Morgunblaðið - 25.09.2013, Side 16

Morgunblaðið - 25.09.2013, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2013 ur líka meðal nemenda í framhalds- skólum. „Ég hef rætt þetta við nem- endur mína og þeir fullyrða að það sé auðvelt að nálgast stera,“ segir hann. Báðir íþróttakennararnir tengja vaxandi steranotkun við þær tegundir líkamsræktar sem leggja alla áherslu á útlitið. Þar sé mikið lagt upp úr áti á alls kyns fæðubót- arefnum, jafnvel steraneyslu, en heilsusamlegt mataræði og líferni skipti minna máli. Ómögulegt er að leggja mat á hversu mikil neysla stera er og það er ekki hægt að slá því föstu, ein- göngu út frá því að lagt er hald á meira magn, að neyslan hafi stór- aukist. Líkt við fljótandi kókaín Í skýrslu greiningardeildar rík- islögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi og hættu á hryðju- verkum er settur þessi fyrirvari við mat á steraneyslu en engu að síður tekið fram að allar tiltækar upplýs- ingar deildarinnar séu á þann veg að steranotkun fari vaxandi á Íslandi. „Sterum er líkt við „fljótandi kók- aín“ og algengar eru rang- hugmyndir um afleiðingar neyslu þeirra,“ segir í skýrslunni. Hætta sé á að heilbrigðisvandi sem tengist steraneyslu sé ekki að fullu kominn upp á yfirborðið. Við þetta má bæta að þegar fréttir berast af því að hald hafi verið lagt á stera hefur um leið verið lagt hald á fíkniefni. Sölumennirnir eru oft þeir sömu. Meira um meðaljóna á sterum  Piltar á framhaldsskólaaldri nota vaxtaraukandi stera  Dæmi um pilta á fermingaraldri sem prófa  Ranghugmyndir um að sterar séu ekki skaðlegir  Heilbrigðisvandi sem er undir yfirborðinu Stofna heilsu í hættu » Við misnotkun stera eru þeir yfirleitt notaðir í tífalt meiri mæli en þegar þeir eru notaðir til lækninga. » Skaðlegar aukaverkanir eru m.a.: Breytingar á blóðfitu sem leiða til æðakölkunar, hárlos og bólumyndun. » Karlmenn geta orðið getu- lausir, eistu minnkað og brjóst myndast. » Konur geta fengið tíðastopp og skalla. Hárvöxtur getur auk- ist. AFP Svindl Lögreglan á Spáni lagði í sumar hald á mikið magn ólöglegra efna sem er ætlað að auka árangur íþróttamanna, þ.m.t. stera. FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Ungir karlmenn eru helstu neyt- endur stera og svo virðist sem sífellt yngri drengir prófi eða fikti við steraneyslu. Neysla þekkist á meðal pilta í framhaldsskóla – eða á fram- haldsskólaaldri – og jafnvel eru dæmi um að drengir á ferming- araldri hafi prófað efnin. Þetta er viðkvæðið meðal þeirra sem þekkja til málsins og Morgunblaðið hefur rætt við. „Áður fyrr voru þetta þeir sem voru í kraftlyftingum en núna er meira um að meðaljóninn leiðist út í þetta,“ segir íþróttakennari í fram- haldsskóla sem Morgunblaðið ræddi við. Honum finnst sem núorðið telji fleiri að ólögleg efni, hvort sem það eru sterar eða kannabis, séu ekki eins hættuleg og þau hafi áður verið. Kennarinn tók skýrt fram að alls ekki væri mikið um steraneyslu í skólanum, hugsanlega innan við fimm piltar. Neyslan væri líklega meiri meðal pilta sem væru utan skólans. Annar íþróttakennari í framhalds- skóla á höfuðborgarsvæðinu segir að í skólanum neyti nokkrir skólapiltar á aldrinum frá sautján ára upp í tví- tugt stera. Notkunin leyni sér ekki, piltarnir bólgni út og oft fylgi húð- vandamál; þeir fái bólur og húðin slitni undan ofurvexti vöðvanna. Það sé hins vegar erfitt að sanna stera- neyslu og hann hafi ekki rætt við piltana sem um ræðir um neysluna. Skólinn hafi hins vegar fengið for- mann lyfjaráðs ÍSÍ til að ræða við nemendur um steranotkun og afleið- ingar hennar. Öll áhersla á útlitið Kennarinn hóf störf í skólanum fyrir tæpum áratug en honum finnst sem fyrst hafi byrjað að bera á steraneyslu fyrir um fimm árum. Neyslan sé að aukast í samfélaginu, á líkamsræktarstöðvum og því mið- Konur áttu 44% hlut í nefndum, stjórnum og ráðum ráðuneyta árið 2012 en karlar 56%. Það var örlítil aukning frá árinu á undan, þegar kon- ur voru 43% en karlar 57%. Árið 2008 var kynjakvóti leiddur í lög í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum ríkisins og hefur Jafnréttis- stofa haft eftirlit með framkvæmd hans. Í nýrri skýrslu Jafnréttisstofu þar sem greining er gerð á kynja- skiptingunni á starfsárinu 2011 og 2012 segir að ljóst sé að áfram þurfi að vinna markvisst að því að skipa konur og karla til jafns í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna. Árið 2010 voru konur aðeins 40% þeirra sem skipuð voru í nefndir, ráð og stjórnir ráðuneytanna, en karlar 60%. Árið 2011 náðu 7 ráðuneyti af 10 að uppfylla 40% lágmarks hlut annars kynsins að jafnaði, en meðaltalið er ólíkt milli ráðuneyta. Um áramótin 2011 og 2012 voru nokkur ráðuneyti sameinuð, þeim fækkað úr 10 í 8 og málaflokkar færð- ir til á milli þeirra. Þetta þarf að hafa í huga þegar meðaltöl áranna 2011 og 2012 eru borin saman. Milli ára jókst hlutfall kvenna úr 43% í 44%. Árið 2012 var velferðarráðuneytið með jafnasta þátttöku kynjanna í nefndum á sínum vegum og einnig eina ráðuneytið með fleiri konur (52%) en karla (48%). Skekkjan er mest í atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytinu, þar sem hlutfall kvenna í nefndum er 39%. Hin ráðuneytin ná öll tilsettum hlut kynjanna, eða 40% viðmiðunarmark- inu. Sex ráðuneyti eru því með hlut- fall kynjanna innan viðmiðunarmarka og munar eingöngu einu prósentu- stigi á þeim ráðuneytum sem ekki ná viðmiðunarmarkinu. Kynjahlutföll innan marka hjá sex ráðuneytum  Konur áttu 44% hlut í nefndum og ráðum árið 2012 Kynjaskipting Hlutfall kvenna í stjórnum og nefndum jókst lítillega. Tollgæslan hefur undanfarin ár lagt hald á sífellt meira magn af sterum. Tölur fyrir árið 2013 markast vissulega af því að upp kom eitt gríðarstórt mál á Keflavíkur- flugvelli þegar tollverðir þar stöðvuðu tæplega sjötugan karl- mann sem var með um 70 þúsund skammta af sterum og fleiri ólög- legum lyfjum í farangrinum. Hann var með töflur, ampúlur og lyfja- túpur auk sprautunála. Magnið var líka mikið í fyrra. Þá var mest lagt hald á duft, alls um níu kíló. Hjá tollinum fengust þær upplýsingar að um þrjár töfl- ur væru ígildi eins gramms. Það þýðir að í fyrra var lagt hald á jafngildi um 92.000 sterataflna. Síðast var stór sterasending stöðvuð í póstmiðstöðinni á Stór- höfða. Steraduft hafði verið falið inni í tússlitum sem sendir höfðu verið hingað frá Hong Kong til Ís- lendings á fimmtudagsaldri. Að auki var í pakkanum töluvert af umbúðum fyrir duftið sem bendir til þess að efnið hafi verið ætlað til sölu. Við húsleit hjá manninum fannst töluvert magn af sterum, all- nokkuð af skotfærum og búnaður til lyfjaframleiðslu. Kári Gunnlaugsson, yfir- deildarstjóri tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, segir að þeir sem teknir eru við sterasmygl hafi ekkert endi- lega komið við sögu áður vegna annars smygls, s.s. á fíkniefnum. Stundum séu þetta þó menn sem séu í öllum pakkanum, þ.e. smygli fíkniefn- um og sterum. Mikið hafi verið stöðvað af hraðsendingum, s.s. frá Kína, Ind- landi, Taílandi og Singapúr. Þar sem ólöglegur innflutningur á sterum falli undir brot á lyfjalög- gjöfinni, en ekki fíkniefnalöggjöf- inni, ljúki málunum oft með lágum sektum. Í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra er bent á að smygl á sterum sé ábatasöm iðja og áhættuminni en smygl á fíkni- efnum. Skúli Skúlason, formaður lyfja- ráðs ÍSÍ, er einn af þeim sem hafa lagt til að ólöglegur sterainnflutn- ingi verði settur undir sama hatt og fíkniefnasmygl. Þá myndu þeir sem smygla sterum, en ekki fíkni- efnum, væntanlega hætta smygl- inu. Vinna sé hafin við þessar breytingar innan stjórnkerfisins og hann vonast eftir að þær verði að veruleika á næsta þingi. Sterar sem tollgæsla hefur lagt hald á Sterar 2010 2011 2012 2013 Ampúlur stk. 351 1.112 340 300 Duft g 1.375,36 200 9.082,43 500 Ml 811 128 1.379 4.636 Túbur stk. 0 0 13 0 Töflur stk. 39.116 34.685 37.322 64.742 Stöðva smyglara í Leifsstöð en líka hrað- sendingar frá Kína, Singapúr og Indlandi Kári Gunnlaugsson Skotbómulyftarar mest seldi skotbómulyftarinn 2012 Vesturvör 32, 200 Kópavogur, Sími 564 1600 islyft@islyft.is - www.islyft.is Lyftigeta 2.5 til 12 tonn Fáanlegir með • Vinnukörfum • Skekkingju á bómu • Bómu með lengd allt að 18 metrum • Roto útfærsla með bómu allt að 25 metrum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.