Morgunblaðið - 25.09.2013, Síða 18

Morgunblaðið - 25.09.2013, Síða 18
NORÐURLAND-EYSTRA DAGA HRINGFERÐ ÓLAFSFJÖRÐUR Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Menntaskólinn á Tröllaskaga í Ólafs- firði er yngsti framhaldsskóli lands- ins, stofnaður 2010, og greinilega spennandi staður, því þar er margt óhefðbundið í boði. Lára Stef- ánsdóttir hefur verið skólameistari frá stofnun. „Það hefur verið mjög skemmti- legt að byggja skólann upp. Við feng- um að byrja í nýja framhalds- skólakerfinu og gátum strax skipulagt nám og kennslu með öðr- um hætti en áður var,“ segir Lára við Morgunblaðið. „Þetta gerir það að verkum að hér er til dæmis skylda fyrir alla að taka nám í frumkvöðlafræðum og í listum og einnig hugsum við hér um hvernig nemendur vinna og læra. Það er kallað að læra á ákveðnum þrepum. Síðan er hér nám sem ekki hefur verið annars staðar, til dæmis listljósmyndabraut á listabrautinni; hér geta nemendur því tekið stúd- entspróf af listljósmyndabraut og líka í skapandi tónlist, sem við erum nýbyrjuð með. Það er ekki eins og hefðbundinn tónlistarskóli heldur læra nemendur að skapa tónlist. Síð- an erum við með útivistarbraut þar sem finna greinar eins og fjalla- mennsku og útivistargreinar ýmiss konar. Nemendur okkar eru að læra á brimbretti þessa dagana, fara á fjallareiðhjól, í sjósund og ýmsa óhefðbundna hluti í íþróttum í stað þess að vera alltaf inni í sal.“ Lára tekur skýrt fram, þrátt fyrir það sem hún hefur þegar talið upp, að Menntaskólinn á Tröllaskaga sé líka hefðbundinn framhaldsskóli: „Við erum með náttúruvísinda-, fé- lags- og hugvísindabraut.“ MTR er 200 eininga skóli þann- ig að hann tekur þrjú ár. „Komið hef- ur fram að menn vilja gjarnan fara að stytta framhaldsskólann og nú þegar eru þrír með styttri námstíma en fjögur ár og við erum einn þeirra.“ Lára segir tímann frá 2010 hafa verið mjög spennandi í Fjallabyggð, sameinuðu sveitarfélagi Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. „Það gerðist svo margt skemmtilegt á svipuðum tíma; skólinn var stofnaður, Héðinsfjarð- argöng voru tekin í notkun og hér hefur verið margskonar gerjun í gangi. Eftir tilkomu Listhússins hennar Alice Liu hér í Ólafsfirði eru til dæmis oft og tíðum nokkrir lista- menn hvaðanæva úr heiminum í bænum og þeir auðga mjög starf okkar í skólanum.“ Lára segist hafa fengið einstak- lega vel menntað og gott starfsfólk „sem kom okkur í raun verulega á óvart en gerir að verkum að við náð- um miklum árangri í að byggja skól- ann hér upp“. Skólinn útvegar kennurum far- tölvu og ipad og nemendum er gert að vera með fartölvu. „Við gerum hins vegar mjög litlar kröfur til bókakaupa þannig að þegar upp er Myndlist Á veggjum skólans eru mörg málverk eftir Kristin G. Jóhannsson, fyrsta skólastjóra Grunnskóla Ólafs- fjarðar þegar hann var í húsinu. Heiðar Karl Rögnvaldsson, Lára Stefánsdóttir og Anna Lena Victorsdóttir. Brimreið, skapandi tónlist og ljósmyndun  Láru var tvennt efst í huga: gott kaffi og ljósmyndun  Í Ólafsfirði koma fyrir nokkur mannanöfn sem virðast vera lítt eða ekki þekkt annars staðar á landinu, eftir því sem næst verður komist með leit á netinu og í samtölum við fróða menn. Nokkrir Ólafsfirðingar, bæði látnir og lifandi, bera nafnið Gottlieb. Af ætt Gottlieba þar er í öðrum landsfjórðungi ungur drengur sem heitir Nývarð en það nafn er sömuleiðis tengt Ólafsfirði. Þá benda kunnugir á nafnið Gamalíel og má í því sambandi vísa til Magn- úsar Gamalíelssonar, útgerðarmanns í Ólafsfirði, sem lést árið 1985. Nafnahefðir eins og þessar eru alls ekki bundnar við Ólafsfjörð. Ármann er dæmigert Akureyrarnafn og margir karlar í Skagafirði heita Konráð, Indr- iði og Hjálmar. Þá er kvenmannsnafnið Sigurlaug algengt þar í sveit. Albert og Guðbjartur eru Vestfjarðanöfn og margir þingeyskir karlar heita Sig- tryggur. Þá þekkist Bogi vel á Breiðafjarðarsvæðinu. Á Suðurlandi gætir þessa sömuleiðis. Runólfur, Högni og Eyjólfur eru nöfn sem margir tengja við Vestur-Skaftafellsýslur. Sveinn og Ólafur eru sömuleiðis algeng karla- mannsnöfn sunnan heiða. Kristleifur er dæmigert Borgarfjarðarnafn og tengt Húsafelli. Karlar heita Gottlieb og Nývarð  Marga bæjarprýðina er að finna í Ólafsfirði, ein þeirra er skíðastökk- pallur bæjarbúa, sem staðsettur er nánast í miðbæ þessa annálaða skíða- og íþróttabæjar. Pallurinn, sem er eini steypti skíðastökkpallur landsins, var reistur í sjálfboðavinnu árið 1967. Mikill áhugi var á skíðastökki í Ólafsfirði á þessum árum, en aðstöðuna til æf- inga skorti. Bygging pallsins hafði tilætluð áhrif, því Ólafsfirðingar urðu Íslands- meistarar í skíðastökki í árafjöld, allt þar til hætt var að keppa í greininni hér á landi. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Skíðastökkpallur Sá eini á landinu er staðsettur í miðbænum í Ólafsfirði. Stökkpallur í miðjum bæ Hjá Vélfagi í Ólafsfirði eru framleiddar vélar til fisk- vinnslu, hausarar, flökunarvélar og roðflettivélar, og þykja afbragð. Eigandinn segir þó erfitt að svara þeirri spurningu hvort reksturinn gangi vel: „Við erum bein- tengd sjávarútvegi og finnum fyrir því hve óvissan hef- ur verið mikil í greininni,“ segir Bjarmi Sigurgarðsson. Bjarmi og eiginkona hans, Ólöf Ýr Lárusdóttir, stofnuðu Vélfag 1995. Þau eru bæði að sunnan en ákváðu að venda sínu kvæði í kross árið 1987 og flytja út á land. Ólafsfjörður varð fyrir valinu, Bjarmi fór á sjó en varð að hætta og fara í land eftir að hafa slasast á auga. Hann hóf síðan að þjónusta útgerðina við við- hald véla um borð og fyrirtækið þróaðist smám saman. Starfsmenn eru nú 10 að eigendunum meðtöldum. Hjónin bjuggu í 15 ár í Ólafsfirði en eru flutt til Ak- ureyrar og reka fyrirtækið á báðum stöðum. Bjarmi segir óvissu í sjávarútvegi draga úr fjárfest- ingum, sem sé slæmt fyrir iðnaðinn. „Mér finnst vanta langtímastefnu í sjávarútvegi sem öllum er ljós.“ Hann nefnir að fiskverkafólki hafi fækkað en bendir á að gríðarleg aukning hafi orðið hjá iðnfyrirtækjum sem vinni með sjávarútveginum við að þróa tæki. „Það er mikið talað um að störfum fækki en ég held að menn átti sig ekki á því að í raun og veru er þetta frekar til- Ómetanleg verðmæti  Sjávarútvegsfyrirtæki vinna með iðnfyrirtækjum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gengur vel Ingi Freyr Hilmarsson (til vinstri) og Bjarmi Sigurgarðsson, framkvæmdastjóri Vélfags. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2013 Við erum stolt fyrirtæki á Ólafsfirði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.