Morgunblaðið - 25.09.2013, Page 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2013
„Gutti sem fer á sterakúr núna,
hann sér ekki hvaða áhrif það
hefur á hjarta- og æðakerfið,“
segir Skúli Skúlason, formaður
lyfjaráðs ÍSÍ. Slík áhrif geti verið
lengi að koma fram.
Hjartað stækki eins og aðrir
vöðvar við neyslu stera og við
slíka stækkun verður það óskil-
virkara en áður. Við það aukist
þrýstingurinn og hjartað þurfi að
slá oftar, með tilheyrandi afleið-
ingum fyrir heilsu.
Nýrun fái sömuleiðis að kenna
á því og það séu þekkt dæmi um
menn sem hafi þurft að fara í
nýrnaskipti vegna steraneyslu.
Húðin versnar, brjóst geta mynd-
ast á karlmönnum og ofan á það
bætast andlegu áhrifin.
Skúli bendir á að í nýlegum
rannsóknum í Svíþjóð hafi komið
í ljós að af 52 dauðsföllum (allt
karla) sem voru tengd stera-
neyslu hafi meðalaldurinn verið
24,5 ár. Stór hluti dó ofbeldis-
dauða eða framdi sjálfsvíg.
Af 63 dauðsföllum vegna
heróínneyslu var meðalaldurinn
34 ár.
Húðin versnar,
brjóst myndast,
nýru skemmast
Bóla Miklar bólur geta myndast af
sterum. Neðsta myndin er tekin
þegar sex vikna lyfjameðferð lauk.
María Margrét Jóhannsdóttir
mariamargret@mbl.is
Styrktarfélagið Ás mun taka að sér
að annast heildstæða þjónustu við
tíu einstaklinga með fötlun en þeir
hafa flestir búið alla sína ævi á vist-
unardeildum Landspítala Kópavogi.
Um er að ræða samning milli Land-
spítala og Áss styrktarfélags sem
tekur gildi 1. nóvember næstkom-
andi. Í fréttatilkynningu frá Land-
spítalanum kemur fram að þetta eru
síðustu einstaklingarnir af vist-
mönnum gamla Kópavogshælisins.
Hópur sem varð eftir
„Það var virkileg þörf á framtaki
sem þessu. Um er að ræða hóp sem
einhverra hluta vegna varð eftir í yf-
irfærslu þjónustunnar til sveitarfé-
laga og voru áfram sem sjúklingar á
Landspítalanum. Þetta er skref í
rétta átt til þess að bæta þeirra
mannréttindi og þetta er stór sigur
fyrir okkur sem berum hag þessa
fólks fyrir brjósti,“ segir Guðrún
Þórðardóttir, formaður Áss styrkt-
arfélags. „Samningurinn er tíma-
bundinn en hann gildir í þrjú ár og á
þeim tíma á að huga að því að þessir
einstaklingar flytji í önnur búsetuúr-
ræði. Vonandi með tilkomu okkar
flýtum við fyrir því að þeir fái þessi
mannréttindi sem þeir eiga rétt á,“
segir Guðrún.
Réttur til þjónustu breytist
Skilgreint markmið samningsins
felur í sér að einstaklingum sem nú
eru innritaðir á vistunardeildum 18
og 20 á Landspítala Kópavogi verði
tryggt jafnrétti og sambærileg lífs-
kjör við aðra. Fólkið mun búa áfram
í sama húsnæði en réttur þess til
þjónustu og réttur í almannatrygg-
ingakerfinu breytist við það að vera
ekki lengur innritað á sjúkrahús.
Morgunblaðið/Ómar
Mannréttindi Leitast er við að bæta
réttindi þeirra sem urðu eftir.
Ás tekur við
þjónustu fatlaðra
Í átt að bættum mannréttindum
Á fíknigeðdeild Landspítalans leita
sjúklingar sem bæði nota stera og
fíkniefni, s.s. kannabis, áfengi og
örvandi fíkniefni.
„Það fer ekki vel saman þegar
menn nota örvandi efni og stera og
eru kannski með persónuleika-
röskun líka. Það er ekki góður kok-
teill,“ segir Kjartan J. Kjartansson,
yfirlæknir á deildinni.
Meirihlutinn sem noti stera með
öðru séu menn á aldrinum 18-40
ára sem „safni kjöti“ á líkamsrækt-
arstöðvunum.
Líkamlegar aukaverkanir af
steraneyslu eru miklar en þær eru
líka andlegar. Kjartan bendir á að
sterarnir geti haft svipuð áhrif og
örvandi efni og menn geti orðið
háðir þeim.
Þegar steraneyslunni sleppir
detti um leið niður framleiðsla te-
stósteróns, sem áður fékkst með
sterunum. Í einhvern tíma á eftir
geti testósteron verið of lítið sem
geti ýtt undir þunglyndi og óvirkni
og minna sjálfstraust – en hið síð-
arnefnda sé oftsinnis ástæðan fyrir
því að mennirnir hófu steraneyslu
til að byrja með, segir Kjartan.
Valgerður Rúnarsdóttir, læknir
á Vogi, segir að einhver hluti ungra
manna sem koma á Vog neyti stera
með vímuefnum. Enginn leiti þang-
að eingöngu vegna steraneyslu.
Henni finnst sem steraneyslan
hafi orðið meira áberandi undan-
farin fimm ár eða svo.
Ungir menn sem noti mikið
áfengi og örvandi vímuefni séu oft
erfiðir í meðferð, hvatvísir og eigi
erfitt með að staldra við. „Ster-
arnir hjálpa ekki til með það,“ seg-
ir hún.
Þegar sterunum sleppir tekur þunglyndi
og óvirkni við og sjálfstraustið minnkar
Valgerður
Rúnarsdóttir
Kjartan J.
Kjartansson
Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs
ÍSÍ, hafði spurnir af því að fyrir
nokkru hefði móðir leitað á heilsu-
gæslustöð á höfuðborgarsvæðinu
vegna þess að 15 ára gamall sonur
hennar var ákveðinn í að neyta
stera og taldi það ekkert mál. Hún
vildi að drengurinn fengi að heyra
hvað heimilislæknir myndi segja um
þessa hugdettu og var drengurinn
talinn ofan af neyslunni.
Um 150 sýni eru úr tekin íþrótta-
mönnum innan vébanda ÍSÍ á ári til
að kanna hvort þeir hafi neytt ólög-
legra lyfja. Skúli segir að aukin
steraneysla hafi ekki komið fram á
prófum ÍSÍ. Á hinn bóginn hafi ráð-
ið miklar áhyggjur af því hversu
innflutningurinn virðist vera mikill.
Lyfjaráð hefur lengi stefnt að því
að koma á samstarfi við líkamsrækt-
arstöðvar til að gera próf á þeim
sem þar æfa og auka fræðslu til iðk-
endanna, að norrænni fyrirmynd.
Skúli bendir á að líkamsræktar-
stöðvar í Danmörku séu vottaðar
um að þær láti prófa viðskiptavini
sína.
Margar stöðvanna hafi tekið þess-
ari vottun fegins
hendi og noti
prófin sem tæki-
færi til að losna
við óæskilega
viðskiptavini.
Stöðvarnar velji
sjálfar hverjir
fari í lyfjapróf og
í Danmörku hafi,
á tilteknu tíma-
bili, allt að 24% sýna verið jákvæð –
viðkomandi hafði neytt stera. Í
íþróttahreyfingunni sé hlutfall
þeirra sem falla á lyfjaprófi um 1%.
Líkamsræktarstöðvarnar ytra
taka þátt í kostnaði við prófin. Til að
koma slíku kerfi á laggirnar hér
þyrfti að stofna sjálfstæða stofnun
fyrir lyfjaprófanir. Skúli segir að
kostnaður við hana sé áætlaður 20-
25 milljónir á ári, í stað um 11 millj-
óna sem lyfjaeftirlit ÍSÍ fái nú á fjár-
lögum. Hann miðar við að um 40-50
sýni verði tekin í líkamsræktar-
stöðvum á ári.
Nú eru sýni send til Svíþjóðar til
rannsóknar. Kostnaður við grein-
ingu á sýni er 60.000 krónur.
Fjórðungur féll þegar valið var í lyfjaprófin
Skúli Skúlason
í yfir 50 fallegum litum
Þönglabakka 4, sími 571-2288, www.gauja.is
VINSÆLA
ARWETTA CLASSIC
GARNIÐ
Skráning hafin
á hekl- og
prjónanámskeið
SJÓN ER SÖGU RÍKARI!
Atgervi íslenskra ungmenna –
er allt á niðurleið?
Erlingur Jóhannsson prófessor og Sunna Gestsdóttir doktorsnemi við rannsóknarstofu
í íþrótta og heilsufræði, menntavísindasviði HÍ.
Heilsufar og lífsstíll ungs fólks er áhyggjuefni vegna þeirra heilbrigðisvandamála sem fylgja
neikvæðum lífsháttum. Forsenda þess að geta sagt til um til hvaða fyrirbyggjandi aðgerða
yfirvöld heilbrigðis og menntamála þurfa að grípa til á komandi árum er vitneskja um heilsfar
ungs fólks. Sú vitneskja kemur úr niðurstöðum fjölbreyttra rannsókna enda nauðsynlegt að
nálgast málefnið á breiðum grundvelli og skoða líkamlega, félagslega jafnt sem andlega þætti
ungs fólks og miða aðgerðir til úrlausna við alla þessa þætti ef árangur á að nást.
Máli og menningu í kvöld kl. 20:00 -21:30
Vísindakaffi á Súfistanum,
Málefnið í kvöld er: