Morgunblaðið - 25.09.2013, Page 19

Morgunblaðið - 25.09.2013, Page 19
Ólafsfjörður er byggðarlag sem stendur við samnefndan fjörð, sem gengur inn í Tröllaskaga. Þar hófst byggð í byrjun 20. aldar og fékk Ólafsfjörður kaupstaðarréttindi árið 1945. Árið 2006 voru Ólafsfjörður og Siglufjörður sameinaðir í eitt sveitarfélag; Fjallabyggð. Í Ólafsfirði eru um 800 íbúar. Sjávar- útvegur er helstur atvinnuvega.Ljósmynd/MatsWibe Lund Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kennir ljósmyndun Lóa Rós Smáradóttir, Kristinn Arnar Hauksson, Lára Stefánsdóttir og Aldís Vala Gísladóttir. staðið ætti kostnaður við tölvukaup að vera ámóta eða minni en við að kaupa fjölda bóka fyrir allar náms- greinar.“ Nemendur MTR eru 180 og við bjóðum upp á fjarnám, dreifnám og staðarnám þannig að nemendur okk- ar eru víða í heiminum, ekki bara hér í Ólafsfirði.“ Lára Stefánsdóttir er með meistarapróf í menntunarfræðum, einnig kerfisfræðingur og fyrir fá- einum misserum lauk hún meist- araprófi í listljósmyndun frá Aca- demy of Art University í San Francisco í Bandaríkjunum. Lára hefur ljósmyndað af ástríðu árum saman og kennir nemendum MTR ljósmyndum. Hefur afskaplega gam- an af því, eins og gefur að skilja. Enda segir Lára að aðeins tvennt hafi í raun skipt hana máli þegar hún ákvað að flytja til Ólafsfjarðar: „Gott kaffi og ljósmyndun.“ Blaðamaður getur staðfest að hvort tveggja gekk upp; kaffið úr skólavélinni er afbragð og þegar gestinn bar að garði sat Lára á skrifstofu sinni við kennslu með þrjá af ljósmyndanemunum sér við hlið. Myndir í tölvunni eru og sönnun þess að Lára hefur getað sinnt ljósmyndun sjálf upp á síðkast- ið. Þægilegt Sæþór Ólafsson og Jóhann Ólason í tölvu- og tónlistarstofu Menntaskólans á Tröllaskaga. Þar er m.a. ljósmyndastúdíó og hljóðver. Soðinn fiskur með kartöflum og hamsatólg er langvinsælastur á veitingastaðnum á Hótel Brim- nesi í Ólafsfirði. Eigandinn bak- ar dýrindis ástarpunga ofan í gesti og heimilisleg stemning er í öndvegi. Þar ræður Ásta Sig- urfinnsdóttir ríkjum, en harð- neitar að láta kalla sig hótel- stjóra eins og líklega væri lenska víðast hvar. „Mér finnst það ekk- ert skemmtilegt orð, ráðskona á miklu betur við.“ segir Ásta sem hefur veitt hótelinu forstöðu undanfarin þrjú ár. Hótelið er í eigu Sæunnar Ax- elsdóttur, sem áður rak útgerð í bænum og bakar nú brauð og bakkelsi fyrir hótelið. Á hótelinu eru annars vegar hefðbundin hótelherbergi og hins vegar eru þar bjálkahús til útleigu, sem öll eru með heitum potti og flest með eldunaraðstöðu. Undanfarið ár hafa miklar endurbætur verið gerðar á herbergjunum á hót- elinu og möguleikar til afþrey- ingar auknir. T.d. eru þar leigðir árabátar, kajakar og reiðhjól. Rosknir Svisslendingar á sjó Að sögn Ástu hefur aðsókn að hótelinu aukist undanfarin ár og margir koma þangað ár eftir ár, til dæmis hópur roskinna Sviss- lendinga sem koma á hverju sumri til að fara á sjóinn að veiða og gera að. „Fólki líður vel hjá okkur. Við fáum oft kort frá þakklátum gestum sem segja okkur hvað þeir höfðu það gott hjá okkur.“ Af hverju líður fólki svona vel hjá ykkur? „Ég held að það sé vegna þess að við leggjum mikla áherslu á heimilisbraginn. Fólki finnst eins og það sé komið heim til sín, sama hvaðan það kemur.“ Heimilisbragurinn í hávegum hafður Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ráðskona Ásta vill ekki gangast við starfsheitinu hótelstjóri. Fólki líður vel hjá okkur Brimnes Þar er hægt að gista í herbergi og leigja bjálkahús. flutningur á störfum. Það er talað um íslenskan sjávarútveg af mikilli vanþekkingu en miðað við lönd sem við berum okkur oft saman við, Noreg og Færeyjar, standa Íslend- ingar miklu framar. Verðmæta- aukning í sjávarútvegi hér hefur aukist ótrúlega á síðustu tveimur áratugum, ég heyrði mann halda því fram á dögunum að ekki væri hægt að auka verðmætasköpun enn frekar en það er algjört rugl. Við nýtum fiskinn 20% betur en Norð- menn og nýtingin á eftir að aukast enn frekar. Unnið er að því í fjölda góðra iðnfyrirtækja sem þjónusta sjávarútveginn.“ Vélfag hefur selt mest af fram- leiðslunni hér heima í gegnum árin „en nú seljum við bæði til Noregs og Frakklands, og byrjum að flytja út til Færeyja, Hollands og Bret- lands eftir áramót.“ Bjarmi segir samvinnu sjávar- útvegsfyrirtækja og iðntæknifyr- irtækja gríðarlega mikilvæga fyrir margra hluta sakir. „Það er sjaldan talað um það. Mér finnst leiðinlegt að heyra sífellt talað um að allt sé að fara til andskotans. Ég þarf ekki að halda uppi vörnum fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki, sem fólk skammast hvað mest út í, en verð þó að koma á framfæri að þau taka slaginn með iðnfyrirtækjunum; eru tilbúin að prófa vélar sem verða síð- an að útflutningsvöru til annarra landa og skapa þannig ómetanleg verðmæti fyrir þjóðina, án þess að fá nokkurn tíma viðurkenningu fyr- ir.“ Vélfag Helgi Þórðarson, t.v., og Þormóður Sigurðsson. Skólinn skiptist í félags- og hugvís- indabraut, náttúruvísindabraut, starfs- braut og íþrótta- og útivistarbraut. Sú síðastnefnda skiptist í íþróttasvið, fyrir þá sem æfa íþróttir markvisst til keppni, og útivistarsvið. Á útivistarsviði er hægt að fá metið nám sem björgunarsveit- armaður 1 frá Landsbjörgu. Vert er að nefna að skólaakstur er í boði bæði frá Dalvík og Siglufirði. Heilsueflandi MENNTASKÓLINN Á TRÖLLASKAGA MTR Einkunnarorð skólans eru frumkvæði - sköpun - áræði.  Siglufjörður er næsti við- komustaður 100 daga hring- ferðar Morgunblaðsins. Á morgun MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2013

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.