: 3.418.327 KR. ÁN VSK.
2,0 DÍSIL - 115 HÖ VERÐ: 4.290.000 KR. M. VSK.
MASTER MILLILANGUR
VERÐ FRÁ: 4.292.821 KR. ÁN VSK.
2,3 DÍSIL - 125 HÖ VERÐ: 5.390.000 KR. M. VSK.
KANGOO II EXPRESS
VERÐ: 2.541.833 KR. ÁN VSK.
1,5 DÍSIL - 90 HÖ VERÐ: 3.190.000 KR. M. VSK.
GE bílar / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622
Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkst. Austurlands / Egilsst. / 470 5070
IB ehf. / Selfossi / 480 8080